Morgunblaðið - 11.09.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.09.1987, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1987 Heíldarafli kominn yfir milljón tonn Aflinn í ágúst minni en í fyrra Morgunblaðið/HBj. Vegnrinn um Tófugjá, rétt eftir að vegagerðarmenn höfðu opnað hann eftir stóra skriðu sem þar féll síðdegis i gær. Ólafsfjörður: Aurskriður og gijót- hrun loka Mólanum Akureyri. VEGURINN um Ólafsfjarðar- múla lokaðist um tíma f gær vegna aurskriða sem féllu á veg- inn. Tvær aurskriður féllu á veginn síðdegis í gær og lokaðist hann í rúma klukkustund. Töluverð úr- koma var í gær og auk aurskrið- anna féll mikið af gijóti á veginn, eins og alitaf í slíku veðri. Ekki er vitað til þess að gijótið hafi lent á bflum, en fólk var varað við því að fara veginn fyrir Múlann í gær- kvöldi. Stærri aurskriðan féll úr Tófugjá og á veginn rétt fyrir ofan staðinn þar sem munninn verður Dalvíkur- megin í fyrirhuguðum jarðgöngum í Múlanum. Hin skriðan féll í Há- múlanum, í svokölluðu Flagi, og þar í kring féll mikið af stóru og smáu gijóti á veginn. HEILDARAFLI var um 40 þús- und tonnum minni i ágústmánuði i ár en i sama mánuði i fyrra, en aflinn nú var 63.797 tonn á móti 101.400 tonnum í fyrra, samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskifélags íslands. Munar þar mestu að i ágúst í fyrra voru veidd rúm 45 þúsund tonn af loðnu en engin loðna barst á land í ágústmánuði í ár. Heildarafli það sem af er árinu er hins veg- ar um 100 þúsund tonnum meiri nú en á sama tfma í fyrra, en heildaraflinn í ágústlok þá var rúm 900 þúsund tonn en er nú kominn yfir milljón tonn. Það sem af er þessu ári hefur veiðst meira af öllum fisktegundum að undanskilinni sfld og hörpudisk. Heildarþorskafli í ár er rúm 300 þúsund tonn, en var í fyrra um 276 þúsund tonn. Af öðrum botnfíski hafa nú veiðst tæp 206 þúsund tonn á móti 199 þúsund tonnum í fyrra. Af loðnu hafa veiðst um 492 þús- und tonn það sem af er þessu ári en á sama tíma í fyrra var loðnuafl- inn tæp 395 þúsund tonn. Rækjuafl- inn er í ár tæp 26 þúsund tonn en var um 21 þúsund tonn á sama tíma í fyrra. Aðeins 114 tonn af sfld hafa borist á land á þessu ári en var 234 tonn á sama tíma í fyrra. Hörpudiskveiði í ár er um 5.900 tonn, en var um 6.400 tonn á sama tíma í fyrra. VMSÍ: Þokast í samkomu- lagsátt Von á að það skýrist um helg- ina, segir Guð- mundur J. Guðmundsson Erindi samgönguráðherra: Otímabær krafa á fram- leiðanda símstöðvarmnar - segir yfirverkfræðingur hjá Pósti og síma SÆNSKA fyrirtækið L.M. Erics- son, framleiðandi stafrænu símstöðvarinnar í Reykjavík, hefur unnið að þvi í samvinnu við Póst og síma að finna orsök endurtekinna bilana í kerfinu frá því að þeirra varð fyrst vart. Beiðni samgönguráðherra um að stofnunin krefji Erícsson tafar- lausra úrbóta og athugi hugsan- lega bótaskyldu fyrírtækisins er ótímabær að mati Hilmars Ragn- arssonar yfirverkfræðings sjálf- virkra símstöðva. í ágústmánuði urðu nokkrar bil- anir í stafrænu símstöðinni í Ármúia, þar af tvær sem lömuðu símstöðina í tvær klukkstundir í hvort skipti. Símanúmer sem byija á tölustafnum sex voru sambands- laus þennan tíma. Hilmar sagði að í fyrra skiptið hafi verið um vanda- mál í hugbúnaði stöðvarinnar að ræða, mistök hafí valdið síðari bil- uninni. Matthías Á. Mathiesen sam- gönguráðherra sendi í byijun vikunnar bréf til Pósts og síma þar sem farið er fram á að Ericsson verði krafið lagfæringa þegar í stað. Ennfremur verði framleiðandanum falið að tryggja rekstraröiyggi kerfisins og gerð athugun á hugs- anlegri bótaskyldu hans. Ólafur Tómasson póst og símamálastjóri er ekki væntanlegur til landsins fyrr en um næstu helgi og bíður afereiðsla erindis ráðherra fram að því. Að undanfömu hefur verið unnið að umfangsmiklum athugunum á biluninni í aðalstöðvum Ericsson í Stokkhólmi og hjá framleiðanda hugbúnaðarins á írlandi að sögn Hilmars. Úrbætur írskra forritara báru þann árangur að stafræna stöðin starfar eðlilega eins og stendur. Tæknimaður Pósts og síma sem tekið hefur þátt í þessum athugun- um í Svíþjóð telur sig nú hafa fundið lausn vandamálsins og er væntanlegur heim með endurbætt- an hugbúnað í þessari viku. í stafrænum símstöðvum sér hugbúnaður tölvu um að tengja síma sem hringt er úr við þann sem hringt er í. Bilanimar áttu rætur að rekja til ruglings í minni tölvunn- ar sem sér um að þýða og miðla boðunum. Töivan hafði verið forrit- uð til að hætta vinnslu undir þessum kringumstæðum og hlaða hug- búnaðinn að nýju. Það gerði hún ekki. Tæknimönnum tókst ekki að gangsetja tölvuna aftur fyrr en að tveimur klukkustundum liðnum og á meðan vom þúsundir símnotenda sambandslausir, þeirra á meðal Borgarspítalinn. „ÞAÐ hefur þokast verulega í samkomulagsátt og ég vonast til þess að hægt verði að samræma sjónarmiðin og Verkamannasam- bandið gangi sameinað til kjara- samninga, þó of snemmt sé að fullyrða um það nú,“ sagði Guð- mundur J. Guðmundsson, formaður VMSÍ, í gærkveldi í samtali við Morgunblaðið. Guðmundur fór í fyrradag til Vestmannaeyja og í gær til Hafnar á Homafírði ásamt fulltrúa frá verkalýðsfélögunum í Vestmanna- eyjum. Þar átti hann fund með Bimi Grétari Sveinssyni, formanni verka- Iýðsfélagsins á staðnum og Hrafn- keli Jónssyni, formanni verkalýðs- félagsins Árvakurs á Eskifírði, til þess að reyna að sætta þann ágrein- ing, sem kom upp á formannaráð- stefnu VMSÍ á sunnudag vegna kröfugerðar í kjarasamningum fyrir næsta ár. Auk þessa sagðist Guðmundur hafa haft samband við fjölda fólks símleiðis og að hann ætti von á að það skýrðist um helgina hvort sætt- ir tækjust. Mál er að hvala- blæstrmum linni - segir Eyjólfur Konráð Jónsson um hvalveiðideiluna Aðspurður hveiju hann spáði um framhald hvaladeilunnar í yósi tillögu Bandaríkjamanna og umræðunnar í utanríkis- málanefnd í gærmorgun sagði Eyjólfur Konráð Jónsson form- aður nefndarínnar: „Efni málsins er að í Bandaríkjununi er löggjöf sem fyrirskipar refsiaðgerðir gegn þeim þjóð- um sem taldar eru rányrkja auðæfi hafsins, ekki aðeins hvali heldur einnig aðrar lífverur. Við íslendingar höfum talið okkur í fulium rétti en Bandaríkja- menn segja að við veiðum of mikið af hvölum til þess að flokka mætti undir annað en veiðar í hagnaðar- skyni. Nú eru tii umfjöllunar tillögur af hálfu beggja aðila sem miða að því að mæst sé á miðri leið ef svo má að orði kveða. Þann- ig eiga lýðræðisþjóðir að leysa sín vandamál. Frá mínu sjónarmiði er fárán- legt allt tal um fjandskap Bandaríkjamanna í okkar garð. Þvert á móti hafa þeir mikilla hagsmuna að gæta að viðhalda farsælli vináttu ríkjanna. Á næstu dögum verður fjallað um þau svör sem borist hafa við tillögu íslend- inga frá 27. ágúst síðastliðnum. Ailan þann hvalablástur og fímbulfamb sem verið hefur í kringum þetta mál leiði ég hjá mér. Síst af öllu má blanda ör- yggi lands okkar við mál af þessum toga. Auðvitað gleðst enginn meira en ég ef lyktir eru f sjónmáli enda hefur þetta mál verið unnið í samráði við utanrík- ismálanefnd Alþingis og þraut- rætt á fundum hennar. Mál er að linni."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.