Morgunblaðið - 11.09.1987, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1987
Miðasala Þjóðleik-
hússins tölvuvædd
Hugsanlegur möguleiki síðar á
pöntun í gegnum einkatölvur
SALA á miðum á sýningar Þjóð-
leikhússins verður með nýju sniði
framvegis. Öll miðasala fer fram
i gegnum nýtt tölvukerfi sem
tekið verður í notkun þegar
miðasala á sýningar vetrarins
hefst næsta laugardag.
Gísli Alfreðsson Þjóðleikússtjóri
sagði í samtali við Morgunblaðið
að nýja tölvukerfið ætti eftir að
auðvelda mjög störf miðasölufólks
og einfalda uppgjör.
„Hingað til hefur alltaf þurft að
prenta miða fyrir hvert sæti í leik-
húsinu fyrir allar sýningar þrátt
fyrir að stundum seljist ekki nema
hluti þeirra," sagði hann. „Miðunum
hefur verið raðað í hillur í afgreiðsl-
unni og þeir sem ganga af geymdir
vegna uppgjörs. Af þessum sökum
hefur ekki verið hægt að selja nema
á fimm sýningar í einu. Nú verður
aftur á móti hægt að selja á sýning-
ar langt fram í tímann."
Miðasölufólkið hefur nú tölvuskjá
hjá sér og getur kallað upp mynd
VEÐUR
af salnum með númeruðum sætum
á skjánum og séð á augabragði
hvaða sæti eru laus. Þegar miðar
eru keyptir prentar tölvan út við-
. komandi miða með upplýsingum um
verð, númer á sæti og sýningu.
Tölvan sér um að ganga frá upp-
gjöri um leið og falla því allir
útreikningar niður.
Gísli sagði að tölvukerfið gæfi
ýmsa möguleika. Til dæmis væri
hægt að selja miða á fleiri stöðum,
þótt það verði ekki tekið upp strax.
Eftir sem áður er hægt að kaupa
miða í gegnum síma.
Þegar fram í sækir er líklegt að
fólk geti bókað miða í gegnum eig-
in tölvur, en Gísli taldi erfitt að
segja til um það nú hvort eða hven-
ær af því yrði.
Sala á aðgangskortum stendur
nú yfir í Þjóðleikhúsinu en miðasala
hefst næsta laugardag. Fyrsta sýn-
ing vetrarins verður laugardaginn
19. september en þá verður leikritið
Rómúlus mikli eftir Friedrich Durr-
enmatt frumsýnt.
Morgunblaðið/KGA
Ásgeir Guðmundsson námsgagnastjóriykynnir það námsefni sem Námsgagnastofnun hefur nýlega gefið
út.
Námsgagnastofniin gefur út mynd-
bönd um landafræði Islands
Námsgagnastofnun hefur látið
:era myndbönd um landafræði
ilands, ætluð nemendum efstu
bekkja grunnskólans. Þá hefur
I DAGkl. 12.00:
Heimild: Veðurstofa Islands
(Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær)
VEÐURHORFUR í DAG, 11.09.87
YFIRLIT á hádegi f gaer: Víðáttumikil lægð suður og suðaustur af
landinu en hæð yfir Grænlandi.
SPÁ: I dag verður norðlæg átt á landinu, víöast kaldi eða stinnings-
kaldi. Dálítil rigning verður norðanlands, en bjart veður um
sunnanvert landið. Sunnanlands verður 9—13 stiga hiti, en 3—6
stiga hiti á annesjum norðanlands.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA
LAUGARDAG OG SUNNUDAG: Norðaustan- og norðanátt, kaldi
eða stinningskaldi á laugardag en heldur hægari á sunnudag.
Norðan- og norðaustanlands og einnig á Vestfjörðum verða skúr-
ir, en bjartviðri á suður- og suðvesturlandi. Hiti 6—10 stig um
noröanvert landið, en 8—12 stig sunnanlands.
x Norðan, 4 vindstig:
v Vindörín sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
* / *
/ * / * Slydda
/ * /
* * *
* * * * Snjókoma
■» * *
10 Hitastig:
10 gráður á Celsius
ý Skúrir
*
V El
EEE Þoka
= Þokumóða
’ , ’ Súld
OO Mistur
—j- Skafrenningur
j-? Þrumuveður
VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hitl veöur Akureyri 7 alskýjað Raykjavlk 9 léttskýjað
Bergen 16 skýjað
Helsinki 16 úrk.fgr.
Jan Mayen 8 rign. og súld
Kaupmannah. 16 þokumóða
Narssarssuaq 8 léttskýjað
Nuuk 6 heiðskfrt
Osló 12 rigning
Stokkhólmur 13 rignlng
Þórshöfn 12 léttskýjað
Algarve 27 léttakýjað
Amsterdam 16 skúr
Aþena 31 heiðskfrt
Barcelona 27 léttskýjað
Berlin 20 léttskýjað
Chicago 13 þokumóða
Feneyjar 26 léttskýjað
Frankfurt 21 skýjað
Glasgow 14 skúr
Hamborg 16 rlgnlng
Las Palmas 34 helðskfrt
London 19 skýjað
Los Angeles 17 léttskýjað
Lúxemborg 17 skýjað
Madrid 28 mlstur
Malaga Mallorca 27 léttskýjað vantar
Montreal 17 þokumóða
NewYork 21 skýjað
Parfs 18 súld á s. klst.
Róm 28 léttskýjað •
Vin 20 skýjað
Washington 22 þokumóða
Winnipeg 10 skúrés.klst.
stofnunin, gefið út mannkyns-
sögu í samvinnu við Mál og
menningu.
Mannkynssagan, sem ber heitið
“Samferða um söguna" er þýdd úr
sænsku og staðfærð af Sigurði
Hjartarsyni sagnfræðingi. Leitast
er við að fjalla um námsefnið á fjöl-
breytilegan hátt m.a. með ýtarefni,
myndum og kortum. í lok hvers
kafla eru verkefni, sem Guðmundur
J. Guðmundsson hefur samið. Bókin
er 292 bls. að stærð og litprentuð
í Odda.
Myndbönd um landafræði íslands
eru fyrsti hluti námsefnis ætluðu
4.-7. bekk grunnskóla og eru þijú
myndbönd komin út: Bergvatnsár
og jökulár, Jöklar og jökulrof og
Samgöngur í Öræfasveit. Handrit
og texti er eftir Tryggva Jakobsson.
Fyrir yngstu nemendur grunn-
skólans hefur Námsgagnastofnun
látið gera mynd um landnám Is-
lands.I henni er sögð saga tveggja
bama á landnámsöld og til þess
notaðar skuggabrúður. Höfundar
handrits og leikstjórar eru Bryndís
Gunnarsdóttir og Anna Jeppesen.
Þá hefur stofnunin gefið út “Al-
menna stærðfræði fyrir grunn-
skóla", ætlaða nemendum 7.
bekkjar. Efni 8. bekkjar kemur út
næsta haust og 9. bekkjar ári síðar.
Stjarnan:
Utsendingar á
tveimur rásum
HLJÓÐVARP hf., sem rekur út-
varpsstöðina Stjörnuna, fékk í
gær leyfi útvarpsréttamefndar
til að hefja útsendingar á ann-
arri rás til viðbótar við þá sem
nú er sent út á. Ekki er ljóst
hvenær þær útsendingar hefjast.
Ólafur Hauksson, útvarpsstjóri
Stjömunnar, sagði að Hljóðvarp hf.
vildi ekki einskorða sig við eina
rás. „Stjaman er búin að skapa sér
sess á öldum ljósvakans, en við vit-
um að hún höfðar ekki til allra
hlustenda. Til þess að færast nær
því takmarki verðum við að útvarpa
á fleiri rásum. Ég vil þó ekki segja
neitt enn sem komið er um efnisval
á nýju rásinni, eða hvenær hún tek-
ur til starfa, en við erum tilbúnir
hvenær sem er. Dagskráin er mótuð
og tækjabúnaður er ýmist kominn
eða væntanlegur í bráð. Við viljum
gjaman nýta þá þekkingu og þá
tækni sem við höfum, en þegar
útsendingamar heíjast verður að
vísu að ráða fleira starfsfólk," sagði
Ólafur.
Þegar útsendingar Stjömunnar á
nýju rásinni hefjast munu þær verða
bundnar við höfuðborgarsvæðið, en
sú rás sem fyrir er heyrist bæði þar
og á Suðurlandi. Bylgjan hefur þeg-
ar fengið leyfi til að útvarpa á
annarri rás og var haft eftir Einari
SigUrðssyni, útvarpsstjóra, fyrir
skömmu að útsendingar á nýju rá-
sinni hæfust fyrir áramót. „Við
getum líklega bytjað á undan Bylgj-
unni, en það er óvíst hvort svo
verður," sagði Ólafur Hauksson,
útvarpsstjórí.
Á fundi útvarpsréttamefndar í
gær var einnig samþykkt að veita
útvarpsfélaginu Rót leyfi til útsend-
ingar. Það leyfi, sem og leyft
Hljóðvarps hf., var veitt með fyrir-
vara, þar sem Póstur og sími á enn
eftir að afgreiða málið.
Húsavík:
Fyrsti dagnr slát-
urtíðar lofar góðu
Húsavík.
SLÁTRUN sauðfjár hófst í gær
hjá Kaupfélagi Þingeyinga á
Húsavík.
Áætlað er að slátra 40.795 fjár
og er það um 9.000 færra en í
fyrra, en þá fór fram niðurskurður
á mörgum bæjum vegna riðuveiki.
Á þessu hausti er ekki vitað um
nema einn bæ sem þarf að skera
niður á.
Fyrsti dagur sláturtíðar lofar
góðu um vænleika dilka því meðal-
þunginn var 14,8 kíló.
Aðspurður um hvemig hafí geng-
ið að manna húsið svaraði Baldvin
Baldursson sláturhússtjóri: „Það
mætti vera fleira fólk en við höfum
svo gott fólk að þetta bjargast allt
sarnan."
Fréttaritari