Morgunblaðið - 04.07.1987, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1987
4
Fyrsti íslenski
hlj ómdiskurinn
ÚT er komin fyrsti íslenski
hljómdiskurinn með íslenskum
flytjanda.
Grammið og Japis standa sam-
eiginlega að útgáfu hljómdisksins.
Á hljómdisknum er að finna hljóm-
plötu Bubba Morthens Frelsi til
sölu, að viðbættum fjórum aukalög-
um, en Frelsi til sölu hefur verið
ein af vinsælustu plötum á Islandi
undanfama mánuði og hefur selst
í fimmtán þúsund eintökum. Hljóm-
diskurinn er gefinn út í þúsund
eintökum og hefur Frelsi til sölu
því verið gefín út í yfír sextán þús-
und eintökum sem er með því besta
sem þekkist í sögu hljómplötuútg-
áfu á íslandi.
Aukalögin á plötunni em Blind-
sker, Leyndarmál frægðarinnar,
Þjóðlag og Skyttan, en Þjóðlag, sem
samið er við ljóð Snorra Hjartarson-
ar, hefur ekki áður verið gefið út
á plötu.
Norræna veitinga- og
gistihúsasambandið
Einar Olgeirsson
kjörinn formaður
Einar Olgeirsson hótelstjóri.
13.—16. júni sl. var haldið hér
á landi ársþing norræna veit-
inga- og gistihúsasambandsins,
en Samband veitinga- og gisti-
húsa á aðild þar að. Eru ársþing
norræna sambandsins haldin til
skiptis í löndunum fimm.
Rætt var um ástand og horfur á
vinnumarkaði hvers lands um sig,
almennt ástand í ferðaþjónustu og
mögulega samvinnu varðandi
markaðssetningu í öðrum löndum.
ársávöxtun
Bónusreikningur Iðnaðarbankans
er þannig úr garði gerður, að allir
geti nýtt sér hann til þess að
ávaxta fé sitt á sem bestan,
einfaldastan og öruggastan hátt.
Hann er allt sem þú þarft.
• Háirvextir
• Laus hvenær sem er
• Ekkert úttektargjald
Síðustu 6 mánuði var
ársávöxtunin 23,81 %
Láttu
Bónusreikning
vinna fyrir þig
iðnaðarbankinn
-mtim kwnto
Ennfremur voru rædd fjölmörg
sameiginleg hagsmunamál og
skipst á upplýsingum. Ferðaþjón-
usta er þýðingarmikil atvinnugrein
í öllum þessum löndum.
„Meginkrafa er sú að ferðaþjón-
usta fái að dafna við lífvænleg
skilyrði og losað sé um alls kyns
höft og bönn sem hvorki ferðamenn
né þeir sem þjóna þeim skilja.
Voru hinir norrænu gestir sam-
mála um að geysimiklar framfarir
hafí orðið hér á landi síðustu árin
hvað varðar matargerð og almennt
aðstöðu til móttöku ferðamanna,"
segir í frétt frá Sambandi veitinga-
og gistihúsa.
Aður en ársþingið hófst ferðuð-
ust þingfulltrúar til Stykkishólms
og sigldu m.a. út í Flatey.
Á þinginu var Einar Ölgeirsson
hótelstjóri á Hótel Loftleiðum og
formaður Sambands veitinga- og
gistihúsa kjörinn forseti norræna
sambandsins til 2ja ára.
Fyrirlestur
um þátt
greindar í
störfum for-
ystumanna
BANDARÍSKI félagssálfræðing-
urinn F.E. Fiedler er nú staddur
hér á landi og mun halda fyrir-
lestur á vegum félagsvísinda-
deildar þann 6. júlí. Fyrirlestur-
inn verður haldinn mánudaginn
6. júlí kl. 17.15 í stofu 206 í Odda
við Sturlugötu.
Fiedler var meðal brautryðjenda
í rannsóknum á forystuhæfileikum
og hefur verið bæði áhrifa- og af-
kastamikill á því sviði og er meðal
virtustu félagssálfræðinga nútím-
ans. Hann er nú prófessor við
Washington-háskóla í Seattle.
Fyrirlestur hans mun íjalla um
þátt greindar í störfum forystu-
manna.
Þú svalar lestrarþörf dagsins
ásídum Moggans! á
£SSb
KJÖTIONAÐARSTÖD KEA
AKUREYRI SÍMI: 96~21400