Morgunblaðið - 04.07.1987, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.07.1987, Blaðsíða 27
MÖRGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1987 ‘ 27 Astralía: Stjói'narand- staðan í sókn Sydney, Reuter. NIÐURSTÖÐUR skoðanakannana um kjörfylgi stjórnmálaflokka, sem birtar voru í Astralíu í gær, sýna að forskot Verkamannaflokks- ins á bandalag Frjálslynda flokksins og Þjóðarflokksins, sem eru í stjórnarandstöðu, hefur minnkað um helming á einni viku. Stjórnar- andstöðuna vantar nú aðeins tvo til þijá hundraðshluta atkvæða til að koma í veg fyrir að Verkamannaflokkurinn hljóti meirihluta á þingi þriðja sinn í röð í kosningunum 11. júli. I tvennum síðustu kosningum, sem voru 1983 og 1984, vann stjómarandstaðan sex til sjö hundr- aðshluta fylgi af stjórnarflokknum í vikunni fyrir kosningar, ef marka má skoðanakannanir. Stjómarand- stæðingar eru því vongóðir um að nú takist að hnekkja veldi Bobs Hawke, forsætisráðherra og for- manns Verkamannaflokksins. Talsmenn stjómarandstöðunnar þakka þennan árangur einkum fast- heldni leiðtoga ftjálslyndra, Johns Howard, við einarða og róttæka stefnu í skattamálum, en Ftjáls- lyndi flokkurinn hefur heitið því að lækka hámark skatthlutfalls úr 49% í 38%. Persónulegar vinsældir How- ards hafa einnig aukist mjög undanfarið, en hann hefur verið óþreytandi að koma fram opinber- lega um allt land. Kosningasmalar Verkamanna- flokksins hafa viðurkennt að kosningabarátta þeirra hafi ekki gengið sem best undanfarið, en nú ætla þeir að hleypa af stokkunum nýrri sókn. Bob Hawke hefur hing- að til einbeitt sér að því að kynna almenn stefnumál Verkamanna- flokksins, en látið Paul Keating, fjármálaráðherra um árásirnar á Frjálslynda flokkinn. Nú er ætlunin að Hawke beiti hæfileikum sínum til að hrífa fjöldann með sér og eyði síðustu vikunni einkum í harða gagnrýni á Howard og stefnu hans. „Ég held að við séum enn í for- ystu. Við endurheimtum athyglina í síðari hluta þessarar viku," sagði framkvæmdastjóri Verkamanna- flokksins, Bob McMullan, í útvarps- viðtali í gærmorgun. „Við munum sjá forsætisráðherram; leika sér að stjórnarandstöðuleiðtoganum." Hollendingar vilja taka þátt í sameiginlegum her Haag, Reuter. HOLLENSKA varnarmálaráðu- neytið skýrði frá því á fimmtu- dag að Hollendingar myndu leggja til hermenn í sameigin- lega hersveit Vestur-Evró- puríkja, ef Þjóðveijar og Frakkar næðu samkomulagi um stofnun einnar slíkrar. Wim van Eekelen, varnarmála- ráðherra, hefur brugðist mjög jákvætt við tillögum Vestur-Þjóð- verja um að taka fyrsta skrefið í átt til sameiningar hersveita Vest- ur-Evrópu með stofnun herdeildar af þessu tagi. Talsmaður varnar- málaráðuneytisins, Cent van Vliet, sagði að ráðherrann hefði hreyft þessu máli í þinginu í gær, en hann þyrfti að ræða það frekar við stjóm- imar í Bonn og París. „Hann sagði í þinginu, að mörg tæknileg vandamál væru óleyst, en það sem máli skipti væri að sýna pólitískan vilja," sagði van Vliet. Helmut Kohl, Þýskalandskansl- ari, stakk upp á því fyrir stuttu, að Frakkar og Vestur-Þjóðveijar settu á fót hersveit skipaða her- mönnum beggja landa. Kohl segir að Hollendingar séu fyrsta þjóðin, sem lætur í ljós áhuga á að vera með, en fleiri muni áreiðanlega sigla í kjölfarið. Jóhannes Páll, páfi, tekur á móti Waldheim á dögunum. fyrir sig er þeir nú banna forsetan- um að koma til Bandaríkjanna hafi verið sett árið 1978. Vestræn lýð- ræðisríki hafi eftir síðari heims- styijöld ekki alltaf sett það fyrir sig að menn hafi verið Nasistar og nefnir í því sambandi vísindamenn er störfuðu að geimrannsóknum og sjálfan „Slátrarann frá Lyon“, Klaus Barbie. í leiðara The Economist segir að erfitt sé að hafa blóraböggul sem forseta og þótt forseti Austurríkis sé ekki valdamikill, sé hann eining- artákn þjóðarinnar. Austurríkis- menn hafi, er þeir kusu Waldheim, álitið að þeir væru að kjósa mann ér starfað hefði á alþjóðavettvangi og myndi auka hróður landsins. Vangaveltur um fortíð hans myndu fljótt heyra sögunni til. En svo hafi ekki verið og það hafi Austurríkis- menn formlega viðurkennt er ríkisstjórnin skipaði sérstaka nefnd undir forsæti svissnesks sagnfræð- ings til þess að rannsaka fortíð Waldheims. The Economist minnir á að ákvörðun um það hvort Waldheim eigi að sitja áfram sem forseti taki Austurríkismenn einir. Þeir eigi ekki að láta aðra segja sér fyrir verkum í þeim efnum, hvorki þrýsti- hópa né aðra og páfinn hafi gefið til kynna að hann virti þennan rétt þeirra. TROMPREIKNINGUR SPARISJÓÐANNA *ÖRUGGUR með raunvöxtum og verðtryggður reikningur WVbAllK trompreiknings og verðtrygging er borin saman við sérstaka trompvexti á 3ja mánaða fresti og þú færð þau kjör sem hærri eru EKKERT úttektargjald ^ EÚgrípur til peninganna hvenær sem þú þarft á þeim að halda því Trompreikningurinn er alltaf laus
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.