Morgunblaðið - 25.07.1987, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1987
Sameinuðu Þjóðirnar:
Wiesel krefst
opinberunar
stríðsglæpanna
Reuter
Flóð íSuður-Kóreu
Þorpið Sachan í miðhluta Suður-
Kóreu sést hér umlukið vatni í
fyrradag eftir tveggja daga úr-
Bretland:
SVO KANN að fara að allar
reykingar á breskum vinnustöð-
um verði innan skamms úrskurð-
aðar ólöglegar. Edwina Currie,
ráðherra heilbrigðismála, hefúr
nú fengið lögfróða menn til liðs
við sig til að skera úr um hvort
reykingar á vinnustöðum hér í
landi brjóti í bága við ýmsa Iaga-
bálka sem þegar eru í gildi.
í bæklingi, sem Currie fylgdi úr
hlaði á fimmtudaginn, kemur meðal
annars fram að heilbrigðislöggjöf
frá árinu 1936 og lög um hollustu-
hætti á vinnustöðum frá 1974 kunni
að ná til reykinga vinnandi fólks,
hvort sem um er að ræða einkageir-
ann eða hinn opinbera.
Heilbrigðisyfirvöld hafa nú skor-
ið upp herör gegn reykingum, sem
helli sem valdið hefur miklum
flóðum í landinu. Um 130 manns
hafa látist í hamförunum eða er
skaða ekki aðeins þá sem þær
stunda heldur einnig hina sem anda
að sér reykmettuðu andrúmsloftinu.
Er til dæmis talið að lungnakrabba-
mein verði árlega að aldurtila 2-300
Bretum, sem gjalda þess með lífi
sínu að hafa verið samvistum við
reykingafólk og fengið þannig sinn
skammt af því eiturlofti sem reyk-
þrælar anda að sér daginn út og
daginn inn.
I gildandi lögum um heilbrigðis-
mál og hollustuhætti á vinnustöðum
er vinnuveitendum meðal annars
gert skylt að sjá til þess að allt
andrúmsloft á vinnustöðum sé laust
við hættuleg efni og tryggja starfs-
fólki þannig hættulaus vinnuskil-
yrði. Telja ýmsir lögfróðir menn að
reykingar á vinnustöðum hljóti að
saknað en fyrir viku fórust 335
er fellibylurinn Thelma fór yfir
suðurhéruð landsins.
bijóta í bága við þessa löggjöf, þar
sem slíkar reykingar séu sannan-
lega hættulegar heilsu allra starfs-
manna, hvort sem þeir stinga
sígarettu upp í sig eður ei. Hafa
reykingavarnarsamtök hér í landi
hvatt stjómvöld til að fá úr því
skorið hvort slík túlkun á gildandi
lögum sé rétt að gera viðeigandi
ráðstafanir í framhaldi af því.
í nýlegri skoðanakönnun kom
fram að 80 af hundraði vinnandi
fólks styðja hugmyndir um reyklaus
svæði á vinnustöðum en algert bann
við reykingum á vinnustöðum naut
aðeins stuðnings 22 af hundraði
aðspurðra. Nú kann svo að fara að
innan skamms verði úrskurðað að
síðamefndi kosturinn sé sá eini sem
styðjist við gildandi lög.
SÞ, New York, Reuter.
ELIE Wiesel, rithöfúndur og
handhafí friðarverðlauna Nób-
els, skoraði í gær á Sameinuðu
þjóðirnar að opna skjalahirslur
stríðsglæpanefndar samtakanna
fyrir almenningi, en ekki tak-
marka aðgang að þeim við
ríkisstjórnir eins og nú er.
„Að halda þessum skjölum leynd-
um væri að þagga niður í rödd
sögunnar," sagði Wiesel á blaða-
mannafundi, sem sendinefnd ísra-
ela hjá SÞ efndi til í gær. Hann var
sjálfur fangi í útrýmingarbúðum
nasista í Auschwitz og Buchenwald
og hefur ritað bækur um helför
gyðinga í síðari heimsstyijöld.
ísraelar efna nú til herferðar í
því skyni að fá Sameinuðu Þjóðim-
ar til að rýmka reglur um aðgang
að skjölunum. Fyrir fréttamanna-
fundinn í gær hafði sendifulltrúi
þeirra, Johanan Bein, fengið 1.600
skjöl stríðsglæpanefndarinnar hjá
skjalasafni samtakanna að beiðni
ríkisstjórnar sinnar. Israelar hafa
þá fengið 2.400 af skjölum nefndar-
innar til skoðunar. A fréttamanna-
fundinum birtu þeir nöfn tuttugu
og eins stríðsglæpamanns, sem þeir
fundu í hinum nýfengnu skjölum.
Israelskir sendimenn segja að
þeir hafi fyrst gert sér grein fyrir
víðfeðmi og mikilvægi skjalanna í
fyrra, er ásakanir um stríðsglæpi
komu fram á hendur Kurt Wald-
heim, Austurríkisforseta.
Stríðsglæpanefnd SÞ var stofnuð
í stríðslok til þess að rannsaka ill-
virki nasista. Hún lauk störfum
1948 og vom skjöl hennar tekin í
vörslu samtakanna. Fjórtán af
sautján ríkjum, sem upphaflega
áttu aðild að nefndinni, hafa nýlega
látið í ljós stuðning við að skjölin
verði gerð opinber. Aðalritari SÞ,
Peres de Cuellar, mun funda með
fulltrúm ríkjanna sautján þann 22.
september.
Wiesel sagði á fréttamannafund-
inum: „Það sem Hitler, Himmler,
Eichmann og undirtyllur þeirra
ætluðust fyrir var að drepa fórn-
arlömb sín í annað sinn með því
Elie Wiesel
að þurrka út öll ummerki um graf-
ir þeirra og framar öllu minninguna
um glæpaverkin."
Brasilía:
Vaxtagreiðslum
enn frestað af
erlendum lánum
New York, Reuter.
BRASILÍA hefúr á ný hafnað
tillögum svonefndrar bankaráð-
gjafanefndar landsins um að á
ný verði farið að greiða vexti af
68 milljarða dollara skuld við
erlenda viðskiptabanka, en því
var hætt fyrir 6 mánuðum. Voru
þessar tillögur lagðar fram nú í
því skyni að bæta jarðveginn
fyrir samningarviðræður þær
um skuldir landsins, sem standa
fyrir dyrum.
Samningamenn Brasilíu undir for-
ystu Fernando Milliet seðlabanka-
stjóra vildu hins vegar ekki taka
undir þetta og hafa lýst því yfir,
að þessar vaxtagreiðslur verði ekki
hafnar að nýju fyrr en samningavið-
ræðurnar eru vel á veg komnar.
Gert er ráð fyrir, að Brasilía reyni
að verða sér út um 7 milljarða doll-
ara í nýjum lanum og nýja greiðslu-
skilmála á eldri lánum.
Gengi
gjaldmiðla
Lundúnum, Reuter.
FRÉTTIR um að oliuskipið
Bridgeton hefði rekist á tundur-
dufl á Persaflóa í gær ollu því
að olíuverð snarhækkaði. Lang-
varandi ókyrrð varð hins vegar
ekki á gjaldeyrismörkuðum, og
gengi Bandaríkjadals seig eilítið
aftur eftir að hafa hækkað
skyndilega. Sama var að segja
um gullverð.
Sterlingspundið breska kostaði
1,6030 Bandaríkjadali á markaðn-
um í Lundúnum á hádegi í gær.
Gengi annarra gjaldmiðla var með
þeim hætti að dalurinn kostaði:
1,3328 kanadíska dali,
1,8549 vestur-þýsk mörk,
2,0890 hollensk gyllini,
1,5360 svissneska franka,
38,44 belgíska franka,
6,1700 franska franka,
1342 ítalskar lírur,
150,05 japönsk jen,
6,4550 sænskar krónur,
6,7675 norskar krónur og
7,0350 danskar krónur.
Gullúnsan kostaði 454.00 Banda-
ríkjadali.
Kenningin bögglast fyrir
brjóstinu á Kínverjum
Hvort er það rétt eða rangt að vera ríkur?
Peking, Reuter.
í KÍNA fara nú fram ákafar
umræður um konu nokkra,
grænmetissala, sem orðin er
ótrúlega auðug á kínverskan
mælikvarða. Velta menn fyrir
sér þeirri erfiðu spurningu
hvort það sé rétt eða rangt að
vera ríkur.
Kínverska dagblaðið Efnahags-
tíðindi skýrði frá því í gær, að
því hefðu borist meira en þúsund
bréf víðs vegar að af landinu síðan
það sagði söguna af henni Guan
Guangmei, 37 ára gömlum félaga
í kommúnistaflokknum, sem
leigði átta gjaldþrota eða illa
staddar grænmetissölur í bænum
Denxi í Norðaustur-Kína og
breytti þeim í mikil gróðafyrir-
tæki. Á tveimur árum hafði Guan
sem svarar til 480.000 ísl. kr. upp
úr verslunarrekstrinum en það eru
laun venjulegs verkamanns í Kína
í 100 ár.
Flestir bréfritaranna studdu
Guan og nefndu ýmis önnur dæmi
um hvemig illa reknum ríkisversl-
unum hefði verið breytt í fyrir-
myndarfyrirtæki þegar þau voru
leigð einstaklingum. Kom það
fram í blaðinu, að í landinu öllu
væru 10.000 ríkisverslanir nú í
hönndum einstaklinga.
Vestrænn stjómarerindreki í
Peking segir, að kommúnista-
flokkurinn eða ráðamenn hans
viti ekki í hvom fótinn þeir eigi
að stíga í þessu máli. „Guan hefur
ekki gert neitt annað en það, sem
löglegt er,“ sagði hann. „Leiga
ríkisverslana hefur bætt þjón-
ustuna og reksturinn og gert
suma ríka. Af hugsjónalegum
ástæðum á flokkurinn hins vegar
erfítt með að réttlæta tekjumun-
inn og vill því bíða og sjá hvaða
stefnu umræðumar taka.“
Guan Guangmei
Umbæturnar í kínversku efna-
hagslífi hafa valdið mikilli fram-
leiðsluaukningu í landbúnaði og
sumir bændur eru nú í hópi
ríkustu manna í Kína. Hafa þær
einnig haft í för með sér, að verð-
lag á matvöm er nær réttu lagi
en áður en það hefur aftur ýtt
undir óánægju, einkum meðal
borgarbúa, sem em vanir stórlega
niðurgreiddum lífsnauðsynjum.
Það er því engin furða þótt hug-
sjónafræðingar flokksins eigi í
hörðu stríði við sjálfa sig og kenn-
inguna.
Fyrr í þessum mánuði birti
Dagbiað alþýðunnar grein þar
sem sagt var, að tekjur allra
landsmanna hefðu aukist á
síðustu ámm hvað sem liði mikl-
um launum einstakra manna.
„Langalengi var það stefnan, að
allir væm jafnir. Hún leiddi þó
ekki til sameiginlegrar velferðar,
heldur til sameiginlegrar fátækt-
ar,“ sagði í blaðinu.
Reykiiigar bannað-
ar á vinnustöðum?
Lundúnum, frá Valdimar Unnari Valdimarssyui, fréttaritara Morgunblaðsins.