Morgunblaðið - 04.07.1987, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 04.07.1987, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1987 53 IÞROTTIR UNGLINGA Lið FH sem lenti í 3. sœti f Tommamótinu. Hressir Blikastrákar við hliðarlfnuna. Knattþrautirnar voru mjög vinsælar eins og sóst á fjöldanum sem fylgist með. Tveir af aðalskipuleggjendum Tommamótsins. Ómar Jóhannsson og Lárus Jakobsson ásamt lukkutrölli þeirra Týrara. Til nánari skýringar er Ómar lengst til vinstri og Lárus lengst til hægri. „Má alltaf gera betur“ - segir Týrarinn Lárus Jakobsson um Tommamótið ÞÓTT á engan sé hallað er óhætt að segja að Lárus Jakobsson hafi borið hitann og þungann af allri skipulagningu Tommaham- borgaramótsins í knattspyrnu sfðustu árin. Menn eru á einu máli um að hann hafi unnið stór- kostlegt starf f allri skipulagningu og framkvæmd. Við hittum Lárus að kvöldi síðasta keppnisdagsins og spurð- um hann hvort hann væri ánægður með mótið í ár. „Ég get ekki annað en verið ánægður því mótið hefur runnið mjög vel í gegn og allar tímaáætl- anir hafa staðist fullkomlega. Það má hins vegar alltaf gera betur og við viljum endilega heyra frá þátt- takendum um hvort eitthvað megi betur fara. Það er auðvitað óhjákvæmilegt að eitthvað smávægilegt komi uppá í stóru móti sem þessu en það er svo lítið að það tekur því ekki að nefna það. Við erum komn- ir með töluverða reynslu nú eftir að hafa haldið þetta í fjögur ár, en við viijum alls ekki lenda í „rútínu". Á næsta ári stefnum við að því að gera meira fyrir foreldra sem heimsækja keppendur á með- an á keppninni stendur. Einnig komu fram óskir um að skipulögð yrði dagskrá fyrir fararstjóra og foreldra sem fylgja hópnum allan tímann. Þetta ætlum við að taka til athugunar fyrir næsta ár." Að sögn Lárusar er ekki líklegt að liðum verið fjölgað í keppninni því keppendur eru það margir og erfitt að ráða við stærri hóp. Við óskum Lárusi og öllum Týrurum til hamingju með gott mót og von- um að keppendur og fararastjórar eigi góðar minningar frá Tomma- hamborgaramótinu 1987. • Eldri flokkurinn hjá sunddeild ÍBV. Morgunbiaðiö/Andrés 2. Guðný Halldórsdóttir 1:41,2 200 m fjórsund karla: mín. 1. Óskar Ragnarsson 2:34,7 2. Logi Kristjánsson 2:52,1 200 m fjórsund kvenna: mín. 1. Radinka Hadzic 2:46,6 V.met telpna, stúlkna og kvenna 2. Anna Lilja Sigurðardóttir 2:47,4 50 m flugsund sveina: Bikarsund sek. 1. Pétur Eyjólfsson 47,4 2. EmilHadzic 51,9 50 m flugsund meyja: Bikarsund sek. 1. Elísa Sigurðardóttir 37,5 2. Guðný Hermannsdóttir 42,3 Oddur Júlíusson gaf bikara sem keppt er um í flugsundi og er al- þjóða stigatafla notuð til stigaút- reikninga. Bikarhafi sveina varð Pétur Eyjólfsson, hlaut 143,5 stig. Bikarhafi meyja varð Elísa Sigurð- ardóttir, hlaut 393 stig. 100 m bringusund karla mín. 1. Óskar Ragnarsson 1:22,2 2. Logi Kristjánsson 1:24,0 100 m bringusund kvenna: mín. 1. Anna Lilja Sigurðardóttir 1:23,2 V.met stúlkna og kvenna 2. Ingibjörg Amarsdóttir 1:27,0 50 m baksund sveina: sek. 1. EmilHadzic 54,3 2. Guðjón Ólafsson 54,9 50 m baksund meyja: sek. 1. Elísa Sigurðardóttir 41,2 2. Guðný Hermannsdóttir 44,9 100 m skriðsund karla: mín. 1. Logi Kristjánsson 1:02,1 2. Óskar Ragnarsson 1:03,1 100 m skriðsund kvenna: mín. 1. Ingibjörg Arnarsdóttir 1:06,5 V.met stúlkna og kvenna 2. Radinka Hadzic 1:06,5 sjónarmun á eftir MiKIÐ hefur verið skýrt frá Tommamótinu i knattspyrnu í fjölmiðlum að undanförnu. En það eru stundaðar aðrar íþróttir í Vestmannaeyjum en knatt- spyrna. Golf er vinsæl íþrótt hjá unglingum og þess má m.a. geta að nýkrýndur drengjameistari ís- iands í golfi, Sindri Óskarsson, er frá Vestmannaeyjum. Félagar hans úr GV, þeir Birgir Ágústsson og Þorsteinn Hallgrímsson, eru í drengjalandsliði íslands í golfi. Blaðamaður Morgunblaðsins fylgdist hinsvegar með sundmóti í hinni glæsilegu sundhöll þeirra Vestmanneyinga. Að sögn Magn- úsar Tryggvasonar þjálfara, ÍBV, er töluverður áhugi hjá unglingum á sundi íVestmannaeyjum. Hjá ÍBV æfa um 40 unglingar reglulega og hefur víst áhugi á sundíþróttinni aukist til muna eftir að Eðvarð Þ. Eðvarðsson var kosinn íþrótta- maður ársins. Magnús tjáði okkur að sundið væri í sífelldri keppni við fótboltann og golfið um hylli unglinganna og stundum hefðu þeir betur um efnilega íþrótta- menn. Stúlkurnar náðu bestum árangri Sumarmót ÍBV hefur verið árleg- ur atburður i starfsemi sunddeildar ÍBV undanfarin ár og oft hafa náðst ágætir tímar. i þetta skiptið voru það stúlkurnar sem náðu bestum tíma. Anna Lilja Sigurðardóttir setti Vestmannaeyjamet í 100 m bringusundi kvenna, Ingibjörg Arn- arsdóttir setti Vestmannaeyjamet í 100 m skriðsundi og 100 m flug- sundi kvenna. Einnig setti Radinka Hadzic Vestmannaeyjamet í 200 m fjórsundi kvenna. En látum mynd- irnar tala sínu máli. 100 m flugsund karla: mín. 1. Logi Kristjánsson 1:12,6 2. Óskar Ragnarsson 1:13,9 100mflugsundkvenna: mín. 1. Ingibjörg Arnarsdóttir 1:17,1 V.met kvenna og stúlkna 2. Radinka Hadzic 1:18,1 100 m bringusund sveina: mín. 1. Pétur Eyjólfsson 1:52,8 2. EmilHadzic 1:53.8 100 m bringusund meyja: mín. 1. Elísa Sigurðardóttir 1:36,1 Elísa Sigurðardóttir tekur við hamingjuóskum fyrir sigur í bikar- keppni meyja. SUNDIVESTMANNAEYJUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.