Morgunblaðið - 11.09.1987, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.09.1987, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1987 11 hvað annað. Annars verð ég að viðurkenna að ég er í vafa um þetta allt saman, eins og til að mynda tilganginn með lífínu. Eg er orðinn 65 ára og það sem háir mér mest er að hafa ekki lært nokkum skap- aðan hlut og að geta ekki teiknað. En ég býst við að ég fái kjark frá Neanderdalsmanninum. Enginn kenndi honum og samt var hann að búa til myndir," segir Pétur. Talið berst að listrænni tjáningu og þörf mannsins fyrir hana. Það kemur í ljós að allir hafa þeir borið við að skrifa og hafa iðkað tónlist eða hafa unun af henni. „Bach og Beethoven, það eru mínir menn, að ógleymdum Chopin," segir Pétur, „og ég vil að það komi fram að Ríkisútvarpið á mikinn heiður skilið fyrir að hafa gefíð alþýðu þessa lands tækifæri til að hlýða á slíka tónlist og ekki látið deigan síga þótt háværar raddir hafí viljað kveða hana niður.“ — En lilustarðu þá á nýja glamr- ið?“ „Já, ég geri það stundum þegar ég er að vinna, hef það svona í bakgrunni. Það er til þess að þögn- in leggist ekki á mann og þannig býst ég við að þessi dægurtónlist sé notuð," segir Pétur. — Kom aldrei til greina að þið legðuð fyrir ykkur myndlist? „Nei,“ segir Eggert. „Það er tals- verð listfengi í minni ætt, ég er skyldur fólkinu frá Miðdal, en það þýddi ekki að hugsa til þess að leggja þetta fyrir sig. Ég er alinn upp í mikilli fátækt og það þýðir ekkert að segja unga fólkinu nú á dögum frá því hvemig þetta var. Þá mátti þakka fyrir að hafa í sig og á og allir fóm að vinna um leið og vettlingi varð valdið. En nú er ég hættur að vinna fyrir löngu, hef ellilaunin til að lifa á og þess vegna get ég fengizt við þetta.“ „Ég segi það sama, en ég reyndi það sem ég gat til að fá tilsögn, ég hafði alltaf löngun til þess að starfa að myndlist. Ég man ekki öðra vísi eftir mér en teiknandi, sem krakki var ég alltaf að reyna að fínna pappír til að krassa á. Ég hef alltaf séð svo margt fallegt og mig hefur alltaf langað til að búa til eitthvað fallegt. Við Eggert eram aldir upp við svipuð skilyrði á kreppuárunum, en margir vora fá- tækari en við. Við eram aldir upp á smábýlum í Laugardalnum og þar var aldrei svo þröngt í búi að ekki væri eitthvað til að borða. Á þessum áram vora margir sem þóttust góð- ir ef þeir fengu vinnu hálft árið, segir Jón Haraldsson. Sýningunni í Listasafni ASÍ lýkur á sunnudagskvöld. Á.R. Ný ljóð Stefáns Harðar í Ljóðormi ÚT ER komið 6. hefti tímaritsins Ljóðorms með fjölda nýrra ljóða eftir íslensk skáld, og einnig þýdd ljóð. Meðal efnis í ritinu era átta ný ljóð eftir Stefán Hörð Grímsson. Einnig er í heftinu nýtt ljóð í óbundnu formi eftir Jón Kristófer. Jón hefur einnig þýtt tvö ljóð eftir fínnsk-sænsku skáldkonuna Violu Renvall. Önnur íslensk skáld, sem ljóð eiga í þessu hefti, eru Friðrik Gíslason, Pjetur Hafstein Lárusson og Snorri Már Sigfússon. Allmörg þýdd ljóð era einnig í þessu hefti Ljóðorms, m.a. nokkur af smáljóðum finnsku skáldkonunn- ar Eevu Kilpi en hún er einn þeirra höfunda sem koma á rithöfundahá- tíðina í Reykjavík í þessum mánuði. Heimir Pálsson hefur þýtt ljóð hennar. Einnig era þijú ljóð þýska skáldsins Hans Magnus Enzens- bergers í þýðingu Frans Gíslasonar. Þá era í heftinu ritdómur og Ijóða- bókaskrá. Útsölumarkaðurinn Húsgagnahöllin Bifreiðaeftirlitið KÖKUHLAÐBORÐ FH\TT KAFFi LEIÐ 10 á 30mínútna fresti Skoðaðu þessi verð: Verslunin Homið.....Gardínuefnifrákr75m,jogging- efni, ullarefni ívetrariitum. Emaco hf............Ótrúlegt úrval af bolum, hnepptum, smelltum, heilum og þrykktum. Verð frá kr. 990. Yrsa.................Skartgripir í úrvali. Skómarkaðurinn......Frábærir skór á alla flölskylduna á góðu verði. Góðir kuldaskór. Nafnlausa búðin.....Efni frá kr. 100 pr. metra. Bamafatav. Spói.....Buxurfrákr.700. Saron...............Tískuvörur. Buxurfrá kr. 995. Leðurval.............Leðurjakkarfrákr. 7.000. Kári................Sængurverasettfrákr.750— 1.180, handklæði frá kr. 200. Theódóra............Peysur frá kr. 900 — buxur frá kr. 1.000 — bolir frá kr. 345. Hummel..............Jogginggallarfrá kr. 870, skórfrá kr. 490. Verðlistinn.........Kjólar í stærðunum 36—52 á útsöl- unni. Magnea..............Sængurfrá kr. 1.490. Eldverk.............Reykskynjararfrákr. 1.150. Steinar.............Mikið úrval af plötum. Verð frá kr. 49 Kamabær.............Nafnið segir allt sem segja þarf. Pallurinn...........Allt á kr. 200. Fataland............Jogginggallar á kr. 890. Heildverslunin......Kápurfrá kr. 1.000 — buxurfrá kr. 800 — peysur frá kr. 500. o.fl. o.fl. Munið! Opið á morgun frá kl. 10.00-16.00 e.h. Þú gerir góð kaup á stórútsölumarkaðnum að Bíldshöfða 10, sími 673650

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.