Morgunblaðið - 25.07.1987, Síða 13

Morgunblaðið - 25.07.1987, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1987 13 Svíinn Erik Haglund, hönnuður við Boda Bruk AGBG, Skál og vasar í lituðu gleri. Hönnun 1963. ísland í norrænu hönnunarsamstarfí Eins og áður er getið átti ísland fulltrúa á sýningunni Formes Scandinaves í París 1959, en hún stóð í Musée d’Art Décrotíf í Louvr- en, það voru þau Ásgerður Búa- dóttir, Júlíana Sveinsdóttir, Leifur Kaidal og Sveinn Kjarval sem áttu verk á þessari sýningu. Þetta var í fyrsta sinn sem ísland tók þátt í þessu samnorræna starfi til kynn- ingar á hönnun. Lúðvík Guðmunds- son, skólastjóri Myndlista- og handíðaskólans, var í þessu tilviki, eins og svo oft, sá er kom auga á það sem gagnast mætti til örvunar og framfara íslenskum listiðnaði og íslenskri hönnun. En ekki hafa allir litið „silfrið" sömu augum og skortur á skilningi hér leiddi til vanda, sem seinkaði frekara samstarfí íslands við nor- rænu hönnunarfélögin um 26 ár. Ekki verður með vissu sagt neitt um það hvað stöðugleiki í þessu samstarfi hefði þýtt fynr þróun hönnunarmála almennt á íslandi ef af því hefði orðið þegar 1959. En á þeim tíma var ekki pólitískur skilningur eða vilji fyrir hendi til að slfkt samstarf næði lengra. Þó að fagfélög hönnuða hafí um langt skeið átt samstarf við nor- ræna starfsbræður sína hefur það samstarf ekki tekið mið af kynning- arstarfí á sama hátt og norrænu hönnunarfélögin, sem svo eru nefnd, hafa staðið fyrir. Þessi félög hafa kynningarstarf til örvunar bættri hönnun efst á stefnuskrá. Að þessu markmiði hafa þau unnið með margvíslegum hætti — og þau höfðu mikilvægu hlutverki að gegna í sambandi við úthlutun Lunning- verðlaunanna og stóðu fyrir hinum margþættu kynningum og sýning- um sem á eftir fylgdu. Norrænu hönnunarfélögin hafa nýlega (1984) sameinast um stofn- Yfirlýsing VEGNA auglýsinga í fjölmiðlum að undanförnu þar sem Stuð- menn auglýsa messu að tiltekn- um bandariskum hætti og nefiia nafii mitt í þvi sambandi, vil ég taka eftirfarandi fram: Rétt er að á sínum tíma léði ég máls á þvi að messa úti á Húsa- felli sunnudaginn 2. ágúst. Umtalað var að rætt yrði um form þeirrar athafnar mánudaginn nk. þann 27. júlí. Allar auglýsingar um athöfn þessa nú koma mér því mjög á óvart og eru mér óviðkomandi. Af öðrum orsökum en þessari hvatvíslegu auglýsingu Stuðmanna er ljóst orðið að ekki kemur til greina frá minni hálfu að koma nálægt samkomuhaldinu á Húsa- felli um verslunarmannahelgi og mun ég því ekki messa þar að þessu sinni. Geir Waage, sóknarprest- ur í Reykholti. un „Norræna hönnunarráðsins", sem einskonar samnefnara. Stuttu eftir stofnun félagsins Form ísland, sem er félag áhugamanna um hönn- un með hvetjandi starfsemi að markmiði, var því veitt aðild að ráðinu, nánar tiltekið 4. október 1985. Þar með er íslensk aðild að þessum þætti norrænnar samvinnu staðfest með formlegum hætti. Á hitt hefur ekki reynt hvort félaginu auðnast að afla skilnings á gildi hönnunar fyrir íslenskan iðnað og íslenska menningu að því marki að samvinna þessi verði ástunduð sem vert væri. Eitt af því sem Norræna hönnun- arráðið (Scandinavian Design Council (SDC) ) hefur tekið upp við fulltrúa í Norðurlandaráði er veiting norrænna hönnunarverðlauna. Unnið hefur verið að þessu í „völ- undarhúsi" stjómmálanna í nokkur ár. Vonandi verður Lunning-sýn- ingin til að hleypa lífí í þessa umræðu. Forstöðumenn listiðnaðar- safnanna, sem standa að þessari sýningu, hafa einnig tekið undir að þörf sé á slíkri viðurkenningu, ekki síst í ljósi þess hverju Lunning- verðlaunin komu til leiðar. Sýningin undirstrikar með ljósum hætti gildi slíkrar hvatningar. Höfundur er innanhúasarkitekt, formaður félagsins Form tsland og fulltrúi / Norræna hönnunar- ráðinu. öátgffilM dqdIÐ Umsjónarmaður Gísli Jónsson Hljóðavíxl er það kallað, „þeg- ar grannstæð málhljóð skipta um sæti í orði, t.d. það þegar GísbGils, brutt>burt“. Þetta fyrirbæri var fyrrmeir fremur kallað stafavíxl, en allur gangur er á því hvort þessi breyting er „viðurkennd" í stafsetningu eða ekki. Tökum nokkur fleiri dæmi en þau sem nefnd vom hér á undan með skil- greiningu Orðabókar Menningar- sjóðs. Svo er talið að ragur og argur séu upphaflega eitt og hið sama. Argur táknaði líka áður fyrr rag- ur, blauður, kvenkyns og kynvillt- ur, og sögnin að ergjast merkti að verða huglaus. Mig munu æsir argan kalla, ef eg bindast læt bríiðar líni, er Þór látinn segja í Þrymskviðu, og þykir honum það ekki góður kostur. „Svo ergist hver sem hann eldist," segir griðkonan í Hrafnkels sögu, þegar hún er að eggja Freysgoðann til „dáða“. Þá hafa menn fyrir satt að hraður sé að uppruna sama og harður, enda fýrir löngu ýmist talað um að ríða hratt eða hart. í Njálu segir Skammkell: „Hart ríðið þér, sveinar," í för þeirra félaga að Hlíðarenda. Þá hafa menn fyrir satt að sögnin að geispa sé orðið til úr ‘geipsa, skylt geipa=fleipra, ýkja, og líkiega gapa. En oftast er það svo að fram- burðarbreytingar af þessu tæi eru ekki teknar til greina í stafsetn- ingu. Má til dæma taka þátíðar- myndir margra sagna, svo sem rigna, sigla, egna og yggla, eða þá í orðmyndum eins og gegndar- laus=hóflaus, sbr: A þessu er engin gegning=þetta gengur úr öllu hófí. Átakanlegt dæmi um hljóðavíxl má oft heyra og jafnvel sjá um þessar mundir, en þá er orðmynd- inni snurðulaust breytt í snuðru- laust. Ef vel gengur og engin óhöpp verða, má segja að allt gangi snurðulaust. Líkingin er tekin frá spuna á rokk. Ef snurð- ur(=harðir samsnúningar, hnökr- ar) hlupu á þráðinn, gekk spuninn ekki vel, en sléttur og jafn spuni var snurðulaus. Þetta er reyndar skylt lýsingarorðinu snar sem meðal annars getur þýtt harðsnú- inn, harðspunninn. Egill Skalla- Grímsson á að hafa kveðið í Sonatorreki að Böðvar sonur hans væri snar þáttur af honum sjálf- um. Menn hafa ósjaldan síðan talað um snaran þátt (eða snar- þátt). Ómyndinni snuðrulaust, sem sjálfsagt er til orðin af vanþekk- ingu, þarf tafarlaust að útrýma, enda á þetta ekkert skylt við sögn- ina að snuðra. Stundum sjáum við dæmi hljóðavíxla með samanburði tungumála. íslenska orðið rass er upprunalega hið sama og enska orðið arse, sem mjög þykir dóna- legt á því tungumáli. Og enn er robot eða robotnik í slavneskum málum náskylt þýska orðinu Ar- beit (ísl. erfiði)=vinna, með sams konar hætti. Hefur þess verið getið í þessum þáttum ekki fyrir löngu. ★ Jón Björgvinsson í Sviss segir að sér hafí verið kennt að nota einhvem „eftirfarandi möguleika" [til að tengja viðurkenningarsetn- ingar]: Þó að, þótt og þrátt fyrir það að. Hann bætir við: „Nú virð- ist bæði á riti og í tali algengt að nota „þó“ eitt í þessu sam- bandi. Sættum við okkur við það?“ Já, ég sætti mig við það stund- um, sérstaklega í_ ljóðum eða ljóðrænum texta. Ég sætti mig hins vegar ekki við langlokuna þrátt fyrir það að. Mér þykir hún ónýt í góðu máli. Auðvelt er að setja enda þótt í staðinn, ef við viljum hafa tenginguna í lengra lagi. Þá fínnst Jóni Björgvinssyni, eins og Þórunni Guðmundsdóttur í 393. þætti, að „alla vegana" eða „allavega" sé illu heilli að ryðja „að minnsta kosti" algjörlega úr 397. þáttur vegi. Þetta er kannski full sterkt til orða tekið, en alkunnugt. Ég reyni að halda dauðahaldi í „að minnsta kosti", en ég er sann- færður um að hinu verður ekki auðrýmt burtu í sömu merkingu, enda komið inn á bækur góðra höfunda. Oft er í þáttum þessum drepið á hófleysi í notkun einstakra orða og orðasambanda. Jón Á. Giss- urarson í Reykjavík sendir mér þessa blaðaklippu: „Þegar maður beygir hegðun sína undir óskir annarra af hræðslu við að missa vinsældir eða vera álitinn öðruvisi, þá er maður að svíkja sjálfan sig. Þeg- ar maður talar þvert um hug sinn til að vinna sig í álit, þykist vita sem maður veit ekki, eða vera það sem maður er ekki, þá er maður að . . .“ Jón segir: „í þessum sjö línum [eins og var í blaðinu] sem sam- tals munu sextíu og þrír sentí- metrar, gengur maður sex sinnum aftur. Segja mætti því að orð þetta birtist með liðlega tíu sentímetra millibili að jafnaði. Er þetta ekki ofrausn?" Svarið er jú. Menn hljóta að vera orðnir leið- ir á dæmum um fáránlega skipt- ingu milli lina. Hvemig list ykkur á þetta: SAFARÍ-KAR STEIK- UR? Áður en lesandinn hafði áttað sig á steikunum var hugmynda- flugið komið á stað, og hann spurði sjálfan sig hvort safaríkar myndi vera einhvers konar rallbill (rallíbíll) eða eyðimerkuijeppi. P.s. Umsjónarmanni hefur bor- ist til eyma að á opinberum skrifstofum eigi að neyða fólk til að nota ritvélar sem ekki hafa stafinn Þ. Verði fólk þá að skrifa Thorsteinn, Thóra o.s.frv. Um- sjónarmaður mótmælir, með starfsfólkinu, þessu tilræði við mál okkar og þjóðemi og vonar reyndar að ósatt sé. NIPPARTS CD Það er sama hverrar þjóðar bíllinn er. Við eigum varahlutina. EIGUM A LAGER: KÚPLINGAR, KVEIKJUHLUTI/BREMSUHLUTI, STARTARA, ALTERNATORA, SÍUR,AÐALL|ÓS, BENSÍNDÆLUR, ÞURRKUBLÖÐ ofl. KREDITKORTA ÞJONUSTA Úrvals varahlutir AMERISKAN BIL. BÍLVANGUR st= HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.