Morgunblaðið - 11.10.1987, Page 7

Morgunblaðið - 11.10.1987, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 1987 7 Fríhöfnin: Meiri hagn- aður af sælgæti en áfengi Selt eitt tonn af sælgæti á dag FRÍHÖFNIN á Keflavíkurflug- velli hefur meiri hagnað af sölu sælgætis en sölu áfengis og snyr- tívara. Á síðasta ári var selt sælgæti í fríhöfninni fyrir um það bii 105 milljónir króna. Þetta kom fram á blaðamanna- fundi sem heilbrigðisráðherra, Guðmundur Bjamason, gekkst fyrir til að kynna tannvemdarherferð sem Tannvemdarráð stendur nú fyrir í gmnnskólum. „ Það er þjóð- arávani kaupa sælgæti þegar farið er um fríhöfnina. Á hveijum degi bera íslenskir ferðamenn 1 tonn af sælgæti með sér út úr Flugstöð Leifs Eiríkssonar," sagði Magnús R. Gíslason yfirtannlæknir heil- brigðisráðuneytisins. Samkvæmt upplýsingum ráðuneytisins em þetta um það bil 7,5 %af heildar- neyslu sælgætis í landinu en Islend- ingar neyta meira sælgætis en flestar aðrar þjóðir. Sem dæmi má nefna að samkvæmt nýlegri könnun neyta 54% 15 ára unglinga hérlend- is sælgætis daglega en einugungis 15% finnskrajafnaldraþeirra. Talið er að sælgæti sé lítið ódýrara í fríhöfninni en í verslunum á höfuð- borgarsvæðinu og að það sem berst inn í landið með þessum hætti sé að mestu viðbót við daglega neyslu, leifar frá þeim tíma er utanferðir þóttu munaður á íslandi. Kjarvalsstaðir: Mælt með Gunnari MENNINGARMÁLANEFND Reykjavíkur hefur einróma mælt með því að Gunnar Kvaran, list- fræðingur, verði ráðinn listráðu- nautur Kjarvalsstaða í stað Einars Hákonarssonar. Upplýsinga- miðlun í tuminum á Lækjartorgi UPPLÝSINGAÞJÓNUSTAN Miðlun hefur tekið turninn á Lækjartorgi á leigu og mun opna þar upplýsingamiðlun um fyrir- tæki og þjónustu í gamla mið- bænum í byijun nóvember. Verður þessi þjónusta nokkurs konar útibú frá gulu línunni, símaþjónustu sem Miðlun hefur rekið síðan í júní á þessu ári. Upplýsingatuminn verður opnað- ur í byrjun nóvember, og þar er ætlunin að fólk geti fengið upplýsing- ar um fyrirtæki, vömr og þjónustu sem það leitar eftir. Ámi Zophonías- son hjá Miðlun sagði í samtali við Morgunblaðið að hann teldi að mikil þörf væri á svona þjónustu í gamla miðbænum, ekki síst eftir að Kringl- an kom til sögunnar. „Þjónustan mun fara þannig fram að fólk sem er að leita að ákveðinni vöm, þjónustu eða fyrirtæki í tilte- kinni grein fær í hendur tölvuútskrift með þeim aðilum sem eru á skránni hjá gulu línunni." sagði Ámi. Verið er að safna fyrirtækjum úr mið- bænum á skrá fyrir þessa þjónustu, en í dag em á sjötta hundrað fyrir- tæki og einstaklingar víðs vegar af landinu á skrá hjá gulu línunni. Við leitum ódýrustu farajaldanna Nú færast heimshornin óöfluga nær. Viö leitum ódýrustu leiöa í áætlunarflugi um allan heim og gerum langferðina léttari á pyngjuna en nokkru sinni fyrr. Við pöntum flugfarseðla, hótelherbergi og bílaleigubíla hvar sem er í heiminum, útvegum miða í leikhúsið eða IVRÓPA_____________________________________________ Amsterdam ................................ 13.790,- París................................... 20.040,- Vín ...................................... 21.950,- Prag...................................... 21.950,- Mílanó ................................... 26.720,- Róm....................................... 29.290,- AMERÍKA / KARABÍSKA HAFID /MEXÍKÓ Ameríkuhringur, þar sem möguleikarnir í niðurröðun áfangastaða eru nánast ótæmandi. Hér nefnum við einungis nokkur dæmi: Reykjavík-New York-Atlanta-Nassau (Bahamaeyjar)-Atlanta-New York-Reykjavík.. 33.650,- Reykjavík-New York-Atlanta-San Juan (Puerto Rico)-Atlanta-New York-Reykjavík.. 33.650,- Reykjavík-New York-Los Angeles-Mexikó City-Los Angeles-New York-Reykjavík......... 35.910,- Reykjavík-New York-San Francisco- Honolulu (Hawaii)-San Francisco-New York- Reykjavík................................. 45.280,- Verö miðast við gengisskráningu 7. október 1987 og er háð ákveðnum skilmálum um fyrirvara á bókunum, dvalarlengd o.fl. Nánari upplýsingar á skrifstofunum. óperuna, áfótboltavöllinn, í skoðunarferðir og ótal margt fleira. Traust viðskiptasambönd, fjölmargir sérsamningar og víðtæk þekking á ferðamarkaðnum, jafnt hér heima sem erlendis, tryggja þér góða þjónustu á lægsta mögulega verði. AFRÍKA / ASÍA / S-AMERÍKA RiodeJaneiro............................... 52.520,- Nairobi.................................... 51.520,- Bangkok ................................... 45.410,- Delhi...................................... 36.920,- Tokyo.................................... 53.820,- Taipei..........T............................ 60.490,- Seoul...................................... 62.870,- Endalausir möguleikar á samröðun, t.d. þessi: Reykjavík-London-Amsterdam-Bangkok- Taipei-Tokyo-Hong Kong-Singapore -Bangkok- Amsterdam-London -Reykjavík................. 66.200,- JÓLAFARGJÖLD Reykjavík-Kaupmannahöfn-Reykjavík .... 16.800,- Reykjavík-Osló-Reykjavík.............. 16.520,- Reykjavík-Stokkhólmur-Reykjavík....... 19.220,- ReykjaVík-Glasgow-Reykjavík........... 12.460,- Reykjavík-Gautaborg-Reykjavík......... 16.650,- Reykjavík-London-Reykjavík............ 14.380,- Ath.,einnig fáanlegir farseðlar erlendis frá til íslands. Brottför i desember, lágmarksdvöl er aðfaramótt sunnudags, hámarksdvöl 1 mánuður. Greiðsla við pöntun, sem er óendurkræf. Samvinnuferdir - Landsýn Austurstræti 12 • Simar 91 -27077 & 91 -28899 Hótel Sögu við Hagatorg • 91 -622277. Akureyri: Skipagötu 14 • 96-27200 VELDU &TDK OGHAFÐUALLTÁ HREINU

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.