Morgunblaðið - 11.09.1987, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 11.09.1987, Blaðsíða 38
38 fcik í fréttum MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1987 Cosby-stelpan er orðin stjama w I„Fyrirmyndarföður“ er hún fyr- irmyndardóttirin Denise Huxtable, sæt og saklaus pabba- stelpa. En í fyrstu kvikmynd sinni, „Angel Heart", er hún Epiphany Proudfoot, táningur sem tekur þátt í voodoo-galdramessum í New Orleans; og kynlífssena hennar með Mickey Rourke þótti svo mögnuð að myndin fékkst ekki sýnd í Bandaríkjunum fyrr en eftir að hún hafði verið klippt töluvert til. Hún heitir Lisa Bonet, og er ein skærasta stjaman í Banda- rílqunum í dag, aðeins 19 ára gömul. Hún er fyrst og fremst þekkt fyrir leik sinn með Bill Cos- by í „Fyrirmyndarfoður", en með frammistöðu sinni í „Angel He- art“ hefur hún sýnt og sannað að hún er hæfíieikarík leikkona, en ekki bara sæt stelpa sem nýtur góðs af vinsældum Bills Cosbys. Það var ekki auðveld ákvörðun fyrir Lisu að leika í „Angel He- art“, og hún var ekki viss um að Bill Cosby hugnaðist hlutverk hennar í myndinni. Þegar á hólm- inn var komið fann Lisa hins vegar ekki fyrir neinum erfiðleik- um með að leika hlutverk sem var ekki bara erfitt, heldur eins gjör- ólíkt hlutverki Denise Huxtable og framast var unnt. Hún þakkar það að hluta til því að hún stund- ar hugleiðslu, sem hún segir að hjálpi sér við að einbeita sér, og að halda ró sinni. Þá segir hún að það hefði ekki verið neinum erfíðleikum bundið að leika á móti Mickey Rourke, en hann hefur ekki alltaf þótt auðveldur í samstarfí. Lisa hefur nám nú í haust við Kalifomíuháskóla, þar sem hún hyggst læra heimspeki. Þá hyggst Lisa spreyta sig í aðalhlutverkinu í nýrri sjónvarpsþáttaröð sem hefst í haust, og heitir „A Differ- ent World". Það verður sjónar- sviptir af Lisu úr Cosby-fjölskyld- unni, en hún er nú fullfær um að standa á eigin fótum, og þarf ekki lengur á föðurlegum ráðlegg- ingum Cliffs gamla Huxtables að halda. Lisa Bonet. Prinsessa í peningavandræðum Prinsessan af Kent, María Kristín, tilheyrir bresku kon- ungsfjölskyldunni, og því telur hún réttilega að um hana gildi ekki sömu reglur og um óbreytt al- þýðufólk. Þetta geta ekki allir skilið, og nú eru einhveijir aurapúkar í Karabíska hafínu að angra prins- essuna með þeim ósvífnu kröfum að hún borgi fyrir sig fæði og hús- næði. Þannig er mál með vexti að vin- ur Maríu Kristínar og maka hennar, Mikjáls prins, er forríkur fjárafla- maður, Peter de Savary að nafni. Hann átti skemmti- og gististaðinn St. James’s Club á smáeynni Ant- igua, og hann leyfði þeim Maríu Kristínu og Mikjáli að gista þar frítt í fínni svítu, þó að öllu jöfnu fengi fólk að borga 40.000 íslen- skar krónur fyrir nóttina þar. Síðan gerðist það að staðurinn skipti um eigendur, en prinsessan af Kent hélt þó áfram að heiðra hann með konunglegri nærveru sinni. Nýi eig- andinn, arabíski olíukóngurinn Amin Dhalawi, kunni hins vegar ekki gott að meta, og tilkynnti prinsessunni að hún gæti annað- hvort borgað eða hypjað sig. María Kristín tók síðari kostinn, enda óvön slíkri ókurteisi, og svo hafa þau hjónin ekki nema um 5 milljónir íslenskra króna í árstekjur, sem varla hrekkur til að halda uppi þeim lífsstíl sem fólk í hennar stöðu verð- ur að temja sér. Þetta eru ekki einu hremming- amar sem prinsessan hefur lent í á Antigua, því áform hennar um að reisa sér íburðarmikla einkavillu við ströndina runnu út í sandinn vegna fátæktar hennar. María Kristín var búin að ráða arkitekt, sem teiknaði húsið eftir fyrirmælum hennar með hringlaga herbergjum, og risastórri gylltri styttu af höfr- ungi við einkasundlaugina. Húsið átti að slá út sumarbústað Margrét- ar prinsessu á eyjunni Mustique í nágrenninu. Byggingameistarinn John White var búinn að reikna út kostnaðinn, sem hljóðaði upp á rúm- ar 40 milljónir króna, en prinsessan vildi þó aldrei ræða fjármál við hann. Það kom hins vegar á daginn að María Kristín átti hvergi nærri næga peninga í handraðanum til að borga villuna sína, og hvorki landeigandinn eða byggingameist- arinn voru reiðubúnir að hlaupa undir bagga hjá prinsessunni. Pierre Karólínuson með mömmu og afa. Reuter Af einkamálum Mónakófólks að er hætt við að slúðurdálka- höfundar um allan heim yrðu daufír í dálkinn ef bamanna hans Rainiers Mónakófursta nyti ekki við. Albert prins hefur hingað til verið nokkur eftirbátur systra sinna í ástar- og hneykslismálum, en hann virðist nú eitthvað vera að bragg- ast, strákurinn. Hann hefur sést undanfarið með bandarískri konu, Mary Wayte að nafni, og telja fróðir menn að trúlof- un sé á næsta leyti. Þau kynntust í hádegismatarboði hjá Rainier gamla í Monte Carlo, og hafa verið meira og minna saman síðan þá. Núna síðast sáu blaðasnápar þau skötuhjúin saman í Saint Moritz í svissnesku Ölpunumj og tókst að festa þau á fílmu. Arangurinn af þeirri myndatöku sést hér að ofan, og þó að myndin gæti verið skýr- ari, vonum við að lesendur fái einhveija hugmynd um unnustu prinsins. Fyrst farið er að minnast á furstabömin er ekki úr vegi að birta mynd af nýjasta afkomanda furst- ans, honum Pierre Karólínusyni. Karólína fékk að yfírgefa fæðingar- heimilið núna á mánudaginn, og þá smellti ljósmyndari Reuter- fréttastofunnar mynd af henni ásamt afkvæminu og furstanum föður hennar. Albert prins og kærastan, Mary Wayte. María Kristín, prinsessan af Kent, á nú í aurabasli. María Kristín á því hvergi innan- gengt á eyjunni Antigua um þessar mundir, og leitar nú logandi ljósi að sumarlejrfísstað þar sem menn kunna betur að meta nærvist aðal- borins úrvalsfólks.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.