Morgunblaðið - 07.11.1987, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 07.11.1987, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1987 DREKALILJUR Drekaliljur — Cordyline — eru af Agavaceae-ætt. Af þeim eru tii 15 tegundir runna og tijáa, sem líkjast pálmum. Þær eru náskyld- ar drekatijám (Dracaena) og pálmaliljum (Yucca) og líkjast þeim mjög. Allar tegundimar eru frá suðlægum slóðum, aðallega frá Suðaustur-Asíu, Ástralíu og Nýja Sjálandi. Tvær tegundir, Cordyline australis og Cordyline indivisa, báðar ættaðar frá Nýja Sjálandi, una sér í svölu veðri og þola því íslenska sumarveðráttu en þurfa frostlaust skjól að vetrar- lagi. Báðar þessar tegundir hafa verið í ræktun hér og þrífast þær vel. Cordyline australis getur orðið mjög hávaxin í heimkynnum sínum eða allt að 12 metra há, en C. indivisa aðeins um helming- ur þess. Tegundimar em mjög líkar að útliti og getur verið erfitt að þekkja þær í sundur. En megin- munur á tegundunum er sá að C. australis getur haft marg- greindan stofn en C. indivisa aðeins einn stofn eins og nafnið bendir til. Fyrstu kynni mín af Cordyline voru við garðaskoðun Garðyrkju- félags íslands sumarið 1981. í garði Svövu Erlendsdóttur (sem nú er iátin) og Hjalta Jónatans- sonar á Sogavegi 82, sem þá var opinn félagsmönnum, vom tvær plöntur af tegundinni C. indivisa. Þær vom í pottum, sem grafnir vom niður úti í garðinum. Þessir litlu pálmar settu suðrænan blæ á umhverfíð og fylltu mann þeirri trú að fyrst slíkar plöntur mætti rækta á íslandi væm íslensku garðyrkjufólki allir vegir færir. Vorið 1983 rakst ég fyrir tilvilj- un á fræpoka af Cordyline indi- visa. í pokanum vom 40 fræ, sem Frá garðaskoðun GÍ. spímðu öll. Fyrsta sumarið litu plöntumar út eins og gras og hugsaði ég að langur tími mundi líða þar til þær yrðu að þessum glæsilegu plöntum, sem ég hafði heillast af hjá Svövu og Hjalta. Um veturinn vom plöntumar í svölu gróðurhúsi en sumarið eftir gaf ég flestar til Garðyrkjufélags Islands þar sem þær dreifðust til ýmissa félagsmanna og hef ég haft litlar spumir af því hvemig þær döfnuðu. Sjálfur hélt ég eftir fímm plöntum. Eina reyndi ég að rækta sem inniblóm, en hún virt- ist ekki þola hitann og þurra loftið inni og drapst fljótlega. Hinar fjórar hafði ég úti um sumarið og virtust þær kunna því vel og uxu mjög hratt. Á þriðja sumri höfðu blöðin náð fullri stærð. Nú em þær um 1 metri að hæð og BLÓM VIKUNNAR 75 Umsjón: Ágústa Bjömsdóttir Cordyline í garði. era famar að mynda dálítinn stofn. Þær virðast kunna vel við íslenska sumarveðráttu og hef ég sett þær út í lok maí en tekið þær inn í svalt gróðurhús í byijun október þar sem þær em við 5—10° hita og hafa góða birtu. Eftir að ég hóf ræktun dreka- liljanna hef ég tekið eftir því á ferðum mínum erlendis að þær em mikið ræktaðar í pottum sem stillt er upp í almenningsskrúð- görðum. Vöxtur og þroski þessara erlendu plantna er síst meiri en hinna íslensk ræktuðu og hefur það styrkt mig í þeirri trú að hér sé um plöntur að ræða sem eigi skilið meiri útbreiðslu hér en nú er. Sigurður Þórðarson Höfundur er varaformaður Garðyrkjufélaga íslands. Kjötbollur og -búðingur HeimilSshorn Bergljót Ingólfsdóttir Bollur og búðingur úr hökkuðu kjöti em herramannsmatur og möguleikar til matreiðslu nær óþijótandi. Margir láta eigið hug- arflug ráða samsetningu farsins en aðrir þurfa nákvæma forskrift til að fara eftir. í Heimilishomi í dag em uppskriftir af tvennskon- ar kjötbollum og einum kjötbúð- ingi. Romanoff-kjötbollur 750 g hakkað kjöt, lamba-, svína eða nautahakk, 1 egg, V2 bolli brauðmolar, heilhveiti eða hveiti, V2 bolli mjólk, V2 bolli smátt brytjaður laukur, IV2 tsk. salt, V2 tsk. V4 tsk. pipar, 2 matsk. hveiti, 2 matsk. smjörlíki, soð í sósuna eða vatn og súputen. Gesta-kjötbúðingur. Kjöt, egg, brauðmolar, mjólk, laukur og krydd sett í skál og hrært vel saman. Úr farsinu em gerðar fremur litlar bollur sem velt er upp úr hveiti og brúnaðar á pönnu. Áð steikingu lokinni er annaðhvort hægt að sjóða bollum- ar á pönnunni, bæta á þær soði (eða vatni og súputen.) eða að bollumar em soðnar í ofnföstu fati í ofni. Suðutími fer eftir stærðinni á bollunum, ef þær era litlar og soðnar á pönnu nægir ca. 10—15 mín. suða en lengur ef það er gert í ofni. Gott er að hafa soðsósu með (setja ekki hveiti saman við.) En í staðinn fyrir soðsósu af bollunum er hægt að hafa kalda tilbúna eða heimala- gaða sósu úr sýrðum ijóma eða öðm. Ætlað fyrir 6—8 manns. Kjötbollur með „zucchini“ 500 g hakkað nautakjöt, 1 egg, aðeins þeytt, V2 bolli þurrir brauðmolar (ca. 1 sneið hveiti eða heilhveitibrauð) V4 tsk. salt, 1 matsk. brytjuð steinselja, 3 matsk. vatn, 2 matsk. smjörlíki, V2 bolli brytjaður laukur, 1 hvítlauksrif, marið, V2 tsk. kúmen, V2 tsk. salt, 1 dós niðursoðin tómatsósa (8 únsur), 3 „zucchini". Hakk, egg, vatn, brauðmolar, salt og steinselja sett saman í skál, blandað vel saman og gerðar úr farsinu ca. 18 bollur. Smjörlík- ið hitað á pönnu og bollumar brúnaðar, laukur, hvítlaukur og kúmen sett út á jafnframt og fí- tunni síðan hellt af. Tómatsósu, salti og zucchini í þykkum sneið- um sett út í og látið sjóða við vægan straum í 15—20 mín. Ætlað fyrir 4—6 m .nns. Gesta-kj ötbúðingur 2 egg, 1 bolli brauðmylsna, V2 bolli mjólk, V2 bolli brytjaður laukur, V2 bolli græn paprika í bitum, IV2 tsk. salt, Ví tsk. þurrkað timian lauf, V4 tsk. pipar. 750 g nautahakk, 250 g svínahakk. Gljáhjúpur: V2 bolli tómatsósa, 2 matsk. púðursykur, V4 tsk. sinnepsduft. Egg, brauðmolar, mjólk, lauk- ur, timian og pipar sett í skál og blandað saman með gafli. Aðeins látið standa áður en kjötinu er bætt í. Búðingurinn settur á bakka úr álpappír einnig sett yfir hann og sett í kæliskáp eða frysti smástund fyrir matreiðslu. Kjöt- búðingurinn settur á ofnfast fat og bakað í meðalheitum ofni í 45—60 mín. Á meðan að á bakstri stendur er búðingurinn smurður með sósunni, svo úr verði gljá- hjúpur. Sósan: Tómatsósa, púðursykur og sinnepsduft hitað saman í potti og smurt á hliðar og ofan á búð- inginn. Ætlað fyrir 8 manns.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.