Morgunblaðið - 11.09.1987, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.09.1987, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1987 Kontrabassatónleikar í Reykjavík og á Isafirði HÁVARÐUR Tryggvason kontrabassaleikari og Brynja Guttormsdóttir píanóleikari halda tónleika í Norræna hús- inu í Reykjavík föstudaginn 11. september kl. 20.30 og í sal frímúrara I Hafnarhúsinu á ísafirði þriðjudaginn 15. sept- ember kl. 20.30. Á efnisskrá tónleikanna eru einleiksverk fyrir kontrabassa eft- ir Fauré, Bottesini, Massenet, Koussevitzky, Popper og Zbar. Hávarður Tryggvason er fædd- ur í Reykjavík 17. júní 1961. Hann byijaði á unglingsaldri að spila á rafbassa í ýmsum popp- hljómsveitum. Árið 1980 hóf hann nám á kontrabassa í Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar hjá Jennifer Ann King og Páli Hann- essyni. í janúar 1984 hóf hann nám við „Ecole Normale de Musique de Paris“ hjá Jean Francois-Jenny Clarke. Um haustið sama ár hóf hann nám í „Conservatoire Nationale Sup- erieur de Musique de Paris" hjá Jena Marc Rollez. í júní 1986 lauk Hávarður námi frá konservatorí- inu með „Premier Prix, a l’unan- imité du jury“. Nú stundar hann framhaldsnám við sama skóla. Sfðastliðinn vetur starfaði hann í „Orchestre des Prix“ sem er sin- fóníuhljómsveit á vegum konserv- atorísins. Brynja Guttormsdóttir er fædd í Reykjavík 10. júlí 1947. Hún stundaði nám f einkatímum hjá Helgu Laxness og Jórunni Viðar. í Tónlistarskólanum í Reykjavík voru kennarar hennar Rögnvaldur Siguijónsson og Ami Kristjánsson Hávarður Tryggvason og Brynja Guttormsdóttir halda tónleika í Reykjavík og á ísafirði nú í september. og lauk hún píanókennaraprófi frá skólanum vorið 1969. Árið 1970 hóf Brynja nám við Tónlistar- háskólann í Stokkhólmi og lauk þaðan prófi vorið 1973. Hún stundaði einkanám hjá prófessor Gunnar Hallhagen 1976-1978. Brynja hefur stundað kennslu um árabii, lengst af hjá Tónskóla Sig- ursveins D. Kristinssonar. Hún hefur haldið tónleika á íslandi og í Stokkhólmi. MARKAÐSÞEKKING ÚTFLUTNINGSKUNNÁTTA VILTU VERDA KUNNÁTTUMADUR í ÚTFLUTNINGIOG MARKADSSÓKN? Þér gefst færi á eins vetrar námi til aö ná -án þess aö þaö komi niður á vinnunni. Sjálf skólasóknin takmarkast viö fjögur tímabil: 14.-16 september 26.-28. nóvember 23.-25. mars 1.-3. júní Þess utan felst námiö í heima- verkefnum. Próf veröa þreytt pann 4. júní 1988. Flestir leiöbeinenda veröa nú íslenskir. SÍDUSTU INNRITUNARDAGAR Nánari upplýsingar veitir skólastjórinn: Hámarksfjöldi þátttakenda er 24. _ Pétur B. Pétursson í síma (91) 62-10-66 STJÓRNUNARFÉLAG ÍSLANDS UTFLUTNINGS OG MARKAÐSSKÓLI ÍSLANDS Ánanaustum 15-101 Revkiavík-Sími (91) 62-10-66 Enrique de la Mata Yfirmað- urRauða krossins látinn Átti að koma til Islands 10. sept- ember ENRIQUE de la Mata formaður Alþjóðasambands landsfélaga Rauða krossins og Rauða hálf- mánans andaðist í Róm 6. sept- ember. Hann var Spánveiji að uppruna, 53 ára gamall og lætur eftir sig eiginkonu og 7 börn. De la Mata var kosinn formaður Alþjóðasambandsins á fundi félag- anna í Manilla á Filipseyjum 1981 og endurkosinn til 4 ára 1985. Hann var lögfræðingur að mennt, sat 15 ár á þingi, gegndi ýmsum opinberum störfum og embætti ráð- herra á árunum 1976—77. De la Mata var mikilvirkur í starfi sínu fyrir Rauða krossinn. Meðal stærstu verkefna sem Al- þjóðsambandið hefur unnið að á þeim árum sem hann gegndi for- mennsku má nefna hungursneyðina í Eþfópfu, jarðskjálftana í Mexíkó og eldgosið í Kólumbíu. De la Mata skrifaði fjölda greina á sviði mannréttinda- og friðarmála og auk þess lét hann sig miklu varða vandamál æskufólks. Stjóm Rauða kross íslands hafði boðið De la Mata í heimsókn hingað til lands í þessari viku, dagana 10.—13. september. Þú svalar kstrarþörf dagsins WIIO Miðstöðvardœlur Þróuð þýsk framleiðsla. Hagstœtt verð. LANDSSMIÐJAN HF. Verslun Ármula 23 - S. (91)20680 Skákþing Islands 1987 KEPPNI í drengja- og telpna- flokki (14 ára og yngri) verður dagana 11.—13. september nk. Tefldar verða 9 umferðir eftir Monrad-kerfi, og er umhugsun- artími 40 mín. á skák fyrir keppanda. Ef næg þátttaka fæst, verður sérstakur teípnaflokkur. Umferðartaflan er þannig: Föstudagur 11. sept. kl. 19.00—23. 00 1., 2. og 3. umferð. Laugardagur 12. sept. kl. 13.00— 18.00 4., 5. og 6. umferð. Sunnudagur 13. sept. kl. 13.00— 18.00 7., 8. og 9. umferð. Teflt verður í félagsheimili TR á Grensásvegi 46, Reykjavík. Innrit- un fer fram á skákstað föstudaginn 11. september kl. 18.30—18.55. Skákstjóri verður Ólafur H. Ól- afsson. Patreksfj örður: Mengnn frá fiski- mjölsverk- smiðju veldur óþægindum Áskorun til hreppsnefndar og Hollustu- verndar ríkisins um úrbætur TVÖHUNDRUÐ íbúar Patreks- hrepps hafa skrifað undir áskorun um að hreppsnefndin beiti sér fyrir að Fiskimjölsverk- smiðjan Svalbarði hf. útiloki alla mengun frá verksmiðjunni, ella verði henni lokað. Undirskriftir íbúanna hafa verið sendar Holl- ustuvernd rikisins með áskorun um að verksmiðjan verði skoðuð með hollustuvernd í huga. Hefur verið ákveði að slík skoðun fari fram um næstu mánaðarmót. Að sögn Úlfars Thoroddssen sveitarstjóra, fauk skorsteinn verk- smiðjunnar í vetur og fór hrepps- nefndin þegar fram á lagfæringu. í vor voru áform um byggingu og endurbætur á verksmiðjunni lagðar fyrir byggingamefnd en ekkert ból- ar á framkvæmdum. „Ekki hefur verið hirt um að endurreisa skor- steininn til að lyfta reiknum yfir verksmiðjuhúsin og koma honum frá byggðinni," sagði Úlfar. „Reyk- urinn kemur frá húshliðinni og í vissum áttum blæs hann inn yfir byggðina. Það sem fer í taugamar á íbúunum er að þessu skuli ekki hafa verið sinnt.“ Þegar hreppsnefnd kom saman að loknu sumarieyfi var málið tekið fyrir og enn ftrekað við forráða- menn verksmiðjunnar að endurbæt- ur yrðu gerðar og skorsteininn endurreistur. Jafnframt var óskað eftir upplýsingum um væntanlegar framkvæmdir og hvenær þeim yrði lokið. Veittur er frestur til 19. sept- ember. Úlfar sagið að von væri á starfs- manni frá Hollustuvemd ríkisins til að yfirfara mál verksmiðjunnar og taka það út.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.