Morgunblaðið - 11.09.1987, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.09.1987, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1987 Harmleikurinn á Heysel-leikvangmum: 25 Bretar ákærð- ir fyrir manndráp Briissel, Reuter. 25 breskir knattspyrnuaðdáendur hafa verið ákærðir fyrir manndráp á Heysel-leikvanginum í Briissel árið 1985 þegar 39 manns létu lífið í átökum breskra og ítalskra knattspyrnuá- hangenda. Verði mennirnir fundnir sekir eiga þeir yfir höfði sér 15 ára fangelsisdóm. Flestir þeirra sem létust á Heys- el-leikvanginum voru ítalskir áhangendur knattspymuliðsins Ju- ventus. Oeirðimar brutust út skömmu áður en dómarinn blés til leiks í úrslitaleik Juventus og breska knattspymuliðsins Liverpool í Evrópukeppni meistaraliða. Bresk- um félagsliðum var í kjölfar þessa meinuð þátttaka í hinum ýmsu Evrópukeppnum en bannið tók ekki til enska landsliðsins. Englendingar og Vestur-Þjóð- veijar léku vináttulandsleik í Þýskalandi á miðvikudagskvöld og var ströng öryggisgæsla viðhöfð. 22 ára gamall Englendur var stung- inn hnffí og lögregla handtók um 40 knattspymubullur sem börðust fyrir utan leikvanginn. Skrílmennska var samt minni en menn höfðu búist við og var það þakkað strangri öryggisgæslu. Fangar í fangelsi nærri Ant- werpen gerðu uppreisn í gær og er þetta þriðja uppreisnin sem frétt- ir berast af í þessari viku. Ástæða uppreisnanna er sú að bresku knatt- spymubullunum er búinn betri aðbúnaður en belgískum saka- mönnum. Bretamir dvelja innan múra Louvain- fangelsis nærri Briissel og verða þar allt þar til réttað verður í máli þeirra síðar á þessu ári. Sovétríkin: Ungliðar Moskvu, Reuter. HÓPUR sovéskra barna réðst upp á svið á þingi Ungliðahreyf- ingar landsins á dögunum og mótmælti ályktun sem fullorðnir ætluðu þeim að samþykkja, segir í frétt Moskvufrétta á miðviku- rísa upp Nær öll sovésk böm tilheyra Ungliðahreyfmgunni sem er tengd skólakerfi landsins og er ætlað að innræta bömunum kommúnísk gildi. Skrifræðisstíflan Teikning þessi birtist í sovéska brandarablaðinu Krokodil nú í sumar og er kannski dæmigerð fyrir áhuga manna á hinni nýju stefnu Gorbachevs Kremlarleiðtoga um opnara þjóðfélag. Teiknar- inn deilir á skrifræðið og ímyndar sér skrifborð kerfiskarlsins sem stíflu í farvegi hins striða straums umbótanna, „Glasnosts". dag. Igor Nikitin, leiðtogi ungliðanna sem eru á aldrinum 10 til 15 ára, hafði sagt bömunum að samþykkja ályktun sem krafðist meiri beinnar þátttöku bamanna í fundum Ung- liðahreyfingarinnar. Blaðið segir að bömin hafi hrópað: „Við erum ekki sammála, við mótmælum!" Þau virt- ust meina að ályktunin gengi ekki nógu langt. Síðan fylgdi mikill handagangur í öskjunni og ein stúlka er sögð hafa kallað út yflr salinn: „Félagar, við verðum að beijast fyrir frelsi!" Moskvufrétta, sem verið hefur bijóstvöm umbóta- stefnu Mikhails Gorbachev, greindi ekki frá því sem síðan gerðist. Gorbachev hafði sjálfur sent fundin- um kveðju en hann fór fram í íburðarmiklu aðsetri hreyfíngarinn- ar á Krímskaga í lok ágúst. Sovézka innrásarliðið í Afganistan: Afganir bjóðast til að flýta brottflutningi Genf, Reuter. AFGANIR hafa boðist til að sovézka innrásarliðið verði flutt frá Afganistan á einu og hálfu ári, en áætlanir þar að lútandi gerðu ráð fyrir mun lengri tíma. Abdul Wakil, utanrfkisráðheri'a Afganistans, lagði þetta tilboð fram í óbeinum friðarviðræðum við Pa- kistan, sem fara fram í umsjá Sameinuðu þjóðanna (SÞ). Hófust þær á mánudag í Genf og áttu að standa til miðvikudags en var hald- Erlendar skuldir Argentínu: Alfonsín f orseti boð- ar róttækar aðgerðir Buenos Aires, Reuter. RAUL Alfonsín, forseti Argentinu, hyggst taka erlendar skuldir landsins föstum tökum, að því er hann sagði í ræðu á miðviku- dag. Argentína skuldar 54 milljarða dollara og var skuldasöfnun landsmanna eitt helsta málið í þingkosningunum um síðustu helgi. Svo sem kunnugt er af fréttum fóru Peronistar, helsti stjórnarandstöðuflokkurinn, með sigur af hólmi í þeim. Alfonsín sagði að ríkisstjómin mjmdi „beijast af afli til að vemda hagsmuni þjóðarinnar" og kvað hana stefna að þvf að vextir af lánunum yrðu „frystir". Arg- entína er þriðja skuldugasta þróunarríkið. í baráttunni fyrir þingkosningamar hvöttu Peron- istar landsmenn til að refsa stjóminni fyrir óábyrga fjármála- stefnu. Stjómmálaskýrendur eru sammála um að niðurstöður kosn- inganna hafí verið alvarleg áminning fyrir stjóm Alfonsíns og ræða hans á miðvikudag, hin fyrsta sem hann flytur eftir kosn- ingaósigurinn, gefur til kynna að hann hyggist söðla um. Alfonsín hét því að þrýsta á lánastofnanir í því skyni að fá ný og hagstæðari lán og gagnrýndi harðlega alþjóðlegar lánastofnan- ir svo sem Alþjóðabankann og Alþjóða gjaldeyrissjóðinn. „Við munum ekki sætta okkur við frá- leitar reglur Alþjóða gjaldeyris- sjóðsins, sem eru í engu samræmi við þarfir alþýðunnar,“ sagði hann. í síðasta mánuði náði Juan Sourrouille, fjármálaráðherra Argentínu, samkomulagi við helstu lánadrottna landsmanna þar sem gert er ráð fyrir að Arg- entína greiði aðeins vexti af lánum fram til ársins 1992 auk þess sem lánagreiðslum að verðmæti 34 milljarða dollara verður frestað í allt að 19 ár. Efnahagssérfræð- ingar ríkisstjómarinnar fögnuðu samkomulaginu en Peronistar og leiðtogar verkalýðshreyfíngarinn- ar sögðu það gáigafrest þar sem sá dagur myndi óhjákvæmilega koma að stjómin neyddist til að viðurkenna að hún gæti ekki stað- ið undir lánunum. Peronistar lögðu höfuðáherslu á skuldasöfnun landsmanna og almenningur snerist til fylgis við sjónarmið þeirra. Peronistar hvöttu til þess að lánagreiðslur yrðu stöðvaðar og fjármagninu varið til félagslegrar uppbygging- ar. Sökuðu þeir stjóm Alfonsíns um að hafa skert kaupmátt launa til að geta greitt erlend lán og sögðu Alþjóða gjaldeyrissjóðinn hafa fengið að ráðskast með inn- anríkismál Argentínu. Flokkur Raul Alfonsín Alfonsíns, Róttæki flokkurinn missti meirihluta á þingi og niður- staðan var stærsta tap flokksins frá því Alfonsín komst til valda árið 1983. ið áfram. Búist var við að þeim lyki í gærkvöldi. Pakistanir hafa krafízt þess að sovézka innrásarliðið, sem telur um 115 þúsund hermenn, hverfí frá Afganistan á sjö mánuðum. Sendi- fulltrúar segja þá hafa tekið nýja tilboði Afgana fálega. Diego Cordovez, aðstoðarfram- kvæmdastjóri SÞ, stjómar friðar- viðræðunum og sendist hann á milli samninganefnda Afgana og Pakist- ana. Hann var spurður að því hvort Afganir hefðu komið með nýtt til- boð á fundinum í gærmorgun. „Það er eitthvað að gerast," var hið eina sem hann vildi segja. Cordovez gerði aðstoðarutanríkis- ráðherrum stórveldanna, Edward Djerejian og Yuri Alekseyev, grein fyrir viðræðunum í gær. Ráðherr- amir hittust í gær til að undirbúa fund Georgs Shultz og Eduards Shervardnadze, utanríkisráðherra stórveldanna, í Washington á mánudag. Búist var við að brottflutningur sovézka hersins frá Afganistan verði eitt aðalmálið á fundi Djerej- ians og Alekseyevs. Bandarískir embættismenn gáfu nýlega til kynna að Bandaríkjastjóm gæti fyrir sitt leyti stutt samkomulag, sem fæli í sér brottflutning Sovét- manna frá Afganistan á einu ári. Litlar líkur era taldar á tilboði af því tagi frá Afgönum og Sovét- mönnum, jafnvel þótt Mikhail Gorhbachev, leiðtogi Sovétríkjanna, hafí sagt heimkvaðningu sovézkra hermanna frá Afganistan vera for- gangsverkefni stjómarinnar í Kreml.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.