Morgunblaðið - 07.11.1987, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 07.11.1987, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1987 Aðalfundur LIU lýsir andstöðu við „kvótaskatt“ Sóknarmarksskipum verði heimilt að kaupa kvóta AÐALFUNDUR LÍÚ lýsti sig mótfallinn ráðgerðum um hækk- un svokallaðs kvótaskatts úr 10% af afla seldum erlendis í 20%. Alyktun þess eðlis var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða, þrátt fyrir að í umræðum hefði komið fram stuðningur við þess- ar ráðgerðir. Fundarmenn voru fylgjandi því að veiðar á úthafs- rækju yrðu takmarkaðar og kvóti settur á hvert skip, sem þær veiðar stundaði. Ennfremur var fallizt á breytingar á sóknar- marki fiskiskipa, sem fram koma í drögum að frumvarpi þar að lútandi með nokkrum breyting- um. Meðal annars því, að sóknar- marksskipum verði leyft að kaupa kvóta, en svo hefur ekki verið. Fundarmenn voru einnig sam- mála því, að stjómun fiskveiða yrði ákveðin til þriggja ára og að réttur- inn til til veiða á fiski úr sjó yrði áfram alfarið í höndum útgerðar- innar. Um breytingar á sóknarmarki var samþykkt að með tilliti til vænt- anlegrar skerðingar á heildarafla á næsta ári og ástands fiskistofn- anna, féllust menn á þær tillögur um breytingar á sóknarmarki, sem fram hefðu komið frá sjávarútvegs- ráðuneytinu, enda yrði í reglugerð gætt jafnvægis milli svæða miðað við þorskígildi. Sóknarmarksdagar yrðu sveiganlegri frá því, sem nú væri og heimildir til að flytja sókn milli tímabila yrðu rýmri. Jafnframt yrði sóknarmarksskipum heimilt að kaupa aflakvóta og selja með óbreyttum sóknardögum, enda hefði það ekki áhrif á reiknaða afla- reynslu þeirra og yki ekki heildar- afla. Ennfremur var samþykkt að taka bæri sérstakt tillit til mikillar rýrn- unar tekna af loðnuveiðum hjá loðnuskipum við ákvörðun fiskveiði- stefnu næstu ára. Kristján Ragnarsson var endur- kjörinn formaður LÍÚ með lófataki. TUkynntum eld í apóteki SLÖKKVILIÐIÐ var í gær kallað að Reykjavíkurapóteki, þar sem eldvarnarkerfi fyrirtækisins hafði farið af stað. Enginn eldur fannst í húsinu og er talið að um bilun í kerfinu hafi verið að ræða. Það var ekki eingöngu eldvamar- kerfið, sem fór af stað, því þjófavam- arkerfið gerði það einnig. Slökkviliðið sendi mikinn mannskap á vettvang, en sem betur fer þurftu slökkviliðs- menn ekki að hafast að. Allur er þó varinn góður. VEÐURHORFUR í DAG, 7.11.87 YFIRLIT á hádegi f gær: Skammt norður af Jan Mayen er 1032 millibara hæð, en 995 millibara lægð skammt suðaustur af Hvarfi þokast norðvestur og grynnist. Um 1000 km suðsuðvestur af landinu er lægðardrag á leið norður. Hlýtt verður áfram. SPÁ: í dag verður austan og suöaustan gola eða kaldi. Dálítil -ign- ing öðru hverju sunnanlands en yflrleitt þurrt fyrir norðan. Hiti 4—8 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA SUNNUDAGUR OG MÁNUDAGUR: Suðlæg átt og hiti á bilinu 5_10 stig. Víða súld eða rigning sunnan- og vestanlands en þurrt að mestu norðaustanlands. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað A m Skýjað Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: S Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma -J 0 Hitastig: 10 gráður á Celsíus ý Skúrir * V El = Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —Skafrenningur Þrumuveður xn VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hltl veflur Akureyri 8 alskýjaft Reykjavik 9 (xAumóöa Bergen Helslnki Jan Mayen Kaupmannah. Narssarssuaq Nuuk Osló Stokkhólmur Þórshöfn 8 alskýjað 1 slydduél +6 skýjað 10 hálfskýjað 11 úrkomafgr. +2 skýjað 0 þoka 8 skýjað 8 alskýjað Algarve 16 rigning Amsterdam 9 mistur Aþena vantar Barcelona 18 mistur Berlln 8 súldis.klst. Chicago +1 lóttskýjað Feneyjar 10 þokumóða Frankfurt 5 þokumóða Glasgow 9 mistur Hamborg 9 súldás.klst. Las Palmas 25 léttskýjað London 7 þoka LosAngeles 13 skýjað Lúxemborg vantar Madríd 16 mlstur Malaga vantar Mallorca 21 hálfskýjað Montreal +4 alskýjað NewYork 3 láttskýjað París 4 þokumóða Róm vantar Vfn 9 léttskýjað Washlngton 2 léttskýjað Winnipeg +8 léttskýjað Valencia 18 heiðskfrt Morgunblaðið/Bjamj ítalimir frá Assisi á fundi með Vigdísi Finnbogadóttur, forseta ís- lands, á fimmtudag. Friðarhópur hjá forseta Islands HÉR Á landi er nú staddur fimm manna hópur frá ítölskum frið- arsamtökum, og gekk hann á fund Vigdísar Finnbogadóttur, forseta Islands, á fimmtudag. ítalimir eru í samtökum sem kalla sig „Alþjóðleg miðstöð fyrir friði meðal þjóða“, en þau voru stofnuð í borginni Assisi árið 1982 í tilefni þess að 800 ár voru þá lið- in frá fæðingu heilags Frans frá Assisi. Sendinefndir frá samtökun- um voru sendar á fund þjóðarleið- toga 34 Evrópulanda í gær, og er hugmyndin að hópar frá samtökun- um gangi á fund allra þjóðarleið- toga í heimi á næstu árum. Italirnir fengu áheyrn hjá forseta íslands á fimmtudagsmorgun, og færðu þeir henni að gjöf veggspjald með mynd af friðartáknum, og brauð, sem er bakað í klaustrinu í Assisi. Hópurinn heldur utan á mánudaginn nk. SIF: Stuðmngur við „siglingaskattinn44 Sijórnvöld ræði við EB um tolla á saltfiski STJÓRN Sölusambands íslenzkra fiskframleiðenda sam- þykkti á föstudag stuðning í megin atriðum við framkomið frumvarp um stjórnun fiskveiða, srstaklega hvað varðar svokall- aðan kvótaskatt vegna siglinga. Jafnframt var skorað á stjórn- völd að þau beiti sér fyrir viðræðum um tollamál saltfisks við Evrópubandalagið. Samþykktir stjómarfundarins þar að lútandi fara hér á eftir: „Stjóm SÍF er sammála frumvarp- inu í megin atriðum, en tekur sérstaklega undir það atriði frum- varpsins, sem gerir ráð fyrir aukinni kvótaskerðingu vegna útflutnings á ferskum físki. Stjóm SÍF telur að slík niðurstaða sé eðlileg málamiðl- un og ásættanleg fyrir alla aðila. Sú uggvænlega þróun, sem nú er að eiga sér stað í tollamálum saltfisks í Evrópubandalaginu, hlýt- ur að valda íslenzkum sjávarútvegi áhyggjum. Bæði tollfijálsir kvótar og kvótar, sem fela í sér tollalækk- un, eru nú uppumir í ýmsum markaðslöndum og skerðir því 13% tollur samkeppnisq-etu íslenzks salt- fisksiðnaðar, bæði á mörkuðunum og greiðslugetu á hráefni. Ekkert liggur fyrir um fyrirkomulag tolla- mála saltfisks í Evrópubandalaginu á árinu 1988. Stjórn SÍF skorar á stjómvöld að beita sér fyrir viðræð- um um tollamál saltfisk við Evrópu- bandalagið." Viðbrögð við ræðu formanns LÍÚ: Aðdróttanir sem dæma sig best sjálfar - segir Friðrik Pálsson forsljóri SH „RÆÐA framkvæmdastjóra LÍÚ kom mér að því leyti á óvart að ég átti frekar von á því að hann leitaði sátta,“ sagði Friðrik Páls- son forstjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna þegar leitað var álits hans á ræðu Kristjáns Ragnarssonar formanns Lands- sambands íslenskra útvegs- manna við setningu aðalfundar sambandsins. í ræðunni gagn- rýndi Kristján starfsmenn sö- lusamtakanna fyrir afstöðu þeirra til sölu á ferskum fiski erlendis og kröfu þeirra um að veiðikvóti rými við það og fyrir hugmyndir þeirra um dreifingu á kvóta á milli veiða og vinnslu. Friðrik sagði einnig: „Ég tel það tæpast þjóna neinum tilgangi að svara óverðugum orðum hans á opinberum vettvangi í garð starfs- fólks sölusamtaka, fulltrúa fisk- vinnslu og annarra, sem lýst hafa áhyggjum sínum af vaxandi út- flutningi á óunnum fiski til vinnslu erlendis. Þær aðdróttanir dæma sig því miður best sjálfar." Magnús Gunnarsson forstjóri Sölusambands íslenskra fiskfram- leiðenda (SÍF) sagði þegar hans álits var leitað: „Mér er ekki kunn- ugt um að starfsmenn Landssam- bands íslenskra útvegsmanna hafi neitt einkaleyfi á skoðunum á físk- veiðistefnunni og þeim áhrifum sem hún hefur á þróun íslenskra at- vinnu- og efnahagsmála. Núverandi stefna hefur haft ýmisleg alvarleg áhrif á þróun íslensks sjávarútvegs, bæði til lengri og skemmri tíma lit- ið og væri mönnum nær að finna einhverja þá leið sem samstaða gæti náðst um, frekar en að vera að skammast og rífast opinberlega í ræðu og riti.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.