Morgunblaðið - 11.09.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.09.1987, Blaðsíða 1
72 SÍÐUR B/C 204. tbl. 75. árg. FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1987 Prentsmiðja Morgunblaðsins De Cuellar bindur vonir við friðarför Átök magnast á Persaflóa: London, Sameinuðu þjóðunum, Reuter. ÁTÖK á Persaflóa mögnuðust í gær í þá mund sem Javier Perez de Cuellar, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, lagði af stað til að leita sátta milli íraka Danmörk: Jorgensen segir af sér formennsku Kaupmannahöfn, Reuter. ANKER Jargensen tilkynnti í gær að hann ætlaði að segja af sér formennsku í flokki jafnað- armanna. Jafnaðarmannaflokk- urinn tapaði tveimur þingsætum í kosningunum í Danmörku á þriðjudag. Þiýst hefur verið á Jorgensen að segja af sér eftir að hafa gegnt formennsku í Jafnaðarmanna- flokknum í fimmtán ár. „Við verðum ætíð að virða raddir kjós- enda,“ sagði Jargensen á flokks- fundi. Hann lagði til að Svend Auken, varaformaður, yrði arftaki sinn, en það verður að ákveða á landsþingi flokksins. Minnihlutastjóm Pouls Schluter forsætisráðherra hélt velli í kosn- ingunum. Schluter komst til valda árið 1982 eftir að jafnaðarmenn höfðu setið við stjómvölinn í ára- tugi. Jorgensen var leiðtogi danska verkamannasambandsins áður en hann varð formaður Jafnaðar- mannaflokksins árið 1972. Sama ár varð hann forsætisráðherra. Stjóm hans fór frá árið 1973, en komst aftur til valda árið 1975 og sat til ársins 1981. Sjá einnig bls. 21. Verity hyggst stórauka viðskipti við Sovétríkin Washington, frá Jóni Ásgeiri Sigurðssyni, Öldungadeildarþingmenn voru einkar vingjamlegir í garð Williams Verity á nefndarfundi í gærmorgun, þar sem hann skýrði frá áformum sinum í emb- ætti viðskiptaráðherra. Við- skiptanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings lagði blessun fréttaritara Morgunblaðsins. sína yfir tilnefningu Veritys og hann hlýtur eflaust sömu með- ferð þegar öldungadeildin sjálf tekur afstöðu til embættishæfni hans. Hvalavinir höfðu spáð að þingmenn mundu spyija Verity um afstöðu til hvalveiða, en úr þvi varð ekki. Viðskiptaráðherrann væntanlegi kvaðst alls ekki hafa gert sér grein fyrir umfangi og viðfangsefnum þeirrar deildar ráðuneytisins sem Qallar um sjávarútveg, veðurrann- sóknir og skyld mál (NOAA). Hann sagðist harma að Dr. Anthony Calio sjávarútvegsráðherra og fráfarandi yfírmaður NOAA skyldi hafa sagt af sér einmitt núna. Verið væri að leita að eftirmanni Dr. Calio, en sá maður þyrfti að hafa staðgóða vísindaþekkingu og vera afburða stjómandi, vegna þess hve NOAA- deildin, sem fær helming allrar fjárveitingar til viðskiptaráðuneyt- isins, er flókin og margþætt. Væntanlegur viðskiptaráðherra fyrir þingnefnd: og írana. Kvaðst de Cuellar von- góður um að för sín bæri ávöxt er hann hélt frá New York. írakar tilkynntu að þeir hefðu gert stöðugar loftárásir á bæi í íran annan daginn í röð og sögðu að þeir myndu ekki láta staðar numið fyrr en íranar hlýddu áskorun Sam- einuðu þjóðanna um vopnahlé. íranar sögðu að 61 maður hefði beðið bana eða særst í árásunum. íranskir herbátar réðust á olíu- flutningaskip frá Kýpur. Einnig gerðu Iranar áhlaup á bæ í suður- hluta íraks og vörpuðu sprengjum linnulaust á borgina Basra. Sagði einn íbúa Basra að hann myndi ekki eftir öðru eins sprengjuregni frá því Persaflóastríðið hófst. Líbýumenn og írakar gáfu í gær út sameiginlega yfirlýsingu þar sem skorað var á írana að hlýða kalli um vopnahlé. Morgunblaðið/Ásgeir Sigurðsson Ernest Hollings, John Danforth og aðrir öldungadeildarþingmenn könnuðu embættishæfni Williams Verity (innfellda myndin) í gærmorgun. Hann hlaut einróma stuðning nefndarmanna og tekur þvi á næstunni formlega við embætti viðskiptaráðherra. Stjórn Khomeinis mótmælt í Evrópu: Ráðist á sendiráð Irana í Osló Reuter Þrír íranskir mótmælendur yfirgefa sendiráð írans í Osló, sem þeir lögðu undir sig í þijár klukkustundir í gær. Á borðanum stendur „Veitið öllum póiitískum föngnm í íran frelsi“. Osló, Reuter. VINSTRI sinnaðir íranar rudd- ust vopnaðir byssum inn f íranska sendiráðið í Osló í gær og héldu því í þijár klukkustundir áður en þeir gáfust upp. Særðu þeir sendiráðunaut írana með hnífi. Tor Nesvold, talsmaður lögregl- unnar í Osló, sagði við blaðamenn að tíu karlmenn og ein kona hefðu ráðist inn í sendiráðið til að mót- mæla meðferð fanga í fran og tekið sjö menn í gíslingu, þar af tvö böm. Einu skoti var hleypt af áður en íranamir, sem eru félagar samtaka skæruliða, gengu út ásamt gíslum sínum og gáfust upp. Hafði norska lögreglan þá umkringt bygginguna. Árásin á sendiráðið var liður í samræmdum aðgerðum samtaka írana, sem berjast gegn stjóm Aya- tollahs Ruollah Khomeinis erki- klerks, í borgum víða um Evrópu. Félagar samtakanna hafa sætt of- sóknum og verið handteknir og teknir af lífí frá því að Mohammed Reza Palevi íranskeisara var steypt af stóli árið 1979. Aftur á móti börðust samtökin með múhameðs- trúarmönnum gegn keisaranum. Lögreglan í Frankfurt í Vestur- Þýskalandi handtók níu írana, sem gereyðilögðu skrifstofu flugfélags- ins Iran Air í borginni. í París var ráðist inn í skrifstofu sama flugfé- lags. Brutu mótmælendur þar glugga og héldu á lofti borðum, sem á vom letruð vígorð gegn klerka- stjóminni í íran. Einn gíslanna í íranska sendi- ráðinu í Osló sagði að byssumenn- imir hefðu barið þá og greitt litlum dreng, sem brást ókvæða við þegar móður hans var misþyrmt, bylm- ingshögg í höfuðið. „Lögreglan var afar svifasein og við ætlum að kvarta." Blaðamaður, sem býr gegnt sendiráðinu, sagði að átta eða tíu menn hefðu komið í bifreið. Einn hefði rifíð dyr sendiráðsins upp og hinir níu ráðist til inngöngu. Tutt- ugu mínútum síðar hefðu sex menn til viðbótar komið aðvffandi og fylgt í fótspor hinna. Lögreglan kvað aðeins ellefu menn hafa tekið sendi- ráðið á sitt vald. Sagði hún að nokkrir árásarmannanna hefðu haft sænska pappíra og hefði að líkind- um verið veitt pólitískt hæli. Þingmenn spurðu Verity í þaula um afstöðu hans til þess að blanda saman viðskiptum og stjómmálum, það er að segja að haga viðskiptum í því augnamiði að ná pólitískum árangri. Varð þeim tíðrætt um lög sem leggja hömlur á viðskipti við Sovétríkin vegna takmarkaðs ferðafrelsis gyðinga þaðan. Verity kvaðst vilja tryggja mannréttindi gyðinga í Sovétríkjunum en benti jafnframt á að Sovétríkin væm næststærsti markaður í heimi og engu hægt að breyta með því að vilja ekki versla við þau. Emest Hollings formaður viðskiptanefnd- arinnar sagði að þótt George Schultz utanríkisráðherra telji möguleika á því að skilja sundur viðskipti og stjómmál, sé það samt sem áður fráleitt að nota ekki við- skipti í áhrifaskyni. William Verity sagði að helsta verkefni sitt yrði að gera Banda- ríkin að nýju samkeppnishæf á heimsmarkaðnum og að treysta einkarekstur í sessi innanlands. Hann kvaðst ætla að taka upp þráð- inn þar sem Malcolm Baldridge, forveri hans, hvarf frá. Ráðherrann væntanlegi vill eindregið stórauka viðskiptin við Sovétríkin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.