Morgunblaðið - 11.09.1987, Side 16

Morgunblaðið - 11.09.1987, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1987 að vinna að verkum þessarar gjörð- ar þarf mikla rannsóknarvinnu. Auel segist njóta þess ekki hvað sízt að sökkva sér í heimildaleit og gagnasöfnun um þessa tíma og reyna síðan að átta sig á, hvað lesa má milli línanna og draga ályktanir af því. En ekki dugir það, nema unnt sé að koma sögu- efninu til skila á skilmerkilegan, ljósan og aðgengilegan hátt. Gagn- rýnendur lofa verk hennar meðal annars þykir nákvæmni hennar og yfirgripsmikil þekking á þessum tíma til fyrirmyndar. Lesendur fylgjast af áhuga með nýrri bók frá Auel og bækumar fjórar sem komnar eru út nú hafa selzt í 15 milljónum eintaka í Bandaríkjun- um. Þær hafa komið út í alls 22 útgáfum vítt og breitt um heiminn, m. a á Norðurlandamálunum. „Ég komst fljótlega að því,“ seg- ir hún, „ að efnið sem ég var að hugsa um var meira en í smásögu. Eftir að ég hafði gert drög að henni komst ég að þeirri niðurstöðu, að ég vissi ekki nokkum skapaðan hlut um það sem ég var að skrifa um! Þá fór ég að lesa og lesa og hef sömuleiðis farið víða um til að reyna að átta mig á stöðunum sem em svið sögunnar. Og til að vita meira, skilja og átta mig á þeim tímum sem ég hef valið mér. For- senda er að hafa vald á efninu. Því aðeins getur maður unnið trú- verðugt verk, sem fólk telur sig hafa ávinning af að lesa.“ „Æ meira sem ég las því heill- aðri varð ég af þessum tíma og forvitin um fólkið sem lifði. Og allt varð hvati að því að afla sér frek- ari vitneskju. Neanderdalsmaður- inn hefur áreiðanlega ekki notið sannmælis. Það vissi ég ekki fyrr, að Neanderdalsmaðurinn er fyrstur til að grafa látna. Af greftmnarsið- um má átta sig á ýmsu í hugsunar- hættinum. Aberandi meira er við haft þegar karlmaður var grafinn. Með Kromagnomm verður brejd;- „F ordómar mannkynsins voru líklega minni fyrir 40 þúsund árum en nú“ Spjallað við bandaríska metsöluhöfundinn Jean Auel „ÉG var orðin fertug, þegar ég fór að skrifa bókaflokk- inn „Börn jarðar“ sem á endanum verður líklega sex bækur, en ég vinn nú að þeirri fjórðu. Arum saman hafði ég haft unun af orðum og ég las ósköpin öU. En ein- hvern veginn hafði ég ekki ígrundað í neinni alvöru, að ég myndi skrifa bók sjálf, kannski stöku ljóð bara fyrir mig. Þegar þarna var komið sögu var ég fjármálastjóri hjá stóru fyrirtæki. Ég var ekki nægilega ánægð í starf- inu og sagði upp. Sennilega var ég að velta fyrir mér, hvað ég vildi gera við lífið mitt. Spurningin hvort það sé einmitt þetta, sem maður vill halda áfram að vinna við. Ég hafði lengi verið með hugmynd að smásögu. Efnið var óljóst í huga mér, ung stúlka sem bjó með fólki sem var á einhvem hátt öðmvísi en hún, sennilega fmmstæð- ara - og togstreitan í kjölfar þess. Hugmyndin gerðist æ áleitnari. Skömmu síðar Jean og Ray Auel gafst mér kostur á ágætri stöðu og ég ég að gera upp hug minn. Ég ákvað að ég vildi reyna að skrifa. An þess ég gerði mér minnstu grein fyrir því, hvort ég gæti það. Og þar með var teningnum kastað. Þetta sagði bandaríski rithöf- undurinn Jean M._Auel í samtali við Morgunblaðið. Á síðasta ári gaf Vaka/Helgafell út fyrstu bókina í áðumefndum flokki. Það var „Ætt bjamarins mikla," í þýðingu Fríðu A. Sigurðardóttur. Bókin fékk hér góðar undirtektir og sú hin næsta „Dalur hestanna" er væntanleg. Jean Auel og maður hennar Ray B. Auel em þessa dagana í Reykjavík í boði Vöku/Helgafells forlagsins og hún flutti fyrirlestur í gærkvöldi, í Norræna húsinu. Bækur Auels gerast á tímum Neanderdalsmannsins og síðan Kromagnonaranna sem næstir koma. Það segir sig sjálft að til ■ Nær „glasnost“ einnig til kirkjunnar í Sovétríkjumim? eftir Torfa Ólafsson Það er kunnara en frá þurfi að segja að þegar kommúnistar tóku öll völd í sínar hendur í Októberbylt- ingunni 1917 í Rússlandi, ætluðu þeir að ganga á milli bols og höf- uðs kirkjunni, helst fýrir fullt og allt, enda byggðust kenningar þeirra á hinni „díalektísku efnis- hyggju". Kirkjan í Rússlandi var þá voldug sem sést best á því að þegar hjúskaparmál ívans grimma, sem gervallt ríkið skalf fyrir, voru komin í ólestur, hafði kirlqan nægi- iegt vald til að banna honum að sækja messu með öðru fólki og var því byggt afhýsi út úr keisarakirkj- unni í Kreml þar sem hann gat hlýtt á það sem fram fór án þes að synd- samleg návist hans yrði hinum trúuðu hneykslunarhella. Það var því ekki að furða þótt kommúnistar teldu það með höfuð- atriðum að hnekkja slíku valdi. Samkvæmt uppskriftum efnis- hyggjumanna hafði maðurinn enga sál og átti enga framtíð í vændum eftir dauðann. Manni sem setti sig upp á móti hinni nýju skipan var því sjálfsagt að ryðja úr vegi, hann var ekki annað en ónýtur múrsteinn sem ekki hentaði í hleðsluna og bar því að fleygja. Er skemmst frá því að segja að trúarbragðaofsóknir Sovétmanna voru með ódæmum. Prestar og klausturfólk var hneppt í þrælkunarvinnu eða drepið og kirkjum lokað eða þær vanhelgað- ar, eins og Kazan-dómkirkjan í Leningrad, sem ívan grimmi lét byggja til minningar um lokasigur sinn þegar hann var að sameina Stór-Rússland; þeirri kirkju var breytt í „Safn um sögu trúarbragð- anna“, þ.e. safn til að sanna að öll trúarbrögð væru vitleysa sem best væri að losna við sem fyrst. En þeim vísu mönnum hafði sést yfir þá mörgu kafla mannkynssög- unnar sem sanna að kirkjunni verði ekki útrýmt með ofbeldi. Blóð píslarvottanna hefur ævinlega borið rótum hennar næringu svo hún hefur hvergi blómgast af meiri þrótti en þar sem hún hefur verið ofsótt. Það er skeytingarleysið sem er henni hættulegast svo sem ástandið í kirkjumálum í Vestur- Evrópu ber ljósast vitni um. í stjómarskrám kommúnista- landanna er sagt að ekki sé gert upp á milli manna eftir trúarskoð- unum og mönnum sé tryggt trú- frelsi. Það trúfrelsi felst í því einu að menn mega trúa því sem þeir vilja ef þeir hafa ekki hátt um það og reyna ekki að útbreiða trú sína. Pólland er þar auðvitað undantekn- ing, það var svo rammkaþólskt að þar varð engu um þokað enda hefur kirkjan ávallt verið styrkur og vígi Pólveija í viðureign við erlenda áþján og nú eina stofnunin sem líðst að gagnrýna stjómvöldin. Vonir vakna En nú er eins og vissar vonir um „þíðu“ séu að vakna á sviði kirkj- unnar í Sovétríkjunum eins og á öðrum sviðum og ber sannarlega að fagna því ef harðneskjunni gagn- „í stjórnarskrám kommúnistalandanna er sagt að ekki sé gert upp á milli manna eftir trúarskoðunum og mönnum sé tryggt trú- frelsi. Það trúfrelsi felst í því einu að menn mega trúa því sem þeir vilja ef þeir hafa ekki hátt um það o g reyna ekki að útbreiða trú sína.“ vart trúuðu fólki fer að linna. Á næsta ári fagna kristnir menn því í Kænugarði (Kiev) að 1000 ár eru liðin frá viðtöku kristins siðar í Úkraínu og mun verða mikið um hátíðahöld í því sambandi og leyfð aukin útgáfa kristilegra bóka, þar á meðal Biblíunnar. Gera má ráð fyrir að stjómvöld notfæri sér þessa hátíð til að sýna fram á að kirkjan njóti frelsis í Sovétríkjunum. Við skulum vona að vorið sé þar í nánd. En það er fleira en kristnitöku- hátíðin sem bendir á að aukins fijálslyndis gagnvart kirkjunni sé að vænta. Svissneska tímaritið Orí- entierung hafði það eftir málgagni orþodoxa patríarkatsins í Moskvu í janúar 1986 að settar hefðu verið nýjar reglur sem auðvelduðu kirkj- unni að rækja hlutverk sitt. Slakað hafi verið á reglunum um stofnun trúfélaga, nú megi hafa um hönd helga þjónustu heima hjá fólki, á sjúkrahúsum og elliheimilum, í fangelsum og við greftranir án þess að sækja þurfí um sérstakt leyfi, böm yfir 10 ára aldur megi vera viðstödd guðsþjónustur og trúfélög megi eiga eignir og taka nauðsyn- legt húsnæði á leigu. Ekki hefur þess þó orðið vart á Vesturlöndum að sovéskum lögum þar að lútandi hafi verið breytt en svissneska blaðið lítur þó svo á að Móðir Teresa fór nýlega í fimm daga ferð til Sovétríkjanna. Var um það samið, að hún sendi fjór- ar systur til Sovétríkjanna. Eiga þær að vinna á bamaheimili, sjúkrahúsi og meðal aldraðra. þessar fréttir bendi til ákveðinna breytinga í hina betri átt. Erlendir gestir Þá hefur Sovétstjóm gert sér far um að bjóða heim kirkjuleiðtogum frá löndum utan Sovétríkjanna. Til dæmis bauð friðamefnd Sovétríkj- anna Móður Teresu heim undir lok ágústmánaðar sl. Hún dvaldist fimm daga þar í landi og heimsótti meðal annarra staða Kiev og hið nýja aðsetur flóttafólks frá Chemo- byl. Genrikh Borovik, formaður friðamefndarinnar, lýsti því yfir eftir fund þeirra og Móðir Teresa staðfesti það síðar að samkomulag hefði orðið þeirra á milli um að hún sendi fjórar systur til Sovétrikj- anna. Eiga þær að vinna á bama- heimili, sjúkrahúsi og meðal aldraðra. Nánari upplýsingar um þau störf hafa ekki borist ennþá. Sam Poyntz biskup frá Cork á írlandi hefur farið til Sovétríkjanna með nefnd manna frá írsku kirkj- unni til viðtals við trúsystkini þar. Jaime Sin kardínáli, erkibiskup í Manila, heimsótti Sovétríkin í sum- ar og er sagt að Vatíkanið hafi hvatt hann til þeirrar ferðar. Hann kom við í Litháen og vakti það at- hygli því páfinn hafði sagt að það væri skilyrði fyrir því að hann kæmi á hátíðina í Kiev 1988 að hann fengi að koma við í Litháen, þar sem kaþólska kirkjan er mjög sterk. Sovétstjómin mun þó ekki hafa fallist á það til þessa enda hefur hún alls ekki gefið í skyn að páfan- um verði boðið. Yfirmaður þeirrar deildar Sovétstjómarinnar sem ijallar um trúmál hefur sagt að ekki sé hægt að bjóða páfanum meðan hann viðurkenni ekki núver- andi landamæri Sovétríkjanna (fallist m.a. á að Eystrasaltslöndin tilheyri Sovétríkjunum). Innf lutningxir á Biblíunni Þá hefur verið slakað á hömlum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.