Morgunblaðið - 11.09.1987, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1987
35
Minning:
SigurðurL Gríms-
son frá Svanavatni
Fæddur 12. febrúar 1901
Dáinn 5. september 1987
Kallið er komið,
Komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Valdimar Briem
Sigurður afi, eða afi langafí eins
og hann var jafnan kallaður á okk-
ar heimili, andaðist í Sjúkrahúsi
Suðurlands 5. sept. síðastiiðinn, 86
ára gamall.
Það er margs að minnast þegar
litið er um farinn veg og margar
ánægjustundimar sem við höfum
átt með afa langafa.
Okkur eru sérstaklega minnis-
stæðar stundimar sem við höfum
átt saman að morgni aðfangadags
jóla nú undanfarin ár. Þá fyrst var
nú stutt til jóla þegar afi langafí
renndi í hlað og þá eins og ævin-
lega kom hann færandi hendi, með
eitthvað sem gladdi litlar stúlkur
og ekki síst glettni og gleði sem
hann miðlaði stelpunum okkar af
einlægni og örlæti.
Ekkert gladdi hann meira en vel
hirtur garður, gróskumikill og
líklegur til að gefa af sér góða
ávexti, þannig var afi, ef ávöxturinn
var heill og heilbrigður þá var hann
ánægður, magnið skipti ekki máli.
Með þessum fátæklegu orðum
viljum við þakka fyrir margar
ógleymanlegar ánægjustundir sem
við höfum átt saman og allt það
góða er afa langafí gróðursetti í
hjörtum okkar.
Fjölsk. Miðengi 22
við þau í tvö ár. Aldrei leið svo
dagur að við sæumst ekki. Þegar
ég horfi til þessa tíma, minnist ég
þess hve einlæg vinátta og hlýja
ríkti meðal nágranna Sigurðar og
Sesselju í Smáratúninu. Oft var
farið á milli húsa og drukkið kaffi
og spjallað. Sigurður vann um þetta
leyti á lager trésmiðju Kaupfélags
Amesinga þar sem hann hafði
starfað í 22 ár en varð að láta af
starfi árið 1968 vegna heilsubrests.
Það hefur verið atorkusömum,
vinnufúsum manni erfitt að hætta
snögglega starfi en aldrei heyrðist
hann kvarta. Eftir þetta snéri hann
sér að því að létta konu sinni heimil-
isstörfín, einkum eftir að heilsu
hennar fór að hraka.
Árið 1978 missti Sigurður konu
sína Sesselju, það var honum mikið
áfall en með þeim ríkti mikið ástríki
og samheldni, saknaði hann hennar
sárt. Ég vissi að hún var búin að
óska þess að fara á undan honum
og þá ósk fékk hún uppfyllta.
En Sigurður trúði á líf eftir dauð-
ann og þar vissi hann að hún myndi
taka á móti honum, það var honum
mikill styrkur.
Böm þeirra Sesselju og Sigurðar
urðu flögur, þau em Grímur,
Ágústa, Sigurður Símon og Ólafur
sem öll em búsett á Selfossi.
Eftir lát konu sinnar vildi Sigurð-
ur minnka við sig húspláss og seldi
hús sitt í Smáratúni 12 og fékk
leigt hjá nágrönnum sínum, Þóri
og Þorgerði, í Smáratúni 14. í fæði
var hann þó að nokkm leyti hjá
Ágústu dóttur sinni en með þeim
ríkti mikið traust og ástúð, var hún
föður sínum mikil hjálparhella og
vinur.
Á milli Sigurðar og þeirra systk-
inanna á efri hæðinni tókust sterk
vináttubönd og var mikill samgang-
ur þar á milli. Að vita af Sigurði
hjá þessu góða fólki var ómetanlegt
og aldrei fullþakkað. Einkum þegar
heilsu hans fór að hraka, því alltaf
vom þau að athuga hvemig gamla
manninum liði. Þórir með sínu
hressilega viðmóti og Gerða með
sinni hlýju og umhyggjusemi. Senda
ég og fjölskylda mín þeim okkar
bestu þakkir fyrir.
Sigurður var léttlyndur og bjart-
sýnn, sá yfírleitt það besta í hveij-
um manni en sleppti því sem miður
fór. Núna síðastliðið eitt og hálft
ár átti hann við erfiðan sjúkdóm
að stríða og þurfti að gangast und-
ir stóra uppskurði, hvem á fætur
öðmm. Þessu tók hann með jafnað-
argeði og dugnaði og sagði oft:
„Þetta lagast þegar ég kem heim,“
því heima þráði hann að vera sem
lengst í ró og friði og þar leið hon-
um best.
Við á Fossheiði 13 munum sakna
Sigurðar við sunnudagsborðið þar
sem hann kom hress og viðræðu-
góður og stakk súkkulaði eða öðm
góðgæti í lófa lítillar stúlku. Við
munum sakna Sigurðar þegar við
komum í Smáratúnið. Að lokum vil
ég þakka Sigurði fyrir allt sem
hann var mér og fjölskyldu minni.
Kærar þakkir.
Ég votta bömum Sigurðar,
tengdabömum, bamabömum og
öðmm ættingjum og vinum mína
dýpstu samúð en í hugum okkar
iifir minning um góðan mann sem
aldrei gleymist.
Gróa K. Bjarnadóttir
Mig langar að minnast tengda-
föður míns sem lést 5. þessa
mánaðar.
Sigurður I. Grímsson fæddist á
Stokkseyri 12. febrúar 1901. Kona
hans var Sesseija Símonardóttir frá
Selfossi.
Ég minnist þess er ég kom á
heimili þeirra í fyrsta sinn, þar sem
ég var boðin velkomin af heilum
hug. Ég minnist þeirra saman, hún
lágvaxin, hnellin og brosandi sínu
hlýja glaðlega brosi. Hann hávaxin
beinn og myndarlegur. Á heimili
þeirra dvaldist ég mína fyrstu mán-
uði hér á Selfossi ásamt unnusta
mínum Ólafi. Einnig dvöldu lengi á
heimili þeirra uppeldissystir Sigurð-
ar, Ólafía Reimarsdóttir, og vinur
þeirra, Guðjón Krístjánsson. Hann
reisti með þeim húsið í Smáratúni
12 þar sem þau bjuggu í 32 ár.
Ég minnist þeirra mánaða sem eins
besta tímabils í lífi mínu. Þama
bundumst við sterkum vináttubönd-
um. Mér fannst þau að nokkru leyti
ganga mér í foreldrastað en þau
hafði ég misst; föður minn fyrir
skömmu. Við vorum svo heppin að
fá íbúð við þessa sömu götu, þar
sem við bjuggum í næsta nágrenni
t
Eiginmaður minn, sonur minn, faðir okkar og tengdafaöir,
JÓHANN ÁGÚST GUNNARSSON
rafvirkjameistari,
Huldulandi 6,
andaðist þann 7. september í Landspítalanum.
Ingibjörg Sigurðardóttir, Aðalheiður Jóhanndsóttir,
Aðalheiður Jóhannsdóttir,
Erla Björg Jóhannsdóttir, Karl Jón Karlsson,
Berglind Jóhannsdóttir.
t
Eiginmaöur minn, faðir minn og afi
JÓN HILMAR JÓNSSON,
fyrrverandi formaður Sjómannafélags Reykjavikur,
verður jarðsettur frá Fossvogskapellu föstudaginn 11. september
nk. kl. 10.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaöir.
Þeir sem vildu minnast hans vinsamlegast látið Slysavarnafólag
íslands njóta þess.
Slgurlaug Jónsdóttir,
Jón Hilmar Jónsson,
GunnarJónsson,
Ragnar Jónsson,
Hilmar Jónsson.
Hótel Saga Siml 12013
Blóm og
skreytingar
við öll tœkifœri
t
Eiginmaöur minn, faöir og sonur,
SIGURÐUR ÆGIR JÓNSSON,
Álagranda 12,
Reykjavfk,
lést á Landakotsspítala 10. september.
Fyrir hönd ættingja.
Helga Guðmundsdóttir,
Benedlkt Bjarki Æglsson,
Aðalheiður Sigurðardóttir.
t
Maðurinn minn,
EINAR EGGERTSSON
kafari,
Álftamýri 48,
er látinn.
Sveinbjörg Árnadóttir.
t
ÞÓRARINN SIGURÐSSON
frá Ánastöðum,
Þorsteinsgötu 9, Borgarnesi,
andaðist í sjúkrahúsi Akraness 8. september sl.
Útför hans verður gerð frá Borgarneskirkju kl. 14.00 laugardaginn
12. september.
Börnin.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma,
INGVELDUR SIGURÐARDÓTTIR,
verður jarðsungin laugardaginn 12. september kl. 14.00 frá
Ingjaldshólskirkju á Hellissandi.
Bílferð verður frá Steindóri Sigurðssyni kl. 8.00 frá biöskýlinu í
Ytri-Njarövík og kl. 9.00 frá Umferðamiöstöðinni í Reykjavík.
Sigurður Pétursson, Vigdfs Jónsdóttir,
Guðmundur Pétursson, Gunnhlldur Jónsdóttir,
Guðfinna Pétursdóttir, Ólafur Guðmundsson,
Vigfús Pétursson, Guðrún Guðlaugsdóttir,
Péll Sigurðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Útför bróður okkar,
PÁLS H. ANDRÉSSONAR,
fer fram frá Þingeyrarkirkju í dag, föstudaginn 11. september,
kl. 14.00.
Systkini hins létna.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúö og vinarhug viö andlát og út-
för dóttur okkar og systur,
HRUNDAR JÓNSDÓTTUR,
Sævangi 40,
Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 14-G Landspítalanum.
Halldóra Valdimarsdóttir, Valur Svavarsson,
Vilhjálmur Gunnar Jónsson, Bjarney Valsdóttir.
t
Hugheilar þakkir færum við öllum þeim er auðsýndu Samúð og
vinarhug við andlát og útför móöur okkar og tengdamóöur,
VALGERÐAR ÍVARSDÓTTUR,
Reynihvammi 2,
Hafnarfirði.
Ingveldur Sigurðardóttir,
Guðrún Sigurðardóttir,
Sigrún Sigurðardóttir,
Valgerður Sigurðardóttir,
Sigurður í. Sigurðsson,
Ingibjörg Sigurðardóttir,
Auður Sigurðardóttir,
GarðarJóhannesson,
Ásbjörn Guðmundsson
Ásgeir Skúlason,
Kristfn Þórðardóttir,
Magnús Björnsson,
Guðrún Emilsdóttir,
Bjarni Bjarnason.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúö og vinarhug við andlát og út-
för bróður okkar,
HELGA KETILSSONAR
frá Álfsstöðum, Skeiðum,
Heimahaga 9,
Selfossi.
Sérstakar þakkir færum viö starfsfólki Elli- og hjúkrunarheimilinu
Ljósheimum Selfossi fyrir frábæra umönnun honum veitta í veik-
indum hans.
Systkini hins látna.
t
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför bróður
okkar,
KRISTJÁNS JÓNSSONAR
húsasmfðameistara,
Höfðahlfð 17,
Akureyri.
Systkinin.