Morgunblaðið - 25.07.1987, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1987
Langlínusamtöl hafa ver-
ið of hátt verðlögð miðað
við innanbæjarsímtöl
- segja talsmenn Pósts og síma
PÓST- og símamálastofnunin
efhdi í gær til blaðamannafundar
vegna þeirra gjaldskrárbreytinga
sem urðu 1. júlí síðastliðinn, en
þá hækkuðu gjöld fyrir póst- og
símaþjónustu um 9,5% að meðal-
tali auk þess sem gerðar voru
ýmsar breytingar á uppbyggingu
gjaldskrárinnar. í þeim breyting-
um felst meðal annars að
langlínutaxti lækkaði og skref
lengdust á langlínuleiðum en
gjald fyrir staðarsímtöl eða inn-
anbæjarsímtöl hækkaði. Að sögn
talsmanna Pósts og síma miða
þessar breytingar að þvf að færa
símgjöld nær raunkostnaði, auk
þess sem gjald fyrir langlínusamt-
öl hafi verið hlutfallslega of hátt
miðað við verð á staðarsímtölum.
„Það er ekki rétt sem haldið hefur
verið fram í fjölmiðlum að Reyk-
víkingar borgi nú hærri símgjöld en
aðrir landsmenn. Símgjöld hækka
hlutfallslega mest hjá þeim sem ein-
göngu nota síma innanbæjar, en
lækkar ef mikið er um langlínusamt-
öl. Kostnaður við byggingu og
rekstur langlínukerfa héfur farið
lækkandi undanfarin ár miðað við
staðarkerfí og þessar breytingar
taka mið af því,“ sögðu talsmenn
Pósts og síma. Bent var á að hlutur
langlínusamtala væri alltaf að auk-
ast og 60% af skrefanotkun Reyk-
víkinga væri í gjaldflokki 2 og 3 sem
eru langlínutaxtar. Hins vegar eru
85-90% skrefanotkunar fólks utan
höfuðborgarsvæðisins á langlínut-
öxtum.
Sem dæmi um verðbreytingar má
nefna að dagtaxti fyrir þriggja
Þorsteinn Geirsson ráðuneytisstjóri
í dómsmálaráðuneytinu:
Sérstakur saksókn-
ari skipaður fljótlega
JÓN Sigurðsson dómsmálaráð-
herra mun á næstunni skipa
sérstakan saksóknara í Hafskips-
málinu. Ekki er Ijóst hvenær það
verður.
Að sögn Þorsteins Geirssonar
ráðuneytisstjóra í dómsmálaráðu-
neytinu er ekki fyllilega ljóst hvort
sami maðurinn verði skipaður sak-
sóknari í máli Hafskipsmannanna
og máli bankastjóra Útvegsbank-
ans.
Leiðrétting
Selfossi.
MISRITUN varð undir mynd af
alelda sumarbústað í Grímsnesi.
Sagt var að Sigurður Jónsson
hefði tekið myndina. Svo var
ekki heldur er Sigurjón Skúlason
höfúndur myndarinnar. Eru
hlutaðeigendur beðnir velvirð-
ingar á þessu.
— Sig. Jóns.
Jón Magnússon lögmaður Ragn-
ars Kjartanssonar fyrrverandi
stjómarformanns Hafskips hf.
sendi á sínum tíma dómsmálaráðu-
neytinu afrit af bréfí til ríkissak-
sóknara, þar sem hann fór fram á
að hann viki sæti. Aðspurður um
hvort það hefðu ekki verið mistök
að fallast ekki á þessa beiðni, sagð-
ist Þorsteinn ekki telja svo. „I þessu
bréfi voru tilteknar ýmsar ástæður
fyrir vanhæfi Hallvarðar, en ekki
minnst á tengsl Hallvarðar við Jó-
hann. Þar eð Sakadómur og
Hæstiréttur hafa hafnað öllum öðr-
um vanhæfísástæðum, hefði það
ekki verið rétt að skipa sérstakan
saksóknara á grundvelli þessa
bréfs.
Almenna reglan er sú að ríkis-
saksóknari fari með ákæruvald og
er ekki ástæða til þess að fela öðr-
um það vald, nema fyllilega sé ljóst
að um vanhæfí sé að ræða. Það
sést af skiptingu Hæstaréttar, að
það var ekkert augljóst mál,“ sagði
Þorsteinn Geirsson.
Fiskverð á uppboðsmörkuðum
mínútna staðarsímtal, öðru nafni
innanbæjarsímtal, var fyrir hækkun
kr. 1,98 á dagtaxta en er nú kr.
2,34, en utan dagtaxta var verðið
kr. 1,32 fyrir 1. júlí en er nú kr.
1,95. Miðað við þriggja mínútna
langlínusamtal, hærri taxta, var
dagtaxti áður kr. 21,12 en er nú
19,22. í stað eins kvöld- og nætur-
taxta á langlínusamtöl sem áður var
kr. 14,52, er nú kvöldtaxti frá kl.
18.00 á kr. 13,26 fyrir þriggja
mínútna samtal og nætur- og helg-
artaxti sem gildir frá kl. 23.00 til
kl. 08.00 virka daga og um helgar
frá kl. 23.00 á föstudegi til kl. 08.00
á mánudegi. Hringi fólk á þessum
tíma langlínusamtal kostar það kr.
10,33 fyrir þriggja mínútna samtal.
Rétt er að taka fram að þessi verð
eru án söluskatts.
Gagnrýnt hefur verið að tekin
hefur verið upp skrefatalning á
kvöldin og um helgar á innanbæj-
arsímtölum sem áður töldust eitt
skref og bent á að hún muni koma
sérstaklega illa niður á ellilifeyris-
þegum sem hafa frían síma að því
leyti að þeir fá fastagjaldið borgað
en ekki umframskref. Þessu svöruðu
talsmenn Pósts- og síma á þann veg
að á fímmta þúsund aldraðir nytu
nú eftirgjafar á afnotagjöldum af
hálfu Pósts og síma og hlyti því að
teljast eðlilegt að aðrir aðilar, svo
sem Tryggingastofnun ríkisins,
kæmi að öðru leyti þar inn í mynd-
ina. „Það fólk sem fyrst og fremt
líður fyrir háan símareikning eru
Qölskyldur sem skiptar eru á milli
landshluta. Það eru þeir sem háðast-
ir eru símanum til að halda tengslum
sín á milli og langlínutaxtinn lækkar
nú verulega."
Inniföldum skrefum í afnotagjaldi
var 1. júlí fækkað utan höfuðborgar-
svæðisins úr 600 í 400 og á höfuð-
borgarsvæðinu úr 300 í 200. Á
höfuðborgarsvæðinu er hægt að
hringja á staðartaxta á milli 10
stöðva og er það ástæðan fyrir færri
innifoldum skrefum í afíiotagjaldi
en utan höfuðborgarsvæðis.
Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson.
Framkvæmdastjóri og starfsmenn félagsins talið firá vinstri:
Guðbjörg Pétursdóttir, Ragnheiður Jónsdóttir, Jóna Maria Jóns-
dóttir, Gerður Helgadóttir og Sigrún Kristjánsdóttir.
Bros hf. gefur út
bókina Tökum lagið
Útgáfúfélagið Bros hf. hefúr
nýlega sent frá sér söngbókina
Tökum lagið. Félagið hóf starf-
semi sina 20. júlí s.l. og er
útgáfa söngbókarinnar þess
fyrsta verk.
í fréttatilkynningu frá félaginu
segir að tilgangur þess sé almenn
útgáfustarfsemi eins og útgáfa
bóka, tímarita, forrita o.fl. og
hafí forráðamenn félagsins ákveð-
ið að gefa út söngbók til þess að
landsmenn gætu tekið lagið sam-
an um Verslunarmannahelgina.
Söngbókin Tökum lagið er 323
síður í litlu vasabroti og í henni
eru tæplega 400 textar bæði nýir
og gamlir. Bókinni er skipt' í sex
kafla sem innihalda þjóðlög, ættj-
arðarsöngva, ástarsöngva,
drykkjuvísur og sjómannasöngva
auk erlendra laga. í bókinni er
efnisyfírlit eftir heitum kvæðanna
og upphafi þeirra.
Útgáfufélagið Bros hefur nú
þegar sent fréttabréf inn á flest
heimili landsins þar sem söng-
bókin er boðin á sérstöku kynn-
ingarverði eða 495 krónur til
þeirra sem panta hana bréflega
eða símleiðis.
Framkvæmdastjóri félagsins er
Guðbjörg Pétursdóttir en auk
hennar starfa fjórir starfsmenn á
skrifstofu félagsins.
Söngbókin Tökum lagið ásamt fréttabréfi félagsins.
Hæstiréttur um mál forsvarsmanna Hafskips:
Hallvarður vanhæfur
sem ríkissaksóknari
24. júlí
FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði
Hassta Lœgsta Moðal- Magn Heildar-
varA varð verð (lestir) verð (kr.)
Þorskur 35,80 32,50 34,72 44,2 1.533.851
Ýsa 52,50 30,00 43,88 4,3 187.273
Karfi 15,80 15,80 15,80 0,7 11,060
Lúöa 126,00 100,40 118,11 0,329 38.875
Annað - - 21,95 0,856 18.785
Samtals 35,51 50,3 1.789.826
( dag verða seld 190 tonn mest úr togaranum Karlsefni, 110 tonn
af þorski, 60-70 tonn af karfa og eitthvað af ýsu, stórlúðu og grá-
lúðu.
FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík
Hærta Laagata Meðal- Magn Helldar-
verð verð verð (lestir) verð (kr.)
Þorskur 42,00 25,00 32,01 10,8 346.247
Ýsa 39,50 34,50 36,99 4,0 149.449
Karfi 19,00 16,50 17,86 2,8 50.887
Koli 32,50 30,00 31,50 7,2 666,919
Samtals 30,98 25,0 774.975
Næst verður uppboð á markaðnum klukkan 07.00 á mánudag. Til
sölu verður skarkoli og þorskur af dragnótabátum.
Dómur Sakadóms óraskaður
Einn dómari á andstæðri skoðun
HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær
þann dóm Sakadóms Reykjavíkur
frá 16. júlf, að Hallvarður Ein-
varðsson ríkissaksóknari væri
vanhæfúr til þess að fara með
mál ákæruvaldsins gegn forsvars-
mönnum Hafskips. Einn dómari
af fimm greiddi sératkvæði.
í meirihlutaáliti Hæstaréttar er
frávisunardómur Sakadóms stað-
festur með vísan til forsendna hans.
Forsendumar, sem Sakadómur
byggði á voru þær að skyldleiki
Hallvarðs og Jóhanns Einvarðssonar
gerði það að verkum að Hallvarður
væri vanhæfur, þar eð Jóhann sem
bankaráðsmaður f Útvegsbanka ís-
lands hefði hagsmuna að gæta af
úrslitum málsins. Taldi Haraldur
Henrýsson sakadómari að þar eð hin-
ir ákærðu í málinu væru saksóttir
fyrir að hafa misgert stórlega við
Útvegsbanka íslands, með því áð
leggja fyrir hann röng og villandi
gögn og hafa með sviksamlegum
hætti náð að auka skuldir Hafskips
við bankann, færi ekki hjá því að
málið varðaði mjög bankaráð Út-
vegsbankans, enda lægi fyrir að
málefni félagsins hefðu oft verið til
umfjöllunar á fundum ráðsins. Taldi
hann að með hliðsjón af þessu yrði
að líta svo á að Hallvarður væri þann-
ig skyldur einum banka-ráðsmanni
Útvegsbankans að samkvæmt van-
hæfísreglum einkamálalaga væri
hann vanhæfur til þess að gegna
störfum dómara í málinu og þar með
væri honum ekki rétt að fjalla um
málið sem ríkissaksóknari, sbr. 22.
gr. laga um meðferð opinberra mála.
Meirihluti Hæstaréttar féllst á for-
sendur Sakadóms og staðfesti
niðurstöðuna. Að því áliti stóðu
hæstaréttardómaramir Magnús
Thoroddsen, Guðmundur Jónsson,
Guðrún Erlendsdóttir og dr. Gaukur
Jörundsson prófessor, settur hæsta-
réttardómari.
Halldór Þorbjömsson hæstaréttar-
dómari greiddi sératkvæði f máli
þessu. Hann taldi að vísa ætti kröfu
verjenda forráðamanna Hafskips frá
héraðsdómi. Forsendur hans fyrir
þeirri niðurstöðu vom þær að sam-
kvæmt 1. mgr. 22. gr. laga um
meðferð opinberra mála ætti ríkis-
saksóknari að tilkynna það dóms-
málaráðherra, ef hann væri svo við
mál riðinn að hann mætti ekki gegna
dómarastörfum í því og skipaði ráð-
herra þá annan mann í hans stað.
„Mat á því hvort slfkrar ráðstöfunar
sé þörf, ber endanlega undir dóms-
málaráðherra, enda er hvorki í
nefndri 22. gr., 124. gr. sömu laga
né í öðmm lögum gert ráð fyrir því
að máli verði vísað frá dómi sakir
þess að handhafí ákæruvalds mætti
eigi gegna dómarastörfum í því.“
Sakir gagnstæðrar niðurstöðu
meirihluta dómara, tók dómarinn
þátt í efnisúrlausn málsins, með
vísan til 1. mgr. 53. gr. laga um
Hæstarétt. Efnisleg niðurstaða
Halldórs var sú, að ríkissaksóknari
væri í engum slíkum tengslum við
vamaraðila málsins, er gerðu hann
vanhæfan sem dómara í máli á hend-
ur þeim, né heldur hefði verið sýnt
fram á vanhæfí hans af öðram
ástæðum. Taldi hann því að fella
ætti hinn kærða frávísunardóm úr
gildi og leggja fyrir Sakadóm
Reykjavíkur að taka málið til með-
ferðar að efni til.