Morgunblaðið - 11.09.1987, Síða 36

Morgunblaðið - 11.09.1987, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1987 Minning: Elsa Steinunn Sigurgeirsdóttir Fædd 29. júní 1932 Dáin 31. ágúst 1987 Kveðja frá samstarfsfólki í dag, föstudaginn 11. septem- ber, kveðjum við hinstu kveðju starfsfélaga okkar, Elsu Sigurgeirs- dóttur, sem lést á Grensásdeild Borgarspítalans 31. ágúst. , Elsa fæddist 29. júní 1932, dótt- ir hjónanna Dagmar Bjamarson og Sigurgeirs Steindórssonar, sem ættaður var frá Ámeshreppi á Ströndum. Móður sínna missti Elsa árið 1939 en þá gekk henni í móður- stað Vilhelmína Tómasdóttir, sem varð eiginnkonna Sigurgeirs árið 1941. Vilhelmína lifír dóttur sína, sjálf á sjúkrabeði, og er missir henn- ar mikill, því þær mæðgur héldu saman heimili og vom hvor annarri félagar síðustu árin. Ekki fór fram- hjá neinum að Elsa bar mikla umhyggju fyrir móður sinni og þar á milli var hlýtt samband. Árið 1948 réðst Elsa til starfa hjá sælgætisgerðinni Ópal, en þá - var það fyrirtæki ungt að ámm. Starfaði hún þar uns yfír lauk. Það mun hafa verið 29. apríl sl. sem Elsa mætti ekki til vinnu að morgni en það var óvenjulegt þegar hún átti í hlut. Kom það enda á daginn að hún hafði veikst alvarlega um nóttina og verið flutt á sjúkrahús þaðan sem hún átti ekki aftur- kvæmt. Á Grensásdeild háði Elsa harða baráttu við sjúkdóm sinn í rétta fjóra mánuði og sýndi þar kjark og viljastyrk, sem verður þeim M er með fylgdust verðugt til eftir- breytni. Var lengi vonað að við mættum hafa Elsu í okkar hópi á nýjan leik en undir lokin varð ljóst að hveiju stefndi. Engu að síður kom kallið sárt og óvænt. Það er að vissu leyti huggun í því að Elsa skyldi fá skjóta lausn án þess að líða langar þjáningar, þegar dómur- inn hafði á annað borð verið kveðinn upp. Við fæmm því hjúkmnarfólki, sem annaðist Elsu, kærar þakkir fyrir okkar hönd. Þeir sem gengu til verks með Elsu þekktu hana sem trausta og hægláta konu og góðan vin. Trú- mennska hennar við sitt fyrirtæki, en þar starfaði hún í hartnær 40 ár, er fáheyrð nú á tímum. Fyrir hennar þátt í uppbyggingu Sælgæt- isgerðarinnar Ópals em þakkir fluttar frá eigendum, sem nú dvelj- ast erlendis. Það er með hryggum huga sem við, samstarfsfólk Elsu Sigurgeirsdóttur, kveðjum hana í dag. Við þökkum samfylgd og vin- áttu í gegnum árin og vottum móður hennar og öðmm ættingjum okkar dýpstu samúð. Guðmundur Elías Níelsson » Góð vinkona og vinnufélagi er látin, þá kemur margt í hugann frá ' liðnum samverustundum. Við vin- konumar reiknuðum ekki með að t umskiptin væm svo stutt undan, *' því sjálf var hún svo bjartsýn og , dugleg og ætlaði að komast heim til móður sinnar, sem hún bjó með og reyndist svo vel í alla staði, að til fyrirmyndar var. Það eitt sýndi hve góður félagi hún var, þegar við stöllumar kynnt- umst fyrir allmörgum ámm í sælgætisgerðinni Ópal hf. Frá þeim tíma er margs að minnast og oft var glatt á hjalla. Hópurinn tvístraðist eins og gengur en alltaf héldum við sam- bandi og komum saman okkur til 1 . mikillar skemmtunar, einmitt síðast heima hjá Elsu. Hún var trygg vinum sínum og • fyrir það viljum við sérstaklega þakka, um leið og við vottum móð- \ ur hennar og aðstandendum inni- lega samúð. Elsa Sigurgeirsdóttir er kært kvödd af gömlum vinkonum úr • Ópal. Okkar ástkæra frænka, Elsa Steinunn, verður jarðsungin í dag. Okkur skortir orð til að lýsa harmi okkar, en viljum með örfáum orðum sýna þakklæti okkar fyrir að hafa þekkt hana og umgengist þessi ár sem hún var með okkur. Eins og við vitum öll eru vegir Guðs órannsakanlegir og ráðum, við þar engu um, en við erum sann- færð um að henni líður nú vel. Við sem þekktum Elsu svo vel, vitum hvaða innri mann hún hafði að geyma. Ávallt sýndi hún okkur einlægni og hlýju, var mannþekkj- ari góður og trygglynd persóna. Hún fylgdist með uppvexti okkar af áhuga og gerði ýmislegt fyrir okkur er við vorum böm sem við komum til með að minnast alla tíð er við hugsum um hana Elsu okkar. Biðjum við góðan Guð að geyma hana og jafnframt að styrkja ömmu Villu í veikindum hennar. Þótt kveðji vinur einn og einn og aðrir týnist mér, ég á þann vin, sem ekki bregzt og aldrei burtu fer. Þó styttist dagur, daprist ljós og dimmi meir og meir, ég þekki Ijós, sem logar skært, það Ijós, er aldrei deyr. (Margrét Jónsd.) Kveðja frá systkinabömum Á lífsins leið þú varst, ljósgeisli skær barst með þér birtu og yl hugsandi mær saklaus var sálin þín, sárin þú græddir mín lífsgiaðri leiðarsýn leiddirmigmær. (ÁJ.) Þetta á við um okkar ástkæru Elsu sem lögð verður til hinstu hvílu í dag. Utförin fer fram frá Dómkirkjunni. Hún andaðist á Grensásdeild Borgarspítalans 3Í. ágúst eftir nokkurra mánaða sjúk- dómslegu. Hún fæddist í Reykjavík 29. júní 1932 og var dóttir hjónanna Sigur- geirs Steindórssonar og Dagmar Bjamasonar og eignuðust þau tvær dætur. Fyrstu ár ævinnar bjó hún á Öldugötu 59. Móður sína missti hún í júní árið 1939 þá aðeins sjö ára gömul. Var henni þá komið í fóstur hjá frænda sínum og sveit- unga föður hennar Jóni Guðlaugs- syni og eiginkonu hans Aðalheiði Magnúsdóttur um eins árs skeið. Urðu þar náin tengsl því fímmtán ára gömul réðist hún til starfa hjá Jóni er hann stofnaði sælgætis- gerðina Opal. Var hún þar allan sinn starfsferil eða þar til 29. apríl 1987 er hún veiktist af þeim sjúk- dómi sem hún lést af. Elsa vann ætíð traust sinna vinnufélaga og var trúnaðarmaður þeirra um ára- bil enda með eindæmum samvisku- söm. Árið 1940 stofnuðu Sigurgeir og Vilhelmína Tómasdóttir heimili á Hofsvallagötu 18 og giftu sig ári síðar. Vilhelmína gekk Elsu og syst- ur hennar Thelmu í móður stað. Eignuðust þau síðar þijá syni, Sig- urgeir Vilhelm, Halldór, sem lést eins árs gamall og Halldór Melsteð. Einnig átti Sigurgeir einn son, Hilmar Þór, sem var hennar elsti bróðir. Elsa var í föðurhúsum alla ævi því hún giftist aldrei. Föður sinn missti hún 2. maí 1969. Var það henni mikill missir. Eftir þann tíma bjuggu þær mæðgur saman og voru þær ákaflega samrýndar. Hjá þeim ríkti mikill skilningur og umburðarlyndi. Elsa var móður okkar mikil stoð og var það henni mikil gæfa að fá að verða hennar aðnjótandi. Er því söknuður hennar sár. Elsa var bókhneigð mjög og unni fagurri tónlist. Fróð var hún um marga hluti og hafði einstak- Málfríður Jens- dóttir - Minning lega gott minni og veittist henni létt að rekja ættir okkar. Elsa var traust sínum vinum og bar þar aldr- ei skugga á. Hún unni sínu landi og ferðaðist talsvert. Fór hún nokkrum sinnum utan með móður sinni og einnig með bróður sínum og mágkonu. Hafði hún mikið yndi af þessum ferðalögum og minnumst við þeirra ánægjustunda með þakk- læti. Hún var einstaklega staðföst og var sú manngerð sem ávallt hugsaði fyrst um aðra, það vita þeir sem hana þekktu og er það mikil gæfa að hafa átt samleið með slíkri manneskju. Systkinaböm hennar voru henni mjög kær og fylgdist hún náið með uppvexti þeirra. Með þessum línum viljum við systkini og móðir kveðja Elsu Stein- unni með söknuði. Guð blessi minningu hennar. Sárlega sakna þín, systkini blið ætíð sem unnir þú, umliðna tíð. Ævistarf þakka þér, þann tíma er varstu hér nú þegar endað er alltbölogstríð. (ÁJ.) Móðir, systkini og makar Fædd 12. júní 1929 Dáin 5. september 1987 Þegar ég frétti skyndilegt lát Fríðu komu upp í hugann margar minningar frá æskuárunum á Nönnustígnum, þar sem heimili okkar beggja voru, og á Fríða stór- an þátt í þeim minningum. Hún var alltaf svo glöð og kát, hafði einstak- lega góða lund, sem smitaði út frá sér, hún var söngelsk og hafði yndi af tónlist og var hrókur alls fagnað- ar á mannamótum. Fríða var dóttir sæmdarhjónanna Þorgerðar Guðmundsdóttur og Jens Kristjánssonar físksala í Hafnar- fírði. Hún var yngst fímm bama þeirra, fjögur þeirra em nú látin, en eftir lifír Heiða. Er nú stutt stórra högga á milli, því eiginmaður Heiðu lést 15. ágúst sl. Dóttir þeirra, Guðrún, ólst upp hjá afa sínum og ömmu á Nönnustígnum og ólust þær Fríða upp sem systur og var alla tíð mjög kært með þeim. Þri'ða giftist eftirlifandi eigin- manni sínum, Gísla Emilssyni, 2. ágúst 1952, en hann er ættaður frá Seyðisfirði. Þau eiga einn son Heið- ar sem kvæntur er Stefaníu Víglundsdóttur og eiga þau eina dóttur, Fríðu Kristínu. Lengst af bjuggu Fríða og Gísli á Nönnustíg 2 með foreldrum hennar og var sú sambúð með eindæmum góð, vom þau stoð og stytta gömlu hjónanna, en eftir lát þeirra fluttu þau í tvíbýli með syni og tengdadóttur að Köldukinn 10 í Hafnarfírði. Heimili þeirra ber vott um þá samheldni og natni hjónanna beggja við að fegra og betrumbæta bæði úti og Kveðjuorð: Lárus Jóhann Guðmundsson Fæddur 11. september 1913 Dáinn 9. ágúst 1987 Undir háu tignarlegu Byrgisvík- urfjalli, móti opnu hafí, liggja húsatóftir, þar var áður heimili stórrar fjölskyldu sem tókst á við höfuðskepnumar í hinu daglega lífi, sér og sínum til lífsviðurværis. Það em margar slíkar húsatóftir á eyði- býlum í Strandasýslu en þama í Byrgisvík fæddist hann afi okkar, Lárus Jóhann Guðmundsson, 11. september 1913. Þau urðu 16 systkinin á bænum og komust 13 til fullorðinsára. í Byrgisvík er undirlendi lítið svo búskapur hefur verið erfíður, en sjórinn var gjöfull og fast var hann sóttur við erfíð skilyrði. Við hlustuð- um á margar frásagnir frá þessum tíma án þess að skilja til hlítar hvemig hægt var að lifa og starfa við slíkar aðstæður sem þama vom, en þegar til staðar er dugnaður og trú á lífið er allt hægt. Það var mikið sungið í Byrgisvík og alla ævi elskaði afí söng, hann átti mik- ið af plötum og þegar heilsan fór að bila sat hann oft á nóttunni og hlustaði á plötumar sínar, þannig varð sársaukinn léttbærari. Afí elskaði sjóinn og var sjómað- ur alla sína ævi, í fyrstu var það hans aðalstarf en vegna heilsu- brests varð hann að hætta for- mennsku sinni á sjónum og snúa sér að búskap. Afí og amma bjuggu á Drangs- nesi í Steingrímsfirði í 17 ár og eignuðust þar öll sín böm, 5 að tölu, en árið 1952 fluttust þau að Ögri við Stykkishólm. Síðar bjuggu þau á vetrum í Stykkishólmi en á sumrin í ögri. Ögur var paradís okkar bama- bamanna hans, það er fagurt við Breiðaflörðinn og hvergi er fallegra sólarlag en þar á sumarkvöldi þegar Qörðurinn er svo spegilsléttur að eyjamar speglast í honum. Afí var mikill náttúmunnandi, hann bar virðingu fyrir jörðinni og öllum hennar dýmm. Ogur var frekar lítil jörð þegar hann tók við henni en afí var óþreytandi að ræsa fram og rækta og þær em ófáar sléttum- ar sem hann bætti við túnið í Ögri. Heiðarleiki og trúmennska em þeir eiginleikar sem einkenndu afa og líf hans, við gátum alltaf verið viss um að það sem afí lofaði var efnt og við emm viss um að ef allir væm eins heiðarlegir og hann var væri heimurinn betri í dag. Við elsk- uðum afa og virtum og vissum að í afkomendum sínum taldi hann sinn Qársjóð fólginn. Við viljum þakka afa allt það sem hann kenndi okkur og allar þær góðu stundir sem við áttum með honum. Barnaböm Fríða vann hin ýmsu störf um ævina og nú síðustu árin á St. Jós- epsspítala í Hafnarfírði, þar sem ég veit að hún naut mikiila vin- sælda og er sárt saknað af sam- starfsfólki. Ég kveð nú með þakklátum huga og þakka samfylgdina um leið og ég votta Gísla, Heiðari og tjölskyldu og öðmm aðstandendum innilega samúð. Blessuð sé minning hennar. Jóna Sigursteinsdóttir í dag verður jarðsungin frá Hafn- arfjarðarkirkju tengdamóðir mín, Málfríður Jensdóttir, aðeins 58 ára að aldri, en hún var fædd 12. júní 1929, dóttir hjónanna Þorgerðar Guðmundsdóttur og Jens Kristjáns- sonar físksala í Hafnarfirði. Ég hitti Fríðu fyrst árið 1971, þegar ég kynntist Heiðari syni hennar, og bjuggum við á loftinu hjá þeim Fríðu og Gísla á Nönnu- stíg 2, þangað til að við giftum okkar í júlí 1973. Réttu ári síðar keyptum við saman tvíbýlishús á Köldukinn 10 í Hafnarfírði. Það vom margir undrandi og spyijandi yfír því hvemig í ósköpunum ég gæti hugsað mér að búa með tengdaforeldmm mínum, en það fólk sem var að velta því fyrir sér þekkti heldur ekki Friðu og Gísla. Betra og yndislegra fólki hef ég varla kynnst. Við bjuggum saman á Köldukinninni í 7 ár. Ef að eitt- hvað misjafnt hefði mátt segja um sambúðina þessi ár þá var það svo sannarlega ekki þeim að kenna. Þau vom alveg einstök. Mig langar í dag að minnast hennar Fríðu minnar nokkmm fátæklegum orðum. Við misstum öll mikið litla fjölskyldan hennar ömmu Fríðu, en þó missti litli auga- steinninn hennar og nafna Fríða Kristín mest af öllum auk afa Gísla. Þær vom óaðskiljanlegar og góðar hvor við aðra og gladdist ég yfir þeirri miklu elsku sem að þær sýndu hvor annarri. Þær lifðu fyrir hvor aðra og afa Gísla. Amma hafði allt- af tíma til að tala og leika við nöfnu sína, hún hafði svo ótrúlega mikla þolinmæði og umburðarlyndi. Amma Fríða reyndist okkur Heið- ari afskaplega vel og neitaði okkur aldrei um nokkra bón. Við töluðum oft um það núna seinni árin hvað í rauninni hún dekraði við öllur öll og var okkur eftirlát. Hún lét sínar eigin þarfír sitja á hakanum þegar við vomm annars vegar. í dag er mér efst í huga þakk- læti til þessarar góðu konu, þakk- læti fyrir að hafa fengið tækifæri til að vera með henni. Ég vona að hún hafí vitað hvað okkur þótti öll- um vænt um hana og hve erfítt við eigum að sætta okkur við að hafa misst hana svona löngu fyrir aldur fram. í rauninni er þetta eins og vondur draumur. Ég gleðst yfír góðu stundunum sem við áttum saman og núna nýlega fengum við tækifæri til að vera saman eina helgi í sumarbústað, en við fómm oft saman í ferðalög á sumrin. í huga mínum em góðar minningar tengdar ömmu Fríðu, minningar sem aldrei gleymast. Stefanía.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.