Morgunblaðið - 25.07.1987, Page 2

Morgunblaðið - 25.07.1987, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1987 Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Vinnupallurinn sem mennirnir stóðu á sporðreistist og þeir féllu niður ásamt timbri og öðru lauslegu sem var á pallinum. Fjórir menn hröpuðu 12 metra í súrheysturni Festivír í vinnupalli slitnaði og pallurinn sporðreistist Selfossi. FJÓRIR menn, sem unnu við byggingu súrheysturns á bænum Akurgerði í Olfúsi, hröpuðu síðdegis í gær 12 metra innan í turninum þegar vinnupallur þeirra sporðreistist. Mennirnir komu niður á steinsteypt gólfið í turninum. Þeir hlutu töluverð beinbrot en eru ekki taldir i lífshættu. Mennirnir unnu við að taka niður skriðmót efst í tuminum þegar tveir vírar af fjómm, sem héldu pallinum uppi, slitnuðu. Mennimir stóðu allir öðmm megin á pallinum og féllu niður ásamt timbri og öðm lauslegu sem á pallinum var. Það varð þeim til happs að koma niður á fætuma eða búkinn, en ekki höfuðið og að pallurinn hékk uppi ásamt mótun- um. Þegar komið var að vom menn- imir allir með meðvitund en ringlað- ir. Þrír sjúkrabílar vom sendir frá Selfossi eftir mönnunum og þurfti að taka þá út um litla lúgu á tumin- um, í tveggja metra hæð. Mennimir vom allir fluttir á slysadeild Borg- arspítalans í Reykjavík. — Sig. Jóns. Líkjör með kaffinu Borgarráð hefúr samþykkt fyrir sitt leyti að veita Brauð hf. vínveitingaleyfi á nýjum veit- ingastað, „Myllan konditori", sem fyrirtækið hyggst reka í Kringlunni. „Við emm að reyna að skapa kaffihúsastemmningu eins og hún gerist best í Evrópu,“ sagði Kol- beinn Kristinsson, einn eiganda fyrirtækisins. „Auk hefðbundins súkkulaðibolla verður hægt að fá líkjör og koníak með kaffinu. A kvöldin verður sérstakur matseðill og þar boðið upp á ostatertur, osta- bakka og kaffikökur en smárétti og salöt á daginn, sem gott er að hafa léttvín með.“ Í veitingasal verður rúm fyrir 160 til 170 manns og verður þjónað til borðs. Þröstur vann Alan ÞRÖSTUR Þórhallsson vann Filippseyinginn Alan i 6. umferð heimsmeistarmóts 20 ára og yngri á Filippseyjum og er í 6.-12. sæti á mótinu ásamt sex öðrum skákmönnum með 4 vinninga. Hannes Hlífar Stefánsson tapaði skák sinni í 6. umferð fyrir Wollf frá Bandaríkjunum og er með 2 vinninga. Eftir sex umferðir em efstir og jafnir á mótinu Shimen Agdestein frá Noregi og Klinger frá Aust- urríki með 5 vinninga og í 3.-5 sæti em Sovétmennimir Serper og Ivanchuk ásamt Amant frá Indlandi með 4,5 vinninga. Frídagur verður í dag og 7. umferðin tefld á sunnu- dag. Súrheystuminn í Akurgerði sem mennirair unnu við er til hægri á myndinni. Morgunblaðið/BAR Heimsmeistarinn kominn heim Héðinn Steingrímsson, heimsmeistari baraa yngri en 12 ára í skák, kom í gær til landsins frá Puerto Rico, þar sem hann vann til heimsmeistaratitilsins. Bera Nordal for- stöðumaður Lista- saíhs Islands BERA Nordal listfræðingur hef- ur verið settur forstöðumaður Listasafns íslands til bráða- birgða frá og með júlí 1987. Dr. Selma Jónsdóttir forstöðumaður safnsins lést þann 5. júlí síðastlið- inn. Bera er fædd 25. september 1954. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1974. Eftir stúdentspróf hóf hún nám í listasögu við Háskólann í Lundi og lauk þaðan fíl. kand-prófi í listasögu 1978. Árið 1979 lauk hún masters prófi í listasögu frá Courtauld Inst- itute of Art í London. Hún stundaði doktorsnám við sömu stofnun frá 1979. Bera var settur safnvörður við Listasafn íslands 1980 og skipuð í stöðuna frá 1982. Eiginmaður Beru er Sigurður Ármann Snævarr hagfræðingur. Bera Nordal Mikið Ijón hjá SS vegna salmonellu: Beinn kostnaður hátt í tvær milljónir króna „MIKILL samdráttur hefúr átt sér stað í sölu svínakjöts í síðustu viku og er hann auðvitað til kom- inn vegna sölustöðvunar fyrir- tækisins. Við kölluðum inn allt svínakjöt úr verslunum og höfúm ekkert framleitt í vikutíma,“ sagði Steinþór Skúlason, fram- leiðslustjóri hjá Sláturfélagi Suðurlands, í samtali við Morg- unblaðið er hann var inntur eftir tjóni fyrirtækisins vegna salmon- ellu í svínakjöti frá SS. Steinþór sagði að sýkingin væri ekki til komin innan fyrirtækisins heldur hefði hún borist með sjúku dýri frá einu svínabúi fýrir austan fjall. Byijað verður að slátra svínum hjá SS á mánudag og þá verður eingöngu slátrað frá búum sem ekki hefðu sýnt salmonellu-sýkingu. „Beinn útlagður kostnaður SS vegna salmonellunnar mun vera hátt í tvær milljónir króna, en erf- itt er að gera sér grein fyrir óbeinum áhrifum vegna hennar sem eru þá hugsanlega vegna minni sölu. Greinilegt er að fólk er orðið mjög hrætt við sýkingu í matvæl- um.“ Steinþór sagði að tekin hefði verið sú ákvörðun hjá SS að héðan í frá yrðu öll svínabú, sem SS skipti við, skoðuð mánaðarlega með tilliti til salmonellu-sýkingar. Heilbrigðis- skoðunin færi fram í samvinnu við dýralækna, en slíkar skoðanir hefðu ekki áður farið fram hjá fyrirtæk- inu. Sala á dilkakjöti hefur aukist til muna í verslunum. Steinþór sagði að sú aukning væri frekar á kostn- að kjúklingakjöts heldur en svína- kjöts þar sem salmonellan í svínakjötinu væri það ný til komin. Magnús Ingi Sigurðsson Rafn Ragnarsson Þeir sem fórust við Blönduós ÞEIR sem fórust í flugslysinu við 25 ára, Jörfabakka 30, Reykjavík, Blönduós á fimmtudag voru auk og Rafn Ragnarsson flugvirki, 29 Friðriks Dungal og Gunnars Guð- ára, Meistaravöllum 31, mundssonar, þeir Magnús Ingi Reykjavík. Rafn lætur eftir sig Sigurðsson viðskiptafræðingur, níu ára gamla dóttur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.