Morgunblaðið - 11.10.1987, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 11.10.1987, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 1987 49 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Vélstjóri starf ílandi Vélstjóri með full réttindi frá Vélskóla íslands óskar eftir vel launaðri atvinnu í landi. Hefur margra ára reynslu sem vélstjóri á kaupskip- um og þekkingu á vélum almennt. Margt áhugavert kemur til greina. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 16. 10. merkt: „V - 5395“. Hefurþúáhugaá líflegu starfi Lögreglan í Reykjavík óskar eftir að ráða fólk til tímabundinna lögregluþjónsstarfa. Þetta er tilvalið tækifæri fyrir þá, sem vilja kynnast lögreglustarfinu og öllum þeim mannlegu samskiptum, sem það býður upp á. Upplýsingar um störfin veitir starfsmanna- stjóri í síma 10200 eða á lögreglustöðinni, Hverfisgötu 115. Lögreglustjórinn í Reykja vík. " LANDSPÍTALINN Öryggisfulltrúi Ríkisspítalar óska eftir að ráða öryggisfulltrúa. Starfssvið: Umsjón með öllum þáttum er snerta öryggi á vinnustað, svo sem hávaða- mengun, slysahættu, efnamengun og vinnuaðstöðu. Einnig að hafa umsjón með rekstri og hönnun á bruna- og þjófavarna- kerfum og sjá um fræðslu fyrir starfsfólk í öryggismálum. Nauðsynlegt er að viðkomandi geti unnið sjálfstætt og hafi góða framkomu. Nánari upplýsingar um starfið gefur fram- kvæmdastjóri tæknisviðs í síma 29000-215. Skriflegar umsóknir þurfa að berast skrif- stofu ríkisspítala, tæknideild, fyrir 26. október nk. Reykjavík 11. október 1987. Aðalbókari (547) Fyrirtækið er þjónustufyrirtæki úti á landi. Starfssvið aðalbókara: Yfirumsjón með bók- haldi fyrirtækisins, afstemmingar, uppgjör og ýmiss skýrslugerð. Önnur verkefni tengd bókhaldi og áætlanagerð. Aðalbókari ber ábyrgð á að bókhald fyrirtækisins sé fært reglulega og sé ávallt í lagi. Við leitum að viðskiptafræðingi (endurskoð- unar/fjármálasvið) eða manni með aðra haldgóða viðskipta-/verslunarmenntun. Reynsla af bókhaldsstörfum nauðsynleg. Reynsla af stjórnunarstörfum æskileg. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir merktar: „Aðalbókari“ til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. fyrir 19. október nk. HagvangurM Grensósvegi 13 Reykjavík Sími83666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir Bókhaldsþjónusta Bæjarstjóri Bæjarstjórn Bolungarvíkur auglýsir hér með laust til umsóknar starf bæjarstjóra Bolung- arvíkurkaupstaðar. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist til forseta bæjarstjórn- ar, Olafs Kristjánssonar, á skrifstofu Bolung- arvíkurkaupstaðar, ráðhúsinu við Aðalstræti, merkt: „Umsókn um starf bæjarstjóra". Umsóknarfrestur rennur út 31. október 1987. Forseti bæjarstjórnar mun jafnframt veita allar nánari upplýsingar um starfið. Bæjarstjórn Boiungarvíkur. Skrifstofufólk Afiðlunin Afleysinga- og ráðningaþjónusta Armúla 19 -108 Reykjavík • 45 689877 Okkur vantar fólk á skrá í eftirtalin störf sem eru ýmist hálfs- eða heilsdags- svo og hluta- störf. 1. Ritari. 2. Almenn skrifstofustörf. 3. Símavarsia. 4. Gagnaskráning á tölvu. Æskileg er einhver menntun eða starfs- reynsla þó ekki skilyrði. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu okkar. Framkvæmdastjóri Félag rækju- og hörpudisksframleiðenda vill ráða framkvæmdastjóra til starfa sem fyrst. Um er að ræða fullt starf. Leitað er að viðskiptafræðingi eða aðila með góða menntun sem nýtist í þessu starfi. Viðkomandi þarf að hafa einhverja reynslu eða þekkingu á þessari atvinnugrein. Verksvið er m.a. gagnasöfnun, útreikningar auk almennra verkefna fyrir samtökin. Góð laun í boði fyrir réttan aðila. Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu okkar. Umsóknir er tilgreini aldur, menntun ásamt starfsreynslu sendist skrifstofu okkar, fyrir 21. okt. nk. Qiðni Tónssqn RAÐGJÖF 6 RAÐNI NCARÞJON LISTA TÚNGÖTU 5. 101 REYKJAVÍK — PÓSTHÓLF 693 SÍMl 621322 Stjórnandi ráðstefnudeildar Stórt og vaxandi fyrirtæki á sviði ferðaþjón- ustu vill ráða deildarstjóra ráðstefnudeildar. Starfið er laust fljótlega, t.d. um næstu áramót. Nauðsynlegt að viðkomandi hafi þekkingu og reynslu á þessu sviði og hafi tamið sér sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð. Góð tungumálakunnátta er skilyrði vegna dag- legra samskipta við erlenda viðskiptavini. Farið verður með allar umsóknir í trúnaði. Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu okkar. Laun algjört samningsatriði. Umsóknir er tilgreini aldur, menntun ásamt starfsreynslu sendist skrifstofu okkar fyrir 18. okt. nk. OtðntTónsson RAÐCJÓF bRÁÐNlNCARNÓNllSTA TÚNGÖTU 5, 101 REYKJAVÍK - PÓSTHÓLF 693 SÍMl 621322 „Au pair“ „Au pair“-stúlka, 18 ára eða eldri, óskast á heimili á Suður-Englandi. Upplýsingar eru gefnar í síma 9044- 271812018 (Helga) eða 9044-271812022 (Inga) á Englandi. Auglýsingateiknari Auglýsingastofa í Reykjavík ósk-ar að ráða auglýsingateiknara sem fyrst. Áhersla er lögð á að umsækjendur hafi reynslu af auglýsingateiknun og geti starfað sjálfstætt. Um heilsdagsstörf er að ræða og laun eru samkomulag. Umsóknarfrestur er til og með 16. október nk. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofunni frá kl. 9-15. Aíleysmga- og radningaþ/onusta Lidsauki hf. Skóldvördustig 1 b - 101 fíeykinvik - Simi 621355 Nýjung Lifandi og spennandi starf hjá nýstárlegu þjónustufyrirtæki. Vegna ört vaxandi starfsemi skortir GULU LÍNUNA nú starfsmann til símasvörunar og sölustarfa. Til greina kemur að ráða í tvö hálfsdagsstörf. Vinnutími er eftir samkomu- lagi á tímabilinu 08.00-20.00 virka daga og 2.-3. hvern laugardag. Þetta er kjörið starf/hlutastarf fyrir upplýst og frískt fólk. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir mánudaginn 19. október, merktar: „G -2517“. fVWVM GIIIA 62 33 88 RSK RÍKISSKATTSTJÓRI . Embætti ríkisskattstjóra auglýsir laus til umsóknar eftirtalin störf: Almenn deild: Staða deildarlögfræðings á gjaldasviði Helstu verkefni eru skýringar á lögum og reglugerðum er snerta álagningu óbeinna skatta, samningu úrskurða og álitsgerða er snerta skattskyldu o.fl. Staða viðskiptafræðings á skattasviði Helstu verkefni eru endurskoðun ársreikn- inga, úrskurðir á skatterindum og tölulegar álitsgerðir í umsögnum ríkisskattstjóra fyrir ríkisskattanefnd. Staðgreiðsludeild: Staða skrifstofumanns á tölvusviði Helstu verkefni eru færsla upplýsinga inn í staðgreiðsluskrá, skjalavistun og önnur al- menn skrifstofustörf. Staða ritara á upplýsingasviði Helstu verkefni eru ritvinnsla og vélritun. Umsóknir, er greini aldur, menntun og fyrri störf, sendist ríkisskattstjóra, Skúlagötu 57, 150 Reykjavík, fyrir 31. október nk. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.