Morgunblaðið - 25.07.1987, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1987
7
Æ
STÖÐ-2
iii ím rni'ii
18:00
uOLr
I sumar mun Stöð 2 sýna
þætti frá stórmótum viða um
heim.
ÚTVARP ALFA
13.00—14.30 Skref i rétta átt. Þáttur í
umsjón Magnúsar Jónssonar, Þor-
valds Daníelssonar og Ragnars
Schram.
14.30—16.00 Tónlistarþáttur í umsjón
Hákonar Möller.
16.00—17.00 Á beinni braut. Unglinga-
þáttur.
17.00-22.00 Hlé.
22.00—24.00 Vegurinn til lífsins. Tón-
listarþáttur með ritningarlestri.
24.00—04.00 Næturdagskrá.
HUÓÐBYLGJAN
AKUREYRI
10.00—12.00 Barnagaman. Þáttur fyrir
yngstu hlustendurna, tónlist og viðtöl.
Umsjón Hanna B. Jónsdóttir og Rakel
Bragadóttir.
12.00—13.00 í hádeginu. Þáttur i um-
sjón Pálma Guðmundssonar.
13.00—14.00 Fréttayfirlit á laugardegi í
umsjón Friðriks Indriðasonar, frétta-
manns Hljóðbylgjunnar.
14.00—16.00 Líf á laugardegi. íþrótta-
þáttur I umsjón Marínós V. Marinós-
sonar.
16.00—19.00 Alvörupopp. Tónlistar-
þáttur i umsjón Ingólfs Magnússonar
og Gunnlaugs Stefánssonar.
19.00—23.00 Létt og laggott. Þáttur í
umsjón Hauks Haukssonar og Helga
Jóhannssonar.
23.00—05.00 Næturvakt Hljóðbylgjunn-
ar.
SVÆÐISÚTVARP
AKUREYRI
18.00—19.00 íþróttir helgarinnar á
Norðurlandi.
21:10
Sunnudagur
ÞRÆÐIR
Sunnudagur
UNDUR
ALHEIMSINS
Wva). Flest flugslys má rekja
tilmistaka ftugmanna, en ekki
. tæknibilunar, að þvier virðist.
Eru flugmenn vanhæfiral-
mennt? I þessum þætti er litið
á málið og kannað hvað mætti
tilúrbóta verða.
(Lace II). Sjónvarpsmynd i tveim
hlutum. Fyrri hluti. Klámmynda-
drottningin Lili er tilbúin að
leggja allt ísölurnar tilþess að
fó vitneskju um uppruna sinn.
GASIDÍ BOTN!
Það er dagsatt að á bensín-
stöðvum Esso er sumarlegt andrúmsloft.
Þar fæst sænskt gas á hylkjum frá „Primus"
auk vandaöra gaslukta og gashellna.
Einnig bjóðast þar ýmsar aðrar ferðavörur
svo sem létt borð og stólar, vatnspokar,
veiðisett, grillvörur og margt fleira.
Gasluktir frá 621 kr.
Gashellur -1428kr.
Gashylki (einnota) - 89 kr.
Gashylki (áfyllanleg) - 800 kr.
Veiðisett -1190 kr.
Ly$jí*
Auglýsingasími
Stöðvar 2 er 67 30 30
Lyklllnn fsarð
þúhjé
Heimlllstsakjum
Heimilistæki hf
S:62 12 15
VJterkurog
k-/ hagkvæmur
auglýsingamióill!
Fróöleikur og
skemmtun
fyrir háa sem lága!
Frá Djúpavogi.
Kaupfélag Berufjarðar:
Verðum að fá botn í þessi mál
- segir Ólafiir Ragnarsson sveitarslgóri á Djúpavogi
GREIÐSLUSTOÐVUN Kaup-
félags Berufjarðar á Djúpavogi
rann út í byijun júní en enn hef-
ur ekki verið gengið frá því hver
muni taka við rekstri þess. Helstu
kröfúhafar í fyrirtækið eru Sam-
band íslenskra samvinnufélaga
og önnur Sambandsfyrirtæki,
þar á meðal Búlandstindur hf á
Djúpavogi. Samþykkis þeirra
fyrir nauðarsamningum hefur
enn ekki verið leitað. Heima-
menn eru orðnir langeygir eftir
að línur skýrist í málinu, en
margt bendir til að Kaupfélag
A-Skaftfellinga yfirtaki rekstur-
inn.
„Við verðum að fara að fá ein-
hvem botn í þessi mál, greiðslu-
stöðvunin rann út 5. júní og við
erum orðin aðþrengd hér útaf þessu
öllu,“ sagði Ólafur Ragnarsson
sveitarstjóri á Djúpavogi í samtali
við Morgunblaðið. Hann sagði að
þessi staða mála færi illa með
byggðarlagið, en það hefur hvorki
fengið greidd fasteigna- né að-
stöðugjöld sem áttu að greiðast í
janúar og apríl. Óli Björgvinsson,
formaður stjómar Kaupfélags
Beruíjarðar, sagði það væri rétt að
þetta væri búið að taka allt of lang-
an tíma en enn væri ekki séð fram
á lausn málsins. Hann sagði að
unnið væri að sölu fasteigna og
undirbúningi nauðarsamninga og
hann byggist við að Kaupféiag A-
Skaftfellinga tæki við rekstri
Kaupfélags Berufjarðar og keypti
jafnframt eignir þess. KASK hefur
rekið verslun Kaupfélags Bemfjarð-
ar á Djúpavogi frá áramótum.
Aðspurður um hveija hann teldi
farsælustu lausnina á þessu máli
sagði Ólafur Ragnarsson að best
væri ef kaupfélagið yrði áfram rek-
ið af heimamönnum, en það hefði
háð rekstri þess að Sambandið hefði
viljað ráða þar allt of miklu.
Óli Björgvinsson sagði að ljóst
væri að Kaupfélag Berufjarðar
myndi ekki starfa áfram. Hann
sagði að þó að kaupfélagsstjómin
hefði viljað semja við heimamenn
hefði enginn lýst sig tilbúinn til að
ganga inn í dæmið eins og Kaup-
félag A-Skaftfellinga hefur gert.
Hann sagði að línur myndu væntan-
lega skýrast á næstu dögum.
Norræna hönn-
unarsýningin
opnuð í dag
NORRÆNA hönnunarsýningin á
Kjarvalsstöðum opnar í dag laug-
ardag kl. 14. Davíð Oddsson
borgarstjóri opnar sýninguna og
Jarno Peltonen forstöðumaður
finnska Listiðnaðarsafhsins fiyt-
ur ávarp.
Á sýningunni verða verk eftir 40
norræna hönnuði sem hlutu Lunn-
ing verðlaunin fyrir hugmyndir
sínar og verk á árunum 1951 til
1970.
Sýningin verður opin daglega til
9. ágúst n.k. frá kl. 14 til 22.
Salmonellan í Dölunum rakin til svínakjöts:
Landsherferð á hendur
salmonellu í bígerð
- segir Ólafiir Ólafsson landlæknir
UNNIÐ er nú að því að samræma
aðgerðir gegn salmonellu. í
bígerð er að auka eftirlit með
matvælaiðnaði til muna auk þess
sem fólk, sem haft hefúr ein-
kenni á niðurgangi, er eindregið
hvatt til að koma til rannsóknar
hjá heimilislæknum sínum, að
sögn Ólafs Ólafssonar landlækn-
is.
Greindir hafa verið hátt í 40
manns með salmonellu-sýkingu af
þeim sem sóttu ættarmótið í Dala-
sýslu í bytjun júlí og nú er ljóst að
sýkillinn er komin úr svínakjöti frá
Sláturfélagi Suðurlands, sam-
kvæmt niðurstöðum Hollustuvemd-
ar ríkisins. Ólafur sagði að fyrst
og fremst væri verið að reyna að
komast að því hversu víðtæk salm-
onella-sýking væri hérlendis. Ljóst
væri að hún væri víðtæk og því
mun herferð gegn henni nauðsyn-
leg.
Jóhann Ágúst Sigurðsson hér-
aðslæknir í Reykjanesi sagði að
náðst hefði samband við 200 manns
af þeim 324 sem á ættarmótinu í
Dölunum hefðu verið, en mikilvægt
væri að vita hvort einhver þeirra
sýktu væri krónískur smitberi, sem
þýddi að sá myndi ganga með sýkil-
inn áfram. Sumir hinna sýktu urðu
mjög veikir í nokkra daga og ein
stúlka var lögð á sjúkrahús með
botnlangabólgu sem rakin er til
salmonellunnar.
Jóhann sagði sýnataka yrði aukin
mjög úr matvælum, en meginá-
herslan yrði lögð á fyrirbyggjandi
aðgerðir svo sem að passa upp á
að starfsfólk í matvælaiðnaði sé
ávallt heilbrigt. „Starfsfólk, sem
starfar við lyfjaframleiðslu, hefur
ávallt verið látið skila hægðarsýn-
um áður en það hefur störf eftir
dvöl erlendis og ætti það sama
vissulega að ganga yfir það fólk,
sem starfar að matvælaframleiðslu.
MORGUNBLAÐINU hefúr borist
eftirfarandi fréttatilkynning frá
Sláturfélagi Suðurlands vegna
salmonella mengunar í svína-
kjöti:
„Allir starfsmenn Sláturfélags-
ins, sem meðhöndluðu svínakjötið,
voru heilbrigðisskoðaðir með tilliti
til salmonella sýkingar. Engin
starfsmanna hefur reynst sýktur.
í samráði við yfirdýralækni er
verið að rannsaka sýni frá öllum
svínabúum, sem skipta við Sláturfé-
lagið. Svín verða ekki tekin til
Að mínu mati ættu fyrirtækin sjáll
að sjá um að slíkum reglum sé fram-
fylgt. Á Reykjanesi vorum við
hræddastir við að missa sýkingu i
þann mat, sem framleiddur er á
Keflavíkurflugvelli fyrir flugið, en
sérstakrar nærgætni þarf vissulega
fyrir svo stóra dreifingaraðila. Það
má hreinlega ekkert koma upp hjá
slíkum aðilum. Ef sýking kæmist
til dæmis inn í kerfi, sem dreifir
matvælum til fleiri hundruða
manna, er ekki að spyrja að leiks-
lokum,“ sagði Jóhann Ágúst.
slátrunar frá búunum fyrr en fyrir
liggur að ekki hafi fundist salmon-
ella í umræddum sýnum.
í samráði við svínabændur verður
komið á reglulegu eftirliti með heil-
brigði sláturdýra til að tryggja
megi að sýkt dýr komi ekki til slátr-
unar. Slátrun hefst í dag, föstudag,
með slátrun nautgripa eftir sótt-
hreinsun á sláturhúsi og vinnslusöl-
um félagsins. Sláturfélagið telur að
með ofangreindum ráðstöfunum sé
öryggi neytenda tryggt eins og
frekast er unnt “
Sláturfélag Suðurlands:
Engin starfsmanna
hefur reynst sýktur