Morgunblaðið - 11.09.1987, Page 25

Morgunblaðið - 11.09.1987, Page 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1987 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1987 25 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 600 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 55 kr. eintakiö. Lausn í sjónmáli Viðbrögð Þorsteins Pálsson- ar, forsætisráðherra, og Halldórs Asgrímssonar, sjávar- útvegsráðherra, við þeim tillög- um, sem Bandaríkjastjóm sendi þeim í fyrradag um lausn á hvaladeilunni, benda til þess að sameiginleg niðurstaða ætti að nást. Steingrímur Her- mannsson, utanríkisráðherra, sagði í gær, að samkomulag ætti að geta tekist á skömmum tíma. Eyjólfur Konráð Jónsson, formaður utanríkismálanefnd- ar Alþingis, segir í Morgun- blaðinu í dag: „Allan þann hvalablástur og fímbulfamb sem verið hefur í kringum þetta mál leiði ég hjá mér. Síst af öllu má blanda öryggi lands okkar við mál af þessum toga. En auðvitað gleðst enginn meir en ég ef lyktir eru í sjónmáli enda hefur þetta mál verið unnið í samráði við utanríkis- málanefnd Alþingis og þraut- rætt á fundum hennar. Mál er að linni." Þessi ummæli og viðbrögð íslenskra stjómvalda að öðru leyti benda eindregið til þess að lausn sé í sjónmáli á grund- velli sáttatilboðsins frá Banda- ríkjunum, sem sagt var frá á forsíðu Morgunblaðsins í gær. Þar er byggt á því, að vísinda- nefnd Alþjóðahvalveiðiráðsins fíjalli um rannsóknaáætlanir Islendinga og við hlítum tillög- um hennar. Viðskiptaráðuneyti Bandarílganna ætli ekki að senda svokallaða staðfesting- arkæru til Bandaríkjaforseta vegna vísindaveiða íslendinga í ár, þótt veiddar séu 20 sand- reyðar. Og sameiginlega vinni fslendingar og Bandaríkja- menn að því að koma þeirri skipan á störf vísindanefndar Alþjóðahvalveiðiráðsins, að hún njóti trausts þeirra, sem til hennar skjóta málum. Ef litið er á málflutning íslenskra stjómvalda í hvalmál- inu undanfama daga, vikur og mánuði, sýnast bandarísku til- lögumar að sumu leyti beinlínis sniðnar eftir yfírlýsingu ríkis- stjómar íslands, sem var aflient Bandaríkjastjóm 27. ágúst síðastliðinn. Þar segir í niðurlagsorðum: „í trausti þess að tilmæli í viðeigandi ályktunum Alþjóða- hvalveiðiráðsins á síðasta ársfundi verði ekki tilefni til þvingunaraðgerða gegn ís- landi, er fsland reiðubúið til áframhaldandi samstarfs á vettvangi ráðsins og til að taka tillit til þeirra vísindalegu sjón- armiða sem þar koma fram.“ En yfírlýsingu íslands frá 27. ágúst lýkur með þeim orðum, að íslensk stjómvöld séu reiðu- búin til áframhaldandi við- ræðna við stjómvöld annarra ríkja um ákvörðun sína varð- andi vísindaveiðar og um vísindaáætlun sína í heild, þar á meðal þátttöku í rannsókna- starfínu. íslendingar hafa ekki verið andvígir því, að vísindanefnd Alþjóðahvalveiðiráðsins fjalli um hvalveiðar í vísindaskyni. Á fundum Alþjóðahvalveiðiráðs- ins hafa fulltrúar fslands raunar barist fyrir því, að þetta mál sé í höndum vísindanefnd- arinnar en ekki ráðsins sjálfs. Þá hafa fulltrúar íslands einnig verið þeirrar skoðunar og Hall- dór Ásgrímsson látið hana í ljós oftar en einu sinni, að Banda- ríkjamenn ráði miklu ef ekki mestu um framgang mála á fundum Alþjóðahvalveiðiráðs- ins eins og það er skipað núna. Þó ekki væri nema með hliðsjón af því mati sjávarútvegsráð- herra, ætti það að þykja töluverður fengur, að Banda- ríkjamenn bjóða nú samvinnu um að auka traust manna á vísindalegu hlutverki Alþjóða- hvalveiðiráðsins. Öllum sem bera hag þess fyrir bijósti er ljóst, að uppákomur á þingum þess eru oft fremur leikara- skapur til að ganga í augun á umhverfíssinnum og áhuga- mönnum um náttúruvemd en efnisleg og raunsæ málsmeð- ferð. A málstaður þeirra, sem af einlægni beijast fyrir vemd- un hvala, annað og betra skilið en þann skrípaleik. Frá því að íslenska ríkis- stjómin kynnti ríkisstjóm Bandaríkjanna afstöðu sína hinn 27. ágúst síðastliðinn hef- ur mikil harka hlaupið í hvala- deiluna á stjómmálavettvangi. Á hinn bóginn hefur greinilega verið unnið að efnislegri lausn á bak við tjöldin án þess að sambandið slitnaði milli ríkis- stjómanna eins og frestun á veiðum sandreyðanna sýnir. Yfírlýsingin 27. ágúst var gefín í trausti þess að samkomulag tækist. Það er nú í sjónmáli og sýnist jafnvel betra en hinir bjartsýnu þorðu að vona. Morg- unblaðið tekur undir með Eyjólfí Konráð Jónssyni, for- manni utanríkismálanefndar Alþingis: Mál er að linni. Evreka - Evróvisjón eftir Steingrím Gaut Kristjánsson Á síðari tímum hefur misræmi í tungumálakunnáttu, aukin ensku- kunnátta ásamt hlutfallslegri hnignun þekkingar á öðrum tungu- málum og nærri algerri vanþekk- ingu á fommálum, leitt til þess að við ritun og framburð erlendra orða og nafna gætir þess í vaxandi mæli að enskur framburður og rit- háttur sé lagður til grundvallar þar sem ekki á við. Einkum gætir þessa meðal blaðamanna og fréttamanna útvarps. Dæmi um þetta eru: Túrín fyrir Torino, Bavaría fyrir Bayem, Munich [Mjúnikk] fyrir Múnchen, Bmssels [Brössels] fyrir Bmssel eða Bmxelles og jafnvel Gothen- burg fyrir Gautaborg. Surtur Þegar loftárásir Bandaríkja- manna á Líbýu stóðu sem hæst var flóinn mikli sem gengur inn í norð- urströnd Afríku stundum nefndur Sirtuflói (Gulf of Sirte), en þeir sem kunnugir em hefðbundnum latínu- þýðingum og fomgrísku nefna flóann Surt eða Surtana, þegar rætt er um báða hluta flóans, sbr. og hið arabíska nafn hans Khalij Surt. Mistök af þessu tagi hafa ekki dregið dilk á eftir sér, enda hefur fréttastofa útvarps lengst af haft góða gát á þeim, þótt nálega allar erlendar fréttir berist henni á ensku. Dagleg mismæli af þessu tagi í sjónvarpi hafa heldur ekki fest villur í sessi. Annarskonar mistök, en náskyld, hafa reynst vafasamari, þar sem em nöfn á alþjóðastofnunum, al- þjóðasamtökum og alþjóðlegum fyrirtækjum. Heureka! í ritinu De arcitectura eftir róm- verska byggingameistarann Vitmv- ius segir frá því að Arkimedesi var falið að leiða í ljós hvort kóróna Hioerons II. væri úr skíragulli eða blöndu silfurs og gulls. Lausn gát- unnar vitraðist honum í baðhúsi er hann steig ofan í baðkerið og vat- nið flóði yfir. í gleði sinni hljóp hann nakinn heim á leið og hrópaði í sífellu „heureka! heureka!" (= Ég hef fundið það, með rithætti nútímamála ,,eureka“). Uppgötvun- in sem gladdi spekinginn svo mjög leiddi til þess að hann setti síðar fram Arkimedesarlögmálið: Hlutur sem sökkt er í vatn léttist jafnt og sá vökvi vegur sem hann ryður frá sér. Um það leyti sem Reagan Banda- ríkjaforseti kynnti stjömustríðs- áætlun sína fæddist hugmynd um samvinnu Evrópuríkja og evrópskra fyrirtækja á sviði hátækni. Frum- kvæðið að stofnun samtakanna kom frá Frakklandi, og þar varð nafnið til. Það er einskonar skammstöfun, „Eu“ fyrir „Europe, „re“ fyrir „re- cherche" (= rannsókn), „c“ fyrir „coopération", breytt í „k“ í virðing- arskyni við Arkímedes, og „a“ fyrir „action". Tuttugu Evrópuþjóðir em nú orðnar aðilar að samtökum þessum. Evrópa og Evros Fyrir nokkm var rætt um Evreka samtökin í útvarpi. Tveir frétta- menn og stjórnarráðsfulltrúi tóku þátt í umræðunum. Öll nefndu þau samtökin skýringalaust „Júreka". Þjóðimar tuttugu sem standa að Evreka áætluninni bera nafn henn- ar fram hver eftir sinni málvenju en hvorki ,júreka“ upp á ensku né „öreka“ upp á frönsku, nema þær sem mæla á þessar tungur. íslend- ingar em aðilar að áætluninni1, og þeir hljóta að bera sér nafn samtak- anna í munn eftir íslenskri mál- venju. Eins og við segjum Evrópa en ekki „Júrópa“, þannig ættum við að nefna samtökin Evreka. Heiti álfunnar er ekki komið úr ensku. Til þess er það of gamalt. Evrópa var fönísk konungsdóttir. Seifur felldi hug til hennar, brá sér í nautslíki, tældi hana á bak sér og synti með hana til Krítar, þar sem hann gat við henni Mínos Krítveijakonung, en drottning hans gat síðar Mínótáros við nauti nokkm. Á grísku nefndist (suð-) austanvindurinn Evros, en fyrri lið- ur orðsins Evrópa er talinn kominn af semískum stofni (ereb, irib = sólsetur) eins og fönískan, sem var móðurmál Evrópu kóngsdóttur. Evróvisión Annað dæmi um einkennilegan framburð er „Eurovision“, sem fréttamenn bera fram ,júróvissjön“ eða eitthvað í þeim dúr. Hér er um að ræða hliðstæð samtök við Evreka samtökin. Árið 1950 var stofnað Utvarpssamband Evrópu, sem nefnist á ensku European Broad- casting Union (EBU) og á frönsku Union européenne de Radiodiffusi- on et de télévision (UER), með höfuðstöðvar í Genf. Árið 1954 efndu samtök þessi til sérstakrar samvinnu sjónvarpsstöðva undir heitinu Eurovision með höfuðstöðv- ar í Brussel. Fyrri liður nafnsins er, eins og áður greinir, grískur en hinn síðari latneskur, þannig að orðið er hvorki franskt né enskt, heldur alþjóðlegt. Framburður er mismunandi eftir þjóðum. Englendingar bera orðið fram ekki ólíkt framburði íslensku frétta- mannanna. Frönskumælandi þjóðir segja „öróvisjon" (eða svo gott sem). Danir taka mið af grísku og segja „öúróvisjón" o.s.frv. í sam- ræmi við íslenska málvenju væri eðlilegast fyrir íslendinga að bera orðið fram Evróvisjón og jafnvel að víkja við rithætti og skrifa Evro- vision. Fyrst eftir að Securitas fyrirtæk- ið hóf starfsemi sína heyrðust margir kalla það „Sekjúrítas" í þeirri trú að orðið væri enskt. Það er hinsvegar latneskt, borið fram „sekúrítas“ og þýðir öryggi. Sam- svarandi orð á ensku er security. Evrótjekki — evrókort Ég hef engan heyrt bera fram Steingrímur Gautur Kristjánsson „Daglega er rangt farið með erlend nöfn í út- varpi og sjónvarpi, bæði vegna vanþekk- ingar á erlendum máium, þar á meðal ensku, og íslenskum málhefðum. Þetta er fremur hvimleitt, en þó skiljanlegt að frétta- menn kunni ekki skil á öllum heimsins tungu- málum. Ef vilji væri fyrir hendi væri þó að mestu hægt að koma í veg fyrir þetta.“ orðið „eurocheque", en væntanlega hafa einhveijir fallið í sömu gryfju við áð bera sér það í munn. Þetta orð er franskt, borið fram „öró- sjekk“ á frönsku, en t.d. Danir bera það fram „öúrósjekk" að sínum hætti, og ef þessir tékkar komast í almenna notkun á íslandi virðist eðlilegt að bera orðið fram „evró- sjekk", eða jafnvel að tala um evrótékka. Eurocard er íslenskt greiðslu- kortafyrirtæki, sem starfar í tengslum við samtök evrópskra banka með sama nafni. Síðari liður orðsins er_ enskur, en heitið er al- þjóðlegt. Á dönsku er framburður- inn „öúrókard" og ætti í samræmi við ofanritað að vera evrókard í munni íslendinga. Mér virðist jafn- framt eðlilegt að kalla kortið evrókort til aðgreiningar frá vísa- korti og öðrum greiðslukortum. + Islensk málhefð og erlend nöfn Daglega er rangt farið með er- lend nöfn í útvarpi og sjónvarpi, bæði vegna vanþekkingar á erlend- um málum, þar á meðal ensku, og íslenskum málhefðum. Þetta er fremur hvimleitt, en þó skiljanlegt að fréttamenn kunni ekki skil á öllum heimsins tungumálum. Ef vilji væri fyrir hendi væri þó að mestu hægt að koma í veg fyrir þetta. Þeir sem hafa hlýtt á útvarp í þýskumælandi löndum eða horft á þýskar kvikmyndir munu hafa tekið eftir og undrast að erlend orð sem fyrir koma eru borin fram með kórréttum framburði þess máls sem þau tilheyra samkvæmt þýskri mál- venju og virðast Þjóðveijar ekki eiga í neinum vandræðum með að fá leikara sína og útvarpsmenn til að fylgja þessari reglu. Framburður erlendra orða í íslensku máli lýtur íslenskum málreglum, og ef ekki fínnst íslenskt nafn á stað í útlönd- um, mun venjan vera sú að ganga út frá framburði þess máls sem við á en nota þau hljóð í íslensku sem komast næst réttum framburði á erlenda málinu. Þótt pottur sé brot- inn í þessu efni er hitt þó sýnu verra þegar alþjóðleg heiti íslenskra fyrirtækja og stofnana, sem íslend- ingar eru aðilar að og hér starfa að meira eða minna leyti, eru af- bökuð sökum fáfræði, og festast þannig í málinu. Hér er verk að vinna fyrir forstöðumenn fréttastof- anna, málráðunaut ríkisútvarpsins, stjómendur þáttanna um daglegt mál og íslenska málnefnd. Áríðandi er að útrýma ambögunum áður en þær rótfestast. Höfundur er borgardómari. Kötturinn sem datt oná svölumar eftir Eið Guðnason Aðfaranótt 16. ágúst var ég á leið til borgarinnar vestan af Snæ- fellsnesi. Útvarpið var opið í bílnum og ég var að rása milli næturstöðv- anna þriggja, sem allar voru raunar að leika samskonar tónlist. Þá gerð- ist það að ungt fólk í gleðskap hringdi á eina stöðina, að sögn plötu- snúðar til að segja frá ketti. Af frásögn þularins var hreint ekki ljóst í upphafi hvort kötturinn hafi dottið ofan á svalimar hjá unga fólkinu eða ofan af svölunum. Það heyrðist hreinlega ekki. En síðan talaði ungi maðurinn sem stóð bullvaktina á umræddri stöð að minnsta kosti tvi- svar ef ekki þrisvar um „köttinn, sem datt oná svölumar". Þá slökkti ég. Einhvemtíma á dögunum til- kynnti umsjónarmaður þáttar á Rás 2 að hann ætlaði að leika tónlist sem væri „árásargjöm". Þá slökkti ég líka. Kannski finnst einhveijum þetta smámunasemi. En ég get ekki leng- ur orða bundist. Ég er þannig gerður (kannski vegna þess að ég var svo gæfusamur að njóta góðrarmóður- málskennslu frá Grænuborg til stúdentsprófs) að mér er ómögulegt að hlusta á málvillur í útvarpi eða sjónvarpi án þess að fá sting í eyr- un. Undanfamar vikur hefur keyrt um þverbak. Ég hef orðað þetta við vini og kunningja. Svona til að þreifa fyrir mér um það hvort ég væri einn um þetta. Svo er ekki. Otrúlega margir hafa reynst á sama máli. Nú er það mjög til siðs að bera fram almenna gagnrýni án þess að færa fyrir henni bein rök eða nefna dæmi. Ég ætla ekki að falla í þá gryfju, heldur nefna nokkra þá eymaþyma sem mig hafa stungið í sumar. . „Tass-fréttastofan skýrði frá því að nokkur hluti manna hefði farist í slysinu." Bylgjan 7. ágúst. „Aðilar báru saman bækur sínar og lýstu sjónarmiðum hvors ann- ars.“ Kvöldfréttir RÚV, 7. ágúst. „Vopnabúr stórveldanna yrðu dregnar inni í viðræðurnar." Sami fréttatími RÚV. „Verða felldir niður þau bifreiða- gjöld." Sami fréttatími RÚV. „Bæjarstjóri Kópavogar“ Marg- endurtekið í fréttatíma Bylgjunnar í fyrstu eða annarri viku ágúst. „Hvort hjón fær ...“ Frétt um greiðslur almannatrygginga í kvöld- fréttatíma RÚV 25. ágúst. „.. . Alfonsín sigri kosningam- ar.“ Sjónvarpsfréttir RÚV 4. sept- ember. „Innbúið kostar milli fjögurra og fimm milljóna." Fréttir á Stöð 2, 5. september. ....bannað var að leika þjóð- sönginn til langs tíma.“ Fréttir á Stöð 2, 7. september. Sama frétt var flutt í sjónvarpsfréttum RÚV sama kvöld, en þar sagði fréttamaður: „... þjóðsönginn, sem um skeið var bannaður í Vestur-Þýzkalandi." Góð og gild íslenska. „Þama er því um mjög viðkvæmt vandamál að etja.“ Fréttir á Stöð 2, 7. september. „Hvaða hópar eru það, sem helst hafa tekið skoðanaskiptum?" Sjón- varpsfréttir RÚV, 7. september. Nær daglega er talað um að „vinna leikinn", oft heyrist „að versla mat“, „sprengingar springa", og menn eru hættir að Eiður Guðnason taka þátt í einhveiju, nú taka menn bara þátt. í fréttatíma RÚV 1. september var rætt við ungan nýbakaðan leik- hússtjóra. Hann var að segja frá verki eftir Strindberg, sem leikhúsið hans ætlaði að sviðsetja. Hann sagði áheyrendum að leikritið væri jafn „aðkallandi", nú eins og þegar Strindberg skrifaði það. Vafalaust hefur maðurinn átt við að leikritið væri jafn tímabært nú og þá, eða að það ætti eins mikið erindi við áhorfendur nú sem þá. Hann notaði bara rangt orð. Maður er nefndur Michael Jack- son. Plötusnúðar kynna hann ærið oft, sem „sjálfan Michael Jack- son.“ Það er væntanlega til þess að armir hlustendur haldi ekki að þeir séu að hlusta á einhvem annan Mic- hael Jackson. Þetta er auðvitað alveg bráðnauðsynlegt. Steingrímur Her- mannsson utanríkisráðherra fékk sömu meðferð í morgunfréttum RÚV 8. september, þegar sagt var að hann ætlaði sjálfur til útlanda. Öðm tel ég mig hafa tekið eftir að undanfömu. Það er hve ótrúlega algengt það er að fréttamenn mis- mæli sig eða láti út úr sér ambögu og leiðrétti ekki. Það er ekkert óeðli- legt að mismæla sig. Það gerum við öll. En mismæli á að leiðrétta. Þegar það er ekki gert er bara tvennt til: Viðkomandi veit ekki betur og held- ur amböguna rétt mál, eða að hann er alls ekki að hlusta á og hugsa um það sem hann er að lesa. Nú er mér það mæta vel ljóst að þessi sparðatíningur er kannski ekki fyllilega sanngjam. Dæmin frá RÚV hér að ofan eru sjálfsagt of mörg. Það er bara vegna þess að ég hlusta lang mest á Ríkisútvarpið. Það verð- ur að viðurkennast að ég er heldur ónýtur að hlusta á Stjömu og Bylgju. Það er eins víst að til séu þeir sem telja ekkert athugavert við þau dæmi sem rakin eru hér á undan. Til munu þeir málvísindamenn, sem telja að málið sé rétt eins og það er talað hveiju sinni. Það á víst að bera vott um víðsýni og umburðarlyndi. Mér er hinsvegar ómögulegt að aðhyllast slíka kenningu vegna þess að mér var alla mína skólagöngu kennt að til væri rétt mál og rangt og á þessu tvennu væri reginmunur. Ég hef ekki hugsað mér að láta af þeirri skoðun. Textaþýðingar í sjónvarpi em kapítuli út af fyrir sig. Hjá Ríkisút- varpinu em þau mál í allgóðu lagi. Öðm máli gegnir um Stöð tvö, enda þótt þar séu afbragðsþýðendur stundum að verki. í kvikmynd sem sýnd var í fyrstu viku september (Flótti Eddie Macon) vom þessar perlur: F.B.I. (Federal Bureau of Investigation), bandaríska alríkislögreglan, var embætti sak- sóknara, „to assault an officer" var að móðga lögreglumann og „my dog is housebroken", hundurinn minn er húsnæðislaus! Ekki hef ég nennu til að telja upp fleiri dæmi, en það er svo sannarlega af nógu að taka. Ótrúlega margir málböðlar leika nú lausum hala á öldum ljósvakans og em þar til mikillar bölvunar. Skylt er þess auðvitað að geta líka að hjá öllum útvarpsstöðvum og báðum sjónvarpsstöðvunum starfar fólk sem vandar málfar sitt og er til fyrirmyndar í þeim efnum. Böðl- amir em bara því miður of margir. Hér hefur ekkert verið sagt um lestur, hreim eða hrynjandi. Mætti þó margt þar um segja. Hvað má oss til vamar verða? Því er ekki einfalt að svara. Þrennt nefni ég _að lokum: Útvarps- og sjónvarpsstjórar: Hafið málfarslegan metnað fyrir hönd þeirra mikilvægu stofnana sem þið stýrið. Gerið miklar kröfur til þeirra sem flytja talað mál og þýða texta. Bægið bógubósum og málb- öðlum frá hljóðnemanum. Flytjendur: Vandið mál ykkar. Lesið góðar bækur. Það má mikið læra af því að lesa góðan texta. Leitið ráða hjá þeim sem betur vita. Loks geri ég það að tillögu minni að Ríkisútvarpið, Stöð tvö og út- varpsstöðvamar taki höndum saman og stofni til skólahalds með það að markmiði að kenna þeim sem fram koma í dagskrá að umgangast móð- urmálið með þeirri virðingu sem það á skilið. Höfundur er þingmaður Aiþýðu- flokksins fyrir Vesturlandskjör- dæmi. AF ERLENDUM VETTVANGI Kólumbía: eftir GEOFFREY MATTHEWS Gengið í gin úlfsins Hann kom tíl Bogota, höfuðborgar Kólumbiu, með farþegaþotu frá Evrópu og hafði keypt farseðilinn undir fölsku nafni. Krag- inn á tvíhneppta rykfrakkanum hans var brettur upp að eyrum, og hann var að sögn viðstadds blaðamanns, „líkari Humphrey Bogart en Enrique Parejo Gonzalez." Og eins og Bogart í gömlu glæpamyndunum frá Hollywood var Parejo umkringdur þrekv- öxnum lífvörðum, og gúlpandi jakkar þeirra sýndu ótvirætt að þeir báru vopn innanldæða. Þótt honum svipi lítillega tíl Bog- arts er Enrique Parejo Gonzalez hvorki leikari né bófi.en engu að siður fastur fyrir undir niðri. Hann er virtur stjórnmálamað- ur, fyrrum dómsmálaráðherra, og núverandi sendiherra lands síns i Ungveijalandi. Lífverðir hans voru úrvals skyttur úr sveit- um lögreglunnar sem yfirvöld höfðu falið að gæta hans. Parejo er nú í fyrstu heimsókn sinni til Kólumbíu frá því hann tók við embætti sendiherra í Búdapest í ágúst í fyrra. Bæði leyndin sem hvíldi yfir komu hans og sú stranga, jafnvel þrúgandi, öryggisgæzla sem um hann hefúr verið höfð undirstrika ógnvekj- andi umfang „fíkniefna-stríðsins" svonefnda gegn glæpasamtökun- um í Kólumbíu sem ráða lögum og lofun í kókaínviðskiptunum í Latnesku Ameríku. Dómsmálaráðherra á aftökulista Dómsmálakerfi Kólumbíu er í fremstu víglínu þessa stríðs, eins og Parejo veit öðrum fremur. Belisario Betancur þáverandi for- seti landsins skipaði Parejo dómsmálaráðherra í maí 1984. Tók hann við embættinu eftir Rodrigo Lara Bonilla, sem leigu- morðingjar kókaínmaftunnar höfðu þá nýlega ráðið af dögum í Bogota. Dómsmálaráðuneytið féll í skaut Parejos — ásamt líflátshótununum sem því fylgdu. Ríkisstjóm Betancurs fór frá í ágúst í fyrra, og nokkrum klukku- stundum eftir að Virgilio Barco hafði svarið embættiseið sinn sem nýr forseti landsins var Parejo lagður af stað flugleiðis til Ung- veijalands. Hann hafði verið skipaður sendiherra í Búdapest samkvæmt eigin ósk þar sem hann hélt að jámtjaldið væri bezta vömin gegn því að einhver vitjaði þeirra milljón Bandaríkjadala, sem kókaín mafían hafði lagt til höfuðs honum. Þessi skoðun Parejo reyndist til lítils. í janúar s.l. skaut spæn- skumælandi leigumorðingi hann fimm skotum í höfuð og háls af stuttu færi fyrir framan sendi- herrabústaðinn í Búdapest. Það gekk kraftaverki næst að unnt reyndist að bjarga lífí hans eftir margra klukkustunda skurð- aðgerð. Á andliti hans og hálsi era örin eftir skotsárin. Skotsárin ollu því að hann stamar nú litil- lega, en kjarkurinn er óbugandi eftir sem áður. Þjóðhelja Við komuna til Bogota var hann hylltur í forystugrein dagblaðsins El Tiempo, sem sagði hann „tákn hugrekkis" í augum þjóðarinnar, og talsmenn flokks fijálslyndra reyndu að fá hann til að bjóða sig fram til embættis borgarstjóra höfuðborgarinnar í kosningunum á næsta ári. Hann afþakkaði boð- ið, sagði að enn biðu hans óleyst verkefni í Ungveijalandi. í orði kveðnu er hann í löngu sjúkraleyfí frá störfum, en féllst þó á að koma fram opinberlega við eitt tækifæri — og það í Me- dellín, annarri stærstu borg Kólumbíu. Blöðin lýstu þessari heimsókn hans sem „göngu upp í opið gin úlfsins", því ekki leikur vafí á því að þær fjárfúlgur, sem lagðar vora til höfuðs honum, koma frá Medellín. Samkvæmt heimildum bandaríska fíkniefnaeftirlitsins ræður „Medellín-auðhringurinn“, samtök fíkniefnaræktenda hér- aðsins, yfír 30% allrar heimsverzl- unarinnar með kókaín. Parejo var boðið til Medellín til að veita þar viðtöku verðlaunum sem samtök borgarbúa hafa stofnað til í minningu Rodrigo Lara Bonilla og ætluð era til að styrkja lögmæt yfírvöld og mann- réttindabaráttu. Athöfnin var liður í baráttu borgarbúa gegn því óorði sem fíkniefnasalamir hafa komið á Medellín og sýna borgina í nýju ljósi sem miðstöð iðnaðar og verzlunar landsins. Parejo var bersýnilega snortinn við komuna þegar þúsundir manna söfnuðust saman á götum úti og veifuðu til hans. Eins og við var að búast flutti Parejo hvatningarávarp til stuðnings lýð- ræði, lögum og reglu. Dómskerfi í molum En staðreyndin er sú að dóms- valdið í Kólumbíu hefur farið úr skorðum vegna miskunnarlausra ógnana fíkniefnamafíunnar: þeg- ar síðast var vitað höfðu leigu- morðingjar glæpahringsins myrt 59 dómara, sem ekki hafði reynzt unnt að kaupa eða ógna til hlýðni, auk hundraða fyrirhugaðra vitna, lögreglumanna fíkniefnadeildar, lögmanna og blaðamanna sem höfðu fordæmt fíkniefnasalana. Þótt ríkisstjóm Barcos hafí aðeins setið að völdum í eitt ár, er þriðji dómsmálaráðherra hennar nú ný- skipaður, en tveir þeir fyrri þoldu ekki álagið og sögðu af sér. Þar sem þessar miskunnar- lausu þvinganir hafa gert dóms- kerfí landsins ókleift að beijast gegn glæpahringunum var eina vopnið sem fíkniefnasamtökin ótt- uðust samningur við Bandaríkin árið 1979 um framsal glæpa- manna sem miðaði fyrst og fremst að því að koma alþjóðlegum fíkni- efnasölum í hendur réttvísinnar. Ákvæðum samningsins var ekki beitt fyrr en eftir morðið á Lara dómsmálaráðherra árið 1984, en þá fengu Parejo og hæstiréttur landsins ákvæðum samningsins framfylgt í fyrsta sinn. Fyrir þremur mánuðum úr- skurðaði hæstiréttur, lamaður vegna stöðugra morðhótana, að samningurinn samræmdist ekki ákvæðum stjómarskrár landsins. Þessi úrskurður hefur í raun gert glæpamönnunum kleift að stunda sina iðju hömlulaust. Baráttunni gegn kókaíninu linnir ekki Vegna þeirrar skelfíngar sem ríkir vegna aðgerða glæpahring- anna var Parejo spurður hvort rétt væri að ætlast til þess af starfsmönnum löggæzlunnar að þeir hættu lífinu í baráttunni. „Já,“ svaraði hann hiklaust, „vegna þess að ef við ekki tökum þessa áhættu neyðumst við fyrr eða sfðar til þess að fóma því sem er tilveru okkar og samfélagi enn dýrmætara." En hann var harður í andstöðu sinni við tillögur um að beita dauðarefsingu gegn fíkniefnasöl- um. Þetta ár sem hann hefur verið Qarri heimalandi sínu hefur verið veraleg aukning í aðgerðum vinstrisinnaðra skæraliðahópa sem vitað er að fá vopn og pen- inga frá kókaínmafíunni. „Eg hef alltaf borið virðingu fyrir ung- mennum sem grípa til vopna vegna hugsjóna sinna og vilja koma á breytingum f þjóðfélagi sem þau telja óréttlátt,“ sagði Parejo. „Ég ber virðingu fyrir þeim þótt ég sé algjörlega andvíg- ur þeim aðferðum er þeir beita. Það sem ég fæ ekki skilið er hvemig þeir geta gengið í banda- lag með einstaklingum sem era mótfallnir hugsjónum þeirra." Höfundur er blaðamaður hjá brezka blaðinu The Observer. Kókainframleiðsla Suður-Ameríu er gífurleg og fer mestmegnið tíl Bandaríkjanna. í fyrra stöðvaði bandariska tollgæslan þessa 2,095 tonna kókaínsendingu i Miami og var verðmætí hennar á götunni talið vera um 46 milijónir Bandaríkjadala. Þó nær toll- gæslan ekki nema broti þess kókaíns, sem er í umferð, svo ljóst er að um stóreflis atvinnuveg og arðbæran er að ræða. Greinarhöfundur er blaðamaður The Observer.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.