Morgunblaðið - 04.07.1987, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 04.07.1987, Blaðsíða 15
T8(?t Í.THT. .». HHOAOaAOUAJ .<IIGAJ8VnjOHOM MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1987 M 15 „Maður hangir í lausu lofti. Það er óþægileg tilfínning vegna þess að maður hefur lagt kapp á að ná árangri, vinna að ýmsum hefð- bundnum málum, taka þátt í sameiginlegu starfi en ekki hvað sízt að hafa frumkvæði að atriðum sem gætú skilað árangri, reyna að taka upp svolítið ný vinnubrögð. Þegar maður stendur skyndilega uppi umboðslaus þá losna svo marg- ir endar. Þá er ekki sama færi og áður og hluti af þessari vinnu sem hlýtur að koma á löngum tíma lend- ir í óvissu. I raun er þetta eilíf vakt. Það er erfitt í pólitík að lemja í borðið og koma einhverju í gegn á stundinni. Það eru undantekning- arnar. Þetta er spurning um að vera alltaf á vaktinni og finna smugur fyrir ný sjónarmið og nýjar leiðir, búa til sprungur, breyta og bæta. Ef það koma sprungur þarf maður að vera tilbúinn til að koma niður plöntu í holuna og gróður- setja eitthvað nýtt fyrir framtíðina. Þetta gerist á íöngum tíma. Sumt náðist fram, annað var komið í far- veginn eða voru hugmyndir sem búið var að reifa. I rauninni er stjórnmálamaðurinn eins og garð- yrkjumaður, hann þarf að fylgja starfinu eJEtir, hlú að því og rækta það upp. Á því byggist starf stjórn- málamannsins, en ekki alltaf uppskera. Sumir komast að vísu hjá því að fara þessa leið og fljóta stundum merkilega án þess þó að skila miklu. En þannig er jú mannlífið, það eru straumaskipti í þessu eins og öðru." — Hvernig getur varaþingmaður komið að gagni? „Þó maður sitji ekki á Alþingi er auðvitað hægt að gera margt. Það vigtar þó margfalt að sitja þar fyrir þá sem vilja vinna og hafa hugmyndir og vilja takast á við vandamálin, vilja taka af skarið og brjóta upp nýjar leiðir án þess að henda ölíu því hefðbundna fyrir borð. Innkomur varaþingmanna skila litlum árangri og eru í raun neyðarbrauð að mínu mati. Utan þings er auðvitað hægt að fylgja hlutum eftir og vekja at- hygli á ýmsum þáttum. Allt byggist þetta á því að menn tali saman og það er vissulega hægt að reka áróð- ur og fylgja eftir utan salarkynna Alþingis. Það eru kannski aðal- straumarnir sem eru fyrir utan en þeir krystallast í starfi stjórnmála- mannanna og fyrir dugmikla stjórn- málamenn er það lykilatriði að sitja á þjngi. Ég held að með mína reynslu geti ég gert eitthvert gagn og fylgt eftir hlutum þó svo að það sé erfið- ara utan þings, en þá er að róa þeim mun fastar." Yið eigum að tala hispurslaust — En verða menn ekki að taka sér tak eftir svona uppstokkkun? „Sjálfstæðismenn verða að taka sér tak í svona stöðu, því tilfínning- ar fólks verða aldrei hólfaðar niður í einn stóran sannleika, en Sjálf- ¦ stæðisflokkurinn er og verður rúmgóður flokkur allra stétta. Það er margs konar viðmiðun sem spilar inn í í þeim efnum. Sjálfstæðis- flokkurinn hlýtur sífellt að vera sjálfsgagnrýninn, því aðeins þannig geta menn rímað við þarfír og óskir samfélagsins. Við eigum kannski erfítt með að átta okkur á hve vel okkur hefur vegnað á fáum árum í átt til sanngjarnara þjóðfélags og eðlilegra, við höfum það tvímæla- Iaust betra, meira jafnvægi og meiri festu og það er af hinu góða. Það er engin stöðnun, ekkert kyrrt og dautt vatn. Minni miðstýring og aukið frelsi hefur skilað okkur áleið- is til betra þjóðfélags, en við þurfum samt sem áður að skoða ýmsa þætti í þessari þróun, það er margt ógert. Hefur frjálsa álagningin til dæmis komið jafnt til góða í þéttbýli og dreifbýli? Þar sem einokun er sums staðar, átta menn sig á vaxtafyrir- komulaginu og svo framvegis. Víða þarf að hyggja að. Menn hafa gagn- rýnt svokallaða frjálshyggju, en það er ástæðulaust að Játa slfkt fara ( taugarnar á sér. í því sem öðru eigum við að tala hispurslaust út og þora að segja hluti þótt við séum ekki endilega sammála hugmynd- unum. Fyrst er að ræða málin, sfðan að komast að samkomulagi og nota það sem er nýtilegt í djarfsæknum hugmyndum. Við verðum að þora að brjóta upp nýjar leiðir án þess að taka of mikla áhættu, en órök- studd aðför að Sjálfstæðisflokknum er aðför að hjarta þjóðarinnar. Ákveðinn í að vinna sætið aftur — Það sagði maður sem þekkir þig náið að þú legðir þig allan í þau verkefni sem þú tækir þér fyrir hendur — með áhlaupi. Hvert verð- ur næsta áhlaup og hvar mun Árni Johnsen hasla sér völl? „Ég er ákveðinn í því að freista þess í næstu kosningum að vinna aftur það sæti sem^ ég skipaði sfðasta kjörtímabil. Ég geri það fyrst og fremst vegna þess að mér fínnst spennandi að vinna á þessu sviði og fæ vfða hvatningu, en ég er þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri á undanförnum fjórum árum til þess að leggja mörgum góðum málum lið með áræðnum mönnum sem þora að takast á við vandamál og erfið verkefni og sigla þeim til árangurs. Það hefur verið ánægjulegt og lærdómsríkt að vinna með dugmiklum mðnnum á Alþmgi. Ég hverf ekkert af vettvangi Suðurlandskjördæmis, það er mikið verk að vinna á svæðinu allt frá Sandskeiði að Skeiðarársandi og ég ætla að sinna verkum í Árnessýslu, Vestmannaeyjum, Rangárvalla- sýslu og Vestur-Skaftafellssýslu. Það kemur síðan í ljós hver niður- staðan verður. Það er næsta víst að ég verð ekki atvinnulaus lengi. Sig. Jóns. Morgunblaðið/Einar Falur Fimm þeirra níu listamanna sem opna samsýningu á Kjarvalsstöðum f dag. Frá vinstri, Erla Þórarins- dóttír, Birgir Andrésson, Jón Óskar, ívar Valgarðsson, og Halldór Ásgeirsson. Kjarvalsstaðir; Níu listamenn með sam- sýningu í Vestursalnum NÍU listamenn opna samsýn- ingu í Vestursal Kjarvalsstaða í dag kl. 14. Listamennirnir níu eru Hulda Hákon, Erla Þórarinsdóttir, Birgir Andrésson, Jón Óskar, ívar Val- garðsson, Halldór Asgeirsson, Sverrir Olafsson og Kees Wisser. Biskup vígir þrjá til prestsstarf a SETTUR biskup, sr. Sigurður Guðmundsson, vígir á morgun, sunnudag, þrjá guðfræðikandid- ata til prestsstarfa. Það eru þeir Guðmundur Guðmundsson, sem ráðinn hefur verið æskulýðsfull- trúi þjóðkirkjunnar, Hulda Hrönn M. Helgadóttir, sem valin hefur verið til starfa sem prestur Hriseyjarprestakalls og Ægir Sig- urgeirsson, sem vaiinn hefur verið prestur Höfðakaupstaðar- prestakalls. Vígsluvottar verða sr. Arngrímur Jónsson Reykjavfk, dr. Einar Sigur- björnsson, prófessor, sr. Friðrik Hjartar, Búðardal, og sr. Gunnþór Ingason, Hafnarfirði. Vígslan fer fram f Dómkirkjunni í Reykjavík og hefst klukkan 11. Dómkórinn leiðir messusöng en Marteinn Friðriksson annast kórstjórn og undirleik. Þau Hulda Hrönn og Ægir eru í hópi fyrstu prestanna sem valdir eru skv. hinum nýjum lögum um veit- ingu prestakalla, en þar er kveðið á um að hópur kjörmanna, þ.e.a.s. það er sóknarnefnd og varamenn þeirra, velji milli þeirra umsækjenda sem sækja um prestakallið. Voru þau bæði valin samhljóða af kjörmönn- um. Guðmundur Guðmundsson er hins vegar ráðinn af biskupi til emb- ættis æskulýðsfulltrúa þjóðkirkjunn- ar. í hinum nýju lögum eru ákvæði um að söfnuðir geta kallað prest til starfa og það hefur þegar gerst. Nýverið kölluðu söfnuðir Staðarfells- prestakalls í Köldukinn sr. Björn H. Jónsson á Húsavík, sem þar hef- ur verið settur prestur undanfarið ár. Kölluðu þeir sr. Björn til prests- starfa um eins árs skeið. Einnig hefur sr. Bjarni Th. Rögnvaldsson verið kallaður til þjónustuu í Prest- bakkaprestakalli í Húnavatnspró- fastsdæmi til tveggja ára. Á sýningunhi eru bæði málverk, veggmyndir og skúlptúrar. Gefin hefur verið út mynd- skreytt sýningarskrá af tilefni samsýningarinnar og er þar að finna upplýsingar um nám og fer- il listamannanna. Flest eiga þau það sameiginlegt að hafa á und- anförnum árum verið við nám og störf erlendis og haldið þar bæði einkasýningar og tekið þátt í sam- sýningum. Inngang í sýningar- skrána skrifar Hannes Lárusson. Sýningunni lýkur 20. júli. Afhenti trúnað- arbréf SVERRIR Haukur Gunnlaugsson sendiherra afhenti þann 26. júní síðastliðinn Jan Martenson, fram- kvæmdastjóra skrifstofu Samein- uðu þjóðanna í Genf, trúnaðarbréf sitt sem fastafulltrúi íslands hjá alþjóðastofnunum í Genf. NISSAN PATROL Eigum til afgreiöslu strax flestar gerðir af NISSAN PATROL bæði díesel og bensín. Verð á NISSAN PATROL JEPPUM frá kr. 840.000.- Verð á NISSAN PATROL PICK-UP kr. 746.000.- ^ iii ^ Munið bílasýningar okkar laugardaga 3087í og sunnudaga kl. 14-17 ^^J^ Verið velkomin - Alltaf heitt á könnunni !U INGVAR HELGASON HF. Sýningarsalurinn/Rauðagerði, simi 33560
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.