Morgunblaðið - 07.11.1987, Side 10

Morgunblaðið - 07.11.1987, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1987 Guðjón Ketílsson sýnir Myndlist Valtýr Pétursson í FÍM-salnum við Garðastræti er nú sýning á verkum eftir ung- an mann, sem ber nafnið Guðjón Ketilsson. Guðjón er Reykvíking- ur, sem numið hefur hér í Myndlista- og handíðaskólanum. Síðan lá leið hans til Nova Scotia í Kanada og er óvenjulegt, ef ekki einsdæmi, að menn héðan hafí farið þangað til framhalds- náms í myndlist. Ég veit að minnsta kosti ekki um annan en Guðjón, sem þar hefur dvalið í þeim erindagerðum. Sjóndeildar- hringur okkar á listasviðinu ætti að víkka að mun, þegar leitað er víðar en var nýverið, þegar það var tízka hjá myndlistamemum að leita nær eingöngu til hins blauta Hollands. Mér virðast og verk Guðjóns um margt frábrugð- in þvi sem frá Hollandi kemur. Þetta mun vera fímmta einka- sýning Guðjóns og af því má sjá, að hann er ekki alger byijandi í faginu. í efri sal eru 16 olíumál- verk, sem eru þungamiðja þess er Guðrjón sýnir. í neðri sal eru nokkrar teikningar, og fannst mér þær nokkuð síðri en olíumálverkin á fyrstu hæð. Guðjón byggir myndir sínar ákveðið og notar sterka og þróttmikla liti. Pensil- skrift hans er persónuleg og myndflöturinn nýtist yfírleitt vel. Mannslfkaminn er helzta við- fangsefni Guðjóns og fer hann ftjálslega með fyrirmyndir sínar. Þetta er ekki mjög frumleg mynd- bygging, en nokkuð örugg, og enginn fær efast ekki um það ein- læga áform listamannsins að skapa sem heillegast málverk. Þegar bezt lætur tekst það, en það kemur fyrir, að hlutimir verða ekki nógu sannfærandi, en við skulum hafa það hugfast, að Guð- jón er enn í mótun og þroski hans nú þegar auðsær á köflum og því engin ástæða til að álíta, að hann geti ekki gert betur. Það mun koma í ljós á komandi tímum, en eins og ég er alltaf að staglast á í þessum skrifum mínum, tekur allt sinn tíma og ástæðulaust að flýta sér um of. Verk Guðjóns eru um margt í ætt við nýja málverk- ið svokallaða, en samt ólík því. Hann fer meir í saumana á sjálfu myndverkinu og leggur auðsjáan- lega meira upp úr hinu hefð- bundna málverki — fyrir vikið verður myndflöturinn ríkari í litn- um og þróttmeiri, en gerist í nýja máiverkinu að öllum jafnaði. Ef til vill er hér um áhrif frá skólun í Nova Scotia að ræða, ég veit það ekki, en mér finnst það líklegt. í heild er þetta mjög snotur sýning og lofar góðu. Hún er heil- steypt og ber vott um gott handbragð og alvarleg vinnu- brögð. Það er ástæða til að óska Guðjóni til hamingju árangur, sem blasir við á sýningu hans í Garða- strætinu. FRIÐRÍKUR Myndlist Valtýr Pétursson Ungur listamaður að nafni Fred Boulder, Bandaríkjamaður í aðra ættina, en íslendingur í hina, sýnir þessa dagana verk sín í Menningarstofnun Banda- ríkjanna við Nesveg. Hann hefur tekið sér listamannsnafnið Friðríkur, og sýnir undir því nafni. Hér er á ferð algerlega sjálfmenntaður listamaður, sem hefur fengizt við myndlist síðustu tíu árin, og tvisvar áður hefur hann efnt til sýningar á verkum sínum á höfuðborgar- svæðinu. Friðríkur virðist mjög upptek- inn af ýmsum andlegum við- fangsefnum og hefur áhuga á listsköpun í komandi þjóðfélagi séða út frá andlegum vísindum Martínusar, og hélt listamaður- inn fyrirlestur til að útskýra viðhorf sín í þessum efnum síðastliðinn sunnudag. Þessi ungi maður virðist mjög leitandi í myndgerð sinni, og verk hans bera þess vissulega merki. Slíkar heimspekilegar vangaveltur og kannanir virðast vera meir og meir í vindinum hjá ungu lista- fólki, og er forvitnilegt að fylgj- ast með framvindu mála á þessu sviði. Á sýningu Friðríks er meiri- hluti þeirra verkanna teikningar í lit, oft í blandaðri tækni, þar sem listamaðurinn notfærir sér litað túsk og annan efnvið. Sum- ar af þessum teikningum bera vott um hugmyndaflug og hæfi- leika, sem að vísu eru nokkuð óbeizlaðir enn sem komið er. Það er mikið merkjamál (symbolismi) í þessum verkum, og þori ég ekki að fara frekar út í þá sálma, en það má vel segja um þessi verk í heild, að þau séu snyrtileg og snotur. Það verður forvitnilegt að fylgjast með framvindu mála hjá þessum unga listamanni, og hver veit nema honum eigi eftir að takast að stuðla að betra og rétt- látara þjóðfélagi á komandi tímum. SIMAR 21150-21370 SOLUSTJ LARUS Þ VALDIIVIARS LOGM JOH ÞOROARSON HDL Til sölu í smíöum á góöu veröi - frábær greiðslukjör: 3ja herb. íbúð á 1. hæö 98,5 fm nettó. Sórlóð. Sólverönd. Sérþvottaaöstaöa. 4ra herb. íbúðir á 2. og 3. hæö 110,3 fm nettó. Tvennar svalir. Sérþvottaaöstaöa. 3ja herb. íbúðir á 2., 3. og 4. hæö 82,3 fm nettó. Góðar vestursv. og sérþvottaaðstaöa. íbúðirnar verða fokheldar á næstu vlkum. Afh. fullb. u. tréverk og málningu næsta sumar. Öll sameign fullfrág. Ibúöirnar eru f 7-fbúða fjölbhúsi við Jöklafold f Grafarvogl. Byggjandi Húni sf. Munið gott verð og frábær greiðslukjör. Tveir bílskúrar ennþá óseldir. Skúrarnir verða afhentir fullfrágengnir. Glæsileg eign á góðu verði á útsýnisstað f Garðabæ. Nýlegt steinhús rúmir 300 fm nettó. Vandað og velbyggt. Arinn í stofu. Saunabaö með hvildarherb. Stór sólverönd auk svala. Tvöf. bílskúr meö vinnuaöstööu. Stór lóö með skrúðgarði. Margskonar eignaskipti möguleg. Háaleitisbraut - Reynimelur Góöar 3ja og 4ra herb. ibúöir viö þessar götur i ákv. sölu. Lítil samþykkt íbúð við Lindargötu 2ja herb. lítil ib. í þribhúsi. Laus strax. Verð aðeins 1,7 mlllj. gegn góðri útb. Fjöldi fjársterkra kaupenda Höfum á skrá óvenju marga fjársterka kaupendur aö íbúðúm, einbýlis- og raöhúsum og ennfremur sérhæöum. Margskonar eignaskipti mögu- ieg. Margir bjóða útborgun fyrir rótta eign. Opið í dag, laugardag, kl. 11.00-16.00. AIMENNA FASTEIGHASALAN LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 Maður kominn af hafi Erlendar bækur Jóhanna KristjónBdóttir Tore Hamsun: Mannen fra havet Útg. Norsk Gyldendal 1984 Tore Hamsun var hér fyrir skemmstu og flutti fyrirlestur um foður sinn, skáldjöfurinn Knut Hamsun, eins og margir vita. Hann hefur fengizt við að mála og getið sér orð á því sviði. Árið 1952 sendi hann frá sér bók um foður sinn, sem hefur oft síðan verið endurútgefín og einnig hefur hann ritstýrt bréfa og greinasafni um Knut Hamsun. Fyrir þremur árum kom svo út fyrsta skáldsaga hans „Mannen fra havet" og tvær munu hafa bætzt við Hafnarfjörður Hverfisgata: Fallegt 6 herb. timburhús, hæö, kj. og ris. Kaldakinn: Mjög falleg 2ja-3ja herb. íb. Stór bílsk. Verkstæðishús: 65 fm nýtt einnar hæóar timburhús á góö- um stað í Hafnarfirði. Kópavogur: 4ra herb. íb. við Víðihvamm. V. 3,2 millj. Þoriákshöfn: 122 fm par- hús, byggt 1974. V. 3,5 millj. Opið 1 dag kl. 13.00-16.00 Ámi Gunnlaugsson m. Austurgötu 10, sfmi 50764. Tore Hamsun síðan. „Mannen fra havet" segir frá því að Norðmaður einn Abdel Brod- ersen fínnst á reki úti fyrir þýzkri strönd. Hann virðist í fyrstu þjást af minnisleysi, en þó fer að rofa til og hann man síðast eftir sér í seinni heimsstyijöldinni og nokkru eftir að henni er lokið. En það getur ekki komið heim og saman, því að sá tími er ekki runninn upp: árið sem Abel vaknar upp í er 1887. Abel fær ekki skilið þennan leynd- ardóm, og enn örðugra er fyrir fólkið í litla þorpinu að skilja hann. Læknir- inn Berger reynir að hjálpa honum og hvetur hann til að skrifa niður það sem hann man úr framtíðarlífi sínu. Þó getur læknirinn ekki fest trú á þetta, og sama gegnir um aðra sem vilja reyna að hjálpa honum. Hann er látinn skrifa upp söguna, eins og hann man, að hún gerðist. Kannski hann geti varað Þjóðveija við, breytt rás viðburða sögunnar. Þótt enginn leggi við eyru, þegar Abel reynir að skýra mál sitt hefur hann nokkur sönnunargögn í hönd- unum. Hvað til dæmis með fötin, sem hann er í, svo og armbandsúrið. Þetta er rannsakað og ef nokkuð verður það til að rugla menn enn meira í ríminu. Hann kynnist stúlkunni Elise og þau verða ástfangin hvort af öðru. En henni er um megn að fá botn í það sem hann segir. Og í eigin huga getur hann varla tengzt Elise, þar sem hann er kvæntur í Noregi...þó sú stúlka sé samkvæmt tímanum ekki fædd enn.. Það er sama hvar er borið niður, allt endar í blindgötu. Enginn hlustar á aðvaranir hans, menn telja hann í bezta falli einhvers konar spámann, kannski miðil - eða njósnara. í þijú ár skrifar Abel niður hug- renningar sinar og úr verður ævint- ýraleg frásögn um óraunverulegan raunveruleika. En einnig hljóð og innileg bón úr einsemdarheimi hans. Persónan ber sama nafn og pers- óna í einni skáldsagna föður hans og er það í sjálfu sér dálítið skemmti- leg hugmynd. Bókin er skrifuð af listrænni ögun og hugmyndafluginu beitt af hreinustu list. í alla staði eftirminnileg bók.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.