Morgunblaðið - 11.09.1987, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.09.1987, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1987 23 Sovétríkin: Fleiri gyðingar fá áritun Moskvu, Reuter. NÚ HEFUR sjö gyðingum í við- bót verið heitið vegabréfsáritun til að yfirgefa Sovétríkin, að sögn andófsmannsins Vladimir Slepak. Allir höfðu mennimir beðið árum saman eftir þessari heimild. Vlad- imir Prestin útvarpsvirki hafði beðið í 16 ár en fékk ekki leyfi á þeirri forsendu að hann byggi yfir ríkis- leyndarmálum. Hann flytur nú til ísraels en sumir hinna fara til ætt- ingja sinna í Bandaríkjunum. Slepak, sem einnig er útvarps- virki, heftir þurft að bíða í 17 ár og hann var ekki á meðal þeirra sem nú fengu brottfararleyfí. Jósef Begun, einn frægasti andófsmaður- inn af gyðingaættum í Sovétríkjun- um, sagði á mánudag að yfírvöld hefðu haft samband við sig og sagt sér að fylla út eyðublöð fyrir um- sókn um vegabréfsáritun. Tyrkland: Þingkosningar verða 1. nóvember Ankara, Reuter. ÞING Tyrklands samþykkti í gær að boða til þingkosninga þann 1. nóvember næstkomandi þrátt fyrir kröftug mótmæli stjómar- Moskva: Gyðingar opna bókasafn Moskva, Reuter. FYRSTA almenna bókasafn gyð- inga sem leyft er í Moskvu eftir strið opnaði i ibúð i gær. í safninu eru bækur sem fjalla um sögu og menningu gyðinga. Bækurnar eru á hebresku, ensku og rússnesku. Safnið á um 500 bækur sem allar eru gjafir frá einstaklingum og er það rekið með gjafafé frá gyðingum. Að sögn forráðamanna eru þeir sem að safninu standa ekki gyðingar sem neitað hefur verið um að fara frá Sovétríkjunum heldur er hér aðeins um að ræða gyðinga sem áhuga hafa á að læra meira um uppruna sinn og trú. „Það sem við viljum er staður þar sem við getum komið og fræðst og rætt um trú okkar og menningu," segir Miriam Lieber einn aðstandenda safnsins. andstæðinga. Turgut Ozal, forsætisráðherra Tyrklands, boðaði til kosninganna tólf mánuðum áður en fímm ára kjörtímabil hans rennur út. Leið- togar flokka stjómarandstæðinga mótmæltu þessari ákvörðun harð- lega og töldu að tími til undirbún- ings væri ónógur. Hægri flokkur- inn, „Einstigi sannleikans" (True Path Party), hótaði að hundsa kosn- ingamar og sakaði ríkisstjómina um að beita meirihluta sínum á þingi til að þröngva í gegn ólýðræð- islegum ákvörðunum. Tyrkir samþykktu fyrr í þessari viku að leyfa fyrrum stjómmálafor- ingjum að taka aftur þátt í þjóð- málabaráttu í landinu en Turgut Ozal hafði lagst gegn því. Leið- togunum hafði verið meinuð stjóm- málaþátttataka fram til ársins 1992. Þegar niðurstöður þjóðarat- kvæðagreiðslunnar lágu fyrir afréð Ozal að boða til þingkosninga. Flokkur forsætisráðherrans, Föður- landsflokkurinn, hefur traustan meirihluta á þingi og er talið víst að hann sigri í þingkosningunum 1. nóvember. Sjaldséður gestur Fuglaáhugamenn eru óvíða fleiri en i Bret- I fugl, sem hefur aðeins sést 20 sinnum i Bret- landi og þeir eru ekki vanir að láta sig vanta landi á síðustu 200 árum. Fuglinn er af lóu- þegar eitthvað forvitnilegt er á ferðinni. Fyrir eða snípuætt, skyldur sendlingnum okkar, og skömmu söfnuðust þeir hundruðum saman í I hefur villst af réttri leið. Á sumrin unir hann Sandvíkurflóa í Kent en þá hafði spurst út, að sér i Norðaustur-Síberíu en heldur á haustin þar í fjörunni gæti að lita sjaldséðan gest, vað- I til hlýrri heimkynna við sunnanvert Kyrrahaf. Hulimní svipt af stríðsglæpunum 17 þjóðir strí ðsglæpanef ndar SÞ þinga í lok þessa mánaðar Sameinuðu þjóðunum, Reuter. SÍÐAR i þessum mánuði verður haldinn fundur fulltrúa þeirra 17 þjóða sem aðild áttu að striðsglæpanefnd Sameinuðu þjóðanna og er gert ráð fyrir að niðurstöður hans verði að heim- ila öllum aðgang að gögnum nefndarinnar. Nú geta eingöngu ríkisstjómir fengið aðgang að skjölum stríðsglæpanefndarinnar. Skjölin innihalda nöfn 40.000 stríðsglæpa- manna auk nafna sjónarvotta að stríðsglæpum. Var þessum upplýs- ingum safnað á árunum 1943-1948. Gögnunum var komið til Sameinuðu þjóðanna þegar nefndin var lögð niður árið 1948. ísrael hóf baráttu fyrir því að skjöl þessi yrðu gerð opinber á síðasta ári. Fulltrúi ísraels hjá SÞ komst að því að þessar upplýsingar vora til hjá SÞ er hann kannaði stríðsferil Kurts Waldheim á meðan á kosningabaráttu Waldheims stóð á síðasta ári. Eftir að ísrael krafðist þess að skjölin yrðu gerð opinber kannaði Perez de Cuellar hug þjóðanna 17 sem hlut áttu að nefndinni. Flestum fannst að gera mætti skjölin opin- ber en sumar þjóðir vildu að sagnfræðingar könnuðu skjölin áð- ur en þau kæmu fyrir sjónir almennings. Perez de Cuellar mun ræða við fulltrúa frá þjóðunum 17 í kringum 22. september þar sem líklegt þyk- ir að niðurstaða fáist í málinu. REYKJAVIK AKUREYRI NJARÐVIK OSA'SiA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.