Morgunblaðið - 04.07.1987, Side 27

Morgunblaðið - 04.07.1987, Side 27
MÖRGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1987 ‘ 27 Astralía: Stjói'narand- staðan í sókn Sydney, Reuter. NIÐURSTÖÐUR skoðanakannana um kjörfylgi stjórnmálaflokka, sem birtar voru í Astralíu í gær, sýna að forskot Verkamannaflokks- ins á bandalag Frjálslynda flokksins og Þjóðarflokksins, sem eru í stjórnarandstöðu, hefur minnkað um helming á einni viku. Stjórnar- andstöðuna vantar nú aðeins tvo til þijá hundraðshluta atkvæða til að koma í veg fyrir að Verkamannaflokkurinn hljóti meirihluta á þingi þriðja sinn í röð í kosningunum 11. júli. I tvennum síðustu kosningum, sem voru 1983 og 1984, vann stjómarandstaðan sex til sjö hundr- aðshluta fylgi af stjórnarflokknum í vikunni fyrir kosningar, ef marka má skoðanakannanir. Stjómarand- stæðingar eru því vongóðir um að nú takist að hnekkja veldi Bobs Hawke, forsætisráðherra og for- manns Verkamannaflokksins. Talsmenn stjómarandstöðunnar þakka þennan árangur einkum fast- heldni leiðtoga ftjálslyndra, Johns Howard, við einarða og róttæka stefnu í skattamálum, en Ftjáls- lyndi flokkurinn hefur heitið því að lækka hámark skatthlutfalls úr 49% í 38%. Persónulegar vinsældir How- ards hafa einnig aukist mjög undanfarið, en hann hefur verið óþreytandi að koma fram opinber- lega um allt land. Kosningasmalar Verkamanna- flokksins hafa viðurkennt að kosningabarátta þeirra hafi ekki gengið sem best undanfarið, en nú ætla þeir að hleypa af stokkunum nýrri sókn. Bob Hawke hefur hing- að til einbeitt sér að því að kynna almenn stefnumál Verkamanna- flokksins, en látið Paul Keating, fjármálaráðherra um árásirnar á Frjálslynda flokkinn. Nú er ætlunin að Hawke beiti hæfileikum sínum til að hrífa fjöldann með sér og eyði síðustu vikunni einkum í harða gagnrýni á Howard og stefnu hans. „Ég held að við séum enn í for- ystu. Við endurheimtum athyglina í síðari hluta þessarar viku," sagði framkvæmdastjóri Verkamanna- flokksins, Bob McMullan, í útvarps- viðtali í gærmorgun. „Við munum sjá forsætisráðherram; leika sér að stjórnarandstöðuleiðtoganum." Hollendingar vilja taka þátt í sameiginlegum her Haag, Reuter. HOLLENSKA varnarmálaráðu- neytið skýrði frá því á fimmtu- dag að Hollendingar myndu leggja til hermenn í sameigin- lega hersveit Vestur-Evró- puríkja, ef Þjóðveijar og Frakkar næðu samkomulagi um stofnun einnar slíkrar. Wim van Eekelen, varnarmála- ráðherra, hefur brugðist mjög jákvætt við tillögum Vestur-Þjóð- verja um að taka fyrsta skrefið í átt til sameiningar hersveita Vest- ur-Evrópu með stofnun herdeildar af þessu tagi. Talsmaður varnar- málaráðuneytisins, Cent van Vliet, sagði að ráðherrann hefði hreyft þessu máli í þinginu í gær, en hann þyrfti að ræða það frekar við stjóm- imar í Bonn og París. „Hann sagði í þinginu, að mörg tæknileg vandamál væru óleyst, en það sem máli skipti væri að sýna pólitískan vilja," sagði van Vliet. Helmut Kohl, Þýskalandskansl- ari, stakk upp á því fyrir stuttu, að Frakkar og Vestur-Þjóðveijar settu á fót hersveit skipaða her- mönnum beggja landa. Kohl segir að Hollendingar séu fyrsta þjóðin, sem lætur í ljós áhuga á að vera með, en fleiri muni áreiðanlega sigla í kjölfarið. Jóhannes Páll, páfi, tekur á móti Waldheim á dögunum. fyrir sig er þeir nú banna forsetan- um að koma til Bandaríkjanna hafi verið sett árið 1978. Vestræn lýð- ræðisríki hafi eftir síðari heims- styijöld ekki alltaf sett það fyrir sig að menn hafi verið Nasistar og nefnir í því sambandi vísindamenn er störfuðu að geimrannsóknum og sjálfan „Slátrarann frá Lyon“, Klaus Barbie. í leiðara The Economist segir að erfitt sé að hafa blóraböggul sem forseta og þótt forseti Austurríkis sé ekki valdamikill, sé hann eining- artákn þjóðarinnar. Austurríkis- menn hafi, er þeir kusu Waldheim, álitið að þeir væru að kjósa mann ér starfað hefði á alþjóðavettvangi og myndi auka hróður landsins. Vangaveltur um fortíð hans myndu fljótt heyra sögunni til. En svo hafi ekki verið og það hafi Austurríkis- menn formlega viðurkennt er ríkisstjórnin skipaði sérstaka nefnd undir forsæti svissnesks sagnfræð- ings til þess að rannsaka fortíð Waldheims. The Economist minnir á að ákvörðun um það hvort Waldheim eigi að sitja áfram sem forseti taki Austurríkismenn einir. Þeir eigi ekki að láta aðra segja sér fyrir verkum í þeim efnum, hvorki þrýsti- hópa né aðra og páfinn hafi gefið til kynna að hann virti þennan rétt þeirra. TROMPREIKNINGUR SPARISJÓÐANNA *ÖRUGGUR með raunvöxtum og verðtryggður reikningur WVbAllK trompreiknings og verðtrygging er borin saman við sérstaka trompvexti á 3ja mánaða fresti og þú færð þau kjör sem hærri eru EKKERT úttektargjald ^ EÚgrípur til peninganna hvenær sem þú þarft á þeim að halda því Trompreikningurinn er alltaf laus

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.