Morgunblaðið - 11.09.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.09.1987, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1987 > Leikfélag Akureyrar: Islensk leikverk verða í meiri- hluta næsta vetur LEIKFÉLAG Akureyrar kemur til með að setja upp sex verk á næsta leikaári auk Afmælisveislu handa Eyrarrós sem sýnd var tvi- svar í tengslum við afmæli Akureyrar. Leikritin eru Lokaæfing, Er þetta ekki einleikið?, Halló Einar Áskell, Piltur og stúlka, Horft af brúnni og eitt verk til viðbótar sem kynnt verður síðar á leikárinu. Leikstjóri er Theodór Júlíusson og er ætlunin að frumsýna verkið um mánaðamótin febrúar/mars. Ekki er búið að ganga frá hlutverkaskip- an í Pilti og stúlku og Horft af brúnni. Að sögn Péturs Einarssonar leik- hússtjóra mun sala fastra aðgöngu- miða brátt hefjast. Háskólinn á Akureyri: Fullt starf en engínn leíkur Fyrsta verkið sem sýnt verður er sýning Þráins Karlssonar á Er þetta ekki einleikið? Er ætlunin að sýningar hefjist í lok september en nokkrar sýningar voru á verkinu á síðasta leikári. Þetta eru tveir ein- þáttungar eftir Böðvar Guðmunds- son, Þórhildur Þorleifsdóttir leikstýrir en Jón Þórisson gerði leik- mynd. Ætlunin er að sýna verkið einnig í nágrenni Akureyrar. í lok október verður sett upp ný leikgerð Svövu Jakobsdóttur á verki hennar Lokaæfíng. Leikstjóri er Pétur Einarsson, Gylfí Gíslason sá um leikmynd og búninga og Ingvar Bjömsson um lýsingu. Með aðal- hlutverk fara Theodór Júlíusson, Sunna Borg og Erla Rut Harðar- dóttir. i Frá vinstri: Tómas Finnur Guðmundsson, Jörundur Traustason, Hulda Ringsted. Bömin verða ekki útundan hjá Leikfélagi Akureyrar því að í byijun október verður frumsýnt bamaleik- ritið Halló Einar Áskell eftir Gunillu Bergström í leikgerð Hans Kumlien. Leikstjóri er Soffía Jakobsdóttir en Þráinn Karlsson sér um leikmynd. Þrír leikarar koma fram á sýning- unni, þau Marinó Þorsteinsson, Skúli Gautason og Amheiður Ingi- mundardóttir. Annan í jólum verður frumsýnt leikrit byggt á sögu Jóns Thorodd- sen, Piltur og stúlka, í leikgerð Emils Thoroddsens. Leikstjóri verð- ur Borgar Garðarsson. Eftir áramót hefjast æfingar á Horft af brúnni eftir Arthur Miller. Slátrun hafin: 48 þúsund fjár slátrað í haust SLÁTRUN hófst í gær, fimmtu- dag, í sláturhúsi Kaupfélags Eyfirðinga á Akureyri. Sam- kvæmt sláturfjárloforðum verður slátrað tæplega 48 þús- und fjár í húsinu í haust, sem er töluvert meira en síðastliðið haust, þar sem ekki verður slátr- að á Svalbarðseyri og fénu þaðan slátrað á Akureyri. Óli Valdimarsson sláturhússtjóri sagði að eitthvað mundi fækka hjá sláturhúsinu næsta haust en þó væri fyrirsjáanlegt að þar yrði áfram slátrað 40—45 þúsund fjár á næstu árum, enda yrði sláturhúsið það eina á svæðinu eftir næsta haust, þegar hætt verður að slátra á Dalvík vegna niðurskurðar fjár í Svarfaðardal sökum riðuveiki. Óli sagði útlit fyrir að mikið kjöt kæmi af fjalli í haust, þar sem víða væru dilkamir vænir eftir gott sum- ar. Heldur illa hefur gengið að manna sláturhúsið á Akureyri eins og fleiri sláturhús. í fyrradag vant- aði enn 10-15 manns til starfa. — segja nemendur í NÁM er hafið af fullum krafti í Háskólanum á Akureyri. Nem- endur telja mikinn kost að geta stundað námið á Akureyri. Stefnt er að því að námið verði fyllilega jafngilt hliðstæðu námi i öðrum skólum. Að sögn námsbrautastjóranna við skólann hefur kennasla farið vel af stað. Margrét Tómasdóttir sagði að á hjúkrunarfræðibraut væri að vísu byijað á fáum greinum og nemendum þannig gert kleift að aðlagast náminu, en á þriðju viku yrði full stundaskrá komin í giidi. Stefán G. Jónsson sagði að iðn- rekstrarbraut færi hins vegar af stað með fullri kennslu. Nokkuð bæri á í upphafi að nemendur kæmu misvel búnir til þessa náms. Nokkr- ir hefðu sýnilega álitið að unnt yrði að stunda þetta nám með vinnu, en það væri þó ekki hugsanlegt. Þetta væri fullt nám og krefðist fullrar athygli nemenda, 40 stunda vinnuviku auk heimanáms. Blaðamaður hitti að máli þijá Sundlaug við Glerárskóla; Gengið til viðræðna við Híbýli BÆJARSTJÓRN Akureyrar hefur samþykkt að ganga til viðræðna við Híbýli hf. um byggingu sundlaugar við Glerárskóla, á grundvelli til- boðs fyrirtækisins. Þtjú tilboð bárust í byggingu sundlaug- arinnar. Tilboð Híbýla hf. hljóðaði upp á 35,7 milljónir kr, sem er tæp- lega 5% yfír kostnaðaráætlun hönnuða. Kostnaðaráætlunin er 34,1 milljóri. Hin tilboðin áttu Fjölnismenn hf., 37,7 milljónir, sem er rúmlega 10% yfír áætl- un, og Reisir hf. í Hafnarfírði, 42,5 milijónir kr., sem er tæpl. 25% yfir áætlun. hinum nýja háskóla nemendur í frímínútum í kennslu- stofu í íþróttahöllinni, Jörund Traustason og Tómas Finn Guð- mundsson sem nema iðnrekstrar- fræði, og Huldu Ringsted sem er á hjúkrunarfræðibraut. Þau töldu að þetta yrði án vafa góður og gagn- legur skóli, metnaður yfírvalda væri greinilega sá að þetta nám hér gæfí í engu eftir öðrum skólum á sama stigi og nemendur hefðu mik- inn hug á að nýta sér það. Hulda lauk stúdentsprófí á ný- liðnu vori og kvað það koma sér vel að hafa átt þess kost að hefja nám hér. Hún hefði ekki ætlað að heiman á þessu ári, en hugur sinn hefði lengi beinst að námi sem tengdist heilsugæslu, svo þetta hefði verið eins hentugt og hugsan- legt gæti verið. Tómas lauk stúdentsprófí fyrir ári og tók sér hlé frá námi eitt ár til að kynnast vinnumarkaðinum örlítið, en það skorti mjög á að nemendum í framhaldsskólum gæf- ist kostur á því. Hann sagði að það hefði komið sér afar vel að komast í framhaldsnám hér heima. Hvort tveggja væri að hann hefði stefnt að námi tengdu rekstri og einnig væri þetta stórt fjárhagslegt dæmi. Það væri hagstætt að fresta þeim kostnaði sem af því stafaði að flytja suður eða lengra. Jörundur er elstur viðmælenda, lauk í vor stúdentsprófí úr öldunga- deild en er auk þess ketil- og plötusmiður. Jörundur sagði að það hefði verið mikil röskun á §öl- skyldulífinu að rífa sig upp úr vinnu og fara í skóla, en með samhentu átaki fjölskyldunnar allrar hefði það verið mögulegt. Hann sagði að það hefði ekki verið árennilegt nú að þurfa að flytjast búferlum með 5 manna fjölskyldu til þess eins að geta komist í framhaldsnám eftir stúdentspróf og þess vegna hefði verið ómetanlegt að komast til náms í þessum nýja háskóla. Hann sagði að stutt nám sem gæfí rétt- indi, eins og á iðnrekstrarbraut, væri afar hentugt fyrir sig, auk þess sem hugsanlega yrði í framtíð- inni unnt að bæta við það þegar fram liðu stundir, hér eða annars staðar. Viðmælendur sögðu að núna strax á fyrstu dögum væri kominn töluverður áhugi félagslífí nem- enda, traust upphaf þess væru áætlanir um kaup á kaffívél. Auk þess væri verið að vinna að því að gefa út skólaskírteini, útvega íþróttatíma o.s.frv. „Þetta verður strangt nám en örugglega skemmtilegt," sagði Jör- undur að lokum, „en það er útilokað að vinna með þessu. Þetta er fullt starf.“ Fyrstu hitaveitureikn- ingamir eftir lækkunina Hitaveitureikningarnir fyrir ágústmánuð sem Akur- eyringar eiga að greiða fyrir miðjan september eru almennt töluvert lægri en júlíreikningarnir, eða allt að 20%. Með þessum reikningum hefur gjald hafí lækkað úr 3.644 kr. í samkomulag um lausn á fjár- hagsvanda Hitaveitu Akureyrar skilað sér til notenda. Franz Áma- son hitaveitustjóri segir að orkugjaldið sé nú 56 krónur en hafí verið 68,15 kr. í júlí og fasta- 3.200. Franz segir að á ársgrund- velli gæti þessi gjaldskrárbreyting þýtt lækkun heitavatnskostnaðar 100 fermetra raðhúss úr 42 þús- undum í 34 þúsund, eða um 8 þúsund krónur. Fjölgun heitavatnsmæla í fjölbýlishúsum: Einstaka íbúar sleppa að mestu við hitakostnað EFTIR að Hitaveita Akureyrar lækkaði gjald fyrir að setja upp sérmæla í húsum hefur heita- vatnsmælum fjölgað mjög. Var opnað fyrir þennan möguleika til að auka réttlætið þannig að fólk greiddi aðeins fyrir eigin notkun. Ýmsar skrítnar hliðar eru þó á þessu máli sem nú eru að koma í Ijós, þvi einstaka fólk getur nú sparað sér hita- kostnaðinn að mestu. Franz Ámason hitaveitustjóri segir að í þeim Qolbýlishúsum sem komin em með sérmæla fyrir all- ar íbúðir séu einstaka íbúar sem sleppi mjög vel frá hitakostnaðin- um. Eigendur íbúða sem em inni í miðjum blokkum og hafa kannski bara einn útvegg í íbúð- inni. Franz sagði að þetta fyrir- komulag hefði verið tekið upp að kröfu íbúanna og væri vissulega í langflestum tilvikum réttlátara, en það hefði þessar afleiðingar. Samkvæmt þessu virðist fólkið fá ókeypis hita frá nágrönnum sínum. Franz vildi ekki leggja mat á réttlætið í þessum dæmum. Hann sagði að þetta kæmi Hita- veitunni ekki við og hún hefði engin áform uppi um breytingar á fyrirkomulaginu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.