Morgunblaðið - 25.07.1987, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 25.07.1987, Qupperneq 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1987 Hallberg á Bessastöðum Ljósmynd/Guðmundur Kr. Jóhannesson. Knud Hallberg hefur verið sæmdur ýmsum viðurkenningum fyrir mikilvæg störf í þágu íslenskrar æsku, m.a. æðsta heiðursmerki ÍSÍ, og í vikunni sæmdi Forseti íslands hann riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu. Á mynd- inni eru frá hægri, Lise Wolfbrandt Hallberg, en móðir hennar var dóttir Marinós Hafstein sýslumanns, sem var bróðir Hannesar Hafstein, eiginmaðurinn Knud Hallberg, Forseti íslands frú Vigdís Finnbogadóttir, Sveinn Bjöms- son forseti ÍSÍ og Gísli Halldórsson formaður ólympíunefndar íslands og heiðursforseti ÍSI. Knud Hallberg sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu „ÉG var mjög undrandi, viöur- kenningin kom mér á óvart, en um leið var ég ánægður og þakklátur og það var okkur hjónum mikils virði að fá tækifæri til að heimsækja for- seta íslands, sem er gífurlega mikils metinn í Danmörku,'1 sagði Knud Hallberg arkitekt, en í vikunni sæmdi Forseti íslands frú Vigdís Finnboga- dóttir hann riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyr- ir mikil og farsæl störf að samskiptum danskra og íslenskra íþróttamanna í rúma þrjá áratugi. Knud Hallberg hefur greitt götu margra íslenskra knatt- spymufélaga í Danmörku síðan 1954, er hann tók á móti fyrsta ■■■I unglingaliðinu, en Steinþór þá var hann form- Guðbjartsson aður knattspymu- skrifar deildar Bagsværd. „Sigurður Halld- órsson heitinn var frumkvöðull- inn. Hann hafði ávallt trú á að kenna þeim yngri sem mest og vildi koma liðum í æfingabúðir erlendis, en Sigurgeir Guðmanns- son, sem nú er framkvæmdastjóri IBR, sá um bréfasambandið. Við höfðum haft náið samstarf við félög í Noregi, Svíþjóð og Vestur- þýskalandi og þegar auglýst var eftir liðum til að taka á móti ungl- ingaliði frá íslandi ákváðum við að taka enn frekar þátt í norr- ænni samvinnu og buðum 3. flokki KR á afmælismót Bagsværd. Árið eftir komum við til íslands og síðan höfum við haldið góðu og nánu sambandi við mörg íslensk félög," sagði Hallberg, sem er fæddur 24. júní 1916. Ánægjulegt samstarf Hallberg hefur staðið fyrir skipu- lagningu og móttöku íslenskra unglingaliða nær samfellt í rúma þíjá áratugi og þegar hann átti sæti í stjóm Knattspymusam- bands Sjálands vom mikil samskipti milli knattspymuliða sambandsins og íslenskra meist- araflokksliða að verulegu leyti vegna hans frumkvæðis. „Ég hef kynnst mörgum góðum mönnum héma, hef ekki eignast eins góða vini annarsstaðar og hefur það haft mikið að segja fyrir mig. Mér er minnisstætt, þegar Sigur- geir hringdi í mig einu sinni sem oftar, mig minnir árið 1962, og spurði hvort ég gæti ekki hjálpað Eyjamönnum. „Jú, jú,“ svaraði ég, „hvenær koma þeir?“ „Þeir em á leiðinni," svaraði Sigurgeir. Fyrir- varinn var ekki mikill, en ég tók á móti þeim og við fómm m.a. til Berlínar. Séra Jóhann Hlíðar var með liðinu og þetta vom ánægju- leg kynni, sem síðan hafa haldist. Það var líka gaman að horfa á landsleik Danmerkur og íslands 1959. Þetta var í undankeppni Ólympíuleikanna og Dönum nægði jafntefli til að komast í úrslitakeppnina í Róm. Úrslitin urðu 1:1 og Danir hlutu silfur- verðlaun á OL. Eftir leikinn sagði Ame Sorensen, landsliðsþjálfari Dana, að ég mætti hafa samband við sig hvenær sem væri til að kenna íslenskum strákum. Hann hafði kennt í æfingabúðum hjá mér tveimur ámm fyrr og þar á meðal vom nokkrir strákar úr KR, sem síðan léku í fyrmefndum leik gegn Dönum. Sorensen heitinn var mjög ánægður með íslensku strákana og var oft með í æfínga- búðum eftir þetta. Fyrr í sumar kom Sigurjón Er- lendsson með 5. flokk frá Siglu- firði og það vom mjög skemmti- legir strákar eins og allir, sem við höfum tekið á móti að ég tali ekki um kvennaliðið, sem kom fyrir nokkmm ámm.“ Áíslandií16. slnn Hallberg er nú í 16. sinn á ís- landi, en ferðimar hafa ekki alltaf verið í sambandi við knattspymu. Vegna víðtækrar þekkingar hans á dönskum byggingamálum, fékk bygginganefnd framkvæmda- áætlunar hann til að vera ráðgjafa sinn um byggingu þeirra 1250 íbúða, sem nefndinni var falið að byggja í Breiðholti á sjöunda ára- tugnum. „En knattspyman hefur ætíð verið mitt líf og yndi. Ég hef tekið á móti um 30 íslenskum lið- um, en síðustu árin hafa þau einkum komið til að taka þátt í „Odsherred Cup“, sem ég starfa mikið við. Fyrr í mánuðinum var mótið haldið í 7. sinn og vom tæplega 1200 jjátttakendur frá sjö þjóðum. Islendingar hafa ávallt unnið til margra verðlauna á þessu móti og í sumar fengu Siglfirðingamir fyrstu verðlaun fyrir framkomu utan sem innan vallar, besti leikmaður úrslitaleiks 3. flokks var frá íslandi og einnig sá besti í 3. flokki. Þetta er ekki síður ánægjulegt fyrir mig og ég vona að mér endist heilsa til að halda þessu starfi lengi áfram,“ sagði Knud Hallberg, sem hefur verið formaður Asnæs í mörg undanfarin ár, en lét af þeim störfum í byijun ársins. ÍÞRÓTTIR HELGARINNAR Meistara- mótið í frjáls- um ber hæst Fimm leikir í 1. deildinni í knattspyrnu HÁTT í 200 frjálsíþróttamenn hafa tilkynnt þátttöku í Meist- aramóti íslands, sem háð verður í Laugardal í Reykjavík um helgina. Eru nær allir beztu frjálsíþróttamenn landsins þar á meðal. Miðað við skráningar eru frá 6 og upp í 13 keppendur í grein og má búast við tvísýnni keppni í mörgum þeirra. Til dæmis eru 8 keppendur í sleggjukasti, en um langa hríð hafa keppendur í þeirri grein verið a.m.k. helmingi færri. Keppt er í 30 greinum karla og kvenna. Meðal keppenda eru Einar Vilhjálmsson UIA, Helga Halldórsdóttir_ KR, Ragnheiður 01- afsdóttir FH, íris Grönfeldt UMSB, Þórdís Gísladóttir HSK; Eggert Bogason FH og Oddný Arnadóttir ÍR. Tímaseðill mótsins er svohljóðandi: Laugardagur: 14.00 Mótssetning 14.05 400 grind karla, stangarstökk, spjót kvenna, hástökk kvenna 14.20 400 gr. kvenna, kúla karla, langstökk karla 14.30 200 karla undanrásir 14.45 200 kvenna undanrásir 15.00 5000 karla 15.15 Spjótkast karla 15.25 Kúluvarp kvenna 15.30 200 karla úrslit 15.37 200 kvenna úrslit 15.45 800 karla 16.00 800 kvenna 16.10 3000 kvenna, sleggjukast 16.30 4x100 karla 16.40 4x100 kvenna Sunnudagur: 14.00 110 grind karla, hástökk karla, kringla karla, langstökk kvenna 14.15 100 grind kvenna, undanrásir 14.35 100 kvenna, undanrásir 14.50 100 karla, undanrásir 15.05 400 kvenna, kringla kvenna 15.10 1500 kvenna 15.15 Þrístökk 15.25 100 grind kvenna, úrslit 15.40 100 karla, úrslit 15.47 100 kvenna, úrslit - 15.55 1500 karla 16.10 400 karla Mánudagur: 18.30 Fimmtarþraut karla 18.40 3000 hindrun 19.15 4x400 kvenna 19.35 4x400 karla QoH Landsmótið í golfi hefst á Jaðar- svelli Golfklúbbs Akureyrar á mánudaginn og er getið sérstaklega um það á síðunni hér við hliðina. Steinunn Sæmundsdóttir, ís- landsmeistarinn frá því í fyrra í kvennaflokki, ver ekki íslandsmeist- aratitilinn á Akureyri. Hún verður ekki með á mótinu. Knattspyma Fimm leikir eru á dagskrá 1. deild- arinnar í knattspymu. Fjórir leikir eru á morgun á einn á mánudags- kvöld. Kl. 20.00 hefjast eftirtaldir leikir: ÍBK-Valur, KA-Víðir, Fram- ÍA, Völsungur-Þór. Á mánudags- kvöldið kl. 20.00 leika svo FH og KR í Hafnarfirði. Þess skal getið að aðalhlið Laugardalsvallar verður lokað, og verður gengið inn á völl- inn að norðanverðu (nær sundlaug- unum). I 2. deildinni eru fjórir leikir: Sel- foss-ÍBÍ, Einherji-KS og ÍBV-Leift- ur. Allir heflast þeir kl. 14.00. Gull- og Silfurmótið í knattspymu verður sett í dag kl. 10.00 fyrir hádegi á Kopavogsvelli. Þetta er mót fyrir 3. flokk kvenna. í dag verður leikið il kl. 18.00. Keppni hefst svo að nýju á morgun kl. 10.00 og stendur riðlakeppnin til 14.40. Þá hefst keppni um sæti og úrslitaleikurinn sjálfur á að hefjast kl. 16.40. Sund Aldursflokkameistaramótið hófst í Vestmannaeyjum í gærkvöldi og stendur yfir í dag og á morgun. FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR SjökeppaíRóm SJÖ frjálsíþróttamenn hafa verið valdirtil að keppa á heimsmeistaramótinu í frjáls- íþróttum sem fram fer í Róma- borg 29. ágúst til 6. september. eir sem valdir hafa verið til fararinnar em spjótkastaramir Einar Vilhjalmsson, Sigurður Ein- arsson og íris Grönfeldt. Vésteinn Hafsteinsson keppir í kringlukasti, Þórdís Gísladóttir í hástökki, Ragn- heiður Ólafsdóttir í 3000 metra hlaupi og Helga Halldórsdóttir keppir í 100 og 400 metra grinda- hlaupi. Þrír þjálfarar fara með hópnum til Ítalíu, þeir Þráinn Hafsteinsson, Stefán Jóhannsson og Erlendur Valdimarssom Ágúst Ásgeirsson, formaður FRÍ, verður fararstjóri. Tvö á EM unglinga Tveir keppendur fara héðan á EM unglinga sem haldið verður í Birm- ingham dagana 6. til 9. ágúst. Frímann Hreinsson úr FH mun keppa þar í 10.000 metra hlaupi og Guðrún Amardóttir úr UBK keppir í 100 og 200 metra hlaupi. Fararstjóri verður Jón Sævar Þórð- arson. Keppt um helgina Fjórir ftjálsíþróttamenn keppa í norrænni fijálsíþróttakeppni sem fram fer í Danmörku um helgina. Keppnin fer fram í Esbjerg og þar tefla íslendingar og Danir fram sameiginlegu liði gegn Svíum, Norðmönnum og Finnum. Tveir keppendur em í hverri grein. Þeir sem fara héðan em Frímann Hreinsson úr FH, sem keppir í 5.000 metra hlaupi, Jón Amar Magnússon úr HSK, sem keppir í 100 m hlaupi, Ólafur Guðmundsson úr HSK, en hann keppir í lagstökki og Svan- hildur Kristjónsdóttir úr UBK sem keppir í 100 og 200 m hlaupum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.