Morgunblaðið - 11.09.1987, Page 46

Morgunblaðið - 11.09.1987, Page 46
> 46 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1987 3* GOLF Opið mót í Eyjum Um helgina fer fram hin árlega Stöðvarkeppni og hefst hún hún kl. 10. f.h. á morgun, laugardag, og sunnu- dag. Leiknar verða 36 holur, með og án forgjafar. Verðlaun eru gefin af frystihúsum í Eyjum og FÍVE. Búist er við mikilli þátttöku fólks ofan af landi og er fólk hvatt til að skrá sig tímanlega í golfkálanum í Eyj- um. Þar er opið frá kl. 16. Firma- keppni GR w Urslit í firmakeppni GR ráð- ast á laugardaginn en þá leika 16 meistaraflokksmenn klúbbsins fyrir hönd þeirra fyrir- tækja sem komust áfram í keppninni en undankeppnin hef- ur staðið yfir undanfaranar vikur. Búast má við skemmti- legri keppni enda margir af bestu kylfingum landsins sem reyna með sér. Tékk- kristal- mótið Hið árlega Tékk-kristal mót GS varður haldið í Leirunni um helgina. Á laugardaginn leika karlamir 18 holur með og án forgjafar og á sunnudaginn leika konumar sama leikinn. HANDBOLTI Hópferð á leik UBK Itilefni fyrsta Evrópuleiks Breiðabliks í handbolta hefur stjóm félagsins ákveðið að efna til hópferðar á leikinn við HIK í Danmörku. Farið verður föstudaginn 25. september og komið til baka mánudaginn 28. september. Áætlaður kostnaður við ferðina er um 20 þúsund krónur. Inni- falið í því gjaldi er flugfar, hótelgisting, miði á leik og ferð- ir til og frá hóteli á leikstað. Skráning í ferðina fer fram á skrifstofu Breiðabliks í síma 43699 að degi til eða hjá Helgu Jóhannsdóttur í síma 44161. Væntanlegir þátttakendur eru beðnir um að skrá sig fyrir mið- vikudaginn 16. september. KNATTSPYRNA Firma- keppni KR Hin árlega firmakeppni KR í knattspymu utanhúss hefst laugardaginn 19. septem- ber og fara leikimir fram á félagssvæði KR við Frostaskjói. Skráning er þegar hafin og sem fyrr er fjöldi liða takmarkaður, en skráningu lýkur á þriðjudag- inn. Allar nánari upplýsingar um keppnina veitir Birgir Guðpóns- son, framkvæmdastjóri knatt- spymudeildar KR, í síma 27181. FRJÁLSAR Fjölþraut Fjölþrautamót HSK verður haldið á laugardag og sunnudag á Selfossi og hefst klukkan 13.30 báða dagana. Keppt verður í tugþraut karla og sjöþraut kvenna. KNATTSPYRNA / EVRÓPUKEPPNI MEISTARALIÐA Lið Sparta Prag sem kemur hingað til lands eftir helgi og leikur við Fram í Evrópukeppni meistaraliða á Laugaradalsvelli á miðvikudaginn. Framarar mæta Sparta Prag frá Tékkóslóvakíu ÍSLANDSMEISTARARNIR frá því í fyrra, Fram, mœtir tókk- nesku mesisturunum Sparta Prag í Evrópukeppni meistara- liða á Laugardalsvelli á mið- vikudaginn kemur og hefst leikurinn klukkan 17.30. Þetta verður fyrri leikur liðanna en síðari leikurinn ferfram í Prag hálfum mánuði síðar. Framarar taka nú í annað sinn þátt í Evrópukeppni meistara- liða en félagið hefur leikið 22 leiki í Evrópukeppnunum til þessa. Oft- ast hafa þeir leikið í Evrópukeppni bikarhafa en einnig í UEFA-keppn- inni, eða Evrópukeppni félagsliða eins og hún heitir. Fram hefur einu sinni áður leikið gegn tékknesku liði í Evrópu- keppni. Slovan Bratislava sló Fram úr UEFA-keppninni árið 1976, vann hér heima 3:0 og 5:0 í Tékkó- slóvakíu. Ásgeir Elíasson þjáflari Fram lék með Fram þegar þetta var og Pétur Ormslev var þá að he§a feril sinn hjá liðinu og var á varamannabekknum. Það vekur óneitanlega talsverða athygli að um 40 stuðningsmenn Sparta Prag koma til landsins til að fylgjast með leiknum en liðið flýgur hingað í leiguflugi og fyllti vélina með áhugasömum stuðnings- mönnum. Þetta er óvenjulegt þegar lið frá Austur Evrópu á í hlut. Sendifulltrúi Tékka hér á landi, Jiri Zeman, hefur sent Sparta liðinu myndbandsspólur með leikjum Fram en hann er mikill áhugamað- ur um knattspymu og var um tíma aðstoðarlandsliðsþjálfari Tékka. Var með þeim er liðið varð í örðu sæti á HM í Chile 1962 og á OL í Tokyo 1964. Það er auðvitað alltaf vont að geta sér til um styrkleika félagsliða frá Austur Evrópu en Sparta hefur fimmtán sinnum tekið þátt í Evr- ópukeppnunum og hafa átta leikmenn liðsins leikið með A-lands- liði Tékka og tveir til viðbótar eru í U-21 árs liði þeirra þannig að reikna má með sterku liði. Þjálfari liðsins er Vaclav Jezek en hann var þjálfari Fajenoord í Hoil- andi í tvö ár og var Pétur Pétursson þá meðal annars undir hans stjóm. Hann þjáfaði hollenska landsliðið um skeið og einnig það tékkneska þannig að þar fer fær maður. Morgunblaðiö Sverrir Ellert B. Schram, formaður KSÍ, ásamt þeim sem voru sæmdir heiðursmerki sambandsins fyrir leikinn gegn Norðmönnum. Frá vinstri Jón G. Tómasson, Halldór V. Sigurðsson, Magnús Guðbrandsson, Ellert, Gunnar Guðjónsson, Einar Ámason, Jón Magnússon og Halldór B. Jónsson. Andreas Bergmann var Qarstaddur, er myndin var tekin. mwHR FOLK Andreas Bergmann, en hann var sæmdur gullmerki KSÍ í fyrrakvöld. ■ KSÍ átti 40 ára afmæli fyrr á árinu og hefur heiðrað marga fé- laga í tilefni afmælisins. Fyrir skömmu var Sveinn Jónsson, formaður KR, sæmdur gullmerki KSÍ og Baldvin Jónsson, auglýs- ingastjóri Morgunblaðsins, fékk silfurmerkið, en fyrir landsleikinn gegn Noregi vom fjórir menn sæmdir gullmerki sambandsins og jafnmargir hlutu silfurmerkið. Gullið fengu Andreas Bergmann, en hann var í 20 ár í stjóm ÍBR, starfaði fyrir Val í hinum ýmsu nefndum og ráðum, var í meira en 20 ár í bygginganefnd íþróttasvæð- is Vals og í stjóm Vals í mörg ár; Magnús Guðbrandsson, sem var fulltrúi Vals í fyrsta knattspymu- ráðinu, er nefndist knattspymuráð íslands og var stofnað vegna komu danska félagsins AB; Halldór V. Sigurðsson og Jón G. Tómasson. Silfurmerki voru sæmdir Jón Magnússon, starfsmaður Laugar- dalsvallar, Halldór B. Jónsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, Einar Árnason, fulltrúi Fram í KRR í áraraðir og Gunnar Guð- jónsson, stjómarmaður knatt- spymudeildar Ármanns í mörg ár og fulltrúi í KRR. ■ BJARNI Felixson, íþróttaf- réttamaður Sjónvarpsins, ætlar að sýna seinni landsleik íslands og Noregs i beinni útsendingu frá Osló. Leikurinn fer fram 23. september og skiptir miklu máli, því i undankeppni HM er lands- liðum raðað í styrkleikaflokka eftir árangri í EM. ■ ARNA Steinsen, landsliðs- kona KR í knattspymu og Fram í handbolta, verður Heimi Karlssyni til aðstoðar í íþróttaþætti Stöðvar 2. Fréttaþáttur með nýju sniði hefst 17. september og verða þá íþróttir daglega á dagskrá. ■ IAN Ross hefur sýnt ágæti sitt sem knattspymuþjálfari, en hann á margt ólært í hesta- mennskunni. Á dögunum brá hann sér í reiðtúr og stjómar nú æfingum íslandsmeistara Vals með hægri hönd í gifsi! ■ BIRGIR Guðjónsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri knattspymudeildar KR. Birgir hef- ur í mörg ár unnið fyrir knatt- spymudeildina og verið ein aðal driffjöður öflugs getraunastarfs KR, en hann er einnig stjómarmað- ur deildarinnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.