Morgunblaðið - 25.07.1987, Síða 36

Morgunblaðið - 25.07.1987, Síða 36
36 MORGUNBLAÐDE), LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1987 fclk í fréttum Brúðkaupsafínæli Andrews og Söru Hertogahjónin af Jórvík, þau Andrew og Sara, áttu eins árs brúðkaupsafmæli á fímmtudaginn, 23.júlí. Þau héldu upp á daginn í Kanada þar sem þau eru í opin- berri heimsókn. Don Getty, fylkis- stóri Alberta-fylkis færði Söru ekta kanadískan pels í tilefni afmælisins. „Við eigum brúkaupsafínæli á morgun" kallar Sara til íbúa Winnipeg eftir þeir höfðu kallað til hannar að þeir ættu afinæli. Síðan óskaði hún þeim til ham- ingju með afinæli borgarinnar. Reuter > Þau Andrew og Sara hafa nú verið gift í eitt ár og ekki virðist ástin vera alveg kuln- uð hjá þeim. Þessa rós fékk Sara á göngu- ferð í Edmonton í Kanada þar sem þau voru við opinbera móttöku. Andrew virðir hér fyrir sér loðfeldinn seih fylkisstjóri Al- '' bertafylkis færði Söru á brúðkaupsaf- mælinu. Reuter Peter Holm, eiginmaður Joan Collins, gengur út úr réttarsaln- um, en hann krefst þess að tá 80.000 dali í lífeyri á mánuði. Skilnaðarmál Joan Collins Peter Holm, fjórði eiginmaður leikkonunnar Joan Collins sem hún er nú að skilja við, hefur lýst því yfír að hann hafí að jafn- aði eytt sem svarar um 800 þúsund krónum á mánuði í fot, þá 13 mánuði sem þau voru gift. Holm hefur höfðað mál á hend- ur frúnni þar sem hann fer fram á rúmar 3 miljónir á mánuði í lífeyri á meðan endanlega verði gengið frá skilnaðinum. Joan reyndi að fela tárin sem spruttu fram bak við dökk sólgleraugu þegar hún sagði við yfírheyslur að hún hefði ekki haft hugmynd um að Holm hefði auk þess keypt tólf miljón króna hús og þriggja miljón króna skemmtisnekkju sem sett var á nafn hans en keypt fyrir hennar peninga. Holm rak upp skellihlátur í rétt- arsalnum þegar lögfræðingur frú Collins fór að spyija hann út í samkomulag sem þau hjónakomin áttu að hafa gert fyrir brúðkaup- ið um að Holm fengi 20% af tekjum leikkonunnar. Joan Collins sótti um skilnað frá manni sínum í desember s.l. vegna ósættanlegs ágreinings og meintra svika. Hún hefur þénað sem svarar tvö hundmð miljónum króna frá því hún giftist Holm en af því segist hann hafa fengið um flörútíu miljónir auk hússins, snekkjunnar og fatapeninga. Hann heldur því fram að það sé honum að þakka að Joan hækk- aði í launum í hlutverki sínu sem Alexis Carrington í Dynasty- þáttunum, en vikukaupið hennar hækkaði úr 1200 þúsund krónum í tæpar fjórar miljónir meðan Holm var fjármálastjóri hennar. Joan Collins brýtur sér leið gegn um þvögu Ijósmyndara og blaða- manna sem fylgdust með réttarhöldunum í skilnaðarmálinu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.