Morgunblaðið - 04.07.1987, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1987
Reyktur lax og melónur
Nú er hápunktur laxveiðitímans og mokveiði í norðlenskum laxveiðiám. Við lesum
um mikla veiði og stóra laxa, allt að 25 punda. Efalaust lenda margir þessara
stóru laxa í reyk, en stórir laxar henta betur til reykingar en hinir smáu. Reyktur
lax eins og hann kemur fyrir er alltaf góður, en hægt er að útbúa ýmsa rétti úr honum, og
með melónu hentar hann mjög vel. Nú er farið að flytja inn svo margar melónutegundir að
við getum valið úr, en netmelónur þykja mér ljúffengastar, en þær hafa verið til í búðum
núna. Þegar við veljum okkur melónu er ágætt að þrýsta laust á enda hennar til að athuga
hvort hún sé mjúk og þroskuð, en ekki eru allir kaupmenn hrifnir af að sjá okkur gera það.
Ég er nýkomin frá Spáni og varð það á að þrýsta á enda melónu í búð eða á hálfgerðum
útimarkaði sem var fyrir utan búðina. Ég gekk að rekkanum og byrjaði að kreista enda
einnar melónu í mesta sakleysi. Kemur þá ekki eigandi búðarinnar eldrauður og öskuvondur
út og hellir yfír mig einhveijum spænskum fúkyrðum með miklu handapati. Til allrar ham-
ingju skildi ég ekki það sem maðurinn sagði, en af látbragði hans mátti skilja að það var
eitthvað miður fallegt. Svo tók hann eina samanfallna^ lina og myglaða melónu og gaf mér
í skyn að svona hefðu viðskiptavinir leikið melónuna. Eg hætti ekki á að versla við þennan
fokvonda Spánveija, heldur hraðaði mér í næstu verslun þar sem ég fékk að kreista melón-
urnar í friði, en var jafnframt bent á að mun betra ráð væri að lykta af þeim. Nú er
melónuuppskerutími á Spáni og melónumar ilmuðu svo sannarlega, enda eru nýtíndar melón-
ur allra melóna lúffengastar. Þótt við fáum ekki nýtíndar melónur til íslands eru þær
ótrúlega ferskar hingað komnar enda fluttar í kæligámum sem halda réttu hitastigi á þeim.
Og melónumar í íslenskum búðum ilma líka.
í þá rétti sem hér er boðið upp á má nota hvaða melónutegund sem er, þó ekki vatnsmelónur.
Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR
Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON
Melóna með laxi,
spæleggi o.fl.
Handa 4
1 melóna, u.þ.b. 1 kg
4 þykkar franskbrauðsneiðar
smjör til að smyija brauðið með
4 egg
12 stórar, þunnar sneiðar reyktur lax
l/2græn, rauð og gul papríka (litlar)
18 svartar ólífur (má sleppa, jafnvel nota vínber í staðinn)
1. Þvoið melónuna, skerið endana af henni. Skerið síðan
í 4 þykkar sneiðar. Takið steinana úr melónunni.
2. Skerið 4 þykkar franskbrauðsneiðar, skerið síðan
kringlóttar sneiðar með glasi úr brauðinu, sem eru
hæfilega stórar í gatið á melónusneiðunum.
3. Smyijið brauðsneiðamar báðum megin með smjöri og
steikið við vægan hita á pönnu. Kælið síðan brauð-
sneiðamar og setjið inn í melónusneiðamar.
4. Notið það smjör sem situr eftir á pönnunni, hitið hana
og steikið fjögur spælegg á pönnunni. Skerið síðan í
kringum rauðuna með sama glasi og þið skámð brauð-
ið með. Geymið það sem skerst utan af, en setjið
köld eggin ofan á brauðsneiðamar.
5. Skerið laxinn í 12 stórar, þunnar sneiðar. Bijótið sam-
an og setjið á þijá staði kringum melónusneiðina.
6. Setjið ólífiir milli laxasneiðanna.
Melóna með laxi, tóm-
ötum, lauk og eggjum
Handa 4 sem forréttur en 2 sem aðalréttur
Nokkur falleg salatblöð (kínakál, eða blaðsalat)
3 meðalstórir tómatar
1 meðalstór saltlaukur (hvítur mildur laukur) nota má
graslauk ef þið náið í salatlauk, sem nú er farið að flytja
inn.
4 harðsoðin egg
1 msk. kapers
‘Ameðalstór melóna, u.þ.b. V* kg
300 g reyktur lax
1. Harðsjóðið eggin, kælið í köldu vatni. Takið af þeim
skumina og skerið í tvennt langsum. Takið rauðuna
varlega úr, svo að þið skemmið ekki hvítuna. Setjið
rauðuna í skál.
2. Raðið salatblöðunum fallega á kringlótt fat.
3. Skerið tómatana í meðalþykkar sneiðar. Afhýðið lauk-
inn og skerið í örþunnar sneiðar. Raðið tómötum og
lauk á víxl ofan á salatblöðin út við barm fatsins.
4. Raðið eggjahvítuskeljunum fyrir framan tómatana og
laukinn.
5. Setjið kapers 5 gatið á eggjaskeljunum.
6. Skerið laxinn í þykka bita, eins konar teninga.
7. Takið steinana úr melónunni, afhýðið hana og skerið
í teninga.
8. Blandið saman melónum og laxi og setjið á miðju
fatsins.
9. Setjið harðsoðnar eggjarauður á sigti og meijið gegn-
um það yfir fatið.
Athugið: Ef þið notið graslauk, raðið þið tómatsneiðunum
í hring á fatið og klippið graslaukinn yfir.
Forréttur úr
melónu, reyktum
laxi og öðrum f iski
Handa 8
250 g melóna
100 g rækjur
100 g soðinn humar
100 g soðinn skötuselur
2Vz dl ijómi
l*/2 dl olíusósa (mayonnaise)
8 dropar tabaskósósa
5 msk. koníak
2 msk. tómatsósa
2 appelsínur
200 g reyktur lax
1. Afþíðið rækjumar í kæliskáp. Hellið á sigti
2. Sjóðið humarinn í 5 mínútur í kryddsoði. T.d. mysu
eða hvítvíni og vatni ásamt gulrótarsneiðum, sellerí-
stöngli, pipar og salti.
3. Sjóðið skötuselinn líka í kryddsoðinu í 7—8 mínútur.
Kælið síðan humarinn og skötuselinn.
4. Blandið saman ijóma, olíusósu, tómatsósu, tabaskós-
ósu, og koníaki. Gott er að hræra í þessu með gaffli
til að það jafnist vel.
5. Skerið melónuna í litla teninga.
6. Setjið rækjur, skötusel, humar og melónu í sósuna.
Blandið saman með tveimur göfflum.
7. Skiptið salatinu jafnt í 8 víð glös á fæti.
8. Skerið laxinn í örþunnar ræmur og setjið ofan á salatið.
9. Skerið rifflur í börkinn á appelsínunum, skerið síðan
í sneiðar og stingið niður með barminum í glösunum.
Reyktur lax með melónum, aspas og
sósu
Handa 5
500 g reyktur lax
Vz melóna (500g)
nokkur salatblöð, blaðsalat, eða kínakál eða jöklasalat
1 hálfdós góður aspas
10 mjög litlir tómatar
‘/2 bikar sýrður ijómi
1 msk. gott hunang
1 msk. olíusósa (mayonnaise)
1 msk. milt sinnep
Vs tsk. salt
Vs tsk. nýmalaður pipar
ferskt dill (hægt er að nota þurrkað en það þarf meira
af því).
1. Setjið tómatana í 2—3 mínútur í sjóðandi vatn. Takið
af þeim húðina. Kælið
2. Þvoið saltið og raðið á kringlótt fat.
3. Takið börkinn af melónunni og skerið hana í 10 sneið-
ar.
4. Raðið 2 melónusneiðum á 5 stöðum á fatið. Setjið
síðan aspasinn á milli og tómatana ofan á aspasinn.
5. Skerið laxinn í 10 þykkar jafnkantaðar sneiðar. Setjið
á miðju fatsins.
6. Blandið saman sýrðum ijóma, olíusósu, sinnepi, salti,
pipar og klipptu dilli.
7. Setjið sósuna í sprautupoka og sprautið ofan á laxa-
sneiðamar.
Meðlæti: Ristað brauð og smjör.