Morgunblaðið - 04.07.1987, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 04.07.1987, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1987 Kjamorkuvígbúnaður o g herstöðin í Keflavík Athugasemdir vegna Staksteinaskrifa eftir Vigfús Geirdal Hr. aðstoðarritstjóri, Bjöm Bjamason! Tilefni þess að ég ávarpa þig sérstaklega er að föstudaginn 5. júní birtust í Staksteinum nafnlaus skrif um öryggis- og vamarmál þar sem vegið er að persónu minni, orð sem ég hafði látið falla í við- tali við Þjóðviljann deginum áður skrumskæld og slitin úr samhengi. Það hvarflar ekki að mér að væna þig um að hafa skrifað þetta held- ur viðist sem vankunnandi hlaupa- strákur hafi að þessu sinni verið settur í verkefni sem hann hafði ekkert vit á. En þar eð þú ert ábyrgur fyrir þeim málaflokki sem hér um ræðir þá hlýt ég að bera mótmæli mín fram við þig og fara þess vinsamlegast á leit að athuga- semdir mínar við þessi skrif verði birtar. „William nokkur Arkin“ Staksteinahöfundur sér sérstaka ástæðu til að riija upp umræður sem hér urðu um kjamorkuvopn árin 1980 og 1984 eða öllu heldur í byijun árs 1985. Segir hann her- stöðvaandstæðinga hafa fullyrt að kjamorkuvopn væru hér á landi en þeir hafí orðið undir í báðum tilvik- um. í bæði þau skipti sem hér um ræðir voru upplýsingar frá William Arkin tilefni umræðanna. I fyrra tilfellinu, 1980, sýndi hann fram á að upplýsingarit „Vamarliðsins" í Keflavík og skjal úr vamarmála- ráðuneyti Bandaríkjanna sýndu það ótvírætt að í Keflavíkurstöðinni væru hermenn sem þjálfaðir væru í að umgangast kjarnorkuvopn. Arkin fullyrti aldrei að hér væru kjamorkuvopn, eins og Morgun- blaðið hefur þrástagast á. Hann færði hins vegar sterk rök fyrir því að bandariskum herstöðvum á Is- landi væri ætlað hlutverk í kjam- orkuhemaði á norðurslóðum og að hér á landi væri aðstaða til að taka á mót kjamorkuvopnum, nánar til- tekið kjamasprengihleðslum. Þau rök hafa ekki verið hrakin. í desemberbytjun 1984 kom Will- iam Arkin síðan hingað til lands sem frægt er orðið. Hann afhenti Geir Hallgrímssyni, þáverandi ut- anríkisráðherra, og Steingrími Hermannssyni, forsætisráðsherra, ljósrit af skjali frá árinu 1974 sem undirritað var af þáverandi Banda- ríkjaforseta, Gerald Ford, og hafði að geyma áætlun fyrir árið 1975 þar sem heimild var gefín til að flytja kjamorkusprengjur til nok- kurra landa ef hættuástand myndaðist. Áætlun þessi gerði ráð fyrir að hingað til lands yrðu flutt- ar 48 kjamorkudjúpsprengjur sem Orion—kafbátaleitarvélunum er ætlað að nota. Staksteinahöfundur segir: „Eftir heitar umræður varð ljóst, að væru slíkar áætlanir til í bandaríska varnarmálaráðuneytinu yrði þeim ekki hrundið í framkvæmd nema að fengnu samþykki íslenskra stjómvalda." (Leturbr. m’in.) Þetta segir ekki einu sinni hálfan sannleikann og það þarf ekki að fjalla um tilvist þessarar áætlunar í viðtengingarhætti. Það kom vissu- lega fram við nánari eftirgrennslan að ætlunin var að hafa „samráð" við stjómvöld viðkomandi landa í þann veginn sem kjamorkuvopnin yrðu flutt þangað. Þetta er hins vegar aukaatriði; meginmálið er: Sameinað herráð Bandaríkjahers hefur árum saman gert áætlun sem á hveiju ári er undirrituð af prók úruhafa forsetaembættis Banda- ríkjanna, þar sem áætlað er að flytja kjanorkuvopn til annarra þjóðríkja á hættutímum. Það alvar- legasta í þessu máli er síðan að þessi áætlun hefur verið gerð alger- lega án vitundar yfírvalda þeirra ríkja sem hér um ræðir. Það er skýlaust brot á sjálfsforræði þessara þjóða. Og vel að merkja úr því að Stak- steinahöfundur minnist á „sam- þykki íslenskra stjónvalda". Islenska þjóðin hefur aldrei gefíð stjómvöldum umboð til að sam- þykkja kjamorkuvopn í íslenskri lögsögu. Bæði 1980 og 1984 var Bandarí kjastjóm krafin svara varðandi kjamorkuvopn hér á landi. í bæði skiptin voru svörin á sömu leið og út í hött: (1) Bandaríkin játa hvorki né neita tilvist kjamorkuvopna (né skjala er þau varða), (2) Bandaríkin virða samþykkt NATO—leiðtoga frá 1957 sem segir að kjamorkuvopn skuli ekki staðsett í neinu aðild- arríkjanna án samráðs við viðkom- andi stjómvöld og (3) Bandaríkin virða í einu og öllu „vamarsamn- ing" íslands og Bandaríkjanna. Það sem „gleymist" að tiltaka í þessu svörum er að Bandaríkjaher áskilur sér fullan og óskoraðan rétt til að flytja kjamorkuvopn og hafa viðdvöl með þau í lögsögu annarra ríkja. Árið 1984 reis nýlqörin ríkis- stjóm Nýja Sjálands gegn þessari stefnu og bannaði umferð kjam- orkuvopna í nýsjálenskri lögsögu. Viðbrögð Bandaríkjastjómar við stefnu Nýsjálendinga eru öllum kunn. 16. apríl 1985 gaf Geir Hall- grímsson, þáverandi utanríkisráð- herra, út yfírlýsingu sem var í sama anda og stefna þeirra Nýsjálend- inga, þ.e. að í samræmi við þá stefnu að banna kjamorkuvopn hér á landi og væri öll umferð þeirra í íslenskri lögsögu sömuleiðis bönn- uð. Morgunblaðið brást dálítið und- arlega við þessari skorinorðu yfír- lýsingu utanríkisráðherra okkar Islendinga; það sá nefnilega ástæðu til að leiða fram norskan mann, Ame Olov Brundtland, til að segja okkur Islendingum hvað orð Geirs Hallgrímssonar raunverulega merktu, því að stefna okkar var að sögn blaðsins hin sama og stefna Norðmanna að það sé „óæskilegt, að skip, sem koma til hafnar í Nor- egi, beri kjamorkuvopn". Þetta er auðvitað allt annað en stefna ís- lendinga en það er athyglisvert að Morgunblaðið telur samkvæmt þessu alveg koma til greina að kjamorkuvopn séu „flutt" hingað til lands, jafnvel á friðartímum. „Sagnfræðingoir her— stöðvaandstæðinga“ kemur til sögunnar Staksteinahöfundur skýrir frá því að ég segi í viðtali við Þjóðvilj- ann að dvöl Orion— flugvélanna hér á landi sé skýlaust brot á stefnu íslands um að heimila ekki kjam- orkuvopn hér á landi. Hann hefur það einnig eftir mér að „samkvæmt skilgreiningu stórveldanna sjálfra, seú þessar flugvélar kjamorku- vopn“. Þetta þykir Staksteinahöf- undi heldur vitlaus kenning því „samkvæmt „skilgreiningu" geta allar flugvélar borið kjamorkuvopn og eru því kjamorkuvopn!" Víkjum fyrst aðeins að hugtakinu „getur borið kjarnorkuvopn". Hvað merkir það? Með orðum Johns nokk- urs Lehmans, fyrrum flotamálaráð- herra Bandaríkjanna, er skip eða flugv’el „nuclear capable" ef þau eru „búin vopnakerfí sem beitt get- ur kjamasprengju", þannig að kjarnorkusprenging eigi sér stað. Þetta merkir að til staðar eru við- eigandi skotbúnaður „flutnins- tæki“, tölvu— og fjarskiptabúnaður, dulmálslyklar og sérstaklega þjálf- aður mannskapur. Af þessu ætti að vera ljóst að ekki „geta allar flugv’elar borið kjarnorkuvopn" en það er hins vegar staðfest að banda- rísku Orion flugv’elunum er ætlað það hlutverk (en ekki þeim norsku og hollensku). Það er í rauninni auka—atriði hvort þessar flugv’elar flytja með sér kjamorkuvopn hing- að til lands að staðaldri eða ekki. Það skiptir máli að þeim er ætlað að beita kjamorkuvopnum komi til átaka og það er fráleitt að halda þvi fram að þær hafi aldrei komið hingað til lands með kjamorkuvopn því að meðferð kjamorkuvopna krefst flókinnar þjálfunar. Þá er það „skilgreining stórveld- anna“ á því hvað séu kjamorku- vopn. Eins og þú veist manna best, Bjöm, þá er það samkomulag Bandaríkjanna og Sovetríkjanna, bæði í SALT 1 og SALT 2, að þau beiti eigin aðferðum til að hafa eft- irlit með kjamorkuvopnum hins aðilans. Samningar hafa aldrei náðst um eftirlit á staðnum og því er þetta eftirlit framkvæmt með njósnahnöttum og ýmsum öðrum búnaði. Af þessum sökum getur eftirlitið ekki miðast nákvæmlega við kjamaodda heldur einungis við vopnakerfí sem „geta beitt kjam- orkuvopnum". Samkvæmt þessari skilgreiningu eru Orion— flugvél- amar hér á Keflavíkurflugvelli vissulega kjamorkuvopn. Ástæða þess að ég minntist á þessa skil- greiningu risaveldanna í viðtalinu Vigfús Geirdal „Sá orwellski tvískinnungur sem ein- kennt hefur málflutn- ing íslenskra ráðamanna um öryggis- mál okkar Islendinga er hættulegur lýðræði okkar og sjálfstæði og vissulega til þess fallinn að grafa undan tiltrú manna. Því miður virð- ast Islenkir blaðamenn upp til hópa ekki ’ahrifa þann faglega metnað að setja sig nægilega vel inn í þessi mál til að veita stjórn- málamönnunum það aðhald sem lýðræðinu er nauðsynlegt.“ við Þjóðviljann er einfaldlega sú, að meðan Bandaríkin eru ekki til- búnin til að gefa út ótvíræða yfirlýs- ingu um að þessar flugv’elar beri ekki kjamorkuvopn þá verðum við Islendingar að nota þessa viðmiðun þegar við ákveðum hvað séu kjam- orkuvopn og hvað ekki. Staksteinahöfundur vísar sérs taklega í samninga á vettvangi NATO og við Bandaríkin þar sem viðurkennd eru full yfírráð íslend- inga „í þessu efni“. Hér á hann væntalega við tvö síðari atriðin í svömm Bandaríkjastjómar sem ég drap á h’er að framan. Því er fyrst til að svara að í „vamarsamningn- um“ er ekki minnst einu einasta orði á kjamorkuvopn. Bandaríkin hafa nýverið birt leyniskýrslur um aðdragandann að gerð þessa samn- ings vorið 1951. Þar er ekkert talað um kjamorkuvopn. Islendingar hafa enn ekki birt sínar skýrslur um þennan sögulega samning. Þú vilt kannski beita þér fyrir því, Bjöm, að svo verði gert? E.t.v. kem- ur þar eitthvað fram um full yfírráð okkar Islendinga „í þessu efni.“ NATO—samingurinn frá 1957 fjall- ar um varanlega staðsetningu kjamorkuvopna en ekki umferð þeirra eða viðdvöl eins og áður er getið. Orion—flugsveitimar eru ekki staðsettar hér í Keflavík heldur hefur hver þeirra sex mánaða við- dvöl hér á landi. Þá heldur hún til heimaherstöðvar sinnar í Banda- ríkjunum og önnur tekur við. Orion—flugvélamar em þannig ekki hluti af „vamarliðinu" heldur sjálfstæð, hernaðarleg eining sem væntanlega fellur ekki frekar undir „varnarsamninginn" en t.a.m. her- skip sem hingað koma í heimsókn. NATO—samningurinn frá 1957 staðfestir hvorki eitt eða annað varðandi þessar flugv’elar. En í ljósi þeirrar stefnu Bandaríkjanna, að flytja kjarnorkuvopn hvert sem æUNBLABIÐ, FOSTllDÁUim 5. Jt'NI IW/ Við sama hey- garðshomið A árinu 1980 var deih hiriuiegi um það hér á landi, hvort lýarnorku- vopn væru á Krflavíkur- Dugvelli. Þi gvkk bópur fólka dulbúinn á Hlemm- torjfi og mótnuelti lýam- orkuvopoum á lalandi i tilefni af þvi ad 40 ár voru lidio f ri þvi ad Bret- ar bernámu ialand Urðu alkmarpar umneður ||fTi fuUyrðingar heratððva- uxhtirðinga um kjarn- orkuvopn á lalandi, wm lyktaði með þvi að þeir urðu undir. Sðmu aðgu er að aegja um þá rimmu, aem varð i deaember 1964, þegar WQliam nokkur Arldn kom hing-. að til IrimUi og fhitti þann boðakap, f stxittu ináli, að BandarOýaaýóra aetlaði að hafa akoðanir íalend- inga að engu og flytja hingað lýarnorkuvopn á ófriðartimum, hvort aem lalendingar vildu það eða ekld. Talaði hann um 48 djúpaprengjur til að granda kafhátum i avo- Orion-vélar HrnMm Keflavík er atómstöð m Gengið gndir fölsku flaggi Svokallaðir herstöðvaandstæðingar ætla að ganga frá Keflavík nú um helgina. Eins og kunnugt er vita þessir andstæðingar ekki upp á hár um hvað þeir eru sameinaðir. Þeim er ekki held- ur alveg Ijóst, hvernig þeir vilja búa um hpútana til að áfram verði unnt að tryggja friö í okkar heimshluta, nái óljós stefna þeirra fram að ganga. Til marks um veikan málstað og tilraunir til hræösluáróöurs honum til framdráttar er sú árátta forkólfa herstöðvaandstæðinga aö reyna að klína kjarnorkuvopnum á Keflavík og ísland. Ein slík var gerö í Þjóðviljanum í gær. Er rætt um hana í Staksteinum í dag. anna sjÁIfra, aéu þnaar flugvélar lýaraorku- ið, þegar utanrfkiaráð- berrar aðildarlanda Atlantahafahandalagams hittaat bér ( Reylqavfk I PBnaln vilfil f ölluiTI þeim yfirráða, aem eru aký- lauat viðurkennd i aamningum á vettvangi Atiantahaf abandalagiíns og við Bandarfldn aér- þeim þóknist og hafa viðdvöl með þau hvar sem þeim sýnist þá fer ekki milli mála að dvöl Orion— flugvelanna hér á landi brýtur ótvirætt í bága við yfirlýsingu Geirs Hallgrímssonar frá 16. apríl 1985. Ekki aðeins það, hún er skýlaust brot á yfírlýstri stefnu íslenskra stjómvalda að heimila aðeins „vam- arvopn" á íslensku landi. Orion— flugv’elarnar verða ekki með nokkra móti skilgreindar sem vam- arvopn. Hvað er kjarnorkuvíg— búnaður? Annars var það ekki aðalatriði í vitaii mnu og Þjóðviljans hvort kjamorkusprengjur væru í Keflavík eða ekki. Keflavíkurflugvöllur er kjamorkuherstöð hvort sem kjam- orkusprengjur em þar eða ekki. Ég lagði áherslu á að kjamorkuvíg- búnaður væri miklu meira en bara sprengihleðslumar; hann er allur sá búnaður sem þarf til að gefa skipun um að beita kjamorkuvopn- um, skjóta þeim af stað, flytja þau að skotmarkinu og setja af stað það ferli sem þarf til að l’ata sprengjuna springa. 48 kjamorkudjúpsprengjur skipta í rauninni engu fyrir kjam- orkuhemað Bandaríkjanna í norð- urhöfum. Við verðum að gera okkur grein fyrir að í höfunum umhverfís Island em samankomin fleiri kjam- orkuvopn en á nokkm öðm haf- svæði. Við vemm að gera okkur grein fyrir, að komi til átaka á milii Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna þá munu eldflaugar og landdrægar sprengiflugv’elar þess- ara risavelda fara yfir norðurheim- skautssvæðið. Öll helstu hemaðar- mannvirki Bandaríkjanna hér á landi, stjóm-, eftirlits-, fjarskipta- og njósnastöðvar, em mikilvægur hluti af þessum kjarnorkuvígbún- aði. Staksteinahöfundur nefnir það máli sínu til stuðnings að „í öllum þeim umræðum, sem orðið hafa um kjamorkuvopn og fækkun þeirra á undanfömum ámm, hefur ekki fyrr verið minnst á Orion-flugvélar Bandaríkjamanna ...“ Þetta er al- veg rétt svo langt sem það nær en það er ekki þar með sagt að ekki s’eu þörf slíkrar umræðu. Vígvæð- ing í sjóhemaði hefur einmitt átt sér stað nær algerlega utan allra samninga um takmörkun vígbúnað- ar. Þetta er alvarlegt umhugsunar- efni, ekki síst vegna þess að á hveijum degi eru risaveldin í hættu- legum eltingarleik út um heims- höfín og það er álit margra vígbúnaðarsérfræinga að á höfun- um sé freistingin mest að grípa til kjarnorkuvopna ef til átaka kemur. Morgunblaðið hefur löngum verið málsvari gangkvæmra afvopnun- arsaminga og sjálfstæðismennimir Matthías Mathiesen, utanríkisráð- herra, og Eyjólfur Konráð Jónsson, formaður utanríkisnefndar Alþing- is, hafa öðmm fremur lagt áherslu á kröfuna á kjamorkuvopnalaust svæði frá Grænlandi til Úralfjalla, þar með talin norðurhöf og Eystra- salt. Geir Hallgrímsson beitti sér sérstaklega fyrir því á sínum tíma að gerð yrði alþjóðleg könnun á vígbúnaðarkapphlaupinu á höfun- um og leitað yrði ieiða til afvopnun- ar. Mér fínnst af þessum sökum að Morgunblaðið ætti að ganga fram fyrir skjöldu og kreíjast þess að helstu flotaveldi heimsins hefji viðræður um gagnkvæma afvopnun í sjóhemaði. Bandaríkin hafa gefíð þá skýringu að ekki sé þjóðréttar- legur grunnur til að byggja á samninga um vígbúnað á höfunum en þau hafa neitað hingað til að staðfesta alþjóðahafréttarsáttmál- ann sem er einmitt mikilvægur gmndvöllur slíkra samninga. Er ekki kominn tími til að við Islend- ingar, með Morgunblaðið í broddi fylkingar, beitum Bandaríkin þeim þrýstingi sem nægir til að þau stað- festi þennan sáttmála sem er okkur svo mikilvægur. Um hættulegan áróður Staksteinahöfundur sér ’astæðu til að benda enn og aftur á hversu „þjóðhættulegur þessi áróður her- stöðvaandstæðinga er“. Hann grefur undan „tiltrú manna til fullra yfírráða íslendinga í þessu efni“, hann gefur þeim sem kynni að sjá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.