Morgunblaðið - 25.07.1987, Síða 24

Morgunblaðið - 25.07.1987, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1987 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 550 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakiö. Varúð gegn vá Þriðja alþjóðaþing Við eigum dásamlegt land sem býr að hrikafegurð. Æ fleiri landsmenn sækja ánægjustundir til öræfa og hálendis. Stórt hundrað þús- unda erlendra ferðamanna sækja landið heim ár hvert til að deila fegurð þess og hrika- leik með heimamönnum. Vaxandi ásókn ferðafólks krefst hertra umgengnisreglna við landið, til að varðveita lífríki þess, náttúru og viðkvæman hálendisgróður, ekkert síður en ofbeit á afréttum krefst ítölu sauðfjár og hesta. Hin hliðin á veruleikanum er sú, að fólk verður að um- gangast landið og náttúru þess með varúð jafnt sem virðingu. Skjótt skipast veður í lofti, seg- ir máltækið, og þegar íslenzk öræfi og veðurguðir bregða á grimman leik, sem ósjaldan skeður, er eins gott að hafa vaðið fyrir neðan sig. Fjölmörg ömefni á hálendinu vitna um aldurtila fólks, sem beið lægri hlut fyrir nátturu landsins. Það er ekki síður ástæða til að hvetja fólk til varkámi á heitu sumri en hörðum vetri. Fár kann sig í góðu veðri heiman að búa. Sá slysatollur, sem umferðin tekur, er þó stærri og þung- bærari en tollur öræfanna. Á síðastliðnu ári skráði löggæzl- an um þúsund umferðarslys, en sterkar líkur standa til þess að allmörg slys séu ekki skráð. Fimmtungi slysanna fylgdu meiðsli á fólki og í sumum til- fellum alvarleg. Tíu einstakl- ingar létu lífið í umferðarslys- um það árið. Það er ekki ijarri lagi að segja að hver umferðar- mánuður hafí að meðaltali kostað eitt mannslíf næstliðin nokkur ár. Slys á vinnustöðum, í heima- húsum, í skólum, á víðavangi og við íþróttir eru og óhugnan- lega mörg. Árið 1986 komu nærri 43 þúsund manns á slysadeild Borgarspítalans í Reykjavík vegna slysa eða bráðra veikinda. Þriðjungur Reykvíkinga heimsótti slysa- deildina á liðnu ári. Enginn vafí er á því að með rannsóknum á tildrögum slysa, fyrirbyggjandi aðgerðum og samátaki fólks má fækka hverskonar slysum umtalsvert. Til eru skrár um helztu orsakir slysa í daglegu lífí fólks og „slysagildrur" í umferðinni, sem stuðst er við — eða styðj- ast má við — í slysavömum. Margt hefur vel verið gert í slysavömum, bæði á sjó og í landi. En betur má ef duga skal. Sjálfgefið er að gera raun- hæfar kröfur til ríkisvalds, sveitarfélaga og samtaka, er þessum málum sinna. Hitt skiptir þó ekki minna máli að glæða vitund fólks almennt fyrir nauðsyn slysavama, ekki sízt í daglegu lífi þess, heima og heiman. í þessum efnum sem flestum öðmm skiptir per- sónuleg ábyrgð og hegðan hvers einstaklings höfuðmáli. Leit o g lækning Samkvæmt krabbameins- skrá Krabbameinsfélags íslands vóru tæplega fjögur þúsund íslendingar á lífí í árs- lok 1985 sem fengið höfðu krabbamein. Gera má ráð fyrir að síðan hafí þessi hópur stækkað enn, þann veg, að eitt- hvað á fimmta þúsund krabba- meinssjúklinga hafí hlotið „lífgjöf". Langflestir, sem hér um ræðir, höfðu fengið bijóst- krabbamein (773 konur), blöðruhálskirtilskrabbamein (313 karlar), skjaldkirtils- krabbamein (272 karlar og konur), ristilkrabbamein (252 karlar og konur) og leghál- skrabbamein (253 konur). Mun fleiri geta nú vænst þess að læknast af krabbameini en áður var. Enginn vafí er á því að leitarstarf Krabbameins- félagsins á hér hlut að máli, en miklu skiptir að greina þennan sjúkdóm á byrjunar- stigi. Það er því rík ástæða til þess að hvetja fólk til að sinna kalli þegar krabbameinsleit er kynnt. Heilbrigðisþjónustan og Krabbameinsfélag íslands hafa lyft Grettistaki í leit og lækn- ingu krabbameins, sem vakið hefur athygli langt út fyrir landsteina. Sá árangur, sem náðst hefur, er vissulega hvatn- ing til áframhaldandi og aukins starfs. K-bygging Landspítala, sem að er unnið, er mikilvægt skref til enn frekari árangurs en þar verða höfuðstöðvar krabba- meinslækninga í landinu. Það er mjög mikilvægt að allt framtak á sviði heilbrigðis- mála og heilsugæzlu fái kröft- ugan byr í segl hjá því afli, sem þyngst vegur í lýðræðisþjóð- félagi, almenningsálitinu. eftir Margréti Guðnadóttur Dagana 1.—5. júní sl. var þriðja alþjóðaþingið um eyðnisýkingu og afleiðingar hennar haldið í Was- hington í Bandaríkjunum. Slík alþjóðaþing eru nú haldin á hveiju ári. Þar safnast saman þeir, sem stunda rannsóknir á eyðniveiru, eyðnisýkingu og eyðnisjúklingum, og einnig aðrir fræðimenn, sem hafa áhuga á þessu rannsókna- sviði. Fyrsta alþjóðaþingið um eyðnisýkingu var haldið í Atlanta í Bandaríkjunum í apríl 1985, ann- að þingið í París í júní 1986, þriðja þingið, sem áður getur, í Was- hington nú í júní og hið fjórða er fyrirhugað í Stokkhólmi í júní 1988. Á þessum þingum er farið yfir allt, sem vitað er um veiruna og sjúk- dóminn, sérstaklega það, sem er nýlega komið fram. Fræðimenn bera þama saman bækur sínar og skiptast á skoðunum. Vafaatriði eru rædd, ný tækni kynnt, yfírlits- erindi eru flutt, niðurstöður nýjustu tilrauna eru kynntar og ræddar og margt nýtt kemur fram, sem er ekki enn komið út í fræðiritum. Höfundur þessarar greinar sótti tvö ofangreindra þinga, þingin í París og í Washington nú í vor. Þingið í París var mjög efnismikið og spannaði bæði rannsóknir á veirunni, sjúkdómnum og sjúkling- unum. Það þing sótti á fjórða þúsund manns, _ auk fréttamanna frá fjölmiðlum. Á áttunda hundrað verkefni um rannsóknir á eyðni og eyðniveiru voru kynnt þar. Þingið í Washington var enn fjölmennara. Þátttakendur voru á áttunda þús: und manns, þegar flest var. í Washington voru kynnt 1.250 verk- efni um rannsóknir á eyðniveiru, eyðnisýkingu og afleiðingum henn- ar. Að auki voru flutt yflrlitserindi eftirPéturH. Blöndal Skattar á vexti Ríkissjóður er fjárþurfi mjög um þessar mundir. (Hvenær var hann það ekki?) Liggja nú ráðherrar og annað gott áhugafólk með höfuðin í bleyti og úthugsa nýja skatta á okkur kjósendur, enda langt í næstu kosningar og minni kjósenda stutt. Ekki dettur þessu fólki í hug að skera megi niður báknið því þá ráða menn jú minnu. Ein þeirra göfugu hugsana, sem fæðst hefur við þessa hugsanastarfsemi, lýtur að skatt- lagningu vaxta. Vextir eru jú tekjur og við skattleggjum tekjur ekki satt? Ergó, skattleggjum vexti! Eru vextir tekjur? Hann Jón verkamaður átti kr. 10.000 á venjulegri bankabók hjá Landsbankanum allt árið í fyrra. Eftir árið fékk hann kr. 1.142 í vexti. Gat Jón fengið sér máltíð á veitingastað fyrir vextina og átt höfuðstólinn óskertan?. Ónei! Verð- bólgan frá upphafi til loka ársins var 14,74%. Gefum okkur að ryk- suga nokkur hafi kostað kr. 10.000 í ársbyrjun og hún hafl hækkað í verði eins og verðlag almennt. Það þýðir að hún kostaði 11.474 krónur í árslok. Jón þurfti 1.474 krónum og hringborðsumræður haldnar um allt það helsta, er varðar veiruna, sýkinguna og greiningu hennar. Mikill meirihluti rannsóknarverk- efnanna, sem voru kynnt á þinginu, fyallaði um eyðniveiruna sjálfa, gerð hennar og samspil við frum- umar, sem hún sýkir, og greiningu eyðnisýkingar með mismunandi aðferðum. Einnig vom verkefni, sem fjölluðu um sjúklingana, ýmsar rannsóknir á þeim, og meðferð á sýkingunni og sjúkdómunum, sem af henni hljótast. Sá þáttur vinn- unnar, sem snýr að sjúklingum, skipaði þó hærri sess á þinginu í París fyrir ári síðan. Veiran sjálf og greiningaraðferðimar vom meira í brennidepli á þinginu í Washington. Ég nefni þennan mikla fjölda rannsóknarverkefna hér, svo að fólki verði ljost, hve geysimikil vinna er nú lögð í rannsóknir varð- andi eyðni og eyðniveim. Starfslið- ið á vemlega góðum rannsóknar- stofum helgar sig nú þessum verkefnum og nær virkilega góðum árangri. Það er með ólíkindum, hve miklum og greinargóðum upplýs- ingum er búið að safna um eyðni- veimna og gerð hennar þann stutta tíma, sem liðinn er síðan hún fannst. Veiran ræktaðist fyrst á Pasteurstofnuninni í París í janúar 1983. Árið 1983 fór í að staðfesta að hún væri sjúkdómsorsökin og gera á þessari nýju veim ýmsar gmndvallarrannsóknir, sem þurfti til að flokka hana og skipa henni í kerfí með öðmm veirum. Svo heppilega vildi til, að þessi nýja veira reyndist vera af vel þekktum veimflokki, flokki, sem nefndur er retroveirur. Þær em að verða mikið yndi krabbameinsveimfræð- inga og veim-erfðafræðinga. Þeir fræðimenn, sem höfðu ámm saman rannsakað eldri retroveimr og meira til þess að kaupa þessa ákveðnu ryksugu í lok ársins og varð að bæta 332 krónum við vext- ina. Hann hefur því ekki grætt 1.142 krónur heldur tapað 332 krónum á þessum viðskiptum. Það ætti því að vera augljóst hveijum manni (og þeim skattglöðu líka) að ekki kemur til greina að skatt- leggja þessi tapviðskipti hans Jóns. Þeir sparifjáreigendur, sem forð- ast hafa sparisjóðsbókina góðu og lagt sína aura inn á sérreikninga bankanna eða keypt sér spariskír- teini, svo ekki sé talað um þá, sem keypt hafa Einingabréf eða Kjara- bréf, hafa fengið ávöxtun, sem er hærri en nemur hækkun verðbólg- unnar. Gunna, konan hans Jóns, átti Einingabréf-1 allt árið 1986. Það stóð í kr. 10.000 í ársbyijun 1986 og í árslok stóð þetta Eininga- bréf í kr. 13.387. Sparifé Gunnu hækkaði því um kr. 3.387, sem er 1.913 krónum meira en ryksugan góða kostar í árslok. Þessar 1913 krónur em raunverulegar tekjur Gunnu. Sköttun raunvaxta hjá einstaklingum Undanfarin ár hafa vextir verið skattaðir hjá fyrirtækjum en ein- ungis raunvextir. Mjög flóknar og ónákvæmar reglur hafa verið settar upp til þess að meta hagnað fyrir- erfðagerð þeirra, höfðu þróað vel ýmsar mjög nákvæmar aðferðir, sem nú hefur verið beitt á eyðni- veiruna með þeim frábæra árangri, að gerð hennar, erfðaefni og ný- myndun í sýktum fmmum em nú betur þekkt en gerist um nokkra aðra veim. Eldri veimfræðingar, sem eytt hafa ævinni í rannsóknir á öðmm veirum, horfðu með að- dáun á alla þá fallegu vinnu, sem sýnd var í Washington, og reyndar að hluta í París í fyrra, og tekist hefur að framkvæma á svo stuttum tíma. Það er búið að raðgreina erfðaefni eyðniveimnnar, bæði upphaflegu veimnnar og ýmissa afbrigða hennar, niður í smæstu fmmeiningar og fínna, hvaða erfðaþættir veimnnar mynda ein- stök efni, sem veiran er samsett úr og em herini lífsnauðsynleg, ef hún ætlar að fíölga sér í fmmum sjúklings. Þessar rannsóknir hljóta að verða gmndvöllurinn undir lyfja- meðferð gegn eyðniveimsýkingu, lyfjameðferð, sem hindrar fjölgun veimnnar og útbreiðslu í hinum sýkta, og myndi þannig koma í veg fyrir fmmudauða í ónæmiskerfí og miðtaugakerfi. Eyðniveiran sest að til frambúðar í næmum fmmum hins sýkta. Ólíklegt er því, að hún hyrfi alveg burt, þó að slíkri lyfja- meðferð væri beitt. Hins vegar gæti lítið eitrað lyf, sem hefði litlar aukaverkanir, þó að það væri notað í langan tíma og hindraði vöxt vei- mnnar, haldið aftur af fmmu- skemmdum, sem hún veldur, þannig að hinn sýkti héldist við góða heilsu ámm saman. Á næstu mánuðum verður áreiðanlega víða leitað að slíku lyfi. Sú leit er þegar hafin, eins og sýnt var á þingunum í París og Washington. Þau efni, sem enn hafa verið reynd í þessum tilgangi, hafa óæskilegar auka- verkanir á suma sjúklinga. Slíkt tækja af því að skulda í verðbólgu. Þessar reglur hafa veitt endurskoð- endum dágóða vinnu og gert reikningshald fyrirtækja þokkalega flókið. En þessar reglur em lífsnauðsynlegar ef menn ætla á annað borð að skattleggja hagnað fyrirtækja. En almáttugur hjálpi honum Jóni og henni Gunnu við framtalið ef þau eiga nú að fara að reikna verðbreytingarfærslu á öll lánin sín og innistæður. Slíkt er með öllu óhugsandi. Eina úrræðið væri að láta banka og aðrar fíármálastofnanir annast skattheimtu á raunvaxtatekjur og endurgreiðslu skatts vegna raun- vaxtagjalda. Einnig yrði að skatt- leggja neikvæð raunvaxtagjöld (þegar skuldarinn græðir á verð- bólgunni) og endurgreiða skatt á raunvaxtatap. Gaman, gaman. Einfalt ekki satt? Þar sem greiðslur af lánum og innlegg á reikninga eiga sér stað alla daga ársins, yrðu bankar og aðrar fjármálastofnanir að reikna tvöfalda vexti fyrir öll lán og alla reikninga. Tja, hvað geta ekki tölv- umar? En að útskýra það fyrir honum Jóni okkar og henni Gunnu að hann fái endurgreiddan skatt af kr. 332 króna raunvaxtatapi en hún verði að greiða skatt af 1.913 króna raunvöxtum — það er mikið mál. Þeim kemur það kannski ekki við? Skattagleðin: Verða vaxtatekjur ei linga næsta fórnarlai Eru vextir tekjur? — Er innlendur sparnaður of mikill?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.