Morgunblaðið - 25.07.1987, Síða 21

Morgunblaðið - 25.07.1987, Síða 21
JAj MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1987 251 **E..:ReACM?). #3. Reuter. Heittrúaðir múhameðstrúarmenn efndu til mótmælagöngu í Beirút í gær og hrópuði vigorð gegn Frökkum og Bandaríkjamönnum. Fremstir í flokki gengu prestar er skóku vopn og létu ófriðlega. Erlendir gíslar í Líbanon í hættu Beirút, Reuter. HUSSEIN Musawi, leiðtogi her- sveita shíta f Líbanon, sagði í gær að mannræningjar, sem hallir væru undir írani, væru líklegir til að skaða bandariska og franska gísla, sem þeir hafa í haldi. Musawi lét þessi ummæli falla í viðtali við vikuritið Noveau Magaz- ine, sem gefið er út á frönsku. Hann er foringi hinna íslömsku Amal-sveita í bænum Baalbeck í norðausturhluta Líbanons og er í nánum tengslum við íranska byltingarverði, sem eru stað- settir þar. Baráttuhópur múslima, Jihad (Heilagt strið), sem hliðhollur er írönum, sagði í fyrradag að engum frönskum gíslum yrði sleppt nema franska stjómin kæmi til móts við kröfur hópsins. „Franska stjómin veit mætavel hverjar kröfur okkar eru,“ sagði í yfírlýsingu frá hópnum. „Engir gíslar munu sleppa lifandi ef þeim verður ekki mætt.“ Hópurinn hefur áður krafist þess að Frakkland hætti vopnasölu sinni til írak, sem á í stríði við írana og bæti sambandið við ír- an. Einnig var þess krafist að sautján aröbum, sem eru í haldi í Kuwait, verði sleppt. Tundurdufl á Persaflóa: Erfitt um góðar vamir London, Reuter. ENDA þótt milljörðum Banda- ríkjadala sé árlega eytt í þróun vígvéla eru aðferðir frá fyrri heimsstyijöld stundum eina nothæfa vörnin gegn háþróuð- um tundurduflum að þvi er breskur flotasérfræðingur sagði fréttamönnum í gær. Don Kerr þjá Alþjóðlegu herfræði- stofnuninni (IISS) i London sagði það bæði erfitt og timaf- rekt að hindra skip i að rekast á neðansjávartundurdufl en það var þess konar dufl sem risaolfuskipið Bridgeton rakst á í gærmorgun. Eftir að skipið rakst á duflið voru sjóliðar, vopnaðir M-14 rifl- um, látnir taka sér stöðu á framdekki bandaríska herskipsins Kidd, sem er eitt fylgdarskipa Bridgeton, og sagt að skjóta á alla grunsamlega hluti í sjónum. „Þetta eru aðferðir úr heims- styijöldinni fyrri“, sagði Kerr. Jafnvel þótt yfirmaður skipa- lestarinnar vildi lækka hraða hennar til þess að geta notfært sér nýtísku vamartækni gegn duflunum þá yrði riffilskothríð eftir sem áður áhrifaríkasta vörn- in. Nútímaaðferðin til að verjast tundurduflum byggist á því að leita þau uppi og senda þar næst mannlaust, sjálfstýrandi farar- tæki með fjarstýrða sprengju að duflinu. Þá fyrst er hægt að eyða duflinu og allt er þetta mjög tímafrekt. Aður voru duflin slædd eða skorin frá festum sínum og síðan skotið á þau til að sprengja þau. Kerr bætti því við að þegar búið væri að hreinsa viðkomandi svæði gæti andstæðingurinn lagt duflum á ný „með afskaplega lítilli fyrirhöfn". Duflið, sem Bridgeton varð fyr- ir, hefur að líkindum haft um 150 - 200 kíló af sprengiefni innan- borðs og verið hannað í Sovétríkj- unum. Það hefur greinilega legið við festar til þess að eigendur þess gætu fært stöðu þess á sjó- kort og forðað eigin skipum frá því að rekast á það. „Þetta er ekki fyrirferðarmikið og smábátur getur flutt eitt eða tvö dufl á dekkinu", sagði Kerr. „Síðan er auðvelt að varpa duflun- um fyrir borð“. Sumar tegundir dufla springa við mismunandi þrýsting eða hljóð sem skip valda. Kerr sagði að hægt væri að stilla þau þannig að þau spryngju eingöngu ef sér- stök tegund af skipi, t.d. risaolíu- skip, nálgaðist þau. Reuter Sjóliði um borð í bandaríska herskipinu Kidd við 50 kalíbera vélbyssu. I baksýn sést risaolískipið Bridgeton. Yfírheyrslur í vopnasölumálinu: Sikiley; Fjörutíu mafí- ósar dæmdir Sikiley, Reuter. FJÖRUTÍU manns, þar á meðal tveir fyrrum embættismenn hér- aðsstjórnarinnar, voru dæmdir til fangelsisvistar á Sikiley í gær fyr- ir að vinna með Mafíunni. Fangels- isdómarnir hljóðuðu upp á fimm til tólf ár, að sögn embættismanna. Dómurinn var felldur að loknum níu mánaða réttarhöldum, sem voru þau fyrstu varðandi Mafíuna í tiu ár í bænum Agrigento. Meðal þeirra, sem fengu lengsta dóma, voru Franc- esco Ciancimino, fyrrum fjármála- stjóri héraðsstómarinnar og Giuseppe Armenio, sem var varahéraðsstjóri. Þeir fengu átta og níu ára dóma. Kærur gegn fímm þeirra, sem ákærðir voru í upphafi, voru látnar niður falla vegna skorts á sönnunum. Á Ítalíu hreinsar slíkt menn þó ekki af allri sök. Giovanni Goria. I. síalista, Claudio Signorite, í gær. Líkast til vom þessi orð hans lúmskt skot á Goria, en hann þykir með myndarlegri mönnum. Sósíalistar setja sig einkum upp á móti stefnu Gorias í kjamorku- málum. Einnig vilja þeir að bræðra- flokkur þeirra, smáflokkur róttækra, verði tekinn inn í stjóm- ina. Róttæki flokkurinn varð einkum frægur fyrir að bjóða fram klámstjömu í kosningunum í síðasta mánuði. Það var einmitt ágreiningur um kjamorkumál, sem einna helst átti þátt í að sprengja síðustu ríkis- stjóm, auk deilna um forsætisráð- herraembættið. Shultz lagði þrisvar sirnium fram afcögn Segir suma embættismenn hafa blekkt Reagan og gefiir ófagrar lýsingar á ástandinu í Hvíta húsinu Washington, Reuter. GEORGE Shultz, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sagði við yfirheyrslur i iyrradag, að vopnasöluhneykslið hefði breytt Hvíta húsinu í pólitískan blóðvöll og hefði hann sjálfúr boðist til þess þrisvar sinnum að segja af sér. „Ég gerði hvað ég gat til að koma því, sem ég taldi vera stað- reyndir málsins, áleiðis til forsetans og sjá svo um, að hann skildi það,“ sagði Shultz. „Það var ég, sem reyndi að gefa honum nægar upp- lýsingar til að hann gæti tekið ákvarðanir. Það var erfitt verk.“ Shultz sagði þingnefndinni, sem rannsakar vopnasölumálið, að Reagan hefði brugðist æfareiður við þegar hann frétti, að banda- rískir embættismenn hefðu sagt írönum, að þeir myndu leggja að Kuwaitbúum að láta lausa hryðju- verkamenn í stað bandarískra gísla í Líbanon. „Forsetinn var furðulost- inn og ég hef aldrei séð hann jafn reiðan. Augun skutu gneistum," sagði Shultz, sem jafnframt sakaði suma starfsmenn Hvíta hússins um að hafa gefið Reagan rangar upp- lýsingar til að halda stuðningnum við skæruliða í Nicaragua gangandi á sama tíma og hann var bannað- ur. Sagði hann, að það hefði átt við um John Poindexter, fyrrum ráðgjafa þjóðaröryggisráðsins, og einnig um William heitinn Casey, yfirmann leyniþjónustunnar, CIA. „Þeir reiddu sig á óumdeilanlega hæfileika forsetans sem mælsku- manns, fengu hann til að halda ræður og blaðamannafundi og þótt- ust svo óhultir á eftir," sagði Shultz og bætti því við, að samskipti hans við þjóðaröryggisráðið og CIA hefðu verið orðin svo slæm í ágúst á síðasta ári, að hann hefði afhent Reagan afsögn sína. Þá var ástand- ið í Hvíta húsinu orðið þannig, að jafnvel lágtsettur starfsmaður þess, Jonathan Miller að nafni, hefði reynt að koma í veg fyrir, að Shultz, sjálfur utanríkisráðherrann, fengi afnot af flugvélum hersins á ferða- lögum erlendis. „Andinn var þannig, að ég gat ekki sætt mig við það og sagði for- setanum frá því... „hér er bréfið mitt“.“ Reagan tók hins vegar bara bréfíð og stakk því ofan í skúffu. „Þú ert þreyttur, tölum um þetta þegar þú kemur aftur úr fríi,“ sagði hann. Shultz kvaðst einnig hafa lagt fram afsögn sína árið 1983 og 1985, í fyrra sinnið vegna þess, að einn starfsmanna þjóðaröryggis- ráðsins hafði þá farið án hans vitundar í leynilega ferð til Miðaust- urlanda, og í seinna sinnið vegna þeirrar tillögu Reagans, að allir George Shultz, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, við yfir- heyrslumar i fyrradag. embættismenn gengjust undir lyga- mælispróf til að koma í veg fyrir leka. Ítalía: Tekst Goria að mynda stjórn ? Rómaborg, Reuter. Stjórnarmyndunarviðræður myndi takast að mynda stjórn, Giovannis Goria, forsætisráð- herraefiiis ítaliu, strönduðu á skeri i gær, er almennt var talið að þær væm að komast í höfii. Einkum er það ágreiningur um kjarnorkumál og stjórnarform, sem er ásteytingarsteinn. Stjórn- málaskýrendur töldu þó að Goria þá 47. í sögu italska lýðveldisins, eftir helgi. Goria var tilnefndur fyrir 12 dög- um til þess að freista stjómarmynd- unar. Hann hafði áætlað að halda í gær fund allra þeirra fímm flokka, sem rætt er um að taki þátt í stjóm- inni, og ganga síðan á fund Cossig- as forseta að greina frá því að fimm mánaða stjómarkreppa vséri á enda. Goria neyddist hins vegar til að fresta fundinum fram í næstu viku vegna þess að Sósíalistaflokk- urinn, næststerkasti flokkurinn, sem tekur þátt í viðræðunum, hefur ýmislegt út á stefnuskrá Gorias að setja. Sósíalistar em einnig á móti því að sömu fímm flokkar og sátu í síðustu stjóm, myndi þá nýju. „Stefnuskrá Gorias er góð, en hana vantar alla sál. Eins og á öðrum sviðum þarf þama dálítinn „kynþokka", sagði þingmaður só-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.