Morgunblaðið - 11.09.1987, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 11.09.1987, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1987 Austur-Þýskaland: Bretar fylgjast með heræfingnm Austur-Berlín, Reuter. EFTIRLITSNEFND á vegum breska hersins flaug í gær til Austur-Þýskalands til að gera fyrstu skyndikönnunina á heræf- ingum Austantjaldsríkja, sem fer fram samkvæmt Stokkhólmssátt- málannm nm Öryggi í Evrópu. „Við sendum beiðni þann 8. sept- ember tii austur-þýskra stjómvalda í Lundúnum og í Austur-Berlín um að fá að fylgjast með sameiginleg- um heræfingum Sovétmanna og Austur-Þjóðveija á Juterbog/Cott- París: Sprenging við arabísk- an banka París, Reuter. SPRENGJA sprakk árla í morg- un við Kúvæsk-franska bankann í París og oUi á honum nokkrum skemmdum. Er þetta í annað sinn í vikunni, að sprengja springur við arabiskan banka i borginni. Enginn meiddist í sprengingunni, sem rauf gat á bygginguna, og engir hafa enn orðið til að kenna sér verknaðinn. Lögregluna grunar þó, að hann kunni að tengjast ástandinu á Persaflóa. Snemma á þriðjudag sprakk lítil sprengja við útibú annars arabísks banka í París, Banque Saoudienne et Europenne, en litlar skemmdir hlutust af. Rétt ár er liðið síðan margar sprengjur spmngu í París með þeim afleiðingum, að 13 menn létust og 250 slösuðust. bus-svæðinu,“ sagði talsmaður breska sendiráðsins í Austur-Berlín í gær. Beiðnin var samþykkt daginn eftir. Eftirlitsnefndin er skipuð fjóram mönnum undir forystu herdeildar- foringja. í fylgd með henni em einnig nokkrir ráðgjafar. Nefndin mun fylgjast með æfíngum um 13.500 sovéskra hermanna af þeim 400.000 sem staðsettir em í Aust- ur-Þýskalandi, og 500 austur- þýskra hermanna. Samkvæmt Stokkhólmssáttmál- anum, sem næstum öll ríki í Evrópu undirrituðu á síðasta ári, er hægt að krefjast þess að fá að fylgjast með heræfíngum annarra ríkja ef gmnur leikur á að ekki sé farið að reglum sáttmálans. Beiðni um slíkt verður að svara innan sólarhrings og eftirlitsmenn að fá aðgang innan 36 stunda frá því að beiðnin er lögð fram. Þeir mega vera viðstaddir æfíngamar í tvo sólarhringa. Reuter Opnunarhátíðin æfð SYRLENSK ungmenni klædd þjóðbúningum og með ijaðurskúfa í greipum sér æfa opnunarhátíð Miðjarð: arhafsleikanna, sem hefjast í dag, föstudag. í bakgmnni halda böm á máluðum pappaspjöldum og galdra fram ásjónu Hafez-AI-Assad, foraseta Sýrlands, sem virðist líta athafnarsemi hinna ungu þegna sinna velþóknunaraugum. Stuðningur Bandaríkjastjórnar við kontra-skæruliða: Reagan forseti fer fram á 270 milliónir dollara Washinirton, Reuter. Washington, Reuter. RONALD Reagan Bandaríkja- forseti hyggst fara fram á 270 milljóna dollara aðstoð við kontra-skæruliða í Nicaragua, að þvi er George Shultz utanríkis- Evrópubandalagið í vand- ræðum með vínupp skemna Brussel, Reuter. Vínbændur og vínframleið- endur í Evrópubandalaginu eru nú að búa sig undir metuppskeru annað árið i röð. Augljóst þykir, að eima verði stóran hluta um- framvínanna en það er mjög fjárfrekt fyrirtæki. „Þegar Spánveijar, sem eiga mestu víngarða í heimi, gengu í Evrópubandalagið varð þessi fram- leiðslugrein að enn meira vandamáli en áður,“ sagði einn embættismað- ur EB í gær en talið er, að uppsker- an á þessu hausti verði 200 milljónir hektólítra, svipuð og í fyrra. Til að minnka umframbirgðimar verður leyft að eima ódýr borðvín eftir miðjan september og er gert ráð fyrir, að um 40 milljónum hektólítra verði breytt í hreinan vínanda. Er það sama magn og í fyrra en þá nam kostnaðurinn við eiminguna 550 milljónum dollara. ráðherra sagði í gær. Lét Shultz þess getið að þetta væri sú upp- hæð sem skæruliðar þyrftu að hafa til ráðstöfunar til að geta haldið áfram bárattu gegn stjórn sandinista í Nicaragua. Shultz sagði að forsetinn myndi fara þess á leit við bandaríska þing- menn að þeir samþykktu fjárupp- hæð þessa. Þingið hafði áður samþykkt að veita 100 milljónum dollara til skæruliða á þessu fjár- lagaári en því lýkur þann þrítugasta þessa mánaðar. „Við þurfum að eyða þeirri óvissu sem ríkt hefur um skuldbindingar stjómarinnar," sagði Shultz. „Þar sem nauðsynlegt er að traust ríki milli stjómar og þings tel ég það skyldu mína að skýra frá því að forsetinn hyggst fara fram á 270 milljón dollara aðstoð á næstu 18 mánuðum," sagði Shultz er hann svaraði spum- ingum utanríkismálanefndar öld- ungadeildar Bandaríkjaþings í gær. Shultz kvaðst telja að friðarviðleitni Mið-Ameríkuríkja og áætlun sú sem Oscar Arias, forseti Costa Rica, hefur lagt fram, væri „ágæt byij- un“. Reagan forseti hefur á ný hafíð baráttu fyrir stuðningi Bandaríkja- manna við_ kontra-skæruliða í Nicaragua. Á þriðjudag sagði hann að Bandaríkjastjóm myndi halda áfram stuðningi við skæruliða þar til lýðræði hefði verið komið á í Nicaragua. George Shultz lét þess einnig getið að stjómin myndi gera hvað hún gæti til að styðja friðaráætlun Oscars Arias. Hins vegar benti hann á að stjóminni væri skylt að láta af stuðningi við skæruliða þegar fjárlagaárinu lyki. Sagði hann að friðaráætlunin myndi koma sér sér- lega vel fyrir kommúnista ef ekki væri tryggt að áframhald yrði á stuðningi við skæruliða. Samkvæmt áætluninni er gert ráð fyrir að er- lend ríki láti af stuðningi við hinar ýmsu skæruliðahrejrfingar í Mið- Ameríku, lýðræði verði komið á og hinar stríðandi fylkingar semji um vopnahlé. „Áætlun Arias mun taka gildi þann 7. nóvember. Margir banda- rískir embættismenn óttast að verulega muni halla á kontrana ef þeim berst engin aðstoð milli 30. september og 7. nóvember," sagði Shultz. „Andspymumenn munu eiga í höggi við háþróaðan sovéskan vopnabúnað og kúbanska hemaðar- ráðgjafa. Fé þeirra verður á þrotum og engin aðstoð mun hafa borist frá okkur," bætti hann við. Ingvar Carlsson í Bandaríkjunum: Vel fer á með leiðtogunum Stokkhólmi, frá Erik Liden, fréttaritara Morgunbladsins. INGVAR Carlsson forsætisráð- Werra Svíþjóðar kom í opinbera heimsókn til Bandaríkjanna á miðvikudag. Er þetta i fyrsta skipti í 26 ár sem sænskur ráð- herra kemur í opinbera heim- sókn til Bandaríkjanna. Samskipti þessara þjóða hafa verið stirð siðan Palme hélt ræðu sína gegn hemaðaríhlutun Bandaríkjamanna í Víetnam. Nú var hins vegar léttara yfir mönn- um og virtist fara vel á með leiðtogunum. Sænskir flölmiðlar gera ýtarlega grein fyrir heimsókninni og hjuggu sumir flölmiðlar eftir því að Reagan forseti neftidi Olof Palme heitinn ekki á nafn en varð tíðrætt um Raul Wallenberg, Dag Hammar- skjöld og Bjöm Borg. Reagan hafði og á orði að þjóðimar hefðu ólíkar skoðanir á vígbúnaðarmálum og málefnum S-Ameríku og dást blöð í Svíþjóð að þeirri hreinskilni forset- ans. Forsætisráðherrann sænski hóf meðal annars máls á alnæmis- faraldrinum, sem nú ógnar Vesturl- öndum og hét Bandaríkjaforseti því að hann myndi heils hugar styrkja ráðstefnu um sjúkdóminn sem fram fer í Svíþjóð á næsta ári. Fjölmiðlar í Svíþjóð, hvar í flokki sem þeir standa, vom ánægðir með jákvæð- an tón og framgang mála og framgöngu forsætisráðherrans. Ingvar og kona hans þágu kvöld- verðarboð bandarísku forsetahjón- anna í fyrrakvöld og vakti það nokkra undmn sænskra Qölmiðla að þar var staddur forsljóri Volvo Pehr G. Gyllenhammar og við- skiptajöfurinn Peder Wallenberg. Reuter Ingvar Carlsson, forsætisráðherra Svía, og frú Carlsson stilla sér upp fyrir ljósmyndarana i upphafi hátíðakvöldverðar i Hvita húsinu í fyrrakvöld. Sovétríkin: Rust fær ekki sakar- uppgjöf Moskvu, Reuter. VESTUR-þýski táningnrinn Matt- hias Rust, sem i síðustu viku var dæmdur i fjögurra ára þrælkunar- vinnu fyrir lendingu sína á Rauða torginu { Moskvu, mun ekki fá uppgjöf saka á árinu, þótt nú sé slík sakaruppgjöf veitt þúsundum fanga i sovéskum fangelsum. Talsmaður Kremlarstjómar, Gennady Gerasimov, sagði á frétta- mannafundi í gær að mál Rusts félli ekki undir ákvæði tilskipunar stjóm- valda um víðtæka sakamppgjöf i tilefni sjötíu ára afmælis byltingar bolsévika. Gerasimov sagði að sakar- uppgjöfín næði aðeins til fanga sem hefðu afplánað meira en þriðjung af dómi sínum. Rust var fundinn sekur um að hafa brotið alþjóðaflugreglur, farið inn í landið á ólöglegan hátt og haft í frammi „illkvittnislegar óspektir“. Búist er við hann muni fara fram á náðun Kremlarstjómarinnar, og jafn- vel er talið að hún verði veitt, þrátt fyrir að Rust sé ekki gjaldgengur til sakamppgjafarinnar. Gerasimov sagði Rust enn ekki hafa farið fram á náðun. Hann stað- festi að ungi maðurinn biði enn flutnings í vinnubúðimar úr Lef- ortovo-fangelsinu í Moskvu, þar sem hann er nú í haldi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.