Morgunblaðið - 04.07.1987, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 04.07.1987, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1987 f -------------- --------------------- ----— --------------------------------------- Morgunblaöiö/Óskar Sæmundsen • Verðlaunahafar ásamt þeim Guðmundi Ólafssyni og Bergsteini Stefánssyni umboðsmönnum Lacoste. Hrólfur vann Lacoste Hrólfur Hjaltason úr GR varð hlut- skarpastur á Lacoste-mótinu f golfi sem fram fór hjá GR á mið- vikudaginn. Hann hlaut 39 punkta eins og Eyjólfur Bergþórsson sem varð í öðru sæti. Jóhanna Ingólfsdóttir lék mjög vel og skaust inn á milli karlanna í þriðja sæti á 38 punktum og Jón- as Kristjánsson varð fjórði með sama punktafjölda. Lacosteumboðið gaf verðlaun til keppninnar og einnig fyrir að vera næstur holu á fjórum braut- um. Einar L. Þórisson fékk verð- laun fyrir að vera næstur holu á 2. braut, Karl Hólm á 6. braut, en hann var aðeins 40 sentimetra frá holunni. Tryggvi Tryggvason var næstur holu á 11. braut og Kristján Ástráðsson á sautjándu. Verðlaunahafar fengu nytsam- leg verðlaun frá Lacoste. Þátttaka var góð, rétt tæplega 100 kylfingar reyndu með sér. Menotti til Atletico Madrid? Real Sociedad bikarmeistari á Spáni REAL Sociedad sigraði f spönsku bikarkeppninni f fyrsta skipti um sfðustu helgi. Liðið vann þá At- letico Madrid í úrslitaleik. Staðan var 2:2 eftir 90 mínútur, ekki var skorað f framlengingu, en f vfta- spyrnukeppni tryggðu leikmenn Sociedad-liðsins sór sigur, 4:2. Lið Sociedad var mun sterkara í leiknum og sigurinn því sann- gjarn. Lengi vel leit út fyrir að liöið sigraði í venjulegum leiktíma en Atletico jafnaði á 74. mín. og því þurfti að framlengja. Þjálfari Sociedad-liðsins er John Toshack, welski framherjinn kunni sem lék með Liverpool um árabil. Þetta var fyrsta keppnistaimabilið sem hann starfar á Spáni — en hann þjálfaði áður Sporting Lissa- bon í Portúgal. Morgunblaöiö/Bjarni • Þessi ungi maður verður ábyggilega meðal þátttakenda á unglinga- námskeiðinu sem hefst í næstu viku og ef til vill fær hann ferð til Englands í verðlaun. Keila: Námskeið fyrir unglinga í sumar FORRÁÐAMENN spánska knattspyrnuliðsins Atletico Madrid viljá nú fá Cesar Luis Menotti sem þjálfara. Arg- entínumenn urðu heimsmeist- arar undir hans stjórn 1978. Hann hefur stýrt argentínska liðinu Boca Juniors undanfarna mánuði. Menotti hefur ekki gef- ið Spánverjunum svar við tilboði þeirra en gerir það væntanlega innan fárra daga. í vikunni var kjörinn nýr for- seti hjá Atletico-liðinu. Kosninga- loforð annars þeirra, sem í framboði var, var að ráða Ron Atkinson, fyrrum framkvæmda- stjóra Manchester United, sem þjálfara og kaupa enska leik- manninn Ricky Hill frá Lúton. Hinn lofaði að kaupa Portúgalann Futre, sem varð Evrópumeistari með Porto á dögunum. Sá síðar- nefndi náði kjöri. Mortimer þjálfar Betis Tvö mót á Strandar- velli TVÖ golfmót verða haldin í dag, laugardag, á Strandarvelli Golf- klúbbs Hellu. Kl. 10.00 hefst opið mót fyrir unglinga, Samverksmó- tið. Leiknar verða 18 holur. Kl. 11.00 hefst svo háforgjafarmót, fyrír þá sem hafa 20 eða meira í forgjöf. í því móti verða einnig leiknar 18 holur. Opna S.R. OPNA S.R. mótið i golfi verður haldið á sunnudaginn á Garða- velli Golfklúbbsins Leynis á Akranesi. Leikinn verður 18 holu höggleikur með og án forgjafar og verður ræst út frá klukkan 11.30. Akraborgin fer frá Reykjavík klukkan 10 og er tilvalið að taka hana upp á Skaga til að komast í mótið. Golfmót Júlímót Rakarastofu Jörundar verður haldið hjá GR í dag og hefst það klukkan 13. Sérlega glæsileg verðlaun verða veitt og hver veit nema einhver láti klippa sig?! Hjá GS verður hið svokallaða Hátíðarmót á mánudaginn en það er haldið í tilefni þess að nú er ár liðið frá því þeir opnuðu átján holu S^golfvöll í Leyrunni. Leiknar verða 18 holur og verður hafist handa klukkan 12 á hádegi og ræst út eitthvað fram eftir deginum. Verð- laun eru mjög vegleg. Siglingar: Mót um helgina íslandsmót barna og unglinga i' Optimist- og Topperflokkum verður haldið um helgina ó Foss- voginum. Keppnin hefst í dag klukkan 10 og mun standa fram til klukkan 17 en á morgun verður siglt frá 10 til 15. ÞEIR unglingar sem áhuga hafa á að læra keilu hafa nú gullið tækifæri til að láta drauminn ræt- ast. Keilfufélag Reykjavíkur og Öskjuhlfð eru nefnilega að fara af stað með unglinganámskeið f keilu. Námskeiðið hófst á mið- vikudaginn en þeir sem hug hafa á að vera með geta haft samband við keilusalinn í Öskjuhli'ð. Á námskeiðinu verða kennd undirstöðuatriði í íþróttinni og eru allir unglinar á aldrinum 10-16 ára velkomnir. Keppni verður höfð í tengslum við námskeiöið og stendur hún yfir í allt sumar. Hver og einn verður að skila a.m.k. 30 leikjum til að teljast gjaldgengir og verða veitt viöuikciumigar tu þeirra sem þest meðalskor hafa í hverri viku og í haust verða síðan sex bestu verðlaunaðir og eru verðlaunin ekki af verri endanum. Ferð til Englands þar sem keppt verður við þarlenda unglinga. Flug- leiðir styðja KFR og Óskjuhlíð við þetta fyrirtæki. Þeir unglingar sem áhuga hafa á að læra keilu og komast til Eng-. lands til að leika eru hvattir til að mæta í Öskjuhlíöina miðvikudag- inn 1. júlí klukkan 18 en þá hefst fyrsta námskeiðið. Ekki þurfa menn að hafa með sér kúlu og skó því slíkt fæst allt á staðnum án endurgjalds fyrir þá sem þátt taka í námskeiðinu. ENSKI knattspyrnuþjálfarinn John Mortimer, sem þjálfaði Benfica með góðum árangri síðasta keppnistímabil, hefurver- ÍSLANDSMÓTIÐ heldur áfram um helgina og í 1. aeild karla er einn leikur í dag, einn á morgun og sá þriðji á mánudaginn. Tveir leikir eru í 1. deild kvenna, einn i' dag og annar á morgun og f neðri deildunum eru margir leikir. Aðalleikur helgarinnar er leikur Vals og KR á Valsvelli á mánudags- kvöldið. Þessi lið eru í tveimur efstu sætum deildarinnar og leik- urinn er því mjög mikilvægur báðum liðum. Bæði liðin töpuðu sínum fyrstu leikjum í síðustu um- ferð, KR gegn Skagamönnum og Valur gegn Fram, og stigin á mánu- daginn eru geysi mikiivæg. FH og ÍBK leika klukkan 14 í dag á Kapplakrikavelli og á sama tíma leika Þór og Stjarnan i 1. deild kvenna á Akureyri. í 2. deild eru fjórir leikir og hefj- ast þeir allir klukkan 14. ÍBÍ og ÍR leika á ísafirði, KS og Breiöablik á Siglufirði, Einherji og Leiftur á Vopnafirði og Víkingur og ÍBV í Reykjavík. Á morgun taka Framarar á móti Völsungi í Laugardainum og hefst ið ráðinn þjáifari spánska 1. deildarliðsins Real Betis. Morti- mer skrifaði undir eins árs samning við félagið. leikurinn klukkan 20. Á Valsvelli leika Valur og KA í 1. deild kvenna klukkan 14 og á sama tíma leika Þróttur og Selfoss í 2. deildinni í Laugardalnum. Guðni Bergsson er hærri OKKUR varð heldur betur á f sam- lagningunni f gær þegar við reiknuðum út meðaleinkunn leik- manna 1. deiidar. Við sögðum að Guðni Bergsson úr Val væri með 2,86 í meðaleinkunn. Hið rétta er að Guðni er með 3,29 í meðal- einkunn úr sjö leikjum og er hann því við hlið Péturs Péturssonar í öðru sæti. Guðni hefur tvívegis fengið 4 fyrir leik sinn og fimm sinnum 3. Knattspyrna helgarinnar: Stórleikur á mánudaginn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.