Morgunblaðið - 25.07.1987, Page 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1987
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
Opið hús verður laugardaginn
1. ágúst.
Samhjálp.
1927 60 ára 1987
FERÐAFELAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU3
SÍMAR 11798 og 19533.
Dagsferðir
Ferðafélagsins
Sunnudagur 26. júlí
1) Kl. 10.00 Afmælisganganr.4.
Botnsdalur — Botnsheiði —
Skorradalur Missið ekki af
afmælisgöngunum. Gangið
með Ferðafélaginu í tilefni 60
ára afmælisins í áföngum að
Reykholti í Borgarfirði. Verð
kr. 1000.-
2) Kl. 13.00 - Fjöruferð í Hval-
fjörð. Gengið um Hvalfjarðar-
eyri. Verð kr. 600.
3) Kl. 08.00 Þórsmörk — dags-
ferð. Munið að tilkynna
þátttöku í dagsferðina. Verð
kr. 1000,-
Njótið sumarsins í Þórsmörk hjá
Ferðafélagi (slands í Langad-
al.
Miðvikudagur 29. júlí
1) kl. 08.00 Þórsmörk - dags-
ferð. Verð kr. 1.000.-
2) Tröllafoss og nágrenni — kl.
20.00 - kvöldferð.
Ekið að Hrafnhólum og gengið
þaðan með Leirvogsá að
Tröllafossi.
Brottför frá Umferðarmiðstöð-
inni, austanmegin. Farmiðar við
bil. Fritt fyrir börn í fylgd fullorð-
inna.
Ferðafélag (slands.
UTIVISTARFERÐIR
Sunnudagur 26. júlí
Kl. 8.00 Þóremörk — Goða-
land. Dagsferð. Verð 1.000,- kr.
Stansað 3-4 klst. i Mörkinni.
Munið sumardvöl í Básum. Mið-
vikudagsferö 29. júlí, bæði
dagsferð og til sumardvalar.
Kl. 13.00 Skálafell v/Esju. Létt
fjallganga. Gott útsýnisfjall.
Gengið tilbaka um Svínaskarö
að Stardal. Brottför frá BSÍ,
bensínsölu.
Ath. Það er hvergi friðsælla að
eyða sumardvöl f Þórsmörk, en
í Básum. Sjáumst.
Útivist, ferðafélag.
Hvítasunnukirkjan
Fíladelfía
Bæn og lofgjörð i kvöld kl. 20.30.
Allir hjartanlega velkomnir.
Krossinn
Aut'ibi'fkku 2 — knp.ivof
Almenn unglingasamkoma i
kvöid kl. 20.30. Allir velkomnir.
Dyrasímaþjónusta
Gestur rafvirkjam. — S. 19637.
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Æskulýðsstarf
Félagasamtök óska eftir að ráða starfskraft
í fullt starf til eins árs til að vinna að æsku-
lýðs- og tómstundamálum. Kennaramenntun
eða önnur almenn menntun æskileg. Skilyrði
að viðkomandi sé hugmyndaríkur og geti
unnið sjálfstætt. Mjög góð laun í boði.
Umsóknir sendist á auglýsingadeild Mbl.
merktar: „Æskulýðsstarf — 859“ fyrir 8.
ágúst.
Lyfjafræðingar
Norræna lyfjanefndin (NLN) er samstarfs-
hópur um lyfjafræðileg málefni á Norðurlönd-
unum. Nefndin vinnur að samræmingu í
löggjöf og starfsreglum, t.d. varðandi skrán-
ingu lyfja, tölfræðilegar upplýsingar um
lyfjanotkun, lyfjastaðla, ásamt því að vera
umsagnaraðili fyrir stjórnvöld. Skrifstofa
nefndarinnar er staðsett í Uppsala í Svíþjóð
og henni tilheyrir ritaraembætti.
Norræna lyfjanefndin, Husargatan 8, Upp-
sala, auglýsir laust starf lyfjafræðings/
aðstoðarritara. Senda skal umsóknir ásamt
upplýsingum um starfsferil til Nordiska láke-
medelsnámnden, Box 607, 751 25 Uppsala,
Sverige, fyrir 14. ágúst 1987. Nánari upplýs-
ingar um starfið eru veittar á skrifstofu NLN
í Svíþjóð í síma 018-17 47 60 eða hjá Lyfja-
nefnd í síma 91-19720.
Tollstjórinn í
Reykjavík auglýsir:
í framhaldi af endurskipulagningu á starfsemi
tollstjóraembættisins í Reykjavík og stofnun-
ar embættis ríkistollstjóra eru eftirtalin störf
auglýst laus til umsóknar við embættið:
1. Yfirmaður við tollstjórn. Lögfræðimennt-
un áskilin.
2. Yfirmaður við tollendurskoðun. Endur-
skoðunarmenntun áskilin.
3. Starf starfsmannastjóra. Menntun og
reynsla í stjórnun áskilin.
4. Starf upplýsingafulltrúa.
Umsóknarfrestur um störf þessi er til 1.
ágúst 1987. Laun samkvæmt launakerfi
starfsmanna ríkisins. Nánari upplýsingar
gefur skrifstofustjóri.
Tollstjórinn í Reykjavík,
l.júli 1987.
Kennarar
Kennara vantar við Grenivíkurskóla. Meðal
kennslugreina: Líffræði og íþróttir. Frítt hús-
næði í góðri íbúð.
Upplýsingar gefur Björn Ingólfsson, skóla-
stjóri, í síma 96-33131 eða 96-33118.
FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á ÍSAFIRÐI
Framtíðarstörf
Óskum að ráða strax í eftirtalin störf:
Hjúkrunarfræðinga
Sjúkraliða
Röntgentækni
Starfsfólk í ýmis störf
Uppl. veitir hjúkrunarforstjóri alla virka daga
milli kl. 8.00-16.00 í síma 94-3014 eða -3020.
Kennarar
Suðureyri við Súgandafjörð er lítið, fallegt
og friðsælt kauptún á Vestfjörðum. Okkur
bráðvantar kennara við grunnskólann í hinar
ýmsu greinar í vetur. Ýmis hlunnindi í boði,
svo sem staðaruppbót, flutningsstyrkur,
ódýrt húsnæði og hitaveita.
Er þetta ekki eitthvað fyrir þig?
Hringdu í síma 94-6119, skólastjóri, eða
94-6250, formaður skólanefndar, og fáðu
frekari upplýsingar.
Fiskeldi — hafbeit
Silfurlax hf. óskar að ráða stöðvarstjóra fyrir
fiskræktarstöð sína í Hraunsfirði á Snæfells-
nesi. Starfið felst í umönnun seiða fyrir og
við sleppingu í hafbeit, móttöku endur-
heimtra laxa, slátrun og fleira er viðkemur
hafbeitarstarfseminni. Til greina kemur
hlutastarf fyrsta árið. Stöðvarstjórinn þarf
að búa í næsta nágrenni við Hraunsfjörð eða
flytja þangað innan árs frá ráðningu. Hann/
hún þarf að geta starfað sjálfstætt í samráði
við framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Æskileg
reynsla og menntun: Verkstjórn, fiskeldi, fisk-
vinnsla, líffræði, fiskifræði, matvælafræði,
iðnmenntun.
Umsóknir ásamt upplýsingum um nafn,
heimilisfang, aldur, menntun og fyrri störf
sendist fyrir 10. ágúst nk. til:
Silfurlax hf.,
Sundaborg 7,
104 Reykjavík.
Vélstjórar
Vélstjóra vantar á bv. Þórhall Daníelsson SF ■
71 sem gerður er út frá Hornafirði.
Upplýsingar veittar hjá Borgey hf. í síma
97-81818, á skrifstofutíma.
Óskum að ráða
rafvirkja og
rafvélavirkja
sem fyrst. Einnig nema.
Voltihf., Vatnagörðum 10, Rvík.
Sími 685855, eftirvinnutíma 16458.
Sölufólk óskast
Gula línan óskar eftir sölufólki til að selja
skráningar í gagnabanka með vöru- og þjón-
ustuupplýsingum. Mjög góð vara — góð
sölulaun.
Upplýsingar hjá Miðlun, Ægisgötu 7, í dag,
laugardag, frá kl. 8.00-16.00 og í næstu viku.
""""" CIIIA
62 33 88
REYKJKJÍKURBORG
JíauM.% Stácúít
Viltu gefandi
vinnu?
Við starfsfólkið á Laufásborg viljum fá hress-
ar og góðar manneskjur til að vinna með
okkur á dagheimilinu Laufásborg frá og með
4. ágúst 1987.
Okkur vantar:
— Yfirfóstru,
— fóstrur,
— starfsfólk í 100%, 75% og 50% vinnu,
— matráðskonu,
— starfsmann til aðstoðar í eldhúsi í 50%
vinnu f.h.
Laufásborg er stórt og fallegt steinhús sem
stendur við Laufásveg og er í gamla mið-
bænum.
Sigrún forstöðumaður gefur upplýsingar í
síma 14796 (líka á kvöldin).
Við hlökkum til að sjá þig!