Morgunblaðið - 25.07.1987, Síða 44
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1987
44
+
ÍÞRÓTTIR UIMGLINGA
t
Keila ryður sér til
rúms á íslandi
Litið inn á unglinganámskeið í Ösjuhlíðinni
KEILA á nú vaxandi fylgi að
fagna meðal allra aldurshópa.
Aðsóknin að keilusalnum í
Öskjuhlíð hefur farið sívaxandi
og nú á að fara að opna annan
keilusai í Garðabænum.
Rúmlega 50 milljónir manna
stunda keilu í Bandaríkjunum
einum og nærri 10 milljónir keppa
reglulega á viðurkenndum mótum.
Líklegt er talið að uppruna nútíma-
keilu megi rekja til Þýskalands
langt aftur í aldir. Þar var hún
ekki stunduð sem íþrótt heldur sem
trúarleg athöfn. í mannkynssögu-
bókum má lesa að leikurinn barst
um Evrópu m.a. til Norðurlandanna
og loks til Bandaríkjanna þar sem
nú er höfuðvígi íþróttarinnar.
Arum saman hafa forsvarsmenn
keilu leitað viðurkenningar á íþrótt-
inni sem ólympíugrein. Það má því
telja merkisviðburð þegar banda-
ríska Olympíunefndin veitti keilu
fulla viðurkenningu sem Olympíuí-
þrótt í maí 1984. Búist er við að
Alþjóða-Ólympíunefndin samþykki
að keila verði sýningaríþrótt á leik-
unum í Seoul árið 1988 og fullgild
keppnisíþrótt árið 1992.
Vinsælt hjá krökkum
og unglingum
Keilufélag Reykjavíkur og keilusal-
urinn í Oskjuhlíð standa nú fyrir
keilunámskeiði fyrir unglinga. í
tengslum við þetta námskeið fer
fram keppni í allt sumar fyrir þátt-
takenduma og eru verðlaunin ekki
af verri endanum: Ferð til Englands
fyrir sex þá bestu á vegum Flug-
leiða. Umsjónarmaður unglingasíð-
unnar leit inn á námskeiðið einn
sunnudagsmorguninn og ræddi við
nokkra hressa þátttakendur.
KEILA
Mælum með keilu fyrir alla
- segja stöllurnar Guðrún Soffía Guðmundsdóttir og Anna Gísladóttir
ÞÓTT meirihluti þátttakenda á
námskeiðinu séu strákar eru
nokkrar stúlkur þar á meðal. Á
braut 1 hittum við fyrir þær
Guðrúnu Soffíu Guðmunds-
dóttur og Önnu Gísladóttur en
■> þær eru báðar þrettán ára
gamlar.
Þær hafa báðar spilað keilu í
nokkra mánuði og þegar þær
heyrðu um þetta námskeið ákváðu
þær að skella sér á það. Guðrún
spilar líka körfubolta með KR og
Anna hefur mjög gaman af sundi
en æfír ekki hjá neinu félagi. „Við
mælum með keilu fyrir alla því
þetta er íþrótt sem öll fjölskyldan
getur tekið þátt í saman," sögðu
þær stöllur og héldu áfram að þeyta
keilunum niður.
Æfingin skapar meistarann
Á næstu braut voru þeir Þorleifur
Jón Hreiðarsson, Páll Ingi Jóhann-
esson, Stefán Ásmundsson og
Ragnar Þór Jóhannesson í hörku-
keppni. Þeir gáfu sér þó tíma til
að ræða örlítið við blaðamanninnn.
Þeir félagamir eru úr Kópavogi og
Reykjavík og fyrir utan keilu er
knattspyma aðaláhugamál þeirra.
Þorleifur og Páll halda með Breiða-
blik en Ragnar og Stefán halda
með Val. Þeir piltamir em á aldrin-
um 12—14 áraogeru allir nýbyijað-
ir að spila keilu en ekki sögðust
þeir vilja segja hvor íþróttin væri
skemmtilegri. Aðalatriðið væri að
leggja sig allan fram enda skapaði
æfingin meistarann.
„Einbeftlngin mjög
nauðsynleg"
Sveinn Reynisson, Björn Vilhjálms-
son og Amar Þór Gestsson hafa
spilað keilu í tvö ár og segja að
keila sé uppáhaldsíþrótt þeirra.
Spumingunni hvað keiluspilari
þyrfti til bmnns að bera til að geta
orðið góður spilari svömðu þeir að
einbeitingin væri það allra nauðsyn-
legasta. Greinilegt var að leikurinn
milli þeirra félaga var í miklu jafn-
vægi því spenna var í loftinu þannig
að blaðasnápurinn forðaði sér
Nákvæmni og jafnvægi
Að lokum hittum við þijá hressa
KR-inga. Þeir heita Jón Þorsteinn
Guðmundsson, Kristinn Freyr Guð-
mundsson og Robert Spano. Þeir
hafa spilað keilu í rúm tvö ár en
einnig æfa þeir knattspymu með
KR. Jón og Robert em 15 ára en
Kristinn er 13 ára. Ekki vildu þeir
gera upp á milli þessara íþrótta-
greina og sögðu að gaman væri í
þeim báðum.
Fjör í keilu
Þessir krakkar vom ( keilu þegar unglingasíðan leit við í Öskjuhlíðinni. Allir vom sammála um að það væri mikið fjög
að leika keilu.
Sveinn Reynisson, Bjöm Vilhjálmsson og Amar Þór Bjömsson em hér á myndinni til vinstri en á hinni myndinni em Jón Þorsteinn Guðmundsson, Kristinn Freyr Guðmundsson og Robert Spano.