Morgunblaðið - 11.09.1987, Side 10

Morgunblaðið - 11.09.1987, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11, SEPTEMBER 1987 Tjáningarþörf o g listrænt framlag- Myndlistarsýningn Dagsbrúnarmanna lýkur um helgina Eggert Magnússon Það hlýtur að vera mikil hvatning öllum þeim sem iðka listir í hjáverkum í þessu landi að fá svo lofsamleg ummæli um sýningu sem birzt hafa um sýningu þá, sem haldin er á verkum fjögurra myndlistar- manna í Listasafni ASÍ um þessar mundir. Valtýr Péturs- son segir hér í blaðinu að hann efist um að fjölmennari þjóð- félög geti komið saman betri sýningu af þessu tagi, um leið og hann hvetur fólk til að sjá hvað þessir erf iðismenn séu að bauka við þegar tími gefst til frá amstri hversdagsins, um leið og hann segir að Dags- brúnarmenn geti verið ánægð- ir með það listræna framlag sem hér birtist frá félags- mönnum. Þátttakendur í sýningunni eiga það sameiginlegt að vera félags- menn í Dagsbrún. Allir hafa þeir sýnt verk sín opinberlega áður og allir nema einn eru algjörlega sjálf- menntaðir á þessu sviði. Eggert Magnússon er að sumra mati í fremstu röð þeirra ólærðu málara sem fram hafa komið hér á landi, og víst er um það að myndir hans eru þróttmiklar og afar frumlegar. Jón Haraldsson er lærði maðurinn í hópnum. Hann var einn af stofn- endum félags íslenzkra frístunda- málara og í skóla þeim sem félagið stofnaði, Myndlistarskólanum í Reylqavík. Naut hann tilsagnar manna eins og Þorvalds Skúlason- ar, Ásmundar Sveinssonar, Harðar Ágústssonar og Jóhannesar Jó- hannessonar. Á þessari sýningu eru pastelmyndir þar sem ljósmyndir af gömlum mönnum sem settu svip á samtíð sína eru yrkisefnið, en ekki er um það að deila að þessar myndir eru gæddar kímni og frum- leika sem slíkar myndir eru alla jafna ekki. Birgir Nurmann Jónsson málar landslagsmyndir með olíulit- um og i sýningarskrá segir Sólveig Georgsdóttir að þær lýsi einlægri ást á landinu, án stórátaka eða mikilla veðra. Steinamyndir Péturs HraunQörðs eru eitt það sérkenni- legasta sem sjá má á þessari sýningu og þótt víðar væri leitað. Pétur sér andlit í hveijum steini og stundum fleiri en eitt. í samtali við Jón, Pétur og Egg- ert kom það meðal annars fram að þeir félagar hefðu ekki haft mikið samneyti fyrr en ákveðið var að halda þessa sýningu. „að vísu þekktumst við Jón en það var hvorki vegna myndlistarinnar eða fé- lagslífs í Dagsbrún. Við ólumst báðir upp í Laugardalnum og höfum þekkst alla tíð,“ sagði Eggert. Þeir eru sammála um það að Dagsbrún eigi mikið þakklæti skilið fyrir að standa fyrir þessari sýningu á mjmdum eftir félagsmenn sína, en segjast sakna þess að starfíð innan félagsins hafí alla tíð fyrst og fremst miðazt við kjarabaráttu án þess að stuðla að því að efla félags- kennd meðal félagsmanna og gefa þeim kost á að kynnast innbyrðis. „Án slíkra kynna getur samstaðan aldrei orðið sem skyldi. Það sem allir þrá eru mannleg samskipti og það sem alla tíð hefur vakað fyrir mér er að koma því á framfæri sem mér býr í bijósti," segir Pétur. „Nú er mín tjáning í myndum, en áður fyrr var hún í því fólgin að skrifa sögur og halda ræður í mínu fé- lagi. En ég fékk leið á því að skrifa sögur sem enginn vildi lesa og flytja tillögur á fundum sem var bara vísað til stjómar, og þegar Stalín- isminn var búinn að ríða húsum varð ég að fínna nýjan tilgang með lífinu, sem er sá að ná sambandi við fólk. Nú er handverkið mín að- ferð til þess. Ég hef setið í litlum klefa á drykkjumannahæli í ellefu ár. Öðrum megin í þessum klefa er tölva sem ég get skrifað á og Pétiir Hraunfjörð hinum megin eru steinamir. Stein- amir segja mér það sem ég vil heyra, en það er ekki að vita hvort þeir segja einhveijum það sama og þeir segja mér. Og steinana geri ég þannig úr garði að þeir eru yfír- leitt málaðir báðum megin. Þegar ég er búinn að fá leið á því sem þeir em að segja mér, þá sný ég þeim bara við, og þá segja þeir eitt- AUKIN BlLAÞJÓNUSTA ESSO . SJÁLFVIRKAR RI1AÞV0TTAST0ÐVAR í REYKJAVÍK, HAFNARFIRÐI, KEFLAVÍK OG AKUREYRI Viö bjóöum nú fullkominn bílaþvott og bón í sjálfvirkum bílaþvottastöövum á fjórum stööum á landinu: Skógarseli, Breiðholti Lækjargötu, Hafnarfiröi Aöalstööinni, Keflavík Veganesti, Akureyri Olíufélagið hf Til sölu íbúö við Miðtún Var að fá í einkasölu 3ja herb. íb. á hæð í tvíbhúsi við Miðtún, ásamt bílsk. ib. er skemmtil. og í góðu standi. Hentar fá- mennri fjölskyldu. Ekkert áhvíl- andi. Eftirsóttur staður. Laus mjög fljótl. Ámi Stefánsson, hrl. Málflutningur. Fasteignasala. Suðurgötu 4. Sfmi: 14314. Kvöldsími: 34231.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.