Morgunblaðið - 11.09.1987, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.09.1987, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1987 15 ítarlega rætt. Þá eru teknar fyrir helstu framkvæmdir í skólamálum, heilbrigðismálum og vegagerð næstu fjögur árin. Að sjálfsögðu fylgja þessu ítarlegar áætlanir um hvemig þessar framkvæmdir verða fjármagnaðar. 5. Önnur verkefni Fjölmörg önnur verkefni láta fylkisþingin til sín taka og hafa umsjón með og gera tillögur til úrbóta svo sem í menningarmálum, atvinnumálum, náttúruvemdarmál- um og umferðamálum. Eðlilega hafa fjárhagsáætlanir fylkisþing- anna gjörbreyst við þessi auknu verkefni, en allt er gert til þess að halda kostnaði niðri og ítarlegs spamaðar gætt í hvívetna. Verkaskipting og innri stjórn Hér skal reynt í nokkrum orðum að gera grein fyrir uppbyggingu fylkishéraðanna. Æðsta stjómin er í höndum fylkisþinganna, sem halda tvo fundi á ári eða fleiri, ef nauðsyn- legt verður talið. Fylkisforseti getur kallað saman fylkisþing telji hann ástæðu til þess. Einnig getur fylk- isráð ákveðið að kalla saman fylkis- þing, svo og getur konungur krafíst þess. Er það gert á ábyrgð ráð- herra. Aðalstjómandi er fylkisfor- seti, ordforer, sem er lýðræðislega kjörinn af fylkisþinginu í upphafi kjörtímabils, til ijögurra ára. Hann getur mætt hjá öllum nefndum og ráðum á vegum þingsins. Starf hans er fullt starf og er hann laun- aður af fylkisþingi. Með auknum verkefnum er nauðsynlegt að reka skrifstofu fyrir fylkið og eru þar gerðar m.a. allar skipulagstillögur og áætlanir fyrir hin ýmsu byggða- lög í fylkinu. Framkvæmdastjóri skrifstofunnar er fylkisráðsmaður. Er hann með hliðstætt starf og bæjarstjórar hjá bæjarfélögunum. Til fylkisþingsins er kosið hlut- bundinni kosningu um leið og sveitarstjómarkosningar fara fram og jafn langt kjörtímabil. Eru kosn- ir aðal- og varamenn og gilda sömu lög um kosningu til fylkisþinga og sveitarstjóma með fáum sérákvæð- um. Fylkisþingið kýs nefndir og ráð og skulu þau helstu rakin hér stutt- lega. Fylkisráð, en sú nefnd leggur fram fárhagsáætlanir svo og öll mál, sem lögð verða fyrir fylkis- þingið og hefur yfirumsón með fjármálum. Hér er lang þýðingar- mesta nefndin, sem er launuð og hefur svipað vald og bæjarráð hjá bæjarstjómum. Fjármálanefnd annast ráðgjöf á fjármálasviðinu og annast allar áætlanir til lengri tíma. Stjórnunarnefnd, er falin yfírstjóm starfsliðs og gerð langtíma samninga. Skólanefnd, en hún hefur yfírstjóm á öllum skólum í fylkinu og sér um að skól- amir séu reknir í samræmi við lög. Sérstjómir em hjá sveitarfélögun- um yfír skólamálum. Félags- og heilbrigðisnefnd, hefur umsjón með sjúkrahúsum, heilsugæslu- stöðvum og félagsmiðstöðvum á svæðinu, og annast einnig allan undirbúning að byggingu nýrra mannvirkja á þessum sviðum, sér- stjóm er fyrir hvert sjúkrahús. Menningarnefnd, hefur yfímm- sjón með tómstundarstarfí hvers- konar á svæðinu, unglingamál, íþróttamál og útivistarmál. Sam- göngunefnd, fjallar um umferða- mál fylkisins. Tekið skal fram til að forðast misskilning að sjálfstæði sveitarfé- laganna hefur ekkert skerst, heldur yfírtekur fylkisþingið sameiginleg verkefni, sem vom á vegum ríkis- ins, en er með þessu færð til héraðanna. Hvorki í fræðibókum eða meðal sveitarstjómarmanna i Noregi er fylkisþingið kallað þriðja stjomsýslustig. Byggist sú nafngift á misskilningi og hjá sumum á and- stöðu við málefnið. Fjölmörg önnur sameiginleg verkefni fyrir hémðin em nú í hönd- um fylkisþinganna, svo sem stjóm rafveitanna, gefíð er út blað og sameiginleg útvarpsstöð fyrir fylkið og svona mætti lengi telja, sem hér verður ekki nánar rakið. Stjórnarráðin færð til héraðanna Komið hefur hér fram í ræðu minni, að fylkissljórar, sem em embættismenn ríkisins, höfðu yfír- umsjón með málefnum fylkjanna. (Sjá hér hjá okkur hliðstæðu með að sýslumenn em oddvitar sýslu- nefnda). En árið 1975 varð hér á gjörbreyting eins og rakið hefur verið. Fyikisþingið kaus sjálft sinn forseta, sem fer með yfírstjóm málefna fylkjanna. Það var skoðun margra að nú bæri að leggja niður embætti fylkisstjóranna. Sú varð þó ekki raunin, en starfssvið þeirra var gjörbreytt og urðu þeir umboðs- menn ríkisstjómarinnar í viðkom- andi fylki. Gafst þetta fyrirkomulag strax vel, en störf sín ráku þeir í nánu sambandi við dómsmálaráðu- neytið þar í landi. Af hálfu Stórþingsins í Noregi ar árið 1980 einróma samþykkt að setja nefnd, sem dómsmálaráðu- neytið skyldi skipa, til þess að fínna leiðir til að auka verksvið fylkis- stjóra, en það vom þær stjóm- málalínur, sem nefndin skyldi starfa eftir. Dómsmálaráðuneytið þar í landi skipaði síðan neftid í málið og vom í nefndinni tveir af hálfu fylkisstjóra og sjö frá eftirtöldum ráðuneytum: Dómsmálaráðuneyt- inu, sveitarstjómar- og viðskipta- ráðuneytingu, félagsmálaráðuneyt- inu, fjármálaráðuneytinu, neytendaráðuneytinu, umhverfis- ráðuneytinu og kirkju- og mennta- málaráðuneytinu. Ljóst er að skipan ráðuneyta í Noregi er öðm visi en hér á landi. Eftirtalin atriði vom aðallega rædd. a) Nefndin kannaði rækilega þau verkefni, sem fylkisstjóramir höfðu þegar fengið og þá sérstaklega ný verkefni, sem samþykkt höfðu verið í löggjöf t.d. í lögum um náttúm- vemd. b) Hún fór sérstaklega yfír erindis- bréf fylkisstjóranna og annarra starfsmanna fylkjanna. Var erindis- bréfum breytt í samræmi við aukið starf þeirra, en þeim ber að sam- ræma starfssemi ríkisvaldsins í fylkjunum. c) Hún lagði áherslu á að endur- skipulagningin miðaðist við ný verkefni frá fagráðuneytunum, svo og aukin verkefni hjá þeim ráðu- neytum, sem þegar höfðu falið þeim þýðingarmikil verkefni. d) Nefndin gerði einnig grein fyrir fjármálalegri hlið málsins. Dómsmálaráðuneytið hefur haft yfímmsjón með upplýsingaöflun gagnvart öðmm ráðuneytum, en fagráðuneytin bera beina ábyrgð á sínum fyrirmælum. Með tölvuvæð- ingu embættanna þar í landi skapast miklir möguleikar í þessum efnum, sem gera þessi embætti enn þýðingarmeiri og farsælli í framtí- ðinni. Nefndin er einnig sammála um það, að ef gætt er fyllsta spam- aðar og hagsýni, þá verði kostnað- arauki hverfandi, þar sem aukin verkefni þeirra dragi úr verkefnum stjómarráðsins í höfuðborginni. Það sem vinnst er stórbætt þjónusta við dreifbýlið, sem allir þar í landi fagna. Stórþingið norska hefur tek- ið mál þetta upp á sína arma og þjóðin öll fagnar þessari þróun og hún á sér stað á öllum sviðum og með fullu samkomulagi allra. Hér verður ekki gerð tilraun til þess að rekja störf fylkisstjóraembættanna nákvæmlega, en þau snerta m.a. 1. margvísleg mál erfða-, sifja- og persónuréttarlegs eðlis, sem nú er í dómsmálaráðuneytinu. 2. Yfimmsjón með störfum sveitar- stjóma sem nú er hjá félags- málaráðuneyti. 3. Umsjón með náttúruvemdar- málum, en framkvæmdin er að verulegu leyti hjá fylkisþingun- um og sveitarfélögunum. 4. Fjölmörg önnur verkefni frá ýmsum ráðuneytum, sem sífellt verður yfírgripsmeira, enda gagnkvæmur vilji til þess að færa þau til héraðanna. Störf fylkisstjóraembættanna verða ekki nánar rakin, en mjög auðvelt er fyrir stjómvöld hér að afla þessara upplýsinga, ef áhugi er fyrir máli þessu. Notum tækifærið Sérstök ástæða er einmitt í dag til þess að taka nú upp harða her- ferð fyrir eflingu og auknu sjálf- stæði héraðanna í margvíslegum málum, eins og rakið hefur verið. Skal í þessu sambandi bent á nýleg ummæli Steingrims Hermannsson- ar fyrrverandi forsætisráðherra, þar sem hann lýsti sig afdráttar- laust fylgjandi aukinni heimastjóm og dreifíngu valdsins í landinu. Er þetta mikilvæg yfírlýsing, sem væntanlea hefur áhrif á stefnumót- un Framsóknarflokksins. Sam- kvæmt grundvallarstefnu Sjálf- stæðisflokksins er lögð megin áhersla á valddreifíngu og minnk- andi afskipta ríkisvaldsins. En þvf miður hefur samt skort fastmótaða stefnu flokksins í málefnum dreif- býlisins og er það eflaust aðalskýr- ingin á minnkandi fylgi flokksins á landsbyggðinni við síðustu kosning- ar. Er þess þó að vænta að af hálfu Sjálfstæðisflokksins verði gagngerð stefnubreyting, þegar mál þessi hafa verið rædd nánar og skýrð. Af hálfu Alþýðuflokksins, Alþýðu- bandalagsins, Borgaralistans og Kvennalistans, hafa verið gerðar samþykktir um að færa völdin til héraðanna og gera þau sjálfstæðari með yfírstjóm í margvíslegum mál- um. Það er því ekki óeðlilegt að spurt sé á hverju strandar, að þessu þýðingarmikla málefni hefur ekki þokað meira áfram? Hér held ég að aðalskýringin liggi í því að heimamenn sjálfir hafa ekki komið sér saman um þær leiðir, sem fara skal. Við landsbyggðarmenn emm opnir fyrir innbyrðis tortryggni og hyggjum að margvíslegar breyting- ar á núverandi fyrirkomulagi muni verða öðmm sveitarfélögum á svæðinu til góða en ekki okkur og því sé betra að berjast áfram, við sömu skilyrði og em í dag. Sækja sinn rétt gagnvart ríkisvaldinu með aðstoð þingmanna, eins og nú hefur tíðkast og þarf ekki að skýra nán- ar, því að þessar leiðir þekkjum við öll. Saga þjóðarinnar ætti þó að vísa okkur veginn í þessum efnum. Höfum í huga að strax við landnám íslands var landinu skipt í fjórðunga og var gamla Alþingi okkar byggt á þeirri þjóðskipan. A sama gmnd- velli var landinu síðar skipað í flögur ömt. _ En með lögum um Stjómarráð íslands frá 1903 vom ömtin lögð niður. Aðeins einn alþingismaður varaði við þessari þróun og benti á að þar með væri allt framkvæmdavaldið í Reykjavík og að sama skapi minnk- uðu völd héraðanna. Þessi aðvör- unarorð hafa reynst rétt, en nú er tækifærið að efla framkvæmda- valdið í hémðunum að nýju og em leiðir frænda okkar í Noregi til fyr- innyndar og má mikið af þeim læra. Á ykkur sveitarstjómarmönnum og íbúum héraðanna hvílir mikil ábyrgð og verða heimamenn að marka stefnuna og sækja sókn- djarfír fram. Höfum í huga, að ef við ekki búum okkar velmenntaða æskufólki atvinnutækifæri sam- bærileg við það sem býðst á höfuðborgarsvæðinu, þá munum við sjá á eftir þeim þangað og með því stuðlum við að áframhaldandi byggðaröskun. Höfum því í huga, að þessari þróun er hægt að snúa við. Staðreyndir sýna að einmitt á landsbyggðinni verður til stærsti hluti af gjaldeyristekjum þjóðarinn- ar og við eigum í enn ríkari mæli að njóta þess, en til þess að svo megi verða, þá verðum við að snúa bökum saman til nýrra átaka og framfara og aukinnar sjálfsstjóm- ar. Ég legg áherslu á að við eigum ekki að taka blint upp eftir öðrum þjóðum um skipan héraðsstjóma, en byggja og þróa eigin reynslu, en nauðsynlegt er samt að kynna sér uppbyggingu þessara mála með- al þjóða, þar sem aðstæður eru svipaðar. Að lokum skulum við gera okkur grein fyrir að á lýðræðislega kosnu héraðsþingi þar sem fjallað verður almennt um öll framfaramál lands- hlutans með jákvæðu hugarfari þá mun það hafa í för með sér ómetan- lega þýðingu fyrir framtíð byggðar- lagsins. Tveir nýir kennslustaðir: Dansstúdíó Sóleyjar, Engjateigi 1 og „Hallarsel“ Þarabakka 3 í Mjóddinni. Ennfremur sem fyrr í Auðbrekku 17, Kópavogi. Kennum alla samkvæmisdansa: suðurameríska, standard og gömlu dansana. Einnig bamadansa fyrir yngstu kynslóðina - laugardagskennsla á öllum stöðum. Nemendur skólans unnu 12 af 18 íslandsmeistaratitlum í samkvæmisdönsum 1987. Innritun og upplýsingar dagana 1.-14. september kl. 10 - 19 í símum: 641111,40020 og 46776. Kennsluönnin er 15 vikur, hefst mánudaginn 14. september og lýkur með jólaballi. / FID Betri kennsla - betri árangur. Dansskóli Sigurðar Hákonarsonar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.