Morgunblaðið - 04.07.1987, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.07.1987, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1987 31 Fiskmarkaðurinn í Hafnarfirði: Byrjar betur en vonast var til - segirEinar Sveinsson fram- kvæmdastjóri EINAR Sveinsson framkvæmda- stjóri Fiskmarkaðar hf. í Hafnar- firði segir að reynslan af markaðnum hafi verið mjög góð það sem af er en hann hefur nú starfað í rúmar tvær vikur eða frá 15. júní. „Markaðurinn sem slíkur byijaði heldur vanbúinn, bæði hvað varðaði tæki og reynslu, en þrátt fyrir það hefur þetta gengið vel,“ sagði Ein- ar. „Uppboðin hafa gengið vel og eðlilega fyrir sig, kaupendahópur- inn er þegar orðinn mjög breiður og virðist hafa tileinkað sér vel þetta kerfi. Og það sem lofar bestu er hve allir eru jákvæðir gagnvart þessu.“ Einar sagði að að verðið á mark- aðnum virtist gefa mjög rétta mynd af verðmyndum til dæmis á þorski. Ennþá væri verðið stöðugt nema ef vera kynni karfaverð sem væri mjög háð framboðinu á þessum tíma. Einar sagði að kaupendahóp- urinn á þorski væri mjög stór þrátt fyrir að lítið væri um saltendur þar á meðal, þar sem sú vinnsluaðferð lægi mikið niðri yfír sumarið. „Það er einnig mjög jákvætt," sagði Einar að lokum, „hversu hafnfírsku verkendumir sem eiga skipin hafa tekið þessu og einnig fyrirtæki eins og Grandi hf. sem nýta sér markaðina til að jafna út aflanum hjá sér. Þetta byijar því betur en bjartsýnustu menn áttu von á.“ Fiskverð á uppboðsmörkuðum 3. júlí FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hœsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð varð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 34,10 25,00 32,42 33,1 1.072.056 Ýsa 55,90 55,80 55,84 0,8 46.980 Karfi 16,00 13,00 15,71 16,5 259.468 Koli 18,00 15,00 15,75 0,9 14.661 Ufsi 16,80 13,20 16,55 2,5 41.766 Eldislax 251,20 0,126 31.651 Samtals 26,39 57,3 1.511.000 Aflinn í gaer var að mestu leyti úr Mb. Eini frá Hafnarfirði, 36,5 lestir, og 13 lestir úr togara frá Granda hf. Næsta uppboð á Fiskmarkaðnum hf. verður á mánudag. Þá verður seldur afli úr togaranum Karlsefni, áætluð 200 tonn af þorski, karfa, ufsa og ýsu auk ótilgreinds bátafisks. Heildartölur 15-6 til 3-7 Hæsta Lægsta Meðal- Magn Helldar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 44,00 23,00 33,89 806,7 26.533.520 Ýsa 63,10 10,00 54,90 46,4 2.084.251 Karfi 24,60 12,20 16,22 240,6 3.901.250 Koli 31,30 15,00 19,08 20,22 385.773 Ufsi 25,20 10,60 18,23 67,8 1.236.610 Lax 290,80 251,20 256,91 0,265 68.082 Humar 605 550 594,78 102 60.935 Annað — — 29,52 14,5 427.023 Inn í þessar tölur vantar undirmálsþorsk þar sem lægsta verðið var 10 krónur en hæsta 32,20. Inni í tölunum um ýsu er sala á lélegri ýsu sem slæddist með og því er lægsta verðiö svo lágt. Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson. Ormelen Blandakor frá Verdal i Noregi, i heimsókn hjá Söngfélagi Þorlákshafnar. Þorlákshöfn: Norskur kór í heimsókn Þorlákshöfn. SUNNUDAGINN 21. júní kom Örmelen Blandakor frá Verdal í Noregi í heimsókn til íslands. Megintilgangur ferðarinnar var að endurgjalda heimsókn Söng- félags Þorlákshafnar til Verdal frá því í júní 1985. Kórinn flaug beint til Akureyrar frá Þrándheimi og söng fyrst í Akur- eyrarkirkju, þaðan var farið í skoðunarferð að Mývatni og Kröflu. Því næst var haldið suður á bóginn og gist í Reykholti. Þaðan var haldið til Reykjavíkur og tók Gunnar Mark- ússon þar á móti kómum fyrir hönd Söngfélags Þorlákshafnar. Gunnar var síðan leiðsögumaður þeirra þegar merkisstaðir í Amessýslu voru skoð- aðir. Svo skemmtilega vildi til að kórinn var við Geysi um leið og sænsku konungshjónin og Vigdís Finnboga- dóttir forseti. Það, ásamt þvi að sjá Geysi gjósa, vakti mikla hrifningu Norðmannanna. A Þingvöllum tók séra Heimir Steinsson prestur og þjóðgarðsvörð- ur á móti þeim og lýsti staðnum bæði frá sögu- og landfræðilegum sjónarhóli. Til Þorlákshafnar kom kórinn síðdegis á fímmtudag og tóku félag- ar í Söngfélagi Þorlákshafnar á móti þeim. Allir erlendu gestimir dvöldu á heimilum kórfélaga í Þorlákshöfn. Á fímmtudagskvöldið voru tón- leikar í Þorlákskirkju. Þar sungu báðir kóramir ásamt einsöngvurum. Húsfyllir var og undirtektir mjög góðar. Á föstudag fór kórinn í skoð- unarferð til Vestmannaeyja og kom til baka á laugardag. Á iaugardagskvöld bauð Söngfél- ag Þorlákshafnar til veislu í félags- heimilinu og var þar borinn fram íslenskur matur. Daginn eftir fóru báðir kóramir á Þingvöll þar sem Söngfélag Þorlákshafnar ásamt kirkjukór Hveragerðis og Kotstrand- ar sungu við hátíðarmessu í Hótel Valhöll undir stjóm Roberts Darling. Organisti var Ari Agnarsson, prestur Heimir Steinsson, Tómas Guðmunds- son predikaði og Lúðrasveit Þorláks- hafnar flutti forleik og lokatóna undir stjóm Robert Darling. Örmelen Blandakor söng einnig við athöfnina. Eftir messu var hátíðardagskrá í Valhöll og söng þá norski kórinn þijú lög, þar á meðal „Sofðu unga ástin mín“ við mikla hrifningu við- staddra. Einnig lék Lúðrasveit Þorlákshafnar nokkur lög. Hátíðardagskránni lauk með göngu á Lögbergi, þar. sem félagar úr norska kómum sýndu atriði úr verkinu um Ólaf helga sem féll i Stiklastaðaorrustu 29. júlí 1030. Verk þetta hefur verið flutt árlega á Stiklastað í 35 ár. Heimsókn Örmelen Blandakor lauk svo með veislu sem hreppsnefnd Ölfushrepps bauð til í Skíðaskálanum í Hveradölum. Þar var boðið upp á víkingaveislu. Norsku gestimir kváðust mjög ánægðir með heimsóknina til íslands. og vonuðust til að Söngfélag Þorláks- hafnar kæmi fljótt aftur til Verdal. Stjómandi Örmelen Blandakor er Jan Wisth. Einsöngvari er Tove Ramo, undirleikari Andri Dyrstad, formaður Inger Lian Wold. Stjómandi Söngfélag Þorláks- hafnar er Ari Agnarsson, einsöngvari með kómum var Ingveldur Hjalt- ested og formaður Halla Kjartans- dóttir. JHS Kaldársel með sumarbúðaleyfi „Ég taldi mig hafa fengið leyfi til reksturs sumarbúðanna," sagði Guðbjörn Egilsson, forstöðumaður í Kaidárseli, í samtali við Morgun- blaðið i gær. Hann sagðist hafa fengið munnlegt svar frá ráðuneytinu fyrir um tveimur vikum síðan um að pappírar væru í lagi, öll tilskil- in gögn hefðu borist og yrði skriflegt leyfi sent strax og tími ynnist til. Hinsvegar hefði frétt Morgun- blaðsins í gær um að ráðuneytið hefði veitt 22 sumarbúðaleyfí gefið annað til kynna enda hefði Kaldárs- el ekki þar verið talið með og kenndi Guðbjöm handvömmum í ráðuneyt- inu um. „Foreldrar barnanna, sem eru hjá okkur, hringdu að vonum til mín eftir að fréttin birtist og kom hún ákaflega illa niður á okkur þar sem ég fékk þau r.vör fyrir tveimur vikum að leyfíð væri staðfest. Ég fór hinsvegar strax í ráðuneytið í gær til að kippa hlutunum í lag,“ sagði Guðbjörn. Líf legt í Langá Hvergi í Borgarfírði er skemmtilegra að vera þessa dag- ana heldur en í Langá, þar er veiðin greinilega best um þessar mundir, „það em komnir 160—170 laxar á land úr allri ánni og það vom að fara Sviss- lendingar af neðsta svæðinu með 70 laxa. Ég er með Bandaríkja- menn héma á miðsvæðinu nú og höfum við fengið 22 laxa á þrem- ur dögum, eða jafn mikið og sami hópur veiddi alla vikuna í fyrra og þótti þó gott miðað við tíma,“ sagði Ingvi Hrafn Jónsson frétta- stjóri í samtali við Morgunblaðið í gærdag, og sagði hann jafnframt að fyrir tilstilli vatnsmiðlunarinn- ar í Langavatni þá væri afar „gott vatn“ í Langá um þessar mundir og væm Langármenn birgir af „góðu vatni" fram til um það bil 20. júlí, eða svo, ef þurrkar héld- ust allt þangað til. „Ef það kæmi sólarhrings- demba væm okkur tryggðar 4—5 vikur til viðbótar. Útlitið er því gott og ekki spillir að talsvert er gengið af laxi upp alla á og hann er alltaf að ganga það era dag- vissar göngur," bætti Ingvi Hrafn við. Hann sagði einnig sérstaklega gleðilegt hversu mikið af stómm laxi væri nú í ánnni, en Langá hefur löngum verið þekkt fyrir smálaxa sína með mjóslegna vaxt- arlaginu, „fossavextinum," sem stundum hefur verið kallaður. 11 af 22 löxum félaga Ingva Hrafns vom 10—17 punda og haft er eftir Pétri Snæland og Vífli Odds- syni, að tveir gríðarstórir laxar hefðu verið á ferð í laxastiganum við Sveðjufoss fyrir fáum dögum. Áttu þau tröll að vera í kring um 30 pund í það minnsta og var annar laxanna þó að sögn sýnu stærri. Því miður náðist hvorki í Pétur eða Vífil, en þeir em ekki þekktir að því að fara með ýkjur og báð- ir em þaulvanir veiðimenn. Ingvi Hrafn segir marga þessara stóm laxa vera hreina Þingeyinga, en fyrir nokkram ámm var sleppt í ána seiðum af Laxárstofni og þeir ættu einmitt nú að vera að skila sér. Dálítið bar á þeim í fyrra, en mun meira nú. „Svo eig- um við von á svona 150—200 tveggja ára löxum úr sjó af Þver- árkyninu og þeir em líka stórir,“ bætti Ingvi Hrafn við. Þetta em skemmtilegar veiðar í Langá um þessar mundir, vin- sælasta agnið em einkræktar flugur i stærðum 8—12 og yfír- leitt veiddar með gárahnút. Einn Ameríkani veiddi 9 punda hrygnu í Kleifsásbreiðu í gærmorgun á slíkan búnað og kom laxinn sjö sinnum á eftir flugunni langar leiðir áður en hann greip hana að lokum. Sem sagt líflegt í Langá og besta byijun síðan metsumarið 1978. Ekki sama sagan á „næsta bæ“ Ekki em allar laxveiðiár, á Mýmnum jafn ágætar um þessar mundir. Sú ágæta iaxveiðiá Álftá á Mýmm, er að mestu dauð um þessar mundir og er það vatns- leysi sem htjáir hana alvarlega. Þegar rætt var við Halldór Gunn- arsson, veiðifélagsformann í Þverholtum, í gær, sagðist hann rejmdar ekki hafa nema tveggja daga fréttir haldbærar, en sá afli sem hann vissi til að hafði verið tekinn frá 20. júní til mánaðamót- anna að kalla var Jirír urriðar. Þannig háttar með Alftá, að hún er nokkuð jöfn blanda af lindar- og dragá. Síðustu þurrkasumur hefur dragvatnið minnkað niður úr öllu valdi og þótt lindarvatnið hafí gert það líka þá bjargaði það þó mestu af því sem bjargað varð og náðist góður afli úr ánni. Nú vantar ekki aðeins bróðurpartinn af dragárvatninu í þurrkunum, heldur hafa endurteknir snjóléttir vetur gengið einnig á jarðvatns- forðann að því er virðist. Taldi Halldór Álftá vera minni nú en í mörg herrans ár, jafnvel áratugi. Kraftbyijun í Svartá „Þetta var betra heldur en nokkm sinni fyrr. Við opnuðum Svartá 1. júlí og það var lax um alla á. Stundum fæst einhver veiði í opnun, en aldrei mikil og yfír- leitt er mjög róleg veiði fram eftir júlí. Nú var þetta með allt öðram hætti og fyrsta einn og hálfan daginn veiddust 17 laxar á þijár stangir, allt vænn lax, þeir minnstu 8 punda og sá stærsti 18,5 pund. Éiginkona mín, Þuríð- ur Ingimundardóttir, veiddi hann á maðk í Ármótunum og þess má geta að þetta var hennar Maríulax. Svona er nú veiðiskap- ur, ég hef sjálfur veitt frá því að ég var smágutti og aldrei náð stærri laxi en 16 punda,“ sagði Grettir Gunnlaugsson, formaður Ámefndar SVFR fyrir Svartá, í samtali við Morgunblaðið í gær, en hann var við veiðar í ánni ásamt fleiram þessa fyrstu daga. Dauft víða Laxveiðin er víða dauð um þess- ar mundir og menn famir að íhuga að dansa trylltan regndans úti fyrir hurðum veiðihúsa ef vera skyldi að það myndi hrífa. Frést hefur af hollum í Grímsá, Laxá í Dölum og víðar sem hreppt hafa ótrúlega lélega veiði, farið jafnvel frá ánni laxlaus eða með einn eða tvo. Víðast er lax undir og fleiri bíða við árósa, þannig að góð rigningargusa myndi án nokkurs vafa hleypa lífí í veiðina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.