Morgunblaðið - 11.10.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.10.1987, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 1987 Sovétríkin og Norðurlönd: Stefnan vor hin sama, en breyttar áherslur - segir Oleg Grinevsky, farandsendiherra Sovétríkjanna Í GÆRMORGUN átti Oleg Grinevsky, farandsendiherra Sovétríkjanna, viðrœður við embættismenn íslenska utanrík- isráðuneytisins i Ráðherrabú- staðnum við Tjarnargötu. Þar voru rædd afvopnunarmál, til- lögur Gorbachevs um samdrátt herja á Norðurhöfunum auk ann- ara málefna ríkjanna. í máli Grinevskys á blaðamannafundi Blömasíofa FriÖjinm Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið oll kvöld til Id. 22,- einnig um helgar. Skreytingar vlð öll tilefni. '' Gjafavörur. að loknum viðræðunum kom m.a. fram sú skoðun hans að Evró- purikin hefðu nú mun meira til afvopnunarmála að leggja en áður og sagði hann íslendinga og ríkisstjóm þeirra fara þar fremst í flokki. Grinevsky lagði áherslu á nauðsyn kjamorku- vopnalauss svæðis á Norður- höfum og þegar hann var spurður um hversu víðtækt slíkt svæði ætti að vera sagði hann að slíkt þyrfti að ræða á ráð- stefnu viðkomandi ríkja, sem allt eins gæti verið haldin i Reykjavík. A blaðamannafundinum í sendi- ráði Sovétríkjanna kynnti Grinev- sky afstöðu ríkisstjómar sinnar til þeirra alþjóðamála, sem nú eru efst á baugi. Bar þar hæst hugmyndir um friðlýsingu norðurhvels jarðar, afvopnunarviðræður risaveldanna, Reykjavíkurfundinn og afleiðingar hans, sem og fyrirhugaðan leið- togafund í Washington. Grinevsky var inntur eftir því hvers vegna Sovétríkin legðu slíka áherslu á kjarnorkuvopnaleysi Norðurlanda þegar Gorbachev hefði sjálfur lýst því yfír í Múrmansk á dögunum að þar væru engin kjam- orkuvopn. Einu kjamorkuvopnin sem þar hefðu fundist hefðu rekið á §'örur Svía í sovéskum kafbáti. Grinevsky sagði að hann væri hæstánægður með núverandi kjam- orkuvopnaleysi Norðurlanda, en hins vegar hefðu Sovétríkin enga tryggingu fyrir því að svo yrði á viðsjárverðum tímum. Hvað kjam- orkuvopn Sovétmanna varðaði sagði hann að þeir væm, sem fyrr hefði komið fram, reiðubúnir að fækka þeim við landamæri sín og í grennd. Þá var Grinvsky spurður um af- stöðu Sovétmanna til þeirrar tillögu Alþingis að lýst yrði yfír kjamorku- vopnalausu svæði, sem næði milli Lregsteinar MARGAR GERÐIR Mmom/Gmnít Steinefnaverksmiöjan Helluhrauni 14, sími 54034, 222 Hafnarfjörður Morgunblaðið/Ámi Sæbcrg Oleg Grinevsky (t.v.) ásamt sovéskum túlki sínum. Grænlands og Uralfjalla, svo að í raun yrði hægt að tala um kjam- orkuvopnalausa Evrópu. „Spurn- ingunni um hvaða svæði er að ræða er enn ósvarað, en hún þarf vissu- lega umræðu við. Nú væri réttast að viðkomandi lönd settust á rök- stóla og ræddu málin — hversu víðtækt svæðið eigi að vera, hvem- ig framkvæmdinni skuli háttað og eftirliti með að hugsanlegt sam- komulag yrði haldið." Grinevsky var þá spurður .hvort hann ætti þá við hugmynd Gorbac- hevs, sem hann nefndi í Múrmansk í liðinni viku, um slíkt ráðstefnu- hald í Leníngrad. „Eða Reykjavík," svaraði Grinevsky. Blaðamaður spurði hvort nokkur von væri til þess að Sovétríkin ræddu í alvöru samdrátt, svo ekki væri minnst á friðlýsingu, flota- stöðvar eins og Múrmansk, sem væri stærsta flotastöð í heimi og liggur við Barentshaf, sem væri griðastaður þeirra kafbáta Rauða flotans, sem bera langdrægar kjamorkuflaugar. Grinevsky fór í fýrstu undan f flæmingi, en svaraði svo að um leið og aðrar þjóðir færu að ræða þessi mál í alvöru myndu Sovétríkin feta þá braut, sem þau hefðu markað. Hvað Múrmansk varðaði vildi hann ennfremur benda á að sú flotastöð væri á sovésku landsvæði öfugt við sumar flota- stöðvar Bandaríkjanna. Þá var sendiherrann spurður hvort í raun væri um nokkra stefnu- breytingu að ræða í málefnum Norðurhafa síðan á valdaskeiði Brezhnevs. Hann kvað nei við, grundvallarstefnan væri enn hin sama, en áhersluatriðin væm önn- ur. Að lokum var Grinevsky spurður hvort öryggis- og vamarmál Norð- urhafa yrðu á dagskrá leiðtoga risaveldanna þegar þeir fyndust í Washington. Sagði hann að svo yrði ekki — þar yrðu engin svæðis- bundin mál rædd. Aðeins yrði tekið á afvopnunarmálum, samskiptum risaveldanna og mannréttindamál- um auk annarra sérstakra málefna, sem samkomulag hefði orðið um að ræða. Frumsýnir stórmyndina: „Nornirnar frá Eastwick“ I i«* 14 l í „Seinheppnir sölumenn" I einu orði sagt stórkostleg mynd. Aðalhlutverk: Jack Nicholson, Cher, Susan Sarandon, Michelle Pfheiffer. Sýnd kl. 5 - 7.05 - 9.05 -11.10 __ s <-vs IEYFUSS leVIK ' “One ofthe best Amwican títós oftheyear” ★ ★★1/2 Mbl. Aðalhlutverk: Richard Dreyfus, Danny De Vito. Sýnd kl. 5 - 7.05 - 9.05 - 11 I „Töfrapotturinn" , Kwlk „Leynilögreglu- CXlðP músin Basilu Sýnd kl. 3 PéturPan Wíalt DLsneyS PETER PAN ........ Sýndkl.3 „Svarta ekkjan" ★ ★ Mbl. Sýndkl. 7.05-9.05 „Tveir á toppnum" ★ ★★ Mbl. Sýndkl.5-11.10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.