Morgunblaðið - 04.07.1987, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 04.07.1987, Blaðsíða 38
38 -- MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1987 Lífríki sjávar ger- ir Island byggilegt í ÞINGHLÉI Varnir gegn mengun hafsins STEFÁN FRIÐBJARNARSON Væri hægt að halda hér uppi velmegunarríki ef ekki kæmi til það lífríki sjávar, sem forsjónin hefur lagt okkur upp í hendur til varðveizlu og framfærslu? Vamir gegn mengun liafsins er eitt mikilvægasta framtíðarverkefni fiskveiðiþjóða. I „Alþingi ályktar að hvetja til þess að efnt verði til ráðstefnu hérá landi um vamir gegn meng- un við ísland og annars staðar í Norðaustur-Atlantshafi þar sem sérstaklega verði fjallað um þá haettu sem fiskistofnum ogmann- vist á þessu svaeði er búin vegna mengunar frá geislavirkum efn- um. Felur Alþingi ríkisstjóminni að vinna að ffamgangi málsins Þannig hljóðar þingsályktun sem fjörutíu þingmenn sam- þykktu í sameinuðu þingi í marzmánuði síðastliðnum. Kveikj- an að flutningi tillögunnar, sem Gunnar G. Schram, Pétur Sig- urðsson og Eyjólfur Konráð Jónsson stóðu að, var ekki sízt, fyrirhuguð bygging nýrrar kjam- orkuúrvinnslustöðvar á norðaust- urhluta Bretlands, við Pentlands- íjörð á Skotlandi. Pulltrúar frá Geislavömum ríkisins, Hafrannsóknastofnun og Siglingamálastofnun unnu skýrslu um þessi úrvinnsluáform, í samvinnu við Magnús Magnús- son, kjamorkueðlisfræðing og prófessor, í desember 1986. Þar sem segir m.a.: „Vegna ríkjandi hafstrauma munu geislavirk efni, sem losuð verða í sjó frá stöðinni, berast á hafsvæðið umhverfís ísland, m.a. fiskislóðina milli Jan Mayen og íslands." II Sterkar líkur standa til þess að mengun og ofveiði hafi haft skað- vænleg áhrif á vöxt og viðgang fiskistofna sums staðar í Norð- austur-Atlantshafí. Reynsla fískveiðiþjóða við Norðursjó og Eystrasalt af áhrifum sjávar- mengunar á viðgang nytjafíska er og alvarlegt víti til vamaðar. Orsakir mengunar framan- greindra hafsvæða em sennilega margvíslegar. Eiturefni berast í hafíð frá iðnaði ríkja, er liggja að Norðaustur-Atlantshafí. Menn muna efalítið fréttir af mikilli mengum þess gamalfræga Rínar- fljóts fyrir skömmu. Gmnsemdir standa og til ólöglegrar losunar eiturefna í sjó, a.m.k. til skamms tíma. Það er rík ástæða til þess fyrir Islendinga, sem eiga nær allt sitt undir sjávarfangi, að óttast endur- vinnslustöðina í Dounreay á norðurströnd Skotlands. „Fjar- lægðin frá Dounreay til íslands er minni en fjarlægðin frá Chemo- byl [í Sovétríkjunumj til þeirra svæða í Svíþjóð sem verst urðu úti eftir slysið vorið 1986,“ segir í skýrslu íslenzkra sérfræðinga, sem fyrr er getið. Gerður var sérstakur alþjóða- samningur um bann við losun eitur- og úrgangsefna í sjó á Norðaustur-Atlantshafí 1973. Einnig sérstakur samningur [Parísarsamningurinnj um vamir gegn mengun hafsins frá iandi. íslendingar em aðilar að báðum þessum samningum. En em þess- ir samningar fullvirtir í fram- kvæmd? Sú hætta er og til staðar að stórveldin flytji kjamavopn í ríkari mæli en gert hefur verið af landi á sjó [í kafbáta og ofansjávar- skip], m.a. vegna krafna um kjarnorkuvopnalaus Iandsvæði. Siglingaleiðin frá einni stærstu kjamavopnastöð heims á Kola- skaga liggur og um N-Atlants- hafíð. III Ekki þarf að eyða orðum að því að sjávarútvegur, veiðar og vinnsla, er homsteinn íslenzks þjóðarbúskapar. Verðmæti, sem sjást svo að segja hvert sem litið er á landi, og velmegun, sem lífsmáti þjóðarinnar ber með sér, em mestpart sótt í sjó. Ef grannt er gáð blasir sú staðreynd við, að lífríki sjávar er meginauðlind þjóðarinnar. Án hennar væri ís- land naumast byggilegt. Sjávar- vömr gefa langleiðina í 70% af útflutnings- og gjaldeyristekjum þjóðarinnar. Það er því mjög mikilvægt fyr- ir okkur — sem og aðrar þjóðir við N-Atlantshaf — að mannfólk- inu takist að lifa í sátt hvert við annað sem og við umhverfi sitt, land og haf, og það lífríki, sem við emm hluti af. Við verðum í senn að varðveita þetta lífríki sjávar og nýta það, að því marki sem vísindalegar niðurstöður leyfa. Lífríki sjávar er hluti af þeirri lífsbjörg sem forsjónin hefur lagt okkur upp í hendur til fram- færslu. Vegna þess mikilvægis sem lífríki sjávar hefur fyrir búsetu í landinu, lífskjör almennings og efnalegt sjálfstæði þjóðarinnar em vamir gegn mengun hafsins við ísland — eða ættu að vera — algjört forgangsverkefni. Það er rökrétt framhald útfærslu físk- veiðilögsögunnar [1975] í 200 mílur. Ráðstefna sú, sem tilvitnuð þingsályktun fjallar um, er meir en tímabær. Þessi viljayfirlýsing Alþingis má ekki rykfalla í skjala- skápum komandi ríkisstjómar, hvemig sem hún verður annars saman sett. í þessu efni verða íslenzkir stjómmálamenn, sem og almenningur, að halda vöku sinni. Strandlengja Kársnessins eftir Rósu Björk Þorbjarnardóttur Þökk sé sjónvarpinu, RUV, og Helga H. Jónssyni fréttamanni fyrir að vekja athygli á fádæma sóðaskap sem viðgengist hefur fremst á Kársnesi í Kópavogi, ein- um fegursta útsýnisstað á Stór- Reykjavíkursvæðinu. Hirða íbúa á Kársnesssvæðinu u.m hús sín og lóðir er víðast til mikillar fyrirmyndar, en eins og sjá mátti í nýlegum sjónvarps- fréttaþætti ríkir, því miður, ófagurt ástand hjá miklum þorra fyrirtækja út á nesinu og á landi sem þar er í vörslu bæjarfélags- ins. Þakkarvert er þó að sjá nú þegar merki þess að nokkrir þess- ara aðila bera sig að því að bæta hér um. Vonandi sjá þeir allir sóma sinn í því að ganga að verki fljótt og vel. Mikið er rætt um lífsgæði og sýnist e.t.v. mörgum sitt hvað um hvað teljist til þeirra. Ég tel að hreint loft, ómengað vatn og ós- nortin náttúra skipti miklu máli. . „ Það eru dýrmæt mannréttindi fyrir borgarbúa að eiga greiðan aðgang að náttúrulegu umhverfi á landi og við sjó, því sama er hvað við leggjum okkur fram við landslagsarkitektúr í tilbúnum görðum og útivistarsvæðum, aldr- ei förum við fram úr náttúrunni sjálfri. Hún er snjallasti arkitekt- ^inn. Óvíða er náttúran jafn afkasta- mikil og á mörkum lands og sjávar og margir þekkja það yndi sem fæst af fjörugöngu, sú fjölbreytni sem þar ber fyrir augu og eyru veitir mikinn unað. Strandlengjan á Kársnesinu er einn af gimsteinum náttúrunnar og gæti verið okkur til yndisauka en við ógnum þessari perlu. Það yndi sem náttúran gæti veitt okk- eftir Guðmund P. Valgeirsson Fimm ár eru liðin frá því safnað- arfundur var boðaður og haldinn um framtíð Ámeskirkju í Ámes- hreppi á Ströndum. — Á þeim fundi var það mál rætt í bróðerni og sam- hug. Samþykkt var að byggja nýja kirkju í stað þeirrar gömlu, sem að dómi þar til kvaddra manna var orðin svo hrörleg að viðgerð hennar mundi kosta meira en ný kirkja er svaraði betur þörfum og kröfum nútímans. Aðeins eitt mótatkvæði kom fram. Lögð var áhersla á að hraða þyrfti þeirri framkvæmd og var fullur samhugur um það. — Jafn- framt lagði sóknarnefndin fram teikningu að fyrirhugaðri sóknar- Rósa Björk Þorbjarnardóttir ur er skaðað af fyrrnefndum sóðaskap, óhreinindum í fjöru- borði, og girðingum í sjó fram svo kirkju, en hún var ekki endanlega samþykkt. En áður en til framkvæmda kom, eins og ætlað var, komu í spilið ný og annarleg sjónarmið um ágæti gömlu kirkjunnar. Hana bæri að gera upp og viðhalda henni sem sóknarkirkju safnaðarins vegna aldurs hennar og byggingarstíls. — Um þetta hefur verið staðið í stappi þar til á almennum safnaðarfundi þann 3. maí 1986, að yfirgnæfandi meirihluti safnaðarins (33 gegn 13) samþykkti á ný að byggja nýja kirkju. — Síðan hefur verið unnið að undirbúningi þess, teikningar gerðar og kostnaðaráætlun. Á almennum safriaðarfundi, þann 3. þessa mánaðar, var lögð fram til umræðu og samþykktar teikning af kirkjunni og staðarval. Enginn ágreiningur kom fram við umræðu um málið. En óskað var „Mikið er rætt um lífsg-æði og sýnist e.t.v. mörgum sitt hvað um hvað teljist til þeirra. Ég tel að hreint loft, ómengað vatn og ós- nortin náttúra skipti rniklu máli.“ vart er fært nema fuglinum fljúg- andi. Þá virðist hafa verið lejrft að byggja hús svo nálægt sjó að við borð liggur að maður ryðjist inn á heimili fólks ef reynt er að ganga með strandlengjunni (mætti leysa með krókstígum). Umhugsunarvert er hvort öll sú athafnasemi við uppfyllingar í sjó fram á vegum bæjarfélaga á Stór- „Þess er vænst, að burt- f luttir Arneshrepps- búar og aðrir velunnarar hinnar sér- stæðu byggðar bregðist vel við og leggi sitt lið til að létta undir með þessa mikilsverðu framkvæmd.“ atkvæðagreiðslu um þessi atriði. Við atkvæðagreiðsluna komu fram 6 mótatkvæði, án rökstuðnings. Þar með er yfirstiginn síðasti þröskuld- urinn á vegi þessarar mikilsverðu framkvæmdar. Framkvæmdir hafnar í framhaldi af því sem hér hefur verið rakið eru framkvæmdir að hinni nýju kirkju hafnar. — Búið Reykjavíkursvæðinu hafí verið óhjákvæmileg? Fjörur eru ekki lengur augna- yndi, ævintýraheimur barna, né áfangastaður fugla, ef þangað er dengt til uppfyllingar moldugu stórgrýti og gijótruðningi, múr- broti og alls konar jámarusli. Náttúran vinnur að vísu vel, en líf okkar er stutt, þangið þarf sinn vaxtartíma og sjórinn þarf meira en mannsaldur til að búa til þær mjúku og ávölu furðumyndir sem við njótum í sæbörðu gijóti. Reynum því að fara vel með það sem við enn eigum eftir af fagurri strandlengju og leyfum sem flest- um að njóta með nærfærinni umgengni, göngustígum og hrein- læti. er að taka grunn að kirkjunni. Næstu daga verða undirstöður hennar og grunnur steyptur. Fyrir- hugað er að koma kirkjubygging- unni undir þak á þessu sumri. — Nýju kirkjunni er valinn staður utan kirkjugarðs, skammt frá veg- inum að Ámesi. Teikning af hinni nýju kirkju er gerð af Guðlaugi Gauta Jónssyni arkitekt í Reykjavík. Hún er í þeim stíl að hún tekur snið af hinu stórbrotna og sérstæða landslagi byggðarlags- ins. í stórt er ráðist af fámennum söfnuði, en með samstilltu átaki safnaðarins yrði það viðráðanlegt. En það tekur sinn tíma þar til full- gert verður. Þess er vænst, að burtfluttir Ámeshreppsbúar og aðr- ir velunnarar hinnar sérstæðu byggðar bregðist vel við og leggi sitt lið til að létta undir með þessa mikilsverðu framkvæmd, minnugir þess að margt smátt gerir eitt stórt. Höfundur er bóndi íBœ í Trékyll- isvík. Höfundur býr í Kópavogi. Ný kírkja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.