Morgunblaðið - 25.07.1987, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1987
35
verið endurskipulögð í samvinnu við
þá ensku hönnuði, sem áður sáu
um það verk, og við húsameistara
ríkisins. Byggingu geðdeildar hefur
verið lokið. Tvö einingahús hafa
verið byggð fyrir rannsóknarstofur
spítalans. Bygging sjö hefur verið
hönnuð og byggð og innréttuð að
hluta fyrir tannlæknadeild Háskóla
íslands og bygging W var hönnuð
og byggð fyrir móttöku spítalans.
Það verk á Landspítalalóð sem
nú er í byggingu og hefur verið
síðustu ár, er sennilega eitt flókn-
asta og vandasamasta hönnunar-
verk sem unnið hefur verið, a.m.k.
við sjúkrahús hér á landi. Þetta
hús, sem venjulega er kallað K-
bygging, á að hýsa krabbameins-
lækningadeild, skurðdeild,
rannsóknarstofur og röntgengrein-
ingu.
Ég sat í yflrstjóm mannvirkja-
gerðar á Landspítalalóð fyrstu tíu
árin sem hún starfaði. Á þessum
tíma hafði ég gott tækifæri til þess
að fylgjast með vinnubrögðum Ás-
geirs sem framkvæmdastjóri þessa
flókna byggingarverks.
Ég er sannfærður um að hann
hafði mikla ánægju af þessu verki.
Hann naut þess að leysa eða fínna
aðila til þess að leysa flókin mál.
Hann tók engan mann mjög hátíð-
lega og sá einatt broslegar hliðar
þeirra sem reyndu að blása sig út
með lýsingu sérþekkingar sinnar.
Langar fundarsetur vom honum
ekki að skapi og linnulausar um-
ræður sem ekki leiddu til niðurstöðu
fannst honum tímasóun.
Mér fannst hann hafa ótrúlega
gott vald á að leiða saman menn
með ólíkar skoðanir og reyna að
láta þá ná samkomulagi og þessi
kostur var honum ómetanlegur þeg-
ar hann þurfti að leiða umræður
aðila sem áttu að skipta með sér
húsnæði, sem báðum aðilum fannst
of lítið fyrir sig einan.
Starf Ásgeirs leiddi til þess að
hann varð að hafa tengsl og sam-
vinnu við íjölda manna, bæði þeirra
sem störfuðu innan spftalans svo
sem iækna og ýmissa sérfræðinga,
arkitekta, verkfræðinga, skipulags-
og byggingaraðila að ógleymdum
ensku og dönsku fyrirtækjunum
sem fengin höfðu verið til ráðgjafar-
starfa.
Ég held að í öllu þessu starfí sínu
hafi Ásgeir áunnið sér traust og
virðingu og vafalaust er skarð hans
nú ófyllt við yfírstjóm mannvirkja-
gerðar, þótt vitað sé að ávallt kemur
maður í manns stað.
Ásgeir lifði það ekki að sjá bygg-
ingu K tekna í not og sá vágestur
sem sú bygging verður sennileg við
kennd varð honum að aldurtila á
ótrúlega skömmum tíma.
í fyrra héldum við samstúdentar
frá 1946 upp á 40 ára stúdentsaf-
mælið.
Þá vantaði ellefu í hópinn og á
því ári sem síðan er liðið hafa þrír
horfið af sjónarsviðinu, þar af tveir
á góðum starfsaldri.
Þetta minnir okkur á að „allrar
veraldarvegur víkur að sama
punkt“, hjá sumum fyrr, hjá öðrum
síðar.
Ég gat þess áður að allir gerðu
ráð fyrir því og sjálfsagt Asgeir
sjálfur að ævistarf hans mundi snú-
ast um verklegar framkvæmdir og
smíðar í eigin fyrirtæki. Þessi ráða-
gerð brást og er ég ekki í nokkrum
vafa um að á þeim árum var það
Ásgeir mikið áfall.
Hann hafði hinsvegar styrk og
þrótt til að skapa sér sjálfstæðan
nýjan starfsgrundvöll og hann var
gæddur þeim eiginleikum að hann
gekk fullkomlega upp í þeim störf-
um, sem hann tók að sér.
Þess vegna er það trú mín að
störf hans að geðvemdarmálum,
uppbyggingu geðdeildarinnar á
Landspítalalóð og síðar rúmlega
áratugs starfs hans að uppbygg-
ingu stofnana Landspítalans hafí
gefíð honum þá lífsfyllingu sem
hveijum manni er nauðsynleg.
í einkalífí sínu var Ásgeir ham-
ingjumaður. Eiginkona hans er
Kristín Vilhjálmsdóttir kennari og
eiga þau hjónin fjögur böm sem
búin em bestu kostum foreldra
sinna.
Við Guðrún sendum Kristínu og
Q'ölskyldunni allri okkar innilegustu
samúðarkveðjur og biðjum guð að
styrkja þau í sorginni.
Frá starfsmönnum heilbrigðis-
ráðuneytisins flyt ég þakkir fyrir
gott samstarf.
Pyrir hönd íslensku heilbrigðis-
stjómarinnar þakka ég Ásgeiri
langt og giftudrjúgt starf að mál-
efnum geðsjúkra og brautryðjanda-
starf við yfírstjóm mannvirkjagerð-
ar á Landspítalalóð.
Páll Sigurðsson
Síðastliðinn sunnudag lést í
Landspítalanum Ásgeir Bjamason
framkvæmdastjóri eftir nokkurra
mánaða hastarleg veikindi.
Ásgeir var borinn og bamfæddur
Reykvíkingur, kominn af þekktum
iðnaðar- og verslunarmönnum í
bænum. Foreldrar hans voru Bjami
Þorsteinsson, annar stofnandi og
framkvæmdastjóri vélsmiðjunnar
Héðins, og kona hans, Jóhanna
Guðmundsdóttir Olsen. Faðir Ás-
geirs lést 1938. Það hefur verið
fjölskyldunni, eins og öðrum, sem
fyrir slíku verða, mikið áfall, þó að
sjaldan bæri það beint á góma á
þeim 47 árum, sem við Ásgeir höf-
um þekkst, lengst af sem nánir
vinir.
Aðrir fjölskylduvinir, sem eldri
voru, hafa sagt mér að Bjami heit-
inn hafi verið óvenju skemmtilegur,
hugmyndaríkur og röskur athafna-
maður, sem vafalaust hefði haft
meiri áhrif á þróun og uppbyggingu
iðnaðar í landinu, ef hann hefði lif-
að lengur. Frú Jóhanna, móðir
Ásgeirs, var fínieg og sérlega elsku-
leg og kurteis kona, sem tók okkur
félögum hans mjög vel. Hún vildi
allt fyrir son sinn gera, sem var
orðinn einn með henni, er verulega
vinátta myndaðist með okkur As-
geiri. Eldri bróðir hans, sem var
fatlaður, lést um svipað leyti í Dan-
mörku. Frú Jóhanna lést 1960 langt
um aldur fram. Þau mæðgin bjuggu
á Ægisgötu 27, þar sem Ásgeir
áttí heimili alla tíð síðan.
Ásgeir innritaðist í 1. bekk
Menntaskólans í Reykjavík haustið
1940, en þann vetur fór kennsla
1. og 2. bekkjar fram í Alþingis-
húsinu. Hann varð stúdent árið
1946 og var síðan við nám og störf
í Sviss næstu 4—5 ár. Eftir heim-
komuna hóf hann störf í vélsmiðj-
unni Héðni og vann þar þangað til
hann seldi hluta sinn í fyrirtækinu.
Eftir það stundaði hann verslun og
viðskipti og sá m.a. um byggingar-
framkvæmdir fyrir Venus hf. í
Hafnarfirði.
Á árinu 1966 tók hann að sér
framkvæmdastjóm Geðvemdarfé-
lags íslands. Hann sá um rekstur
skrifstofu félagsins og var ábyrgð-
armaður tímaritsins Geðvemdar frá
1968—1985. Ásgeir var kosinn í
stjóm Geðvemdarfélagsins 1971 og
var gjaldkeri félagsins síðan. Undir
framkvæmdastjórn Ásgeirs tókst
félaginu að þoka hagsmunamálum
geðsjúklinga vel á veg. Ásgeir sá
um að komið var upp endurhæfing-
araðstöðu fyrir 22 geðsjúklinga á
Reykjalundi. Mæddi öflun fjár til
framkvæmda mest á herðum Ás-
geirs svo og umsjón af hálfu
Geðverndarfélagsins. Síðar sá Ás-
geir um byggingu endurhæfingar-
stöðvar Geðvemdarfélagsins í
Álfalandi 15. Sem framkvæmda-
stjóri Geðvemdarfélagsins var
Ásgeir skipaður í byggingamefnd
geðdeildar Landspítalans 1971 og
varð síðan starfsmaður hennar.
Hafði hann umsjón með framgangi
hönnunar og alls Undirbúnings að
byggingu deildarinnar. Fyrir atfylgi
hans og dugnað tókst að ljúka hönn-
un fullkomlega í samræmi við það,
sem lög um opinberar framkvæmd-
ir gera ráð fyrir áður en hafíst var
handa um framkvæmdir. Hygg ég
að geðdeildin sé raunar ein af fáum
opinberum framkvæmdum, sem
undirbúnar voru jafn rækilega og
hannaðar eins og lögin gera ráð
fyrir, áður en framkvæmdir hófust.
Fyrir bragðið var engu breytt með-
an á byggingarframkvæmdum stóð.
Ásgeir var vakinn og sofínn í þessu
starfí eins og í öllu öðm sem hann
fékkst við og áttum við þá enn oft-
ar en endranær mörg og löng símtöl
um gang mála, skipulag verka og
ýmsa undirbúningsvinnu, sem Ás-
geir annaðist.
Þegar hönnun geðdeildar lauk
og framkvæmdir hófust var Ásgeir
ráðinn framkvæmdastjóri yfir-
stjómar mannvirkjagerðar á
Landspítalalóð, sem átti að hafa
umsjón með nýbyggingum Land-
spítalans og læknadeildar Háskóla
Islands. Gekk Ásgeir mjög upp í
þessu starfi og sinnti því með sömu
elju og öðru og rann oft í skap,
þegar ekki gekk eins hratt og
skyldi. Okkur fannst eins og öllum
öðmm að of litlum fjármunum væri
ráðstafað til framkvæmdanna og
þær gengju allt of hægt. Tók hann
sér raunar mjög nærri löngu áður
en hann veiktist, hve seint gekk
með svokallaða K-byggingu. Jafn-
framt gladdi það hann mjög er
ákveðið var nýlega að heíjast handa
um að ljúka byggingu læknadeild-
arhúss.
Kynni okkar Ásgeirs hófust þeg-
ar við vomm í 1. bekk í mennta-
skóla, en urðu ekki verulega náin
fyrr en í 3. bekk. Tókst þá með
okkur vinátta, sem hefur haldist
alla tíð síðan. Hann var vel greind-
ur með gott heymarminni og fljótur
að læra, ef hann vildi það viðhafa.
En hann var að eðlisfari fljóthugi
og athafnamáður, sem hentaði bet-
ur að standa í ýmsum framkvæmd-
um og láta hendur standa fram úr
ermum og þess vegna leituðu marg-
ir til hans um ýmiss konar aðstoð
og fyrirgreiðslu sem tók frá honum
æði mikinn tíma. Á þessum ámm
var Ásgeir á margan hátt þrosk-
aðri og reyndari heldur en við
skólafélagar hans. Því var við að
búast að félagarnir leituðu til hans
með ýmis praktísk mál, enda var
hann bóngóður, stór í sniðum og
höfðingi í sér. Vegna aðstæðna
sinna þurfti hann þegar frá unga
aldri að sinna ýmsu, sem skólapiltar
ekki þurfa að gera venjulega, svo
að tími til námsins varð oft minni
en skyldi og hann hefði viljað.
Ásgeir var óvenjulegur af íslend-
ingi að vera að því leyti, að hann
var mjög fljótur að svara bréfum
og skrifaði bréf til manna jafn auð-
veldlega og aðrir hringja í síma.
Meðan hann dvaldi erlendis skrifaði
hann mér bréf a.m.k. vikulega og
oft fleiri bréf í viku, þannig að ég
komst ekki til að svara nema
kannski öðm hverju bréfi. Það hafði
hins vegar ekki nein áhrif til þess
að draga úr áhuga hans við skrift-
imar. Hann var einnig allra manna
duglegastur við að skrifa mér að
heiman og þyrfti ég að fá svar við
einhveiju fljótt var augljóst að best
væri að skrifa Ásgeiri, þá kom svar-
ið um hæl. Því hef ég fjölyrt svo
um þessar bréfaskriftir að þær lýsa
Ásgeiri mjög vel og þeim eiginleika
hans að vilja aldrei láta standa á
sér, en gjalda strax. Þetta kom
einnig síðar fram í samstarfí okkar
á öðmm sviðum, þar sem hann átti
að sjá um ljármál, að samviskusem-
in var svo mikil, að stundum lá við,
að hann væri búinn að borga áður
en reikningamir kæmu.
Ásgeir var rúmlega meðalmaður
á hæð, hnellinn, ljóshærður og
fríður sýnum. Hann hafði háa og
hvella rödd og mikinn talanda, var
hvikur í hreyfingum og snaggarleg-
ur og virtist fyrir bragðið oft
nokkuð stórkarlalegur í fasi. Slíkt
var aðeins skel því að í raun var
hann mjög tilfínninganæmur, frek-
ar feiminn og hlédrægur og mátti
ekki vamm sitt vita í neinu. Hann
Minning:
Kristján Jóhannes-
son. Klambraseli
Fæddur 29. nóvember 1892
Dáinn 21. júlí 1987
Er ísland var hemumið af Bret-
um á vordægmm 1940 var talið
að búast mætti við einhveijum
hemaðaraðgerðum Þjóðveija í því
tilefni. Var jafnvel búist við loft-
árásum á Reykjavík. Vegna þessa
var skipulagður brottflutningur
bama úr Reykjavík og var allmikill
fjöldi fluttur að Laugum í Suður-
Þingeyjarsýslu. Ég fékk að fara
með þessum krökkum norður því
foreldrar mínir höfðu fengið fyrir
mig dvöl í Klambraseli hjá föður-
systur minni, Þuríði Þorbergsdótt-
ur, og manni hennar, Kristjáni
Jóhannessyni. Það er skemmst frá
því að segja að í Klambraseli var
við mér tekið sem þeirra eigin syni
og ekki var langt um liðið er „flótta-
maðurinn" bað þau hjón leyfis að
mega kalla þau mömmu og pabba
á sama hátt og önnur böm á heimil-
inu. Þegar ég lít til baka og skoða
húsakynnin í gamla Klambrasels-
bænum undrast maður hvað margir
gátu búið þröngt án þess að maður
yrði þess nokkurn tímann var. Á
þessum tíma vom öll börn þeirra
hjóna, 8 talsins, heima svo og syst-
ir Þuríðar (föðursystir mín), Guðrún
Þorbergsdóttir. Ellefu manns vom
í heimilinu og svo kom einn í við-
bót, 9 ára gamall snáði, sem hlaut
að auka enn frekar á erfíði húsmóð-
urinnar. En enga grein gerði ég
mér fyrir því þá og aldrei var ég
látinn verða þess var. Gamalt mál-
tæki segir: „Þar sem er hjartarúm
þar er líka húsrúm." Þetta áttí
sannarlega við um dvöl mína í
Klambraseli, þaðan á ég margar
góðar minningar en engar slæmar.
Mér veitist sú ánægja að vera áfram
í Klambraseli næsta vetur og sum-
arið eftir, þannig að ég kynnist
heimilisfólkinu vel svo og sveitar-
störfunum eins og bami var unnt.
Ég bar mikla virðingu fyrir bóndan-
um, enda var hann fjölhæfur og
áhugasamur um flesta hluti og á
mörgum sviðum meðal brautryðj-
enda í sinni sveit. Má þar til nefna
að þá þegar árið 1940 hafði hann
rafvætt bæ sinn og einnig rak hann
refabú, en refaskytta sinnar sveitar
var hann um íjölda ára. Einn at-
burður er mér einkar minnisstæður
sem lýsir vel hve úrræðagóður
Kristján var þegar vanda bar að
höndum. Það var einhveiju sinni
að hestur sló annan hest svo illilega
að stórt skeifumyndað sár opnaðist
á lend hestsins og lærvöðvinn þrýst-
ist út. Bóndinn dó ekki ráðalaus.
Voru nú teknir strengimir úr fíðl-
unni, vöðvanum þrýst á sinn stað
og sárið saumað saman. Aðgerðin
tókst vel og lífi hestsins þar með
borgið.
Eftir að Kristján og Þuríður
brugðu búi fluttu þau til Þorbergs
sonar síns og Guðfínnu konu hans
í nýbýlið Brúnahlíð, sem reist var
við hlaðvarpann í Klambraseli.
Þama undu þau sér vel því bæði
var að þau vom áfram á heimaslóð-
um og jafnframt nutu þau í ellinni
hlýrrar umönnunar yngri hjónanna.
Síðustu árin hefur Kristján dvalið
á Dvalarheimili aldraðra, Hvammi
á Húsavík, við heldur lélega líkam-
lega heilsu en alveg em andlega.
Hann var sískrifandi og nær níræð-
ur reit hann tvær greinar í Árbækur
Þingeyinga. Aðra um mæðiveikina
og hina um byggð á Þeystareykjum,
en um það svæði var hann sérlega
fróður og varla leið það sumar að
hann ekki vitjaði Þeystareykja. En
hann fylgdist og með daglegum
málum okkar þjóðfélags og var vel
heima í þeim málum til hinstu
stundar. Það er ekki lengra síðan
en í vor að hann sendi mér bréf
þar sem hann fjallaði um áfengis-
og vímuefnavandamál þjóðarinnar
og hve mikilvægt væri að leita úr-
ræða í þeim efnum.
21. febrúar 1920 kvæntist Krist-
ján Þuríði Þorbergsdóttir, frá
Litlu-Laugum í Reykjadal, fædd 7.
janúar 1895, dóttur hjónanna Þor-
bergs Davíðssonar bónda og konu
hans, Sigurveigar Jónatansdóttur.
Hjónaband þeirra var einkar far-
sælt og ljúft og bjuggu þau bömum
sínum gott og kærleiksríkt heimili.
Þuríður lést 18. ágúst 1977. Þeim
hjónum varð 8 bama auðið og em
fylgdist vel með á sviði fram-
kvæmda og viðskipta og raunar á
flestum sviðum mannlífsins og gat
talað um flest við hvem sem var
og kom sér þá vel góð greind og
frábært minni. Hann var eins og
áður er að vikið mjög greiðvikinn
og vann mikið hugsjónastarf. Fyrst
í sambandi við geðvemdarmál og
síðan við heilbrigðismál almennt og
hirti þá lítt um hvort launað væri
í samræmi við vinnuframlag.
Ásgeir tók örlögum sínum með
stillingu og kveið ekki því, sem
koma skyldi, sjúkdómur sá er leiddi
hann til bana var greindur í febrúar
síðastliðnum. Ræddi hann þá um
hvaða möguleikar væru fyrir hendi
og hvemig best væri fyrir sig að
velja og ráðstafa þeim tíma, sem
hann gæti enn nýtt. Sjúkdómurinn
var hins vegar illkynjaðri en okkur
óraði fyrir, svo að tíminn varð ekki
mikill, en dugði þó til að ljúka ýmsui'
Ásgeir var mikill §ölskyldumað-
ur og vildi veg bama sinna sem
mestan og varð að ósk sinni í þeim
efnum. Hann var kvæntur ágætri
konu, Kristínu kennara Vilhjálms-
dóttur Ámasonar skipstjóra og áttu
þau fjögur böm: dr. Bjama lífefna-
fræðing, Hönnu sjúkraþjálfara,
Guðríði verkfræðing og Vilhjálm
verkfræðinema. Þeirra er missirinn
mestur, þó að við vinir Ásgeirs og
samferðamenn söknum hans allir
og vottum þeim samúð okkar.
I samræmi við eðlislæga hlé-
drægni sína óskaði Ásgeir eftir, að
útfor hans yrði gerð í kyrrþey og
fór hún fram í gær, föstudag 24.
júlí.
Það er huggun harmi gegn, að
minningin um góðan vin lifir.
Tómas Helgason
7 þeirra á lífí. Þau em: Jóhannes
Sigþór, bóndi í Klambraseli, kvænt-
ur Sigríði Jónsdóttur. Kristín, lést
25. júlí 1942 aðeins 20 ára, Svein-
bjöm Kristjánsson, málmsteypu-
maður í Garðabæ, kvæntur Sylvíu
Kristjánsson. Þorbergur, bóndi í
Brúnahlíð í Reykjahverfi, hann var
kvæntur Guðfinnu Ámadóttur, en
hún lést 15. júní 1985. Sigurveig,
gift Þórami Jónssyni bónda á
Skarðaborg í Reykjahverfí. Sigríður
Kristjana, gift Matthíasi Bjöms-
syni, trésmíðameistara á Akureyri.
Gísli, starfsmaður við Laxárvirkjun
og bóndi í Lækjarhvammi í Aðal-
dal, kvæntur Helgu Jónsdóttur.
Ásdís, gift Haraldi Þórarinssyni tré--'''
smið á Húsavík.
Minn tryggi aldni vinur verður
nú jarðsettur í dag frá Grenjaðar-
staðarkirlqu. Hinni löngu ævi hans
er lokið en við hjónin emm þakklát
fyrir hinar mörgu ánægjustundir
sem við höfum átt með þeim hjón-
unum Þuríði og Kristjáni og reyndar
allri þeirra stóm fjölskyldu. Við
vottum aðstandendum okkar dýpstu
samúð en sérstakar samúðarkveðj-
ur sendum við dóttur hans, Sigríði,
sem liggur á sjúkrahúsi í Reykjavík
og getur því ekki fylgt föður sínurrw
hinsta spölinn.
Eilíft líf. -
ver oss huggun, vöm og hlíf,
lif í oss, svo ávallt eygjum
æðra lífið, þó að deyjum.
Hvað er allt, þá endar kíf?
Eilíft líf. (Matth. Jochumsson)
Sigurður Jörgensson