Morgunblaðið - 25.07.1987, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1987
43
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
691100 KL. 13-14
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
Vaknað við þrastasöng
Þrösturinn vakti mig í morgun
með lofgjörð sinni til lífgjafans. í
svefnrofunum sagði hann mér að
vorið væri komið. Þessi lífsglaði
músíkant fyllti vorloftið með fag-
urri tónlist sinni og minnti mig á,
að ekkert er list nema fallegt sé
og sprottið úr fegursta aldingarði
hugans, og ætlað til þess að fegra
heiminn og samskipti þeirra sem í
honum búa. Ljúfur söngurinn
smeygði sér inn tií mín og nágrann-
anna þennan sólbjarta morgun í
apn'lmánuði.
Ég reis léttur á fætur og fór út
að austurglugganum í herbergi
mínu og leit út. Sólin kyssti mig
samstundis á vangann og bauð mér
góðan dag. Heitur kossinn var vel
þeginn og ég smeygði brosi til henn-
ar gegn um gluggann. Ég þakkaði
Guði fyrir að fá að lifa og vakna
frískur árdegis á svo fögrum
morgni. Þarna sat þrösturinn í
tijánum hjá Sigurði leirkerasmiði
og leit upp í mót almætti himnanna
um leið og hann söng sinn lofgjörð-
aróð í lítillæti sínu. Ég stóð við
gluggann minn hinum megin við
götuna og þakkaði Guði í hljóði.
Kannski skaut hann inn á milli litlu
ljóði til Ingibjargar, konu Sigurðar,
því hún hafði gert það að vana
sínum fyrir mörgum árum að brauð-
fæða litlu vinina sem messuðu fyrir
hana í garðinum á góðviðrisdögum,
en ekki bara á sunnudögum. Það
var af nógu að taka, diskurinn
barmafullur af gómsætum brauð-
molum úr Grensásbakaríi. Nokkrir
þrestir komu úr suðri, liðu rennilega
um loftið og steyptu sér síðan
snaggaralega niður í garðinn hjá
Sigurði. Þama var sannkallaður
Edensgarður fyrir litlu greyin.
Ingibjörg og Sigurður vöknuðu
ávallt fyrir allar aldir á morgnana
til vinnu sinnar. Sigurður er með
vinnustofu sína í bílskúmum við
hliðina á heimili sínu og vinnur
þar. I öllum vetrarveðmm í vetur
þegar ég slagaði oft á tímum svefn-
dmkkinn niður í eldhús og setti
vatn á ketilinn, vom þau stundum
bæði þegar komin til vinnu sinnar
í bílskúmum þegar ég leit út um
gluggann og beið eftir vatninu á
katlinum. Þá var Sigurbjöm skóari
enn í fasta svefni, en var oftast
búinn að kveikja, þegar Jónína byij-
aði með morgunleikfimina í útvarp-
inu klukkan sjö tuttugu og fimm.
Sigurbjörn skóari bjó í næsta húsi
við verkstæði Sigurðar, hress karl
og skemmtilegur. Hvort þeir mátar
sungu við vinnu sína þennan morg-
un vissi ég ekki, en vorið heilsaði
þeim m_eð fuglasöng og sólskins-
kossi. A þessum tíma árs vom
dagarnir hins vegar orðnir miklu
lengri og sólin farin að rísa á sama
tíma og Sigurður reis úr rekkju.
Þannig að þá sá ég ekki lengur Ijós-
ið í glugganum á verkstæðinu en
vissi þó að á bak við skítugar
gluggarúðurnar vom þaullærðar
hendur meistarans að meðhöndla
blautan leirinn og skapa úr honum
eitt meistarastykkið í viðbót eftir
fyrirmyndinni í huga hans.
Móðir mín hafði vaknað á undan
mér þennan morgun og ilmandi
kaffílyktin fyllti húsið af sætri ang-
an. Á öldum ljósvakans var Haukur
Morthens, nágranni minn, að
syngja hið fallega lag og ljóð Vorið
kom. Tónamir streymdu til dýpstu
uppsprettu gleði og auðmýktar og
fylltu hjarta mitt undarlegri lífsfyll-
ingu. Meðan þessi rómantíski og
sívinsæli söngvari sem staðið hefur
af sér alla rokkstorma síðustu ára
söng hið hugljúfa lag og ljóð um
vorið virti ég enn fyrir mér landið
úr glugganum mínum. Fjöllin vom
enn klædd drifhvítum klæðum vetr-
arins því að þótt vorið hefði komið
í dag var þó hægt að búast við
kulda til bæja og sveita. Þrestimir
sátu makindalega á greinum
trjánna með fulla maga af heilsu-
brauði frá Smára og Hauki í
Grensásbakaríi. Ég kinkaði kolli til
vorsins og sólin kyssti mig á fölan
vangann eftir langan vetur.
Einar Ingvi Magnússon
Þessir hringdu . . .
Músafælur fást
hjá Sambandinu
Agnar Hjartar hjá Búnaðar-
deild Sambandsins hringdi.
Hann vildi koma því á framfæri
vegna fyrirspumar um músafælur
að þær hafa fengist hjá Búnaðar-
deild Sambandsins. Þeir hafa selt
220 W músafælur sem gefa frá
sér hátíðnihljóð. Þær em að vísu
uppseldar eins og er en em vænt-
anlegar á næstunni og er verðið
í kring um 10 þúsund krónur.
Þakkir frá
Ástralíufara
Matthildur Björnsdóttir
hringdi:
„Mig langar að þakka Konu
fyrir hlý orð um greinar mínar
um Ástralíu og segja henni að hún
fái meira að heyra í framtíðinni".
Nýjar mjólkur-
hyrnur
Þ.H. hringdi:
„Mikið hefur verið fundið að
mjólkurhymum Samsölunnar hér
á vesturhominu að undanfömu, í
samtölum, greinum og skoðana-
könnunum þar sem 70% neytenda
dæma þær óhæfar. Forstjóri Sam-
sölunnar hefur nú svarað þessarri
gagnrýni fyrir alla framtíð. Hann
hefur skipt um lit á hymunum.
Segið þið svo að forstjórar opin-
berra stofnana á íslandi séu ekki
meðal snöllustu heila í heimi".
Úrslitaleikurinn
var sýndur á
Stöð 2
Heímir Karlsson íþróttaf-
réttamaður á Stöð 2 hringdi:
„Ég vil svara tveimur körfu-
boltaaðdáendum sem ekki sáu
úrslitaleikinn í bandaríska körfu-
boltanum á Stöð 2. í lok júní voru
sýndar tvær viðureignir af sex,
milli Los Angeles Lakers og Bos-
ton Celtics og þar á meðal síðasti
leikurinn sem réði úrslitum. Þann-
ig stenst ekki fullyrðing þeirra
að úrslitaleikurinn hafi ekki verið
sýndur".
Of mikil umferð
um Njálsgötu
6780-6212 hringdi:
„Ég heyrði það í fréttum á Rás
1 að 200 íbúar við Njálsgötu hefðu
mótmælt umferðarþunga við göt-
una. Ég vil taka undir þetta.
Umferð við Njálsgötuna er mjög
þung og mikið um tillitslausa
bílstjóra sem aka hratt og skeyta
ekki um gangandi vegfarendur.
Það eru tvö barnaheimili við
Snorrabrautina og fyllsta ástæða
til að bflstjórar sýni meiri vark-
árni og tillitssemi eða umferðar-
þunga verði létt af þessum götum
með einhveijum ráðurn".
Hlutdrægar
knattspyrnulýs-
ingar á Stöð 2
Knattspyrauunnandi á Akur-
eyri hringdi:
„Við knattspymuunnendur á
Akureyri viljum lýsa yfir óánægju
okkar með lýsingar íþróttafrétta-
manna á Stöð 2. Okkur fínst þeir
vera hlutdrægir og engu líkara
en þeir vonist til að Akureyringar
tapi leikjunum. Þetta eru margir
Akureyringar óánægðir með og
getur engan veginn talist sann-
gjamt".
Gul kisa týnd í
Breiðholti
Kona hringdi og sagðist hafa tap-
að læðu sem hún hafði í pössun
í Völvufélli í Breiðholti. Læðan,
sem er með gula snoppu og gul
á baki með ljósa bringu, hefur
verið týnd í tvær viklur og er hún
merkt eigendum sínum. Eigend-
umir búa á Hábergi 5, s: 73981
en em nú í burtu. Þeir sem kynnu
að hafa fundið læðuna em því
beðnir að hringja í síma: 71860.
Nýtt vatns-
salerni fyrir
veiðimenn
á Þingvöllum
Heimir Steinsson þjóðgarðs-
vörður á Þingvöllum hringdi:
„Ég vil byija á því að taka
undir hvatningarorð Þingvalla-
fara í Velvakanda 23.júlí, „Hreint
land- fagurt land“ og jafnfram
svara fyrirspum hans um salem-
isaðstöðu í þjóðgarðinum á
Þingvöllum.
Reist hefur verið vatnssalerni
fyrir veiðimenn niðri við Þing-
vallavatn, í Vatnskoti sem er
stærsta tjaldsvæðið við vatnið,
skammt frá Öfugsnáða þar sem
Þingvallafari gisti. Þetta er dálítið
hús með tveimur salemum og
tveimur handlaugum. Hlutaðeig-
andi hefur sennilega borið að
garði um það leiti sem verið var
að reisa vatnssalemið því gamla
salemið var þá tekið niður og það
nýja kom dálítið síðar. Aðstaðan
hefur því síður en svo versnað
heldur hefur hún verið bætt frá
því sem áður var.
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum
hefur auglýstan síma 99-2677 þar
sem beinlínis er óskað eftir ábend-
ingum af því tagi sem Þingvalla-
fari kom með og vil ég hvetja
alla Þingvallafara til að hringja í
þann síma ef þeim liggur eitthvað
á hjarta, til að fá skjót viðbrögð
og hægt sé að bæta sem fyrst
úr því sem miður fer“.
Eigum flestar gerðir
nýrra Lada-bíla til af-
greiðslu með stuttum
fyrirvara
SAFIR
199 þús.
SPORT
332 þus.
OPIÐ LAUGARDAGA 10-16
BIFREIÐAR & LANDBUNAÐARVÉLAR
Suöurlandsbraut 14 107 Reykjavík. sími 38600 10 línui