Morgunblaðið - 11.09.1987, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 11.09.1987, Blaðsíða 48
ALHLIÐA PRENTÞJÓNUSTA GuÓjónÓ.hf. 91-27233 ÉBRUnnBðT -AFÖRYGGISASTÆÐUM Nýjungar í 70 ár FOSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1987 VEM) í LAUSASÖLU 55 KR. Morgunblaðið/Júlíus Þrír teknir á yfir hundrað ígærkvöldi LÖGREGLAN í Reykjavík hef- ur frá mánaðamótum verið með sérstakt átak til þess að lækka umferðahraða. I gærmorgun voru radarmælingar við safn- götur í grennd við skóla. 11 ökumenn voru sektaðir og 7 áminntir. Um kvöldið voru alls 7 bílar við hraðamælingar á helstu umferðaræðum Reykja- víkur og voru 28 ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur. Þrir voru á rúmlega hundrað kílómetra hraða og því sviptir ökuleyfi. Grunur leikur á að um ölvunarakstur hafi verið að ræða hjá einum þeirra. Sá er hraðast ók var á 110 kílómetra hraða. „Við erum að reyna að fækka slysum með þessum að- gerðum,“ sagði Ómar Smári Armannsson, aðalvarðstjóri. „Þegar okkur hefur tekist það getum við beint athygli okkar að því sem við viljum helst gera, það er aðstoða ökumenn í um- ferðinni.“ Starfsfólk í sláturhúsum SS: Launahækkun 60% SLÁTURFÉLAG Suðurlands hefur birt kauptölur fyrir starfs- fólk í sláturhúsum félagsins. Fulltrúar vinnuveitenda og við- komandi verkalýðsfélaga höfðu rætt saman og var farið fram á 100% hækkun á launum miðað við september í fyrra. Um þetta náðist ekki samkomulag en Slát- urfélagið ákvað þá að birta kauptölur sem hafa í för með sér um 60% hækkun. Miðað við þessar kauptölur eru lægstu laun nú á bilinu 171 króna til 219 krónur á tímann. Að sögn Teits Lárussonar starfsmannastjóra hjá Sláturfélagi Suðurlands fá flest- ir 183 til 214 krónur á tímann. Starfsfólkið fær einnig svokallaða „premíu" eftir því hve mörgum kindum er slátrað á dag, um 33 krónur á hveija kind. Þessi upphæð deilist jafnt niður á hvem og einn og fær fólkið allt að 60 krónur til viðbótar fyrir tímann. Vinnumálasamband samvinnu- félaga hefur samið fyrir hönd sláturhúsa kaupfélaganna á Norð- ur- og Vesturlandi við viðkomandi ^ Dómsmálaráðherra: Hyggst gera Bifreiða- eftirlitið að hlutafélagi Verður gert með þátttöku trygging- arfélaganna og samtaka bifreiðainn- flytjenda og bifreiðaeigenda Á vegum dómsmálaráðuneyt- isins hefur að undanförnu verið unnið að endurskipulagningu Bifreiðaeftirlits ríkisins og sam- kvæmt heimildum Morgunblaðs- ins eru nú allar horfur á að stofnað verði sérstakt hlutafélag um starfsemi bifreiðaeftirlitsins með þátttöku tryggingarfélag- anna, samtaka bifreiðainnflytj- enda, Félags íslenskra bifreiða- eigenda og fleiri aðila. Dómsmálaráðherra, Jón Sigurðs- son, mun þegar hafa kynnt þessar hugmyndir fyrir fjár- málaráðherra, forsvarsmönnum fjárveitinganefndar og fjárlaga- og hagsýslustofnun og fengið við þeim jákvæð svör. í hugmyndum dómsmálaráðu- neytis er gert ráð fyrir að hið nýja fyrirtæki taki við skoðun ökutækja um land allt, svo og sérskoðunum hvers konar og álestri gjaldmæla díselbíla en einnig er rætt um að fyrirtækið hafi með höndum viðhald og þróun ökutækjaskrár, þ.e. skrán- ingu á nýjum bflum, eigendaskipti og afskráningu bfla. Á hinn bóginn mun í hugmyndum ráðherra vera gert ráð fyrir að eftirlit með öku- tækjum á vegum úti verði fært til lögreglu en að lögregla og trygging- arfélögin geti eftir sem áður leitað til nýja fyrirtækisins um tæknilega úttekt á ökutækjum eftir meirihátt- ar umferðaróhöpp. Höfuðstöðvar nýja fyrirtækisins verða í Reykjavík og samkvæmt hugmyndum ráðuneytisins er gert ráð fyrir byggingu sérstakrar skoð- unarstöðvar til að annast allar skoðanir á höfuðborgarsvæðinu. Þá mun fyrirhugað að komið verði upp þremur skoðunarstöðvum úti á landi — í Keflavík, Akureyri og á Selfossi sem önnuðust skoðanir ökutælq'a úr nágrannasveitarfélög- unum en að keypt verði síðan færanleg skoðunarstöð til að annast ökutækjaskoðanir á öðrum stöðum á landinu. verkalýðsfélög um samræmda launataxta starfsfólks. Var samið um 160,77 til 221,56 krónur á tímann. Einnig hefur verið samið um „bónus" eða „premíu" á einstök- um stöðum. Að sögn Jóngeirs Hlinasonar hjá Vinnumálasam- bandinu eru þessar uppbætur mjög misjafnar eftir stöðum. Flánings- menn fá um 100 til 110 krónur að meðaltali á tímann til viðbótar og almennir starfsmenn um 60 krónur. Ólafsfjörður: Helmingnr bæjarbúa fer suður á fótboltaleik MIKILL spenningur er á Ólafs- firði vegna síðustu leikjanna í annarri deild íslandsmótsins i knattspyrnu, sem fram fara um helgina. Leiftur á Ólafsfirði er í öðru sæti deildarinnar og á möguleika á að komast upp í fyrstu deild ef úrslit helgarinnar verða liðinu hagstæð. Talað er um, að hálfur bærinn sé kominn suður til að fylgjast með leik liðs- ins við Þrótt, sem verður í Laugardal klukkan átján í dag. Þorsteinn Þorvaldsson, formaður knattspymudeildar Leifturs, segir að félagið sé þegar búið að ná sínu markmiði og vel það, þ.e. að halda sæti sínu í deildinni. En þess má geta að liðið kom upp úr þriðju deild í vor. Þorsteinn segir að fátt sé meira rætt á Ólafsfírði þessa dagana en gengi knattspymustrák- ana, enda yrði það einn besti árangur sem Ólafsfirðingar hefðu náð í íþróttum, ef liðinu tækist að komast í fyrstu deild. Um 90.000 manns í Kringluna á viku Steingrímur Hermannsson um hvalveiðimálið: Á von á skjótri lausn STEINGRÍMUR Hermannsson utanrikisráðherra, sem er stadd- ur í Kanada, sagði í gærkvöldi að hann ætti von á að hvalveiði- deilan við Bandaríkjamenn leystist siðar um kvöldið, eða í dag. Ríkisstjórnin ákvað í gær að ræða við Bandaríkjamenn á grundvelli tillögu þeirra, sem fram kom á miðvikudag og ut- anríkismálanefnd Alþingis hefur lýst sig samþykka afstöðu rikis- stjóraarinnar. Engar hvalveiðar verða stundaðar á meðan viðræð- ur við Bandaríkjamenn standa yfir. Viðræður fulltrúa landanna munu fyrst og fremst eiga sér stað í gegnum sendiráð þeirra, en ekki þykir líklegt að til beinna funda komi milli stjómvalda. „Það er greinilegt að Bandaríkjamönnum varð ljóst að okkur er fúlasta ai- vara í þessu máli og að við vorum ekki komnir til Kanada til að hlusta á einhvem erkibiskupsboðskap frá þéim,“ sagði Steingrímur Her- mannsson. Hann bætti því við að íslendingar hefðu gert nóg af slíku. Bæði Þorsteinn Pálsson forsætis- ráðherra og Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra segja í sam- tali við Morgunblaðið, að tillaga Bandaríkjamanna í málinu sé stórt skref til lausnar þess og nefndar- menn í utanríkismálanefnd sögðu að tillagan væri grundvöllur sem lausn málsins gæti byggst á. Hjör- leifur Guttormsson alþingismaður sagði að nefndin hefði komið fram með ákveðnar ábendingar til stjóm- valda og áður en hægt yrði að sættast á niðurstöðuna þyrftu að koma fram margháttaðar breyting- ar á tillögu Bandaríkjamanna. Sjá nánar um hvalamálið á bls. 19. „ÞAÐ hafa komið um 90 þúsund manns á viku að meðaltali frá því við opnuðum, en við stefndum að því að fá hingað um 60 þús- und manns, þannig að þetta er mun fleira en búist var við,“ sagði Ragnar Atli Guðmundsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, er hann var spurður um aðsókn að hinni nýju verslunarmiðstöð fyrsta mánuðinn. Ragnar sagði að í fyrstu hefði verið mikið um að fólk kæmi af forvitni og að- eins til að skoða en nú færi verslun ört vaxandi. Hins vegar yrði verslunarmiðstöðin fram- vegis opin til klukkan 22.00 á kvöldin og gæti fólk þá skoðað sig um og i búðarglugga eftir að verslanir loka. „Það má segja að þetta hafi jafn- að sig út að undanfömu þannig að fjöldinn, sem hingað kemur, hefur heldur dregist saman, en verslunin aukist að sama skapi," sagði Ragn- ar Atli ennfremur. Hann sagði að enn lægju engar tölur fyrir um verslunina í Kringlunni en fullyrti að verslunareigendur þar væru mjög ánægðir. „Þeir sem eru einnig með verslun á Laugavegi og hafa samanburð þaðan segja að verslun- in sé síst minni hér og jafnvel meiri. Það hefur verið mikið að gera í fataverslunum, enda sá tími núna að skólafólk er að fata sig upp fyrir veturínn. Sömu sögu er að segja um ritfangaverslanir og raftækjaverslanir. Þegar á heildina er litið er þetta þó nokkuð betra en við áttum von á“, sagði Ragnar Atli. Hann sagði að nú væri beðið eft- ir ákvörðun borgaryfírvalda varð- andi afgreiðslutíma og væm ýmsar nýjungar í bígerð varðandi af- greiðslutíma verslana í Kringlunni um jólin. Þá sagði Ragnar Atli að framvegis yrði húsið og bflastæði opin til klukkan 22.00 þannig að fólk gæti skoðað sig um eftir lokun verslana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.