Morgunblaðið - 25.07.1987, Qupperneq 48
Framtíð
ER VIÐ SKEIFUNA
aana
$ SUZUKI
19 DAGAR
KRINGWN
Kt5IHeNM
LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1987
VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR.
Flugslysið við
Blonduós:
Orsakir
slyssins
ókunnar
EKKERT lig-gur fyrir um orsakir
flugslyssins, sem varð við
Blönduós á fimmtudag þegar litil
eins hreyfils vél af gerðinni Pip-
er PA-28 hlekktist á skömmu
eftir flugtak með þeim afleiðing-
um að fjórir menn biðu bana.
Flugvélin var flutt til Reykja-
víkur til frekari rannsóknar eftir
að starfsmenn Loftferðaeftirlitsins
og Flugslysanefnd höfðu kannað
aðstæður á slysstað og aflað upplýs-
-'inga um ferðir vélarinnar og
veðurskilyrði. Að sögn Péturs Ein-
arssonar, flugmálastjóra, er ekki
að vænta niðurstöðu rannsókna um
hvað olli slysinu fyrr en eftir einn
til tvo mánuði.
Glæfra-
Jegt flug
í slæmu
skyggni
Seifömi.
HEIMILISFÓLKIÐ á Selparti í
Gaulveijabæjarhreppi hrökk
ónotalega við þegar það var í
síðdegiskaffi síðastliðinn mið-
vikudag er stór tveggja hreyfla
flugvél flaug rétt yfir bæinn úr
norðaustri. Fólkið sá vélinni
bregða fyrir út um eldhús-
^gluggann og horfði á eftir henni
þar sem hún hvarf út yfir hafið
í þoku.
Mjög lágskýjað var þegar þetta
átti sér stað og auðséð að flugmað-
urinn flaug sjónflug undir þokunni
í mjög lítilli hæð. Einn heimilis-
manna sagðist hafa tekið eftir
grænum röndum á stéli vélarinnar
og það hefði ekki mátt miklu muna
að hún rækist á súrheystuminn.
Þau hefðu alveg eins átt von á því
að vélin færi niður suður undan
bænum.
Sig. Jóns.
Morgunblaðið/Snorri Snorrason
Heyskapurá Brekku íMjóafírði
Hæstiréttur staðfestir
frávísun Hafskipsmáls
Fallist á röksemdir Sakadóms varðandi vanhæfí Hallvarðar
HÆSTIRÉTTUR kvað í gær upp
dóm í frávísunarmáli forráða-
manna Hafskips og ákæruvalds-
ins. Meirihluti Hæstaréttar
staðfesti frávísunardóm Saka-
dóms og að Hallvarður Ein-
varðsson ríkissaksóknari væri
vanhæfur til að Qalla um Haf-
skipsmálið vegna tengsla sinna
við Jóhann S. Einvarðsson, fyrr-
um varaformann bankaráðs
Útvegsbankans. Sérstakur sak-
sóknari í málinu verður skipað-
ur innan skamms.
Hæstirettur skiptist í áliti sínu.
Meirihluti dómsins féllst á forsend-
ur Haralds Henrýssonar sakadóm-
ara með frávísun frá héraðsdómi
og tók undir röksemdir hans.
Helstu röksemdir Haralds fyrir
vanhæfí Hallvarðs vom þær, að
þar eð hinir fjórir ákærðu séu
ákærðir fyrir alvarleg brot, sem
beinist að hagsmunum Útvegs-
bankans, hafí bankaráðið mikilla
hagsmuna að gæta um úrslit máls-
...
Hollendingar sleppa sex
selum við Grímsey í dag
Fluttir með leiguflugi frá Hollandi
HÓPUR hollenskra náttúru-
verndarmanna mun í dag
sleppa sex selum í sjóinn við
Grimsey, ef veður leyfir. Að
þessu stendur Selaverndunar-
stofiiun Hollands og er flöldi
hollenskra blaðamanna í föru-
neyti selanna. Selimir og fólkið
koma í dag frá Amsterdam til
Akureyrar með Fokker flugvél.
Tvær Twin Otter vélar flytja
seli og menn síðan til Grimseyj-
ar.
Um er að ræða fíóra vöðuseli
og tvo hringanóra, sem flæktust
suður á bóginn frá heimakynnum
sínum í Barentshafí og Jan May-
en-svæðinu í ætisleit. Selimir hafa
fundist nær dauða en lífí af hungri
við strendur Belgíu, Hollands og
Þýskalands á undanfömum vikum
og mánuðum.
Lenie Hart, sem stofnaði sela-
spítalann, sem stofnunin rekur,
fyrir sextán ámm síðan, kom
hingað í gær til þess að undirbúa
komu hópsins og selanna. Þetta
er í fjórða skiptið sem hún sleppir
selum við íslands strendur. Hing-
að til hefur hún þó ekki haft fleiri
en einn sel með sér í farteskinu.
Lenie, sagði í samtali við Morg-
unblaðið, að fjöldi fólks hvað-
anæva léti stofnunina vita ef selur
strandaði svo þau gætu komið
honum til bjargar. Tekist hefði
að bjarga tuttugu selum frá dauða
á þennan hátt. Aðalstarf stofnun-
arinnar væri þó að þjarga hol-
lenska landselsstofninum sem
hefði verið í mikilli útrýmingar-
hættu undanfarið.
Sjá Akureyrarsíðu bls. 27.
ins, auk þess, sem málefni skipafé-
lagsins hafí oft borið á góma á
fundum ráðsins. Taldi hann að þar
með væri Hallvarður vanhæfur til
að fjalla um málið vegna bróður-
tengslanna við Jóhann.
Einn dómaranna greiddi sérat-
kvæði og komst að gagnstæðri
niðurstöðu. í fyrsta lagi taldi hann
að vísa ætti frávísunarkröfunni frá
héraðsdómi, þar eð dómsmálaráð-
herra ætti endanlegt umsagnar-
vaid um það hvort þörf væri á að
skipa sérstakan ríkissaksóknara. í
öðru lagi taldi hann, ef taka ætti
afstöðu til hæfísins, ekkert benda
til tengsla ríkissaksóknara við
vamaraðila málsins, er gerði hann
vanhæfan.
í samtali við Morgunblaðið sagði
Þorsteinn Geirsson ráðuneytis-
stjóri dómsmálaráðuneytisins, að
Jón Sigurðsson dómsmálaráðherra
myndi innan tíðar taka ákvörðun
um val á sérstökum saksóknara í
Hafskips- og Útvegsbankamálinu.
Hvort hér yrði um sama aðilann
að ræða, væri ekki hægt að full-
yrða að svo stöddu.
Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir
náðist ekki í Hallvarð Einvarðsson
ríkissaksóknara í gær, en hann er
erlendis. Ekki náðist heldur í neinn
hinna ákærðu.
Sjá bl. 18.