Morgunblaðið - 25.07.1987, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1987
27
Amtsbókasafiiið:
Útlán hafa
dregist sam-
an á þessu ári
ÚTLÁN Amtsbókasafnsins hafa
dregist verulega saman á undan-
förnum árum og á þessu ári hafa
útlán verið u.þ.b. tveimur þúsund
bindum færri á mánuði en í
fyrra.
„Þó dapurlegt sé að segja frá því
sýnist mér gegnumsneitt að útlán
bóka hafa dregist verulega saman
hjá okkur,“ sagði Lárus Zóphanías-
son, amtsbókavörður, í samtali vi
blaðamann Morgunblaðsins, er hann
var inntur eftir því hvort bókarlestur
og útlán á bókum safnsins væri að
dragast saman í kjölfar fjölgun sjón-
varpsstöðva.
„Fjðldi útlána hefur verið svolítið
sveiflukenndur síðustu ár, en því
miður hefur fækkun útlána greinilega
farið vaxandi að undanfömu.
Frístundir fólks eru famar að dreif-
ast meira og bókin á örugglega í
samkeppni við sjónvarpsstöðvamar
og myndböndin. Það er hins vegar
gleðilegt í þessu sambandi að útlán
til skipa hafa aukist nokkuð upp á
síðkastið, en þau lán drógust verulega
saman á tímabili og var mér sagt að
myndbandavæðingin hefði haft þar
sitt að segja. Þetta er greinilega að
breytast aftur og er það vel. Utlán
hafa verið það sveiflukennd í gegnum
tíðina, að ég á frekar von á að útlán
bóka eigi eftir að glæðast aftur. Árið
1973 vom lánuð hér út u.þ.b. 100
þúsund bindi, en útlán í fyrra vom
um 118 þúsund bindi. Þetta hefur
því sveiflast talsvert til í gegnum
tíðina og ástæðulaust að örvænta,"
sagði Láms að lokum
Morgunblaðið/Sverrir
Verkað í vetrarforðann
Áslaug Árnadóttir bókavörður í Reykjavík stóð við að verka
fisk á Hjalteyri þegar Sverrir Vilhelmsson ljósmyndari Morg-
unblaðsins kom þar við í vikunni. Áslaug er fædd og uppalin
á Hjalteyri og dvelur oft á sumrin í gamla húsinu sínu.
Tíminn er notaður til að veiða fisk og verka hann í frysti-
kistu heimilsins.
Hollensk náttúruvernd-
ar samtök sleppa sex
selum við Grímsey í dag
HÓPUR Hollendinga með 6 seli í farteskinu er væntanlegur hingað
til Akureyrar í dag og er ætlunin að fara með selina út til Grímseyj-
ar og sleppa þeim þar. Um er að ræða fjóra vöðuseli og tvo hringanóra
sem lifa á norðlægum slóðum en flæktust fiilllangt suður á bóginn.
Það er selaverndunarstofhun Hollands, Zeehonden Creche, sem að
þessu stendur og með þeim í för eru fulltrúar allra helstu fjölmiðla
þar í landi.
Lenie ’t Hart, stofnandi selaspít-
alans, sem stofnunin rekur, kom
hingað til lands í gær til að und-
irbúa komu hópsins og selanna, en
þetta er í fjórða sinn sem hún stend-
ur að því að sleppa selum hér við
ísland. Hefur hún í öllum sínum
ferðum sleppt þeim hér við Eyja-
§örð.
En af hveiju eru þau að þessu?
„í þau þijú skipti sem ég hef
komið hingað áður hef ég bara
haft einn sel meðferðis hveiju sinni,
og borið hann sem handfarangur á
MENNTAMÁLARÁÐ ákvað á
fiindi sínum hér á Akureyri á
fímmtudag að færa Háskólan-
um á Akureyri að gjöf allar
útgefnar bækur Menningar-
sjóðs sem enn eru fáanlegar.
Halldór Blöndal, alþingismaður
og formaður háskólanefndar,
sagði í samtali við Morgunblaðið,
leiðinni, og ég hef alltaf sleppt þeim
héma við Akureyri," sagði Lenie,
en hún stofnaði selaspítalann í Hol-
landi fyrir 16 árum og hefur unnið
að selavemdun síðan.
Selirnir sem komið verður með
hingað til lands eru selir sem Lenie
sagði að hefðu flækst norðan úr
Barentshafí og af Jan Mayen-
svæðinu í ætisleit, og hefðu fundist
nær dauða en lífi af hungri við
strendur Belgíu, Hollands og
Þýskalands. „Okkar starf hefur
verið að bjarga þessum selum og
að um væri að ræða töluverðan
fjölda bóka. Þama væri kominn
fyrsti vísir að bókasafni við Há-
skólann á Akureyri og mættu fleiri
bókaútgefendur fara að dæmi
Menningarsjóðs.
Þá samþykkti ráðið einnig að
Menningarsjóður skyldi gefa út
nýja skáldsögu eftir Guðmund
Daníelsson, sem heitir Vatnið.
koma þeim aftur sem næst fyrri
heimkynnum. Þessir selir sem við
komum með nú hafa fundist á und-
anfömum vikum og mánuðum, en
við höfum sel aldrei lengur hjá okk-
ur en sex mánuði í einu. Það er
fólk hvaðanæva að sem lætur okkur
vita ef selur strandar og því getum
við komið honum fljótlega til hjálp-
ar og á þennan hátt höfum við
bjargað um 20 selum frá dauða,“
sagði Lenie.
Aðalstarfsemi stofnunarinnar
sagði hún þó vera aðra en þá að
bjarga selum sem villst hefðu of
langt suður á bóginn, því landselur-
inn, sem lifir við Holland, væri í
mikilli hættu og væri mikið starf
að hlúa að honum.
„Við Holland eru nú um 700
landselir, en þeir voru í mikilli út-
rýmingarhættu þangað til stofnunin
hófst handa við að bjarga þeim.
Þeim hafði fækkað allvemlega
vegna mengunar og voru á tímabili
rétt um 350 að tölu. Okkur hefur
því tekist að fjölga þeim um 450
og erum nokkuð ánægð með það.
Þessi starfsemi okkar er ríkisstyrkt
og hefur notið nokkurrar athygli,
en við rekum eina selaspítalann í
Evrópu. Spítalar af þessu tagi eru
einnig í Bandaríkjunum, en nú er
í ráði að stofna fleiri selaspítala í
Evrópu; í Grikklandi og hugsanlega
á Ítalíu, því selurinn sem lifír í
Miðjarðarhafínu, munkaselurinn
svokallaði, er í talsverðri hættu.
Fjöldi munkasela er um 850 og
steðja að honum ýmsar hættur fyr-
ir utan mengun, en aukinn ferða-
mannastraumur á þessu svæði
hefur mjög truflandi áhrif á hann.“
Lenie sagði að lokum að vonandi
Menntamálaráð gefiir bækur Menningarsjóðs:
Fyrsta bókagjöfin
til háskólans hér
yrði veðrið gott í dag því ef spáin
væri slæm yrði að fresta ferðinni,
en hún kom einmitt nokkru fyrr til
að athuga hvort ekki væri allt í
lagi að fara af stað með selina í dag.
Hjá selavemdunarstofnun Hol-
lands starfa nú 7 einstaklingar, sem
flestir eru sérfræðimenntaðir, en
styrktarfélagar eru um 23 þúsund
talsins.
Þriðja sumar-
tónleikaröðin
ÞRIÐJA tónleikaröð sumartón-
leika verður um helgina i
Akureyrarkirkju, Húsavíkur-
kirkju og Reykjahlíðarkirkju.
Að þessu sinni koma fram þeir
Úlrik Ólason, kirkjuorganisti á
Húsavík, sem leikur á píanó, og
Kanadamaðurinn Mark Evans, sem
leikur á klarinett. Flutt verða verk
eftir Brahms, Mozart, Messager,
Cavalleri og Saint-Sains.
Fýrstu tónleikarnir verða að
venju í Akureyrarkirkju á sunnu-
daginn kl. 17.00 og á mánudag
verða tónleikar klukkan 20.30 í
Húsavíkurkirkju og á þriðjudag í
Reylq'ahlíðarkirkju og hefíast þeir
einnig klukkan 20.30.
Banaslys
í Öxnadal
BANASLYS varð við Bakkasel í
Oxnadal í fyrrinótt. Kona, sem
var ein á ferð í fólksbíl, ók út
af veginum og var látin þegar
að var komið.
Lögreglunni á Akureyri barst til-
kynning um atburðinn um klukkan
2.30 um nóttina, en ekki var vitað
hvenær hann hefði átt sér stað.
Nafn hinnar látnu er ekki hægt
að birta að svo stöddu því ekki
hafði tekist að ná til allra ættingja
hennar.
Þá var óvenju mikið um um-
ferðarárekstra hér á Akureyri eftir
hádegið í gær. Að sögn lögreglunn-
ar var sólin vart fyrr farin að skína
en ökumenn fóru að aka á í hrönn-
um. Alls urðu árekstramir 6, en sem
betur fer urðu engin slys á fólki
og engar verulegar skemmdir á bif-
reiðum.
Bifreiðastjórar:
Hafið bílbænina í bílnum
og orð hennar hugföst
þegar þið akið
Drottinn Guó, veit mór
vernd þina. og lát mig
minnast ábyrgðar minnar
er ég ek þessari bifreiö.
I Jesú nafni. Amen.
Fæst í Kirkjuhúsinu,
Klapparstíg 27, í verslun-
inniJötu, Hátúni2a,
Reykjavík og í Hljómveri,
Akureyri.
Verð kr. 50,-
Orð dagsins, Akureyri.
Morgunblaðið/Kristinn Jens Sigurþórson
Lenie ’t Hart