Morgunblaðið - 11.09.1987, Side 19

Morgunblaðið - 11.09.1987, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1987 19 Morgunblaðið/KGA Við upphaf ríkisstjórnarfundar i gærmorgun þar sem fjallað var um tillögu Bandaríkjamanna til lausn- ar hvaladeilunni. A von á lausn mjög fljótlega - segir Steingrím- ur Hermannsson, utanríkisráðherra „ÉG Á von á að þetta mál leysist mjög fljótlega, jafnvel nú í kvöld. Það er greinilegt að Bandaríkja- mönnum varð ljóst að okkur er fúlasta alvara í þessu máli og að við vorum ekki komnir til Kanada til að hlusta á einhvern erkibiskupsboðskap frá þeim, sem við höfum gert nóg af,“ sagði Steingrímur Hermannsson, utanríkisráðherra, þegar rætt var við hann í Ottawa í gær- kvöldi. Sáttatilboð Bandaríkjamanna í hvaladeilunni: Verulega stórt skref í áttina að lausn málsins - segir Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra ÍSLENSKA rikisstjórnin ákvað á fundi i gær að ræða hvalveiði- deiluna við Bandarikjamenn á grundvelli tilboðs þeirra sem barst íslenskum stjórnvöldum á miðvikudag. Utanríkismála- nefnd Alþingis fjallaði einnig um tilboðið á fundi og var sammála afstöðu ríkisstjórnarinnar. Þor- steinn Pálsson forsætisráðherra sagði i gær að tillagan væri stórt skref i áttina að lausn málsins af hálfu Bandaríkjamanna og Halldór Ásgrimsson sjávarút- vegsráðherra sagði að þetta væri mikilvæg opnun á málinu. Þeir bjuggust við að viðræður um til- boðið tækju fáa daga en hvalveið- ar verða ekki meðan viðræðum- ar fara fram. Hvorki Þorsteinn Pálsson né Halldór Ásgrímsson vildu upplýsa um texta eða efnisatriði orðsend- ingar þeirrar sem Bandaríkjamenn sendu íslenskum stjómvöldum á miðvikudag og sögðu að samþykkt hefði verið að fjalla ekki um málið á opinberum vettvangi meðan við- ræðumar stæðu yfir. Eins og kom fram í Morgunblaðinu í gær felst í tillögunni að viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna muni ekki senda svokallaða staðfestingarkæm til Bandaríkjaforseta vegna vísinda- veiða íslendinga í ár þótt veiddar séu 20 sandreyðar. Jafnframt verði vísindanefnd Alþjóðahvalveiðiráðs- ins látin fjalla um rannsóknaáætl- anir íslendinga og íslendingar fari eftir tillögum hennar og um leið heita Bandaríkjamenn stuðningi sínum við íslendinga svo þessar þjóðir geti sameiginlega komið þeirri skipan á störf vísindanefndar Alþjóðahvalveiðiráðsins að hún njóti trausts þeirra sem til hennar skjóta málum. „Þetta er verulega stórt skref í málinu af hálfu Bandaríkjastjóm- ar,“ sagði Þorsteinn Pálsson þegar rætt var við hann í gær. „Okkar niðurstaða var sú, að eins og staða málsins er núna, sé ekki tilefni til nýrra ákvarðana af íslands hálfu en við þurfum að ræða þennan texta betur, orðalag hans og atriði í hon- um áður en við getum lokið málinu. Við höfðum vænst þess að Banda- ríkjamenn tælq'u þessa afstöðu fýrr en það er gott að málið er þó komið í þennan farveg og nú reynir á næstu sólarhringa hvort unnt verð- ur að leiða það til lykta," sagði Þorsteinn. Þorsteinn var spurður hvort þetta þýddi ekki í raun að Bandaríkja- menn hefðu viðurkennt vísinda- áætlun íslendinga, en á síðasta ársþingi Alþjóðahvalveiðiráðsins lögðu íslensku fulltrúamir áherslu á sérstöðu þeirrar áætlunar gagn- vart vísindaveiðaáætlunum annara þjóða. „Við skulum kveða uppúr með það þegar við höfum fengið niðurstöðu í málinu,“ svaraði Þor- steinn. „Það má segja að Bandaríkja- menn hafi komið með opnun í málinu og við höfum ákveðið að Utanrikismálanefnd Alþingis hittist í Þórshamri um kl. 11.00 í gærmorgun til þess að funda um nýjustu atburði i hvalveiði- deilunni. Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra og Halldór Ás- grímsson sjávarútvegsráðherra tóku þátt i fundinum og kynntu efni tillögu Bandaríkjamanna sem lögð var fram eftir að fund- urinn í Ottawa fór út um þúfur. Nefndarmenn vörðust þess að ræða tillöguna efnislega við blaðamann en sögðu þó að hún væri grundvöllur sem lausn máls- ins gæti byggst á. „Ég á fastlega von á niðurstöðu innan 1-2 daga,“ sagði Kjartan Jóhannsson full- trúi Alþýðuflokksins og tóku fleiri undir þessi orð. „Þessi tillaga er grundvöllur sem hægt er að byggja viðræður á,“ sagði Jóh Kristjánsson fulltrúi Framsóknarflokksins í nefndinni. „Það er ætlun stjómvalda að halda málaleitunum áfram. Ekki er þó Ijóst hvort nokkurt samkomulag næst. vinna á þeim grundvelli og láta á það reyna að ná viðunandi niður- stöðu fyrir báða aðila,“ sagði Halldór Ásgrímsson í gær. Halldór sagði að utanríkismála- nefnd hefði verið sammála mati ríkisstjómarinnar á málinu og ákveðið að ræða málið á þessum grundvelli. Halldór sagði að viðræð- umar myndu fýrst og fremst eiga sér stað gegnum sendiráð landanna í Washington og sagðist ekki eiga von á að til frekari beinna funda- halda kæmi milli þessara stjóm- valda. Halldór var spurður hvort hann teldi það rétt hjá Steingrími Her- Þótt við náum samningum við Bandaríkjamenn er ekki þar með sagt að hvalveiðideilunni sé lokið því þetta mál þarf að leysast á vett- vangi Alþjóðahvalveiðiráðsins. Þar ráða Bandaríkjamenn vissulega miklu og ef þeir leggjast á sveif með okkur er það mjög mikilvægt skref. Málið er nú komið í þann farveg að tækifæri gefst til sam- komulags." Nefndin tók ekki formlega af- stöðu til tillögu Bandaríkjamanna. „Við komum fram með ákveðnar ábendingar til stjómvalda. Það er sameiginleg niðurstaða okkar að um „opnun“ sé að ræða af hálfu Bandaríkjamanna sem geti hugsan- lega leitt til niðurstöðu. Fyrst þurfa þó að koma fram margháttaðar breytingar til þess að við getum sæst við niðurstöðuna," sagði Hjör- leifur Guttormsson fulltrúi Alþýðu- bandalagsins. Hann kvaðst ekki fús til að útskýra í hveiju þessar breyt- ingar ættu að felast þar sem tillag- an væri trúnaðarmál. Guðrún Agnarsdóttir fulltrúi Samtaka um kvennalista sagði að mannssyni utanríkisráðherra að blanda vamarliðinu á Keflavíkur- flugvelli inn í þetta mál, m.a. með því að fresta fundi um útboð fram- kvæmda þar, og hvort fleiri slíkar aðgerðir væm væntanlegar. „Ég hef sagt að hér sé um alvar- legt mál að ræða í samskiptum þjóðanna en hersetunni sem slíkri hefur ekki verið blandað inn í mál- ið. Frestun útboðanna tengdist að vísu þeim anda sem er í samskiptum þjóðanna. Ég hef enga trú á að gripið verði til fleiri aðgerða í svip- uðum anda því við emm að reyna að komast að niðurstöðu í þessu máli og munum einbeita okkur að því,“ sagði Halldór Ásgrímsson. fundurinn hefði ekki leitt til ákveð- innar niðurstöðu. Málið hefði verið kynnt þingmönnum og hefði hún í hyggju að ræða nýjustu atburði í þingflokki sínum. Sagði hún að samkomulag væri um að lögfræð- ingar þyrftu að kanna texta tillög- unnar nánar. „Mér finnst sjálfsagt og eðlilegt að Alþingi sé haft með í ráðum. Það er skilningur allra flokka að utanríkismálanefnd verði í ráðgef- andi hlutverki í þessari deilu. Á því varð misbrestur að fullt samráð væri haft við nefndina en ég á ekki von á því að það verði framvegis,“ sagði hún. „Það er mín skoðun að tillaga Bandaríkjamanna gefi möguleika á nýjum samtölum. Það er rétt að fara í viðræður að nýju á þessum grandvelli," sagði Kjartan Jóhans- son fulltrúi Alþýðuflokksins. „Ég held að staðan sé þannig núna að í ljós komi innan 1-2 daga hvort sættir nást. Þannig munum við ekki þurfa að hverfa frá þeim áformum að veiða sandreyðarnar Steingrímur sagði að eftir upphaf fundarins í Ottawa á miðvikudag, þar sem tilkynnt var að hann myndi ekki mæta, hefði verið gert fundar- hlé. Siðan hefðu Bandaríkjamenn óskað eftir að fá að kynna hug- myndir sínar í málinu og næstu tvo tímana hefðu þeir unnið að því að móta tillögur sínar. „Ég skal ekki segja hvort sú ákvörðun mín að mæta ekki á fundinn hafí haft úr- slitaáhrif, en okkar fulltrúar á fundinum geta borið um það að Bandaríkjamönnum brá greinilega þegar þeir gerðu sér grein fyrir hversu alvarlegt málið var orðið," sagði Steingrímur. „Þeir sem vom á fundinum fýrir þeirra hönd höfðu aðeins umboð til að ræða hvalamál- ið, en ég lét skila til þeirra að það einstaka mál væri ekki jafn mikil- vægt og samskipti þjóðanna í heild, sem gætu verið í hættu og ég vildi að þau yrðu rædd.“ Steingrímur kvaðst jafnvel eiga von á að sjá fram á lausn málsins í gærkvöldi, eða nú í morgun. „Ég held að þetta mál leysist nú, eftir að tillögur Bandaríkjamanna hafa verið endurskoðaðar og lagfærðar töluvert. Það er komin vemleg hreyfíng á það í Washington að leysa málið á þennan hátt. Við höf- um óskað eftir vissum breytingum á hugmyndum þeirra og nú er bolt- inn hjá þeim.“ þótt við gefum kost á viðræðum um málið,“ sagði hann. Hreggviður Jónsson, áheymar- fulltrúi Borgaraflokksins, sagðist ekki hafa tekið þátt í umræðum nefndarinnar. Stefna flokks síns væri að nýta bæri hvalastofnana og segja ísland úr hvalveiðiráðinu. Hann kvaðst hafa persónulegar efa- semdir um ágæti hvalveiðanna. „Frjáls samtök hafa mikil áhrif á skoðanamyndun og neysluvenjur í lýðræðissamfélögum. Við þurfum að skoða áhrif þeirrar gagnrýni sem við höfum fengið til lengri tíma. Mér vitanlega hafa íslendingar ekki gert neitt til þess að kynna sín rök og sjónarmið," sagði Hreggviður. „Hvað varðar ákvÖrðun um næstu skref í deilunni er það alfar- ið mál ríkisstjórnarinnar. Ég er alls ekki sáttur við hvemig mörg atriði hafa verið unnin í þessu máli. Ut- anríkisráðherra átti til dæmis aldrei að þvælast til Ottawa á meðan ekki lá fyrir að jafn háttsettur embættis- maður yrði þar til að ræða við hann,“ sagði Hreggviður. Utanríkismálanef nd: Tillagan er grimdvöllur sem lausn getur byggst á

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.